„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1995/ Minning liðinna daga“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Kristinn Freyr Pálsson:''' <big><big>'''Minning liðinna daga'''</big></big> Vestmannaeyjar, klettabeltið suður af Íslandi, liggja við hin fengsælustu fiskimið og hafa hlo...) |
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Kristinn Freyr Pálsson]]: | |||
<big><big>'''Minning liðinna daga'''</big></big> | <big><big>'''Minning liðinna daga'''</big></big> | ||
Lína 12: | Lína 12: | ||
Bræðurnir voru mjög samrýmdir og sterk tengsl á milli þeirra. Eins og lífið gekk fyrir sig hjá sjómannsfjölskyldunni hlutu þeir því oft að fylgjast með bátum á hafi á leið til hafnar. Hafið, sem stundum getur verið svo slétt og sakleysislegt, en gat svo reiðst á skömmum tíma og umturnað þeirri glæstu mynd í mikilfengleik sínum, heiftúðugt gat það brotið allt það sem vogaði sér að bjóða því birginn. Dætur ægis láta ekki bjóða sér allt. Fólkið trúði á hafið, þangað sótti það björg sína og bjó að því og það var hlutskipti þess að nýta þau gæði sem það gaf hverju sinni. Drengirnir voru þess meðvitaðir og þeir ætluðu sér þegar þeirra tími kæmi að verða sjómenn og sigla til útlanda eins og faðir og bræður. Saltið var í blóðinu. Í þeirra augum voru allir sjómenn hetjur og hetjur voru ódauðlegar. En hetjur gátu líka bognað og beygt af við hið minnsta mótlæti. | Bræðurnir voru mjög samrýmdir og sterk tengsl á milli þeirra. Eins og lífið gekk fyrir sig hjá sjómannsfjölskyldunni hlutu þeir því oft að fylgjast með bátum á hafi á leið til hafnar. Hafið, sem stundum getur verið svo slétt og sakleysislegt, en gat svo reiðst á skömmum tíma og umturnað þeirri glæstu mynd í mikilfengleik sínum, heiftúðugt gat það brotið allt það sem vogaði sér að bjóða því birginn. Dætur ægis láta ekki bjóða sér allt. Fólkið trúði á hafið, þangað sótti það björg sína og bjó að því og það var hlutskipti þess að nýta þau gæði sem það gaf hverju sinni. Drengirnir voru þess meðvitaðir og þeir ætluðu sér þegar þeirra tími kæmi að verða sjómenn og sigla til útlanda eins og faðir og bræður. Saltið var í blóðinu. Í þeirra augum voru allir sjómenn hetjur og hetjur voru ódauðlegar. En hetjur gátu líka bognað og beygt af við hið minnsta mótlæti. | ||
Þegar þeir þrír stóðu við sjóveitutankinn á Skansinum, eins og svo margir aðrir, skynjuðu þeir hættuna sem fylgdi veiðiferðum lítilla báta þegar þeir komu fyrir Klettinn og hurfu í djúpa öldudali og risu svo upp á brimfaldana, vanmegnugir að takast á við heljartök sem hrifu þá með sér með hamrabeltin á aðra hlið en skerin á hina, ógnvekjandi og óútreiknanleg. | Þegar þeir þrír stóðu við sjóveitutankinn á [[Skansinn|Skansinum]], eins og svo margir aðrir, skynjuðu þeir hættuna sem fylgdi veiðiferðum lítilla báta þegar þeir komu fyrir [[Heimaklettur|Klettinn]] og hurfu í djúpa öldudali og risu svo upp á brimfaldana, vanmegnugir að takast á við heljartök sem hrifu þá með sér með hamrabeltin á aðra hlið en skerin á hina, ógnvekjandi og óútreiknanleg. | ||
Þegar þeir, eða sá sem eftir var beðið, voru ókomnir að landi þegar skuggsýnt var orðið og himinn og haf sameinuðust í ofsafengnum myndleiftrum voru þeir á valdi óttans við hið geigvænlega og í myrkrinu leiddust litlu hetjurnar heimleiðis og kreistu hendur hver annars í örvæntingu, en heima var öruggt skjól, hlýr faðmur, sem allt sefaði og allt mótlæti brotnaði á, máttarstólpinn sem stóð af sér hin bitrustu él, taldi kjark í viðkvæmar barnssálir og klauf í sundur allan ótta sem hafði grafið um sig. Þar bjó móðir sem beið og bað. Það er Guð einn sem ræður. | Þegar þeir, eða sá sem eftir var beðið, voru ókomnir að landi þegar skuggsýnt var orðið og himinn og haf sameinuðust í ofsafengnum myndleiftrum voru þeir á valdi óttans við hið geigvænlega og í myrkrinu leiddust litlu hetjurnar heimleiðis og kreistu hendur hver annars í örvæntingu, en heima var öruggt skjól, hlýr faðmur, sem allt sefaði og allt mótlæti brotnaði á, máttarstólpinn sem stóð af sér hin bitrustu él, taldi kjark í viðkvæmar barnssálir og klauf í sundur allan ótta sem hafði grafið um sig. Þar bjó móðir sem beið og bað. Það er Guð einn sem ræður. | ||
Lína 18: | Lína 18: | ||
Allir finna hjá sér hvöt til að létta undir með foreldrum sínum, ljá sínum lið sem þeir eiga sterkast að og í fjölmennri fjölskyldu urðu allir að leggja sitt af mörkum og sýna fram á mikilvægi einstaklingsins. Þetta fannst þeim spennandi, sjálfsagt og eðlilegt, svona hlyti það að eiga að vera. Gleðin skín fegurst þegar barnið finnur að það er jafnmikilvægt og aðrir í tilverunni. Allt sem tengdist sjávarfangi var nýtt til matar í einhverjum mæli. Austan við eystri hafnargarðinn var oft hægt að ná í ígulker og í skerjalónum var fiskur sem borist hafði á land í miklum brimum. Nýtnin var góður eiginleiki. | Allir finna hjá sér hvöt til að létta undir með foreldrum sínum, ljá sínum lið sem þeir eiga sterkast að og í fjölmennri fjölskyldu urðu allir að leggja sitt af mörkum og sýna fram á mikilvægi einstaklingsins. Þetta fannst þeim spennandi, sjálfsagt og eðlilegt, svona hlyti það að eiga að vera. Gleðin skín fegurst þegar barnið finnur að það er jafnmikilvægt og aðrir í tilverunni. Allt sem tengdist sjávarfangi var nýtt til matar í einhverjum mæli. Austan við eystri hafnargarðinn var oft hægt að ná í ígulker og í skerjalónum var fiskur sem borist hafði á land í miklum brimum. Nýtnin var góður eiginleiki. | ||
Þeir bræður áttu handvagn sem þeir fóru með á bryggjurnar og söfnuðu í fiski sem gjafmildir sjómenn gáfu þeim, eða þá að þeir gelluðu í króm eða gúanóportinu. Svo var ekið með þennan varning um göturnar og hann seldur hverjum sem vildi eins og gert er enn í dag. Þeir eldri sögðu oft: „Snemma beygist krókurinn. | Þeir bræður áttu handvagn sem þeir fóru með á bryggjurnar og söfnuðu í fiski sem gjafmildir sjómenn gáfu þeim, eða þá að þeir gelluðu í króm eða gúanóportinu. Svo var ekið með þennan varning um göturnar og hann seldur hverjum sem vildi eins og gert er enn í dag. Þeir eldri sögðu oft: „Snemma beygist krókurinn.“ Þetta gaf af sér margar þakklátar krónur. Svo opnaðist nýr og áður óþekktur markaður sem var mikil lyftistöng þann tíma sem það stóð yfir því þetta þótti svo vel borguð vara. Það var slorið úr fiskinum, eða öllu fremur gallblöðrurnar, sem sagt var að væru auðugar af einhverjum efnum sem hægt væri að nota í meðul, hvort sem það var nú satt eða ekki. Þarna var því verðmæt og vannýtt vara. | ||
Öllu slori var þá keyrt í garðlönd eyjabúa, sem flest voru suður og vestur af Friðarhöfn og notað sem áburður saman við lýsisgrútinn sem mikið var af, en honum var dælt frá lifrarsamlaginu og þótti þessi samblanda henta mjög vel í sandgarða. Það urðu því uppgrip mikil hjá mörgum og lögðu margir unglingar leið sína í garðlöndin með fötur og hirtu gallblöðrur. Þetta var svo lagt inn í fiskvinnsluhúsin. En það voru ekki allir sem litu sjálfsbjargarviðleitnina í réttu ljósi eða virtust finna til með þeim sem minna mega sín og sýndu mátt valdsins. Einhverju sinni var það að bræðurnir höfðu tínt saman dágóða hrúgu af tógspottum sem hent hafði verið úr bátum sem voru í slipp. Töldu þeir sig vera að vinna hið besta verk og var ætlunin að senda samtíninginn til útlanda með föður sínum, sem var að fara í siglingu og átti að kaupa eitthvert góðgæti fyrir. Þegar þeir höfðu fínkembt svæðið stóð maður skyndilega hjá þeim og sagði þeim að koma upp á skrifstofu til sín. Fylgdu þeir manninum inn í húsið. Þá sagði hann: „Nú hringi ég á lögregluna því þið hafið verið hér í heimildarleysi. | Öllu slori var þá keyrt í garðlönd eyjabúa, sem flest voru suður og vestur af Friðarhöfn og notað sem áburður saman við lýsisgrútinn sem mikið var af, en honum var dælt frá lifrarsamlaginu og þótti þessi samblanda henta mjög vel í sandgarða. Það urðu því uppgrip mikil hjá mörgum og lögðu margir unglingar leið sína í garðlöndin með fötur og hirtu gallblöðrur. Þetta var svo lagt inn í fiskvinnsluhúsin. En það voru ekki allir sem litu sjálfsbjargarviðleitnina í réttu ljósi eða virtust finna til með þeim sem minna mega sín og sýndu mátt valdsins. Einhverju sinni var það að bræðurnir höfðu tínt saman dágóða hrúgu af tógspottum sem hent hafði verið úr bátum sem voru í slipp. Töldu þeir sig vera að vinna hið besta verk og var ætlunin að senda samtíninginn til útlanda með föður sínum, sem var að fara í siglingu og átti að kaupa eitthvert góðgæti fyrir. Þegar þeir höfðu fínkembt svæðið stóð maður skyndilega hjá þeim og sagði þeim að koma upp á skrifstofu til sín. Fylgdu þeir manninum inn í húsið. Þá sagði hann: „Nú hringi ég á lögregluna því þið hafið verið hér í heimildarleysi.“ Heil eilífð leið og ásýnd miskunnarleysis speglaðist í andliti mannsins áður en hann sagði: „Þið megið fara en þið látið tógin vera.“ Þetta óréttlæti erfðu þeir ekki, en gleymdu aldrei. Leikir barna og unglinga einkenndust af fölskvalausri gleði og ánægju og komu bæjaryfirvöld oft til móts við þau. Á mánabjörtum og mildum vetrarkvöldum, þegar jörð var snævi þakin, voru sleðar teknir fram. Var almenn notkun þeirra mikil þá. Kom fyrir að Heiðarvegi og Skólavegi væri lokað fyrir allri umferð nema leikjum og sleðaferðum. Virtust ökumenn taka tillit til þess og þeir fullorðnu fengu hlutdeild í gleðileikjum þeirra og renndu sér á skíðasleða ofan úr heiðinni og niður í bæinn. Af Heiðarvegi var hægt að renna sér að Básaskersbryggju. Þar var kannski einhver ættingi eða ástvinur sem beið eftir brosandi andliti og lét í hendi lítinn fisk sem þakklætisvott fyrir heimsóknina. Lífið á bryggjunum var eitthvað svo hrífandi og seiðandi, laðaði að. Ef til vill voru það hinir taktföstu mótorskellir eða ljósbrotin á höfninni, bátar á bóli og gjálfrið frá árabátum sem leið áttu um. En öll þessi ljóðræna fegurð var heillandi og gagntekur minninguna þegar eitthvert fley leggur að landi. Stundum er lærdómsríkt að líta um öxl og bregða upp myndum liðins tíma og þess mannlífs sem þá þróaðist. Ávallt grær yfir gengin spor, nema sagan fái að lifa með þjóðinni. | ||
Ó björt varstu veröld, hver kynslóð á sér bjartar og fagrar vonir og má ætla að svo hafi verið frá upphafi sögunnar. Gnýr vetrarins var að baki og það var komið vor og með nýju vori fæðast nýjar hugmyndir. Einn fagran morgun fyrir allar aldir fóru bræður að heiman frá sér og var ferðinni heitið inn að Litlu-Löngu. Fjaran speglaðist í dimmbláum haffletinum og í kyrrðinni svaf bærinn. Ekkert rauf þessa friðsæld, þessa fegurð. Þetta var eitt af þessum ógleymanlegu augnablikum ævinnar. Smáar öldur, sem mynduðust þegar hinir fyrstu bátar létu úr höfn, náðu ekki að teygja sig í sporin í sandinum. Bak við gamalt bólvirki, sem reist hafði verið endur fyrir löngu og aflagt síðar, höfðu þeir útbúið sér litla leikperlu, athvarf þar sem þeir gátu ræktað hugmyndir um framtíðina í kyrrþey. Nú var komið að því að taka hana í notkun. Þarna mátti sjá vísi að lítilli verstöð með tilheyrandi króm eins og þær sem víða voru við Strandveginn þótt þær væru ekki beinlínis augnayndi. Hugvit, hönnun og umtalsverðir hæfileikar á sviði verkfræðinnar voru ekki nægilegir, en í þeirra augum voru þetta miklar og merkar byggingar. | Ó björt varstu veröld, hver kynslóð á sér bjartar og fagrar vonir og má ætla að svo hafi verið frá upphafi sögunnar. Gnýr vetrarins var að baki og það var komið vor og með nýju vori fæðast nýjar hugmyndir. Einn fagran morgun fyrir allar aldir fóru bræður að heiman frá sér og var ferðinni heitið inn að Litlu-Löngu. Fjaran speglaðist í dimmbláum haffletinum og í kyrrðinni svaf bærinn. Ekkert rauf þessa friðsæld, þessa fegurð. Þetta var eitt af þessum ógleymanlegu augnablikum ævinnar. Smáar öldur, sem mynduðust þegar hinir fyrstu bátar létu úr höfn, náðu ekki að teygja sig í sporin í sandinum. Bak við gamalt bólvirki, sem reist hafði verið endur fyrir löngu og aflagt síðar, höfðu þeir útbúið sér litla leikperlu, athvarf þar sem þeir gátu ræktað hugmyndir um framtíðina í kyrrþey. Nú var komið að því að taka hana í notkun. Þarna mátti sjá vísi að lítilli verstöð með tilheyrandi króm eins og þær sem víða voru við Strandveginn þótt þær væru ekki beinlínis augnayndi. Hugvit, hönnun og umtalsverðir hæfileikar á sviði verkfræðinnar voru ekki nægilegir, en í þeirra augum voru þetta miklar og merkar byggingar. | ||
Ofan við aðgerðarhúsin voru stakkstæðin byggð úr fjörusteinum og þar mátti oft sjá hvítsaltaða murta, sem veiddir höfðu verið undir trébryggjunni í Friðarhöfn, þorna í sólskininu en þó kom það fyrir að veiðibjallan hirti allan aflann, en við því var ekkert að gera. Það var bara hluti af ánægjunni í þeim fjölskrúðugu leikjum sem ríkti meðal þeirra. Fram í flæðarmálinu höfðu þeir smíðað litla spírubryggju og þar lögðu þeir bátum sínum, fullhlöðnum skeljum og kuðungum sem tínt hafði verið upp í Botninum sem var heiti fjörunnar frá Heimakletti að Friðarhöfn. Stundum komu svo flutningaskip og tóku afurðir og sigldu til annarra landa. Þessi litla verstöð átti að vera upphafið að framtíðardraumum og mikilvægur áfangi á þeirri leið að verða eitthvað og vinna sigra á lífssleiðinni, því þeir ætluðu alltaf að vera til í þeirri víðáttu sem beið en framtíðin er óráðin gáta þar sem spurt er að leikslokum. En nú var liðið að hádegi og byggðin hvarf inn í sólskinið. | Ofan við aðgerðarhúsin voru [[stakkstæði|stakkstæðin]] byggð úr fjörusteinum og þar mátti oft sjá hvítsaltaða murta, sem veiddir höfðu verið undir trébryggjunni í Friðarhöfn, þorna í sólskininu en þó kom það fyrir að veiðibjallan hirti allan aflann, en við því var ekkert að gera. Það var bara hluti af ánægjunni í þeim fjölskrúðugu leikjum sem ríkti meðal þeirra. Fram í flæðarmálinu höfðu þeir smíðað litla spírubryggju og þar lögðu þeir bátum sínum, fullhlöðnum skeljum og kuðungum sem tínt hafði verið upp í [[Botn|Botninum]] sem var heiti fjörunnar frá Heimakletti að [[Friðarhöfn]]. Stundum komu svo flutningaskip og tóku afurðir og sigldu til annarra landa. Þessi litla verstöð átti að vera upphafið að framtíðardraumum og mikilvægur áfangi á þeirri leið að verða eitthvað og vinna sigra á lífssleiðinni, því þeir ætluðu alltaf að vera til í þeirri víðáttu sem beið en framtíðin er óráðin gáta þar sem spurt er að leikslokum. En nú var liðið að hádegi og byggðin hvarf inn í sólskinið. | ||
