„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977/Sjómannskveðja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>Sjómannskveðja</big></big><br> Við ferðumst saman félagsbundnir menn <br> um fjöruslóð hjá óravíðum sæ. <br> Svo hallar sumri og húmið kemur enn, <br> með h...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
<big><big>Sjómannskveðja</big></big><br>
<big><big>Sjómannskveðja</big></big><br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-14 at 11.29.40.png|250px|thumb]]
Við ferðumst saman félagsbundnir menn <br>
Við ferðumst saman félagsbundnir menn <br>
um fjöruslóð hjá óravíðum sæ. <br>
um fjöruslóð hjá óravíðum sæ. <br>

Núverandi breyting frá og með 14. júní 2017 kl. 11:32

Sjómannskveðja

Við ferðumst saman félagsbundnir menn
um fjöruslóð hjá óravíðum sæ.
Svo hallar sumri og húmið kemur enn,
með haustsins fölva lit og kalda blæ.

Vetrarsvalinn breiðir línhvítt lak,
og lífsins raddir þaggast hægt og rótt.
Hve dapurlegt er dauðans vængjablak,
hve dimm og köld hin langa feigðarnótt?

Særinn blár er blasti við í gær
varð brim í nótt og sprakk við nes og vog.
Mér heyrist oft er hafið óðast slær
að hljóðið minni á tregans ekkasog.

Er byggðin hnípin fléttar krans við krans
á kveðjustund er líður furðu skjótt.
Mér verður löngum hugsað út til hans,
sem hvarf í regindjúp um vetrarnótt.

Ég veit hann átti þrek og dug og þor
að þreyta leik við Ægi og sigla úr vör.
Mér fannst öll hans ganga gæfuspor,
en Guð einn ræður hvenær endar för.

Það falla víða höfug tregatár
í tímans rás, hjá hafsins vígða reit.
Menn tala um að tíminn lækni sár
og trúin gefi eilíf fyrirheit.

Því hann, sem bjóst að búa okkur stað
í brimi lífsins sefar ölduflóð.
Ég hugsa út til vinar þegar húmið fellur að
og horfi þógull fram á rökkurslóð.

Sigurgeir Kristjánsson.