„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/ Lúkarsspjall“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 12: | Lína 12: | ||
Sko, ég hefi ekki verið þar síðustu þrjár vikurnar!<br> | Sko, ég hefi ekki verið þar síðustu þrjár vikurnar!<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-29 at 22.57.46.png|500px|center|thumb|Áhöfