„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1999/ Frá Vestmannaeyjum til Namibíu“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big>Guðjón Ólafsson</big><br> <big><big>Frá Vestmannaeyjum til Namibíu</big></big><br> '''Sjóferðasaga'''<br> Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það var á vordö...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 2: | Lína 2: | ||
<big><big>Frá Vestmannaeyjum til Namibíu</big></big><br> | <big><big>Frá Vestmannaeyjum til Namibíu</big></big><br> | ||
'''Sjóferðasaga'''<br> | '''Sjóferðasaga'''<br> | ||
[[Mynd:Guðjón Ólafsson Sdbl. 1999.jpg|thumb|190x190px|Guðjón Ólafsson]] | |||
Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það var á vordögum s.l., að mér var sagt upp vinnu | Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það var á vordögum s.l., að mér var sagt upp vinnu hjá Vinnslustöðinni, eftir fjörtíu ára starf hjá Fiskiðjunni og Vinnslustöðinni. Við slíka atburði verður maður hálf sjokkeraður og það myndast tómarúm hjá manni. Um svipað leyti og þetta átti sér stað, var Vinnslustöðin að selja togarann Jón V til Namibíu. Í léttu spjalli á kaffistofunni, sló ég því fram, við stjórnendur fyrirtækisins, hvort þeir vildu bara ekki senda mig til Namibíu með togaranum. Þetta þróaðist á þann veg, að 9. júlí 1998 lagði ég af stað til Namibíu. Þetta er formálinn að þeirri ferðasögu, sem hér verður nú færð í legur. Við vorum ellefu um borð, sex Íslendingar og fimm Namibíumenn.<br> Skipstjórinn, [[Kristján H. Kristinsson]], kallaður Haddi, býr í Lúderizt í Namibíu en þangað var ferðinni heitið. [[Ari Sigurjónsson]], 1. stýrimaður, var ráðinn á skipið til næstu tveggja ára, [[Elmar Guðmundsson]] II. stýrimaður, réði sig til ferðarinnar með sólarhrings fyrirvara og ætlaði bara í siglinguna, en þegar niðureftir kom réði hann sig á skipið til lengri tíma. 1. vélstjóri, [[Jón Smári Valdimarsson]] frá Súðavík, og II. vélstjóri [[Kristján Sveinsson]] frá Ísafirð. Þeir lituðu og svörtu hétu: Shane, vélstjóri, ættaður frá Höfðaborg í S-Afríku, Desmond, bátsmaður, vinnur á smíðaverkstæði hjá Seaflower í Luderitz, Jack, kokkur, veit lítið um ætt sína og uppruna, David ( Hólmfríður hafði mikið álit á honum, vegna þess að hann sótti kirkju reglulega á meðan hann dvaldi í Eyjum) og svo er það hann Lúkas fáskiptinn maður en traustur og góður félagi, þegar maður fór að kynnast honum. Íslendingar eru oft tortryggnir gagnvart lituðu og svörtu fólki, en það verður að segjast eins og er, að þessir menn reyndust mér mjög vel, kurteisir og prúðir í hvívetna, það er helst að þeir hafa ekki mikið frumkvæði í að framkvæma hlutina. Engan skyldi furða þótt þessir menn hafi ekki mikið frumkvæði, þar sem forfeður þeirra hafa mátt þola harðræði og kúgun um aldir. <br> | ||
Ég mun nú í byrjun styðjast við dagbókarbrot, sem ég var nokkuð duglegur við að færa í letur fyrstu dagana. <br> | Ég mun nú í byrjun styðjast við dagbókarbrot, sem ég var nokkuð duglegur við að færa í letur fyrstu dagana. <br> | ||
[[Mynd:Greinarhöfundur við Góðrarvonarhöfði Sdbl. 1999.jpg|miðja|thumb|Greinarhöfundur við Góðrarvonarhöfði.]] | |||
Fimmtudagur 9. | Fimmtudagur 9. júlí 1998. Loksins, eftir mánaðarbið var lagt í siglinguna miklu kl. 21. Ég var með smá trega, þegar ég veifaði til Hólmfríðar og siðar til lundakarlanna úr Suðurey, sem voru að koma úr eynni. Veðrið var eins og best verður á kosið, norðan andvari og sléttur sjór. Haldið var til Þorlákshafnar. Þar áttum við að taka veiðafæri og fleira dót. Eyjarnar sigu smátt og smátt í hafið og fram undan var 6.200 sjómílna sigling með viðkomu í Þorlákshöfn, eins og áður sagði. Ég kom mér snemma í koju og sofnaði skjótt. Föstudagur 10. júlí: Vorum allan daginn í Þorlákshöfn. Upp komu smá vandamál, sem leystust farsællega. Kl. 22 voru landfestar leystar og þeim komið fyrir undir þiljum, þær yrðu ekki notaður aftur fyrr en í Las Palmas á Kanaríeyjum. Áætlaður siglingatími tíu sólarhringar. Við höfðum ekki siglt lengi, þegar sjóveikin sagði til sín. Ég hef alla tíð verið mjög sjóveikur og minnist þess ennhvað ég öfundaði peyjana, sem ekki voru sjóveikir. Ég man það líka hvað ég var sjóveikur, þegar ég fékk að fara með pabba út á Vík, þegar hann var að selflytja ensku hermennina í land, við hernámið í heimsstyrjöldinni. Pabbi var þá með Skúla fógeta. Einnig minnist ég þess hvað hermennirnir vorkenndu þessum litla snáða, sem hímdi í lúkarskappanum og kúaðist. Þeir áttu það nú til blessaðir að gauka að þessu litla kríli súkkulaði. Þetta er nú smá útúrdúr. Áfram með söguna. <br> | ||
[[Mynd:Sólarlag við miðbaug Sdbl. 1999.jpg|miðja|thumb|Sólarlag við miðbaug.]] | |||
Dagarnir liða hver af öðrum. | Dagarnir liða hver af öðrum. Sólargeislarnir smjúga í gegnum kýraugað og leika sér á þilinu í kojunni minni í takt við hreyfingar skipsins. Það var lítið um skipaferðir á þessari siglingaleið. Á þriðja degi mættum við japönsku túnfiskiveiðiskipi sem var sýnilega á leið til Íslands. Fyrstu dagana málaði ég með svertingjunum uppi á dekki, skipið átti að líta út eins og nýtt, þegar komið yrði niðureftir ( til Namibíu ). Þegar menn eru um borð í skipi, sem er einskipa í marga daga, þá er oft rýnt yfir sjávarflötinn í leit að einhverri hreyfingu. Það þarf ekki að vera stór olíubarkur eða önnur ámóta fley, sem vekja athygli manns, t.d. fylgdist ég af miklum áhuga með einmana ritugreyi, sem fylgdi okkur part úr degi. Þegar hún var orðin þreytt á þessu flögri, tylti hún sér á pollann fremst á skipinu. Ég leyfði mér í huganum að hefja samræður við þennan nýja farþega, við vorum jú báðir farþegar á þessu skipi og ég gat alveg eins talað fuglamál við rituna eins og að babla namibísku við svertingjana. Dagarnir voru hverjir öðrum líkir. Ég málaði með vinum mínum, svertingjunum og mátti aldrei fara hærra en í seilingarhæð, ofar var ekki þorandi fyrir gamla menn að fara, að þeirra sögn. Nú er klukkan 22.15 nákvæmlega fjórir sólahringar frá því við fórum frá Þorlákshöfn, útsynnings leiðinda bræla, ekkert sem minnir á sumar og sól. Við vorum þá nokkur hundruð mílur vestur af Biscaiaflóa. Stjáni vélstjóri er efins um að við séum á réttri leið og er að ía því að Hadda skipstjóra, að hann hljóti að vera með kolvitlausan kompás. Talandi um kompás, þá sýnist manni, að það geti ekki verið mikill vandi að sigla um öll heimsins höf, með öll þessi siglingartæki í brúnni. Þegar þetta er skrifað á eftirmiðdegi 14. júlí ( Þjóðhátíðardegi Frakka og þeir orðnir heimsmeistarar í fótbolta), þá eigum við að vera í Las Palmas sunnudaginn 19. júlí kl.05.05. Já nákvæmt skal það vera. Það er liðin tíð, að logg hangi aftan í skipi og telji mílufjöldann. Hitinn er kominn í 20° svo þetta er nú allt á réttri leið. Þegar við vorum vestur af Portúgal, birtist allt í einu flugvél frá portúgölsku strandgæslunni. Vélin sveimaði nokkra stund yfir okkur og virtust þeir um borð í vélinni ekki vera sáttir við okkur. Þá rann það upp fyrir mönnum, að við vorum ekki með þjóðfána við hún. Sýnilega gat áhöfnin um borð í flugvélinni ekki gert sér grein fyrir því hvaðan við vorum. Eftir þetta var íslenski fáninn ávallt hafður uppi. Blessaður fáninn þoldi ekki slíka notkun, því þegar við nálguðumst Namibíu var hann allur í henglum. Nú kom sér vel, að Hólmfríður hafi sett nál og tvinna í farteskið hjá mér. Elmar stýrimaður og Stjáni vélstjóri tóku til óspilltra málanna og rimpuðu fánann saman, svo hann leit út sem nýr væri, þegar við sigldum inn í höfnina í Luderitz.<br> | ||
[[Mynd:Gaui og Kristján Sdbl. 1999.jpg|vinstri|thumb|250x250dp|Gaui og Kristján Sveinsson í sólbaði. Þarna var ekkert glas að hafa.]] | |||
Frá því ég skrifaði síðast í bókina eru liðnir nokkrir dagar, því að í dag er 18. júlí og við eigum aðeins hundrað sjómílur í Las Palmas. Það hefur hitnað mikið þessa daga. þó ekki hafi verið mikið um sól, hitinn er um og yfir 30°, sem er nú bara nokkuð þokkalegt. Kl. 16.00 sá ég fyrst land frá því Eyjarnar sukku í sæ og það yljaði manni óneitanlega. Það er búið að mála mikið og skipið er að verða hið fallegasta. Á þessari stundu veit ég ekki hvað við stoppum lengi í Las Palmas, það vitnast síðar. Dvölin í Las Palmas var einn og hálfur sólarhringur, komum á sunnudagsmorgni (eins og tækin höfðu sagt til um ) og fórum á mánudegi kl. 16.00. Ég varð hálfslappur og sjóveikur eftir þessa stuttu pásu, en á öðrum degi lagaðist það nú. Fyrstu tvo sólahringa var norð austan bræla, það kom sér vel fyrir mig, því það var lens.<br> | Frá því ég skrifaði síðast í bókina eru liðnir nokkrir dagar, því að í dag er 18. júlí og við eigum aðeins hundrað sjómílur í Las Palmas. Það hefur hitnað mikið þessa daga. þó ekki hafi verið mikið um sól, hitinn er um og yfir 30°, sem er nú bara nokkuð þokkalegt. Kl. 16.00 sá ég fyrst land frá því Eyjarnar sukku í sæ og það yljaði manni óneitanlega. Það er búið að mála mikið og skipið er að verða hið fallegasta. Á þessari stundu veit ég ekki hvað við stoppum lengi í Las Palmas, það vitnast síðar. Dvölin í Las Palmas var einn og hálfur sólarhringur, komum á sunnudagsmorgni (eins og tækin höfðu sagt til um ) og fórum á mánudegi kl. 16.00. Ég varð hálfslappur og sjóveikur eftir þessa stuttu pásu, en á öðrum degi lagaðist það nú. Fyrstu tvo sólahringa var norð austan bræla, það kom sér vel fyrir mig, því það var lens.<br> | ||
Í dag er fimmtudagur 23. júlí, sunnan gola og blíðuveður. Það hefur verið nokkuð líflegt í kringum skipið. Flugfiskar hafa verið að skemmta okkur (t.d. flugu fjórir inn á dekk s.l. nótt) og þrjár stórar skjaldbökur sá ég synda aftur með síðunni. Varð ég mjög undrandi á þeirri sýn, því við vorum mörg hundruð mílur undan ströndum Afríku. Einstaka hval sáum við. | Í dag er fimmtudagur 23. júlí, sunnan gola og blíðuveður. Það hefur verið nokkuð líflegt í kringum skipið. Flugfiskar hafa verið að skemmta okkur (t.d. flugu fjórir inn á dekk s.l. nótt) og þrjár stórar skjaldbökur sá ég synda aftur með síðunni. Varð ég mjög undrandi á þeirri sýn, því við vorum mörg hundruð mílur undan ströndum Afríku. Einstaka hval sáum við. Drengirnir höfðu fyllt eitt gamalt fiskikar af sjó. Í því var gott að kæla sig og njóta sólarinnar. Það kom í ljós að þetta kar var merkt H-77 (Fiskiðjunni h.f.). Trúlega hef ég keypt þetta kar á sínum tíma og þá hefur ekki hvarflað að mér að ég ætti eftir að baða mig í því niður við miðbaug um borð í togara. Næstu daga, lá maður í sólbaði og naut lífsins þó enginn væri sandurinn, barinn eða naktar stelpur við hliðina á manni. Næturnar voru ansi erfiðar, mikill hiti og raki.<br> | ||
[[Mynd:Jón Smári Valdimarsson Sdbl. 1999.jpg|thumb|391x391dp|Jón Smári Valdimarssonsynti yfir miðbaug.]] | |||
Föstudagur 24. júlí. Útsynningsbræla, sjóveikis veður svo ég held mig mest í koju. Það er trúlega góð átt í brekkunni í Suðurey. Þó ég sé um 4.500 sjómílur í burtu, er ég | Föstudagur 24. júlí. Útsynningsbræla, sjóveikis veður svo ég held mig mest í koju. Það er trúlega góð átt í brekkunni í Suðurey. Þó ég sé um 4.500 sjómílur í burtu, er ég ótrúlega nálægt heimaslóðum í huganum. Stóran olíubark ber fyrir augu úti við sjóndeildarhring. Mikið varð ég hissa, þegar Elmar segir allt í einu: Þessi er á 15 mílna ferð. Já, svona eru tækin í dag. Ekki nóg með, að þau gefi upp hraða eigin skips, þau geta líka sagt manni hraða annarra skipa, sem eru í tuga mílna fjarlægð. Dagarnir líða hver af öðrum og Þjóðhátíðin nálgast. Það voru erfiðir og langir dagar. Missa af kjötsúpunni hennar Hólmfríðar, dagskránni hjá Jóa Pé., Haraldri Hannessyni, Obba o.fl. Já það var „assskoti“ erfitt þá, en gekk nú samt allt yfir. Það tók mig tvo sólahringa, að hnoða saman smá stöku til að senda frá okkur Elmari á Þjóðhátíðina. Spenningurinn og tilhlökkunin um að hafa fast land undir fótum jókst. Það er ekki hægt að ljúka svo við sjóferðasöguna, að ekki sé minnst á hann Jacki kokk.<br> Hann gat verið nokkuð kúnstugur í matargerðinni. T.d. var lambahryggur í hádeginu á laugardögum, soðin ýsa með kartöflum og skræðum á kvöldin. Hann sauð alltaf kartöflur upp úr olíu. Það fannst okkur Íslendingunum leiðigjarnt til lengdar og endaði oftast með því, að drengirnir ruku í eldhúsið og heimtuðu venjulegar kartöflur. Þá brosti Jaeki sínu blíðasta, sauð kartöflur og allt féll í ljúfa löð, en daginn eftir fengum við kartöflur soðnar í olíu, eins og venjulega. Svona var það nú. Mánudaginn eftir Þjóðhátíð steikti ég fiskibollur að hætti húsins og voru þeim gerð góð skil, jafnt hjá hvítum sem svörtum. Þegar við sigldum yfir miðbaug, lét Jón Smári sér það ekki nægja, heldur stakk sér í hafið og synti yfir, enda er drengurinn syndur sem selur og hafði verið keppnismaður í sundi á árum áður. Með samþykki Hadda tók ég með mér að heiman eina flösku af kampavíni, sem nú var tekin upp og skálað fyrir þeim merka áfanga, að hafa siglt yfir miðbaug. Haddi tjáði mér, að það þætti enn þá merkilegra að sigla yfir Syðri-Hvarfbaug og það gerðum við daginn áður en komið var til Namibíu (Luderitz), en þá var kampavínið búið. Ég hafði verið svo forsjáll, að taka með mér hljóðsnældur með Brennu-Njálssögu. Það kom sér vel í aðgerðarleysinu, að geta sett heyrnartækið á eyrun og hlustað á Einar Ólaf Sveinsson lesa úr Brennu-Njálssögu með sinni sérstöku rödd, t.d. minnist ég þess, að Gunnar á Hlíðarenda var veginn daginn áður en við komum til Las Palmas. Einnig hafði ég í fórum mínum Góða dátan Sveik, sem Gísli Halldórsson las eins og honum var einum lagið. Ég var semsagt í góðum félasskap með þeim Einari Ólafi, Gunnari á Hlíðarenda ásamt fleiri frægum köppum, og síðar með þeim Gísla og Sveik.<br> | ||
