„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2005/Á stærsta fiskiskipi heims“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big><center>'''Á stærsta fiskiskipi heims'''</center><br> | <big><big><center>'''Á stærsta fiskiskipi heims'''</center></big></big><br> | ||
[[Helgi Ágústsson]], togaraskipstjóri hér í Eyjum til margra ára, hefur undanfarna mánuði verið yfirstýrimaður á Atlantic Dawn, uppsjávarfiskiskipi, sem gert er út frá Killeybegs á Írlandi. Stærsta fiskiskipi í heiminum í dag. Eigandinn heitir Kevin McHugh og er búsettur þar. Þeir Helgi eiga sameiginlegan vin í Hafnarfirði sem réð Helga. Þess má geta að fyrir tuttugu árum var Kevin háseti á netabáti í Grindavík og hefur hann sagt að þar hafi hann fyrst unnið fyrir kaupi. Hann hefur verið skipstjóri á þessu skipi og Veroniku sem hann á líka en er núna alveg kominn í land við stjórnun fyrirtækis síns.<br> | [[Helgi Ágústsson]], togaraskipstjóri hér í Eyjum til margra ára, hefur undanfarna mánuði verið yfirstýrimaður á Atlantic Dawn, uppsjávarfiskiskipi, sem gert er út frá Killeybegs á Írlandi. Stærsta fiskiskipi í heiminum í dag. Eigandinn heitir Kevin McHugh og er búsettur þar. Þeir Helgi eiga sameiginlegan vin í Hafnarfirði sem réð Helga. Þess má geta að fyrir tuttugu árum var Kevin háseti á netabáti í Grindavík og hefur hann sagt að þar hafi hann fyrst unnið fyrir kaupi. Hann hefur verið skipstjóri á þessu skipi og Veroniku sem hann á líka en er núna alveg kominn í land við stjórnun fyrirtækis síns.<br> |
Núverandi breyting frá og með 29. ágúst 2019 kl. 14:00
Helgi Ágústsson, togaraskipstjóri hér í Eyjum til margra ára, hefur undanfarna mánuði verið yfirstýrimaður á Atlantic Dawn, uppsjávarfiskiskipi, sem gert er út frá Killeybegs á Írlandi. Stærsta fiskiskipi í heiminum í dag. Eigandinn heitir Kevin McHugh og er búsettur þar. Þeir Helgi eiga sameiginlegan vin í Hafnarfirði sem réð Helga. Þess má geta að fyrir tuttugu árum var Kevin háseti á netabáti í Grindavík og hefur hann sagt að þar hafi hann fyrst unnið fyrir kaupi. Hann hefur verið skipstjóri á þessu skipi og Veroniku sem hann á líka en er núna alveg kominn í land við stjórnun fyrirtækis síns.
Atlantic Dawn er smíðað í Kristjánssundi í Noregi árið 2000. Það er 144 m á lengd, breiddin er 24 m og brúttótonnin eru 14500. Í skipinu eru tvær 10 þús. hestafla MAK aðalvélar, 2 skrúfur og 2 stýri. Skipið er, auk flottrollsbúnaðar, útbúið til nótaveiða með 1 þúsund hestafla bóg- og hliðarskrúfum en hefur ekki enn verið notað sem nótaskip. Veiðiferðirnar taka um einn mánuð og er allur aflinn heilfrystur um borð. Hér í Norðurhöfum og Biskayaflóa er veiddur kolmunni og makríll en suður við Máritaníu eru aðallega veidd sardinella, sardina, hrossamakríll o.fl. tegundir. Þegar veitt er á norðurslóð er alltaf landað í Ijmuiden í Hollandi en þegar verið er á suðurslóðinn er landað í Las Palmas á Kanaríeyjum. Til heimahafnarinnar á Írlandi kemur skipið aldrei þaðan sem útgerðinni er stjórnað. Fullfermi af frosnum afurðum eru um 7500 tonn.
Ef við berum saman Atlantic Dawn og Hugin, sem er okkar stolt meðal uppsjávarveiðiskipa, kemur eftirfarandi í ljós: Atlantíc Dawn er 75 m lengri, 10 m breiðari og í Hugni er ein 5800 hestafla MAK aðalvél og hann er 2392 bt. á móti 14500 bt.
Sem sjóskip er Huginn miklu betri en Atlantic Dawn. Helgi hefur verið á Hugni og þekkir hann vel. Hægt er að taka trollið þar í miklu verri veðrum. Á Atlantic Dawn er dælt úr trollinu að aftan þar sem allt fer fljótlega á kaf þegar brælir og þá verður að hætta og halda sjó en á Hugni er dælt úr trollinu á síðunni og er hægt að vera þar að miklu lengur þegar brælir. Huginn er betri í sjó að leggja og þar fer betur um mannskapinn. Atlantic Dawn veltur miklu meira. Það kom Helga á óvart hvað skipið valt mikið og hvað hann var blautur á afturendann. Skipið býður ekki upp á að taka trollið þar í miklum brælum. Það er svo langt og afturþungt. Kælitankarnir eru aftarlega, aftan við brú, og taka um 1 þús. tonn.
Til þess að halda uppi vinnslu þarf afli á sólarhring að vera um 550 tonn og er þá tekið tillit til mikillar yfirviktar sem kaupendur krefjast. Reynt er að hafa aflann sem ferskastan og ekki er togað lengur né tekin stærri hol en vinnslan ræður við.
Á Atlantic Dawn eru 58 í áhöfn. Skipstjórinn í síðasta túr var Hollendingur. Aðrir yfirmenn fyrir utan Helga voru frá Hollandi og Írlandi og undirmenn frá Lettlandi og Litháen. Allt góður mannskapur og um skipið er mjög vel gengið.
Helgi segir að þarna sé gott að vera og hann hafi öðlast mikla reynslu og kynnst mörgu áhugaverðu sem hljóti að koma sér vel.