„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2006/Panamaskurðurinn“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
<center>'''BALDVIN GÍSLASON'''</center><br>
<center>'''BALDVIN GÍSLASON'''</center><br>


<big><big><big><center>'''Panamaskurðurinn'''</center></big></big></big>'''<br>
<big><big><big><center>'''Panamaskurðurinn'''</center></big></big></big><br>


<big><big><big><center>'''Áttunda undur veraldar'''</center></big></big></big><br>
<big><big><big><center>'''Áttunda undur veraldar'''</center></big></big></big><br>
Lína 31: Lína 31:
Ofurhuginn, Richard Halibuton, synti í gegnum skurðinn árið 1928 og þurfti aðeins að greiða 0.36 $ fyrir notkun hans.<br>
Ofurhuginn, Richard Halibuton, synti í gegnum skurðinn árið 1928 og þurfti aðeins að greiða 0.36 $ fyrir notkun hans.<br>
Sjómannadagskveöjur frá HULL, Englandi<br>
Sjómannadagskveöjur frá HULL, Englandi<br>
><div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''[[Baldvin Gíslason]].'''</div><br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''[[Baldvin Gíslason]].'''</div><br><br>
   
   
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 2. september 2019 kl. 13:22

BALDVIN GÍSLASON


Panamaskurðurinn


Áttunda undur veraldar


Baldvin Gíslason

Panama skipaskurðurinn, sem oft er kallaður áttunda undur veraldar, sker í sundur Mið-Ameríku og liggur frá Karíbahafinu til Kyrrahafs. Hann er um 80 km langur (43 sjómílur) og er grafinn í gegnum hryggi og eiðisgranda, sem eru á milli vatna og tengir saman tvö stærstu úthöf heims.
Á köflum þurfti að sprengja kletta og meli til að komast í gegnum hæðótt landið.
Eftir að Panama skurðurinn var tekinn í notkun þann l5.ágúst 1914, var ekki lengur nauðsynlegt að sigla fyrir Cape Horn syðsta odda Suður-Ameríku en þar höfðu margir skipsskaðar orðið á liðnum öldum, vegan viðsjálla veðra og ýmissa annarra erfiðleika s.s. ísingar og ísreks frá Suðurskautslandinu.

Um árið 1880 hófst hönnun og bygging þessa stórkostlega mannvirkis, var það franskt fyrirtæki, French Canal Company, sem stóð að framkvæmdum í byrjun. Síðar varð það gjaldþrota og í framhaldi af því neytt til að selja réttinn að byggingu skurðarins til Bandaríkjastjórnar á 40 miljónir $ og tapa um leið 240 miljónum $. Tók það Bandaríkjamenn rúm 10 ár að fullgera mannvirkið. Var kostnaðurinn við það 387 miljónir $. Þeir réðu síðan yfir skurðinum allt til ársins 1999 er hann var afhentur Panamastjórn til reksturs og varðveislu.

Skip á siglingu í Panamaskurði

Vatnaleiðin samanstendur af þrennum skipastigum, (skipalyftum),þ.e.a.s. Gatun Lake stiginn Karíbahafsmegin og svo Pedro Miguel og Miraflores stigunum Kyrrahafsmegin. Skipastigarnir eru allir byggðir þannig að skipin geta siglt i báðar áttir í einu þ.e.a.s. tvö skip eru hlið við hlið. Hólfin í skipastigunum eru 305 metra löng og 34 metra breið. Skip með 12 metra djúpristu sigla auðveldlega um skurðinn. Lengd skipanna takmarkast gjarnan við 295 metra og breiddin um 32.3 metra.
Vatnið, sem notað er í hvern stiga fyrir sig, kemur úr Gatumvatninu og dælist inn í gegnum botn hverrar loku fyrir sig af ógnar krafti. Alveg er ótrúlegt hve fljótar lokurnar eru að fyllast.
Skipi á leið um skurðinn frá Karíbahafinu er lyft upp í 100 feta hæð til að komast inn í Gatunvatnið, skipastigarnir lyfta skipunum. Síðan að sama skapi þá þarf að taka skipin niður á hafflötinn Kyrrahafsmegin. Gatumvatnið er búið til af manna höndum og er stærsta vatn í heimi sem gert hefur verið á þann hátt um 163 fermílur að flatamáli. Siglt er ca. í 23 mílur í þessari hæð áður en lækka fer niður aftur á leiðinni til vesturs.
Mjög gaman er að fylgjast med siglingu stórra skipa í gegnum skurðinn á netinu heima hjá sér. Slóðin er www.pancanal.com. En mikið ósköp var Ingunn AK. smá miðað við hin skipin, sem voru á ferð á sama tíma, er ég fylgdist með siglingu skipsins í gegn, á leið þess til Íslands frá Chile. Huginn VE sigldi sömu leið skömmu síðar á leið sinni heim til Eyja.
Miklar mannfórnir urðu við byggingu skurðarins, mest af sjókdómum s.s. mýrarköldu (malariu) enda svæðið þekkt af þeim skæða sjúkdómi, sem berst með moskito-flugunni. Einnig voru slys tíð og talið er að nokkrar þúsundir manna hafi látist við þessar miklu framkvæmdir. Mikill hluti vinnuaflsins var reyndar nokkurs konar þrælar, sem unnu fyrir lítið kaup og við slæmar aðstæður. Þetta var nú ekki viðurkennt af stjórnendum en þó altalað.
Skurðurinn var formlega opnaður 15. ágúst 1914 eins og að framan greinir. Til ársins 2006 hafa tæplega 900.000 skip af hinum ýmsu gerðum og stærðum farið um skurðinn. Um það bil 13.000 skip sigla árlega í gegnum hann og á árunum 2001 og 2002 notfærðu sér 26.678 skip þetta mikla mannvirki.

Fyrsta íslenska skipið til að fara um Panamaskurðinn var Hæringur, stórt og mikið bræðsluskip, sem hingað var keypt fyrir miðja síðustu öld til að bræða síld sem mikið veiddist af í Hvalfirðinum á þeim tíma sem kunnugt er. Síðan var það Fanney RE 4, frambyggt tréskip, sem keypt var til Íslands til síldarrannsókna og leitar.

Huginn lætur falla við Panama og bíður eftir að vera tekinn í gegn

Skipið var síðar gert út sem veiðiskip og var á leiðinni til Siglufjarðar er það sökk norðaustur af Horni. Olíuskipið Hamrafell, í eigu skipadeildar S.I.S var 3ja íslenska skipið til að fara skurðinn. Þetta skip var lengi í olíuflutningum fyrir Íslendinga og þá aðallega frá Svartahafshöfnum.
Aukning hefur orðið á umferð íslenskra skipa um skurðinn og má geta þess að Guðni Ólafsson VE er eina skipið undir íslenskum fána sem hefur farið fram og til baka um skurðinn, sem sé, þegar hann kom nýr frá Kína og aftur þegar hann var seldur til Nýja-Sjálands.
Þegar gaus í Eyjum (í janúar 1973), var Vestmannaey VE 54 á leið til Íslands frá Japan og fór í gegnum skurðinn. En allir 10 togararnir sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Japan á þeim árum sigldu um skurðinn á leið sinni til landsins Mjög náið er fylgst með að skip mengi ekki vatnið í skurðinum s.s. með olíu og þess háttar. Nokkrum sinnum hafa orðið mengunarslys og þá er beitt háum refsisektum.
Í dag vinna um 9000 manns við skurðinn allan sólarhringinn. Ekki er mér kunnugt um nema einn íslending sem unnið hefur við skurðinn. Jónas Þorsteinsson, fyrrverandi kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík(1963 til 1965), var alllengi lóðs þar, bæði fyrir og eftir að hann var kennari við skólann. Hann er núna kominn á aldur og hættur lóðsstörfum, fyrir þó nokkru. Jónas er fæddur á Selfossi, var töluvert hér heima í siglingum hjá Eimskipum. Hann var frábær kennari og góður félagi nemenda, léttur og skapgóður maður. Hann kenndi t.d. undirrituðum veturinn 1964 til 1965.
Frábær þjónusta er veitt við skipin sem nota skurðinn. Dráttarbátar hafa stækkað mikið og stefnt er að frekari stækkun þeirra, nokkrir eru með yfir 300 tonna togkraft, 312 tonn hæst.
Ekki er skipunum heimilt að nota eigið vélarafl í skipastigunum, heldur eru trukkar ( dráttarjálkar) af Mitsubishi gerð notaðir til að toga skipin inn og út. Þessir trukkar eru engin smásmíði og eru að eigin þyngd 55 tonn og með geysimikinn togkraft.

Mikil samgöngubót varð við opnun skurðarins í byrjun síðust aldar, eins og fyrr segir, og má t.d. geta þess að skip, sem lestað er fiski á austurströnd Ameríku fyrir Japansmarkað, styttir leiðina um ca. 3000 mílur og bananaskip, sem tekur farm í Equador fyrir Evrópu, sparar sér hvorki meira né minna en 5000 mílna siglingu.

Gamalt skip í skipastiga

Bygging Panamaskurðarins hefur haft mikil og góð áhrif á allt hagkerfi í heiminum, miklir peningar hafa sparast við alla flutninga, ekki síst í seinni tíð eftir að olíukostnaðurinn rauk upp úr öllu valdi. Talað er um að 5% af öllum heimsviðskiptum fari um þetta mikilvæga vatnasvæði.
Aukning á notkun skurðarins er talin vera um 13 til 15% á ársgrundvelli, mest er aukningin á siglingum kínverskra skipa en auðvitað nota skip fra öllum heimshornum skurðinn. Mesta umferðin er á daginn eða um 2/3 af heildarumferðinni. Unnið er að því að auka næturumferðina verulega og jafnvel stendur til að hafa lægra gjald á nóttunni. Bóka verður fyrir skip i gegn með minnst 96 klst. fyrirvara.
Umferð skemmtiferðaskipa hefur margfaldast á síðari árum og fara nú stærstu skipin, sem sigla á heimshöfunum, um skurðinn og sum í nokkur skipti á ári hverju. Mesta umferð þeirra er frá september til enda aprílmánaðar en sum hver gera út á þessar ferðir allt árið. Vinsælastar eru ferðir frá v-strönd USA til Karíbahafsins. Farþegar geta einnig valið um ýmsar skoðunarferðir í landi, skoðað sögusafn um skurðinn o.fl. Þá er fólkinu hleypt frá borði í fyrstu skipalokunni og síðan tekur skipið það aftur um borð í næsta skipastiga.
Miklar tekjur myndast af umferð skemmtiferðaskipa um skurðinn og á annatímunum fara þó nokkur skip á dag um hann. Greiðslan er reiknuð eftir brúttótonnastærð skipsins. Áður fyrr var fast gjald á hvert skip. Gjöldin hafa hækkað verulega síðan Panamastjórn tók við rekstrinum. En á móti hefur hún sýnt mikla alúð við reksturinn og allt viðhald á skurðinum.
Nú eru uppi áætlanir um dýpkun á grynnstu svæðum hans og jafnframt að byggja aðra umferðarlínu við hliðina á núverandi skipastigum til að anna mjög aukinni umferð um skurðinn. Þetta er á áætlun fyrir árið 2010 en mun fyrr verður dýpkað í Gatumvatninu en nú er þar töluverður þröskuldur. Einnig verður farið í að breikka ( víkka) þar sem þrengst er þ.e.a.s. við Gaillard Cut. En þar þarf að sprengja neðansjávar til að ná árangri.
Mjög spennandi verður að fylgjast með þeim framkvæmdum sem í bígerð eru við þetta ótrúlega mikla mannvirki.
Ofurhuginn, Richard Halibuton, synti í gegnum skurðinn árið 1928 og þurfti aðeins að greiða 0.36 $ fyrir notkun hans.
Sjómannadagskveöjur frá HULL, Englandi

Baldvin Gíslason.