Síðustu dagana var oft sett í stóru skoruna, þvi Shane vélstjóri vissi það, að á miðvikudögum var alltaf konukvöld á diskóinu, það fannst mönnum ekki slæm tíðindi, eftir alla útileguna sem við höfðum mátt þola. Ekki meira um það!! Það var svo um kl. 16.00, miðvikudaginn 5. ágúst sem við lögðumst að bryggju í Luderitz og höfðum afríska jörð undir fótum, eftir 26 daga siglingu frá Vestmannaeyjum. | Síðustu dagana var oft sett í stóru skoruna, þvi Shane vélstjóri vissi það, að á miðvikudögum var alltaf konukvöld á diskóinu, það fannst mönnum ekki slæm tíðindi, eftir alla útileguna sem við höfðum mátt þola. Ekki meira um það!! Það var svo um kl. 16.00, miðvikudaginn 5. ágúst sem við lögðumst að bryggju í Luderitz og höfðum afríska jörð undir fótum, eftir 26 daga siglingu frá Vestmannaeyjum. |
Núverandi breyting frá og með 8. apríl 2019 kl. 13:21
Guðjón Ólafsson
Frá Vestmannaeyjum til Namibíu
Sjóferðasaga
Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það var á vordögum s.l., að mér var sagt upp vinnu hjá Vinnslustöðinni, eftir fjörtíu ára starf hjá Fiskiðjunni og Vinnslustöðinni. Við slíka atburði verður maður hálf sjokkeraður og það myndast tómarúm hjá manni. Um svipað leyti og þetta átti sér stað, var Vinnslustöðin að selja togarann Jón V til Namibíu. Í léttu spjalli á kaffistofunni, sló ég því fram, við stjórnendur fyrirtækisins, hvort þeir vildu bara ekki senda mig til Namibíu með togaranum. Þetta þróaðist á þann veg, að 9. júlí 1998 lagði ég af stað til Namibíu. Þetta er formálinn að þeirri ferðasögu, sem hér verður nú færð í legur. Við vorum ellefu um borð, sex Íslendingar og fimm Namibíumenn.
Skipstjórinn, Kristján H. Kristinsson, kallaður Haddi, býr í Lúderizt í Namibíu en þangað var ferðinni heitið. Ari Sigurjónsson, 1. stýrimaður, var ráðinn á skipið til næstu tveggja ára, Elmar Guðmundsson II. stýrimaður, réði sig til ferðarinnar með sólarhrings fyrirvara og ætlaði bara í siglinguna, en þegar niðureftir kom réði hann sig á skipið til lengri tíma. 1. vélstjóri, Jón Smári Valdimarsson frá Súðavík, og II. vélstjóri Kristján Sveinsson frá Ísafirð. Þeir lituðu og svörtu hétu: Shane, vélstjóri, ættaður frá Höfðaborg í S-Afríku, Desmond, bátsmaður, vinnur á smíðaverkstæði hjá Seaflower í Luderitz, Jack, kokkur, veit lítið um ætt sína og uppruna, David ( Hólmfríður hafði mikið álit á honum, vegna þess að hann sótti kirkju reglulega á meðan hann dvaldi í Eyjum) og svo er það hann Lúkas fáskiptinn maður en traustur og góður félagi, þegar maður fór að kynnast honum. Íslendingar eru oft tortryggnir gagnvart lituðu og svörtu fólki, en það verður að segjast eins og er, að þessir menn reyndust mér mjög vel, kurteisir og prúðir í hvívetna, það er helst að þeir hafa ekki mikið frumkvæði í að framkvæma hlutina. Engan skyldi furða þótt þessir menn hafi ekki mikið frumkvæði, þar sem forfeður þeirra hafa mátt þola harðræði og kúgun um aldir.