Kvöld eitt snemma sumars stóðu bræðurnir á Básaskersbryggjunni. Þeir voru að kveðja föður sinn og bræður sem héldu norður til síldveiða. Senn kæmi einnig að því að leiðir þeirra þriggja skildi um sinn. Þeir áttu að fara í sveit, sinn í hverja áttina og svo átti sá elsti brátt að fermast. En þeir myndu taka upp þráðinn að hausti. Leikir drengjanna lögðust af eða breyttust og önnur markmið, sett ofar öðrum fyrirheitum um auð og völd sem átti að færa þeim velgengni, gleymdust, kannski fannst þeim ytri auðlegð fátækari en innri auður, þeir svöruðu bara kalli tímans og tíminn leiddi annað í ljós. Margir göfugustu framtíðardraumar þeirra urðu bara draumar sem ekki rættust. Og ekki urðu allir sjómenn eins og ætlunin hafði verið á bernskudögum. Einum hentaði ekki lífið á hafinu og gaf sjómennsku upp á bátinn og þegar árin liðu hættu sumir að vera til því lífið er hverfult. | Kvöld eitt snemma sumars stóðu bræðurnir á [[Básaskersbryggja|Básaskersbryggjunni]]. Þeir voru að kveðja föður sinn og bræður sem héldu norður til síldveiða. Senn kæmi einnig að því að leiðir þeirra þriggja skildi um sinn. Þeir áttu að fara í sveit, sinn í hverja áttina og svo átti sá elsti brátt að fermast. En þeir myndu taka upp þráðinn að hausti. Leikir drengjanna lögðust af eða breyttust og önnur markmið, sett ofar öðrum fyrirheitum um auð og völd sem átti að færa þeim velgengni, gleymdust, kannski fannst þeim ytri auðlegð fátækari en innri auður, þeir svöruðu bara kalli tímans og tíminn leiddi annað í ljós. Margir göfugustu framtíðardraumar þeirra urðu bara draumar sem ekki rættust. Og ekki urðu allir sjómenn eins og ætlunin hafði verið á bernskudögum. Einum hentaði ekki lífið á hafinu og gaf sjómennsku upp á bátinn og þegar árin liðu hættu sumir að vera til því lífið er hverfult. | ||
Og hljómar bernskunnar streyma áfram. Í litlum vog við Heimaklett gisnuðu litlu húsin og létu undan veðri og vindum þegar hætt var að huga að þeim. Bryggjurnar brotnuðu í fyrstu stórviðrum. Léttar öldur biðu í eilífð sinni eftir litlum bátum sem aldrei komu aftur en bláliljan heldur áfram að vaxa og veiðibjallan sest þar stundum. Þannig er sú mynd frá þeim liðnu árum eins og hún blasir við í minningu daganna. | Og hljómar bernskunnar streyma áfram. Í litlum vog við Heimaklett gisnuðu litlu húsin og létu undan veðri og vindum þegar hætt var að huga að þeim. Bryggjurnar brotnuðu í fyrstu stórviðrum. Léttar öldur biðu í eilífð sinni eftir litlum bátum sem aldrei komu aftur en bláliljan heldur áfram að vaxa og veiðibjallan sest þar stundum. Þannig er sú mynd frá þeim liðnu árum eins og hún blasir við í minningu daganna. | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 10. apríl 2017 kl. 11:48
Minning liðinna daga
Vestmannaeyjar, klettabeltið suður af Íslandi, liggja við hin fengsælustu fiskimið og hafa hlotið í arf tímans að vera heitin hin stærsta verstöð landsins. Fegurð þeirra hefur snert strengi hinna miklu andans manna sem hafa lýst þeim sem Caprí norðursins.
