„Magnús Stephensen“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (flokkur fólk)
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá 1 notanda)
Lína 2: Lína 2:


Magnús lést í Vestmannaeyjum 12. febrúar 1865, ókvæntur og barnlaus.
Magnús lést í Vestmannaeyjum 12. febrúar 1865, ókvæntur og barnlaus.
== Bréf til landlæknis ==
Magnús skrifaði bréf til Jóns Hjalalín landlæknis um Vestmannaeyinga og lifnaðarhætti. Fróðlegt er að lesa það.
:::::::::''Vestmannaeyjum 24. september 1864.
:::''Háttvirti herra jústisráð
:''Úr þessum asnakjálka ætla ég mér til gamans að hripa yður fáeinar línur. Fréttirnar eru héðan engar, eins og lög gera ráð fyrir, því hér er ekki hugsað um annað en fýl og lunda, svo að sóðast áfram eins og best má. Já, svínaríið hérna, það tekur í hnúkana, og að dónarnir skuli halda heilsu í þessum kofum og ódaun, þan gengur yfir mig. Forirnar eru rétt við bæjardyrnar og fýlan eru rétt við bæjardyrnar og fýlan úr þeim leggur svo inn í bæinn, sem undir er fullur af fýladaun og alls konar óþverra. En þarna hýrast þeir í þessum kompum og líður vel, nema hvað lundalúsin ónáðar þá. Ef maður kemur nærri þeim, á maður á hættu að fá þess konar fénað, og ég hef auðgast þannig, eða réttara sagt fengið þær í honorar <nowiki>[lækningalaun]</nowiki>. Ég er búinn að biðja sýslumanninn að skipa þeim að færa forirnar, en hvort þeir hlýða því er nú eftir að vita, því engin eru hér lög um óþverraskap og þess háttar, því síður um að þeir megi ekki búa í hvaða kompu sem er. Einn býr í gömlu hænsnahúsi og þykir veglegt.
:''Af mér er ekki annað að segja en heilsan er hin sama, þó ekki verri og mér dauðleiðist innan um þetta og heimska og indbildska kaupmenn, sem drekka og ráða hér öll, því allur helmingur bænda er svo skuldurgur, að þeir hafa pantsett allt sitt til þeirra og lifa svo á þeirra náð.
:''Af því ég er ungur héraðslæknir og hér við embættið ekki nokkur stafur skrifaður, vildi ég biðja yður að segja mér lauslega hvaða skýrslur ég á að senda og hvort indberetningen um heilsu manna á að vera á dönsku. Forlátið mér nú þetta bull og sendið mér með ferð þessari fáeinar línur.
:::''Með vinsemd og virðingu,
:::::''yðar Magnús Stephensen


{{Heimildir|
{{Heimildir|
* Guðlaugur Gíslason: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
* Guðlaugur Gíslason: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
* Lifnaðarhættir undir náð kaupmanna. ''Dagur''. 15. apríl 2000.
}}
}}
[[Flokkur:Fólk]]
 
[[Flokkur:Læknar]]
[[Flokkur:Læknar]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur:Fólk dáið á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 27. júní 2007 kl. 09:50

Magnús Stephensen var héraðslæknir Vestmannaeyja frá 1863 til 1865. Hann var fæddur í Ásum í Skaftártungum 14. apríl 1835. Foreldrar hans voru séra Pétur Stefánsson prestur og Gyðríður Þorvaldsdóttir. Hann varð stúdent í Reykjavík árið 1856 og lauk læknisprófi frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1862. Magnús var ráðinn sem aðstoðarlæknir Jóns Hjaltalín, landlæknis árið 1862 og skipaður héraðslæknir í Vestmannaeyjum árið 1863. Magnús var fyrsti innlendi héraðslæknirinn sem var skipaður í Vestmannaeyjum.

Magnús lést í Vestmannaeyjum 12. febrúar 1865, ókvæntur og barnlaus.

Bréf til landlæknis

Magnús skrifaði bréf til Jóns Hjalalín landlæknis um Vestmannaeyinga og lifnaðarhætti. Fróðlegt er að lesa það.

Vestmannaeyjum 24. september 1864.
Háttvirti herra jústisráð
Úr þessum asnakjálka ætla ég mér til gamans að hripa yður fáeinar línur. Fréttirnar eru héðan engar, eins og lög gera ráð fyrir, því hér er ekki hugsað um annað en fýl og lunda, svo að sóðast áfram eins og best má. Já, svínaríið hérna, það tekur í hnúkana, og að dónarnir skuli halda heilsu í þessum kofum og ódaun, þan gengur yfir mig. Forirnar eru rétt við bæjardyrnar og fýlan eru rétt við bæjardyrnar og fýlan úr þeim leggur svo inn í bæinn, sem undir er fullur af fýladaun og alls konar óþverra. En þarna hýrast þeir í þessum kompum og líður vel, nema hvað lundalúsin ónáðar þá. Ef maður kemur nærri þeim, á maður á hættu að fá þess konar fénað, og ég hef auðgast þannig, eða réttara sagt fengið þær í honorar [lækningalaun]. Ég er búinn að biðja sýslumanninn að skipa þeim að færa forirnar, en hvort þeir hlýða því er nú eftir að vita, því engin eru hér lög um óþverraskap og þess háttar, því síður um að þeir megi ekki búa í hvaða kompu sem er. Einn býr í gömlu hænsnahúsi og þykir veglegt.
Af mér er ekki annað að segja en heilsan er hin sama, þó ekki verri og mér dauðleiðist innan um þetta og heimska og indbildska kaupmenn, sem drekka og ráða hér öll, því allur helmingur bænda er svo skuldurgur, að þeir hafa pantsett allt sitt til þeirra og lifa svo á þeirra náð.
Af því ég er ungur héraðslæknir og hér við embættið ekki nokkur stafur skrifaður, vildi ég biðja yður að segja mér lauslega hvaða skýrslur ég á að senda og hvort indberetningen um heilsu manna á að vera á dönsku. Forlátið mér nú þetta bull og sendið mér með ferð þessari fáeinar línur.
Með vinsemd og virðingu,
yðar Magnús Stephensen



Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
  • Lifnaðarhættir undir náð kaupmanna. Dagur. 15. apríl 2000.