Ég mun nú í byrjun styðjast við dagbókarbrot, sem ég var nokkuð duglegur við að færa í letur fyrstu dagana.
Fimmtudagur 9. júlí 1998. Loksins, eftir mánaðarbið var lagt í siglinguna miklu kl. 21. Ég var með smá trega, þegar ég veifaði til Hólmfríðar og siðar til lundakarlanna úr Suðurey, sem voru að koma úr eynni. Veðrið var eins og best verður á kosið, norðan andvari og sléttur sjór. Haldið var til Þorlákshafnar. Þar áttum við að taka veiðafæri og fleira dót. Eyjarnar sigu smátt og smátt í hafið og fram undan var 6.200 sjómílna sigling með viðkomu í Þorlákshöfn, eins og áður sagði. Ég kom mér snemma í koju og sofnaði skjótt. Föstudagur 10. júlí: Vorum allan daginn í Þorlákshöfn. Upp komu smá vandamál, sem leystust farsællega. Kl. 22 voru landfestar leystar og þeim komið fyrir undir þiljum, þær yrðu ekki notaður aftur fyrr en í Las Palmas á Kanaríeyjum. Áætlaður siglingatími tíu sólarhringar. Við höfðum ekki siglt lengi, þegar sjóveikin sagði til sín. Ég hef alla tíð verið mjög sjóveikur og minnist þess ennhvað ég öfundaði peyjana, sem ekki voru sjóveikir. Ég man það líka hvað ég var sjóveikur, þegar ég fékk að fara með pabba út á Vík, þegar hann var að selflytja ensku hermennina í land, við hernámið í heimsstyrjöldinni. Pabbi var þá með Skúla fógeta. Einnig minnist ég þess hvað hermennirnir vorkenndu þessum litla snáða, sem hímdi í lúkarskappanum og kúaðist. Þeir áttu það nú til blessaðir að gauka að þessu litla kríli súkkulaði. Þetta er nú smá útúrdúr. Áfram með söguna.
Dagarnir liða hver af öðrum. Sólargeislarnir smjúga í gegnum kýraugað og leika sér á þilinu í kojunni minni í takt við hreyfingar skipsins. Það var lítið um skipaferðir á þessari siglingaleið. Á þriðja degi mættum við japönsku túnfiskiveiðiskipi sem var sýnilega á leið til Íslands. Fyrstu dagana málaði ég með svertingjunum uppi á dekki, skipið átti að líta út eins og nýtt, þegar komið yrði niðureftir ( til Namibíu ). Þegar menn eru um borð í skipi, sem er einskipa í marga daga, þá er oft rýnt yfir sjávarflötinn í leit að einhverri hreyfingu. Það þarf ekki að vera stór olíubarkur eða önnur ámóta fley, sem vekja athygli manns, t.d. fylgdist ég af miklum áhuga með einmana ritugreyi, sem fylgdi okkur part úr degi. Þegar hún var orðin þreytt á þessu flögri, tylti hún sér á pollann fremst á skipinu. Ég leyfði mér í huganum að hefja samræður við þennan nýja farþega, við vorum jú báðir farþegar á þessu skipi og ég gat alveg eins talað fuglamál við rituna eins og að babla namibísku við svertingjana. Dagarnir voru hverjir öðrum líkir. Ég málaði með vinum mínum, svertingjunum og mátti aldrei fara hærra en í seilingarhæð, ofar var ekki þorandi fyrir gamla menn að fara, að þeirra sögn. Nú er klukkan 22.15 nákvæmlega fjórir sólahringar frá því við fórum frá Þorlákshöfn, útsynnings leiðinda bræla, ekkert sem minnir á sumar og sól. Við vorum þá nokkur hundruð mílur vestur af Biscaiaflóa. Stjáni vélstjóri er efins um að við séum á réttri leið og er að ía því