Atvinnuhættir voru lengst af einhæfir. En margt hefur breyst í rás aldanna og lífið ólíkt því sem áður var þegar öll tilveran snerist einvörðungu um veiðar mannsins og fangbrögð þeirra við ægi. Fólkið, sem skóp þessa byggð, átti sér aðeins þann draum að lifa af frjálst við hin erfiðu skilyrði, sem því var búið, og sjá í hillingum fram á bjartari daga, sem ekki komu, heldur dökk skýin, sem hrönnuðust upp og liðu um heiðar mannlífsins þegar öll sund virtust lokuð er fyrirvinnan var ekki lengur til staðar. Óttinn var daglegt brauð því enginn gat komið til bjargar ef eitthvað út af bar. Örlög þessa fólks voru þau að eignast aldrei þá framtíðarsýn sem myndi skapa þeim áhyggjuminna líf eða færa því gæði þau sem nútímamaðurinn gæti ekki hugsað sér að lifa án. Rúnum rist af erfiði langt um aldur fram nýtti fólkið vel þau gæði sem gáfust í harðneskjulegri lífsbaráttu sem það var ofurselt og gerði ekki þær kröfur sem báru þeirra lítilfjörlegu laun ofurliði. Svona þessu líkt hefur lífið tifað á hinum löngu liðnu tímum, en fortíðin geymir þá sögu sem smám saman máist yfir með hverri kynslóð sem tekur við af annarri. Nýjar mannlífsmyndir bera einhver blæbrigði af þeim sem fyrir voru og þó við stöndum ekki í þeirra sporum eigum við visku og velferð að þakka. Allar minningar búa yfir einhverri vitneskju um liðna atburði og sumar myndir þeirra tærari og hafa meiri dýpt yfir sér en aðrar, einkum þær sem minna á þegar hin fyrstu vorblóm tóku að þroskast og bernskuárin að breytast og fá á sig nýjan og alvarlegri blæ og aðrar tilfinningar fóru að glæðast í hugskotinu.
Einu sinni voru þrír bræður. Faðir þeirra og tveir eldri bræður voru sjómenn og snerist öll tilvera fjölskyldunnar um gjafmildi hafsins. Hagur heillar þjóðar væri í húfi ef veiðar brygðust og allt það sem öldur báru að landi. Oft rak á fjörur ýmislegt sem fólk gat nýtt sér í þágu heimilisins og bætt upp oft á tíðum fábreytta lífsafkomu, einkum á árum síðari heimsstyrjaldarinnar þótt í hugum fólks hvíli önnur og grimmdarlegri mynd yfir þeim tímum þegar sæfarendur saklausrar þjóðar guldu líkn með lífi sínu, en það er önnur saga og verður ekki sögð hér.
Bræðurnir voru mjög samrýmdir og sterk tengsl á milli þeirra. Eins og lífið gekk fyrir sig hjá sjómannsfjölskyldunni hlutu þeir því oft að fylgjast með bátum á hafi á leið til hafnar. Hafið, sem stundum getur verið svo slétt og sakleysislegt, en gat svo reiðst á skömmum tíma og umturnað þeirri glæstu mynd í mikilfengleik sínum, heiftúðugt gat það brotið allt það sem vogaði sér að bjóða því birginn. Dætur ægis láta ekki bjóða sér allt. Fólkið trúði á hafið, þangað sótti það björg sína og bjó að því og það var hlutskipti þess að nýta þau gæði sem það gaf hverju sinni. Drengirnir voru þess meðvitaðir og þeir ætluðu sér þegar þeirra tími kæmi að verða sjómenn og sigla til útlanda eins og faðir og bræður. Saltið var í blóðinu. Í þeirra augum voru allir sjómenn hetjur og hetjur voru ódauðlegar. En hetjur gátu líka bognað og beygt af við hið minnsta mótlæti.
Þegar þeir þrír stóðu við sjóveitutankinn á Skansinum, eins og svo margir aðrir, skynjuðu þeir hættuna sem fylgdi veiðiferðum lítilla báta þegar þeir komu fyrir Klettinn og hurfu í djúpa öldudali og risu svo upp á brimfaldana, vanmegnugir að takast á við heljartök sem hrifu þá með sér með hamrabeltin á aðra hlið en skerin á hina, ógnvekjandi og óútreiknanleg.
Þegar þeir, eða sá sem eftir var beðið, voru ókomnir að landi þegar skuggsýnt var orðið og himinn og haf sameinuðust í ofsafengnum myndleiftrum voru þeir á valdi óttans við hið geigvænlega og í myrkrinu leiddust litlu hetjurnar heimleiðis og kreistu hendur hver annars í örvæntingu, en heima var öruggt skjól, hlýr faðmur, sem allt sefaði og allt mótlæti brotnaði á, máttarstólpinn sem stóð af sér hin bitrustu él, taldi kjark í viðkvæmar barnssálir og klauf í sundur allan ótta sem hafði grafið um sig. Þar bjó móðir sem beið og bað. Það er Guð einn sem ræður.
Allir finna hjá sér hvöt til að létta undir með foreldrum sínum, ljá sínum lið sem þeir eiga sterkast að og í fjölmennri fjölskyldu urðu allir að leggja sitt af mörkum og sýna fram á mikilvægi einstaklingsins. Þetta fannst þeim spennandi, sjálfsagt og eðlilegt, svona hlyti það að eiga að vera. Gleðin skín fegurst þegar barnið finnur að það er jafnmikilvægt og aðrir í tilverunni. Allt sem tengdist sjávarfangi var nýtt til matar í einhverjum mæli. Austan við eystri hafnargarðinn var oft hægt að ná í ígulker og í skerjalónum var fiskur sem borist hafði á land í miklum brimum. Nýtnin var góður eiginleiki.
Þeir bræður áttu handvagn sem þeir fóru með á bryggjurnar og söfnuðu í fiski sem gjafmildir sjómenn gáfu þeim, eða þá að þeir gelluðu í króm eða gúanóportinu. Svo var ekið með þennan varning um göturnar og hann seldur hverjum sem vildi eins og gert er enn í dag. Þeir eldri sögðu oft: „Snemma beygist krókurinn.“ Þetta gaf af sér margar þakklátar krónur. Svo opnaðist nýr og áður óþekktur markaður sem var mikil lyftistöng þann tíma sem það stóð yfir því þetta þótti svo vel borguð vara. Það var slorið úr fiskinum, eða öllu fremur gallblöðrurnar, sem sagt var að væru auðugar af einhverjum efnum sem hægt væri að nota í meðul, hvort sem það var nú satt eða ekki. Þarna var því verðmæt og vannýtt vara.
Öllu slori var þá keyrt í garðlönd eyjabúa, sem flest voru suður og vestur af Friðarhöfn og notað sem áburður saman við lýsisgrútinn sem mikið var af, en honum var dælt frá lifrarsamlaginu og þótti þessi samblanda henta mjög vel í sandgarða. Það urðu því uppgrip mikil hjá mörgum og lögðu margir unglingar leið sína í garðlöndin með fötur og hirtu gallblöðrur. Þetta var svo lagt inn í fiskvinnsluhúsin. En það voru ekki allir sem litu sjálfsbjargarviðleitnina í réttu ljósi eða virtust finna til með þeim sem minna mega sín og sýndu mátt valdsins. Einhverju sinni var það að bræðurnir höfðu tínt saman dágóða hrúgu af tógspottum sem hent hafði verið úr bátum sem voru í slipp. Töldu þeir sig vera að vinna hið besta verk og var ætlunin að senda samtíninginn til útlanda með föður sínum, sem var að fara í siglingu og átti að kaupa eitthvert góðgæti fyrir. Þegar þeir höfðu fínkembt svæðið stóð maður skyndilega hjá þeim og sagði þeim að koma upp á skrifstofu til sín. Fylgdu þeir manninum inn í húsið. Þá sagði hann: „Nú hringi ég á lögregluna því þið hafið verið hér í heimildarleysi.“ Heil eilífð leið og ásýnd miskunnarleysis speglaðist í andliti mannsins áður en hann sagði: „Þið megið fara en þið látið tógin vera.“ Þetta óréttlæti erfðu þeir ekki, en gleymdu aldrei. Leikir barna og unglinga einkenndust af fölskvalausri gleði og ánægju og komu bæjaryfirvöld oft til móts við þau. Á mánabjörtum og mildum vetrarkvöldum, þegar jörð var snævi þakin, voru sleðar teknir fram. Var almenn notkun þeirra mikil þá. Kom fyrir að Heiðarvegi og Skólavegi væri lokað fyrir allri umferð nema leikjum og sleðaferðum. Virtust ökumenn taka tillit til þess og þeir fullorðnu fengu hlutdeild í gleðileikjum þeirra og renndu sér á skíðasleða ofan úr heiðinni og niður í bæinn. Af Heiðarvegi var hægt að renna sér að Básaskersbryggju. Þar var kannski einhver ættingi eða ástvinur sem beið eftir brosandi andliti og lét í hendi lítinn fisk sem þakklætisvott fyrir heimsóknina. Lífið á bryggjunum var eitthvað svo hrífandi og seiðandi, laðaði að. Ef til vill voru það hinir taktföstu mótorskellir eða ljósbrotin á höfninni, bátar á bóli og gjálfrið frá árabátum sem leið áttu um. En öll þessi ljóðræna fegurð var heillandi og gagntekur minninguna þegar eitthvert fley leggur að landi. Stundum er lærdómsríkt að líta um öxl og bregða upp myndum liðins tíma og þess mannlífs sem þá þróaðist. Ávallt grær yfir gengin spor, nema sagan fái að lifa með þjóðinni.