að Hadda skipstjóra, að hann hljóti að vera með kolvitlausan kompás. Talandi um kompás, þá sýnist manni, að það geti ekki verið mikill vandi að sigla um öll heimsins höf, með öll þessi siglingartæki í brúnni. Þegar þetta er skrifað á eftirmiðdegi 14. júlí ( Þjóðhátíðardegi Frakka og þeir orðnir heimsmeistarar í fótbolta), þá eigum við að vera í Las Palmas sunnudaginn 19. júlí kl.05.05. Já nákvæmt skal það vera. Það er liðin tíð, að logg hangi aftan í skipi og telji mílufjöldann. Hitinn er kominn í 20° svo þetta er nú allt á réttri leið. Þegar við vorum vestur af Portúgal, birtist allt í einu flugvél frá portúgölsku strandgæslunni. Vélin sveimaði nokkra stund yfir okkur og virtust þeir um borð í vélinni ekki vera sáttir við okkur. Þá rann það upp fyrir mönnum, að við vorum ekki með þjóðfána við hún. Sýnilega gat áhöfnin um borð í flugvélinni ekki gert sér grein fyrir því hvaðan við vorum. Eftir þetta var íslenski fáninn ávallt hafður uppi. Blessaður fáninn þoldi ekki slíka notkun, því þegar við nálguðumst Namibíu var hann allur í henglum. Nú kom sér vel, að Hólmfríður hafi sett nál og tvinna í farteskið hjá mér. Elmar stýrimaður og Stjáni vélstjóri tóku til óspilltra málanna og rimpuðu fánann saman, svo hann leit út sem nýr væri, þegar við sigldum inn í höfnina í Luderitz.
Frá því ég skrifaði síðast í bókina eru liðnir nokkrir dagar, því að í dag er 18. júlí og við eigum aðeins hundrað sjómílur í Las Palmas. Það hefur hitnað mikið þessa daga. þó ekki hafi verið mikið um sól, hitinn er um og yfir 30°, sem er nú bara nokkuð þokkalegt. Kl. 16.00 sá ég fyrst land frá því Eyjarnar sukku í sæ og það yljaði manni óneitanlega. Það er búið að mála mikið og skipið er að verða hið fallegasta. Á þessari stundu veit ég ekki hvað við stoppum lengi í Las Palmas, það vitnast síðar. Dvölin í Las Palmas var einn og hálfur sólarhringur, komum á sunnudagsmorgni (eins og tækin höfðu sagt til um ) og fórum á mánudegi kl. 16.00. Ég varð hálfslappur og sjóveikur eftir þessa stuttu pásu, en á öðrum degi lagaðist það nú. Fyrstu tvo sólahringa var norð austan bræla, það kom sér vel fyrir mig, því það var lens.
Í dag er fimmtudagur 23. júlí, sunnan gola og blíðuveður. Það hefur verið nokkuð líflegt í kringum skipið. Flugfiskar hafa verið að skemmta okkur (t.d. flugu fjórir inn á dekk s.l. nótt) og þrjár stórar skjaldbökur sá ég synda aftur með síðunni. Varð ég mjög undrandi á þeirri sýn, því við vorum mörg hundruð mílur undan ströndum Afríku. Einstaka hval sáum við. Drengirnir höfðu fyllt eitt gamalt fiskikar af sjó. Í því var gott að kæla sig og njóta sólarinnar. Það kom í ljós að þetta kar var merkt H-77 (Fiskiðjunni h.f.). Trúlega hef ég keypt þetta kar á sínum tíma og þá hefur ekki hvarflað að mér að ég ætti eftir að baða mig í því niður við miðbaug um borð í togara. Næstu daga, lá maður í sólbaði og naut lífsins þó enginn væri sandurinn, barinn eða naktar stelpur við hliðina á manni. Næturnar voru ansi erfiðar, mikill hiti og raki.
Föstudagur 24. júlí. Útsynningsbræla, sjóveikis veður svo ég held mig mest í koju. Það er trúlega góð átt í brekkunni í Suðurey. Þó ég sé um 4.500 sjómílur í burtu, er ég ótrúlega nálægt heimaslóðum í huganum. Stóran olíubark ber fyrir augu úti við sjóndeildarhring. Mikið varð ég hissa, þegar Elmar segir allt í einu: Þessi er á 15 mílna ferð. Já, svona eru tækin í dag. Ekki nóg með, að þau gefi upp hraða eigin skips, þau geta líka sagt manni hraða annarra skipa, sem eru í tuga mílna fjarlægð. Dagarnir líða hver af öðrum og Þjóðhátíðin nálgast. Það voru erfiðir og langir dagar. Missa af kjötsúpunni hennar Hólmfríðar, dagskránni hjá Jóa Pé., Haraldri Hannessyni, Obba o.fl. Já það var „assskoti“ erfitt þá, en gekk nú samt allt yfir. Það tók mig tvo sólahringa, að hnoða saman smá stöku til að senda frá okkur Elmari á Þjóðhátíðina. Spenningurinn og tilhlökkunin um að hafa fast land undir fótum jókst. Það er ekki hægt að ljúka svo við sjóferðasöguna, að ekki sé minnst á hann Jacki kokk.
Hann gat verið nokkuð kúnstugur í matargerðinni. T.d. var lambahryggur í hádeginu á laugardögum, soðin ýsa með kartöflum og skræðum á kvöldin. Hann sauð alltaf kartöflur upp úr olíu. Það fannst okkur Íslendingunum leiðigjarnt til lengdar og endaði oftast með því, að drengirnir ruku í eldhúsið og heimtuðu venjulegar kartöflur. Þá brosti Jaeki sínu blíðasta, sauð kartöflur og allt féll í ljúfa löð, en daginn eftir fengum við kartöflur soðnar í olíu, eins og venjulega. Svona var það nú. Mánudaginn eftir Þjóðhátíð steikti ég fiskibollur að hætti húsins og voru þeim gerð góð skil, jafnt hjá hvítum sem svörtum. Þegar við sigldum yfir miðbaug, lét Jón Smári sér það ekki nægja, heldur stakk sér í hafið og synti yfir, enda er drengurinn syndur sem selur og hafði verið keppnismaður í sundi á árum áður. Með samþykki Hadda tók ég með mér að heiman eina flösku af kampavíni, sem nú var tekin upp og skálað fyrir þeim merka áfanga, að hafa siglt yfir miðbaug. Haddi tjáði mér, að það þætti enn þá merkilegra að sigla yfir Syðri-Hvarfbaug og það gerðum við daginn áður en komið var til Namibíu (Luderitz), en þá var kampavínið búið. Ég hafði verið svo forsjáll, að taka með mér hljóðsnældur með Brennu-Njálssögu. Það kom sér vel í aðgerðarleysinu, að geta sett heyrnartækið á eyrun og hlustað á Einar Ólaf Sveinsson lesa úr Brennu-Njálssögu með sinni sérstöku rödd, t.d. minnist ég þess, að Gunnar á Hlíðarenda var veginn daginn áður en við komum til Las Palmas. Einnig hafði ég í fórum mínum Góða dátan Sveik, sem Gísli Halldórsson las eins og honum var einum lagið. Ég var semsagt í góðum félasskap með þeim Einari Ólafi, Gunnari á Hlíðarenda ásamt fleiri frægum köppum, og síðar með þeim Gísla og Sveik.
Síðustu dagana var oft sett í stóru skoruna, þvi Shane vélstjóri vissi það, að á miðvikudögum var alltaf konukvöld á diskóinu, það fannst mönnum ekki slæm tíðindi, eftir alla útileguna sem við höfðum mátt þola. Ekki meira um það!! Það var svo um kl. 16.00, miðvikudaginn 5. ágúst sem við lögðumst að bryggju í Luderitz og höfðum afríska jörð undir fótum, eftir 26 daga siglingu frá Vestmannaeyjum.
Læt ég hér með lokið þessum skrifum af ferð minni með B/V Jóni V sumarið 1998 til Namibíu og er nú hægt að segja um mig eins og kerlingin sagði forðum: Hann er sigldur.
Skrifað á þorra og góu 1999.
Guðjón Ólafsson Gíslholti