Ó björt varstu veröld, hver kynslóð á sér bjartar og fagrar vonir og má ætla að svo hafi verið frá upphafi sögunnar. Gnýr vetrarins var að baki og það var komið vor og með nýju vori fæðast nýjar hugmyndir. Einn fagran morgun fyrir allar aldir fóru bræður að heiman frá sér og var ferðinni heitið inn að Litlu-Löngu. Fjaran speglaðist í dimmbláum haffletinum og í kyrrðinni svaf bærinn. Ekkert rauf þessa friðsæld, þessa fegurð. Þetta var eitt af þessum ógleymanlegu augnablikum ævinnar. Smáar öldur, sem mynduðust þegar hinir fyrstu bátar létu úr höfn, náðu ekki að teygja sig í sporin í sandinum. Bak við gamalt bólvirki, sem reist hafði verið endur fyrir löngu og aflagt síðar, höfðu þeir útbúið sér litla leikperlu, athvarf þar sem þeir gátu ræktað hugmyndir um framtíðina í kyrrþey. Nú var komið að því að taka hana í notkun. Þarna mátti sjá vísi að lítilli verstöð með tilheyrandi króm eins og þær sem víða voru við Strandveginn þótt þær væru ekki beinlínis augnayndi. Hugvit, hönnun og umtalsverðir hæfileikar á sviði verkfræðinnar voru ekki nægilegir, en í þeirra augum voru þetta miklar og merkar byggingar.
Ofan við aðgerðarhúsin voru stakkstæðin byggð úr fjörusteinum og þar mátti oft sjá hvítsaltaða murta, sem veiddir höfðu verið undir trébryggjunni í Friðarhöfn, þorna í sólskininu en þó kom það fyrir að veiðibjallan hirti allan aflann, en við því var ekkert að gera. Það var bara hluti af ánægjunni í þeim fjölskrúðugu leikjum sem ríkti meðal þeirra. Fram í flæðarmálinu höfðu þeir smíðað litla spírubryggju og þar lögðu þeir bátum sínum, fullhlöðnum skeljum og kuðungum sem tínt hafði verið upp í Botninum sem var heiti fjörunnar frá Heimakletti að Friðarhöfn. Stundum komu svo flutningaskip og tóku afurðir og sigldu til annarra landa. Þessi litla verstöð átti að vera upphafið að framtíðardraumum og mikilvægur áfangi á þeirri leið að verða eitthvað og vinna sigra á lífssleiðinni, því þeir ætluðu alltaf að vera til í þeirri víðáttu sem beið en framtíðin er óráðin gáta þar sem spurt er að leikslokum. En nú var liðið að hádegi og byggðin hvarf inn í sólskinið. Kvöld eitt snemma sumars stóðu bræðurnir á Básaskersbryggjunni. Þeir voru að kveðja föður sinn og bræður sem héldu norður til síldveiða. Senn kæmi einnig að því að leiðir þeirra þriggja skildi um sinn. Þeir áttu að fara í sveit, sinn í hverja áttina og svo átti sá elsti brátt að fermast. En þeir myndu taka upp þráðinn að hausti. Leikir drengjanna lögðust af eða breyttust og önnur markmið, sett ofar öðrum fyrirheitum um auð og völd sem átti að færa þeim velgengni, gleymdust, kannski fannst þeim ytri auðlegð fátækari en innri auður, þeir svöruðu bara kalli tímans og tíminn leiddi annað í ljós. Margir göfugustu framtíðardraumar þeirra urðu bara draumar sem ekki rættust. Og ekki urðu allir sjómenn eins og ætlunin hafði verið á bernskudögum. Einum hentaði ekki lífið á hafinu og gaf sjómennsku upp á bátinn og þegar árin liðu hættu sumir að vera til því lífið er hverfult.
Og hljómar bernskunnar streyma áfram. Í litlum vog við Heimaklett gisnuðu litlu húsin og létu undan veðri og vindum þegar hætt var að huga að þeim. Bryggjurnar brotnuðu í fyrstu stórviðrum. Léttar öldur biðu í eilífð sinni eftir litlum bátum sem aldrei komu aftur en bláliljan heldur áfram að vaxa og veiðibjallan sest þar stundum. Þannig er sú mynd frá þeim liðnu árum eins og hún blasir við í minningu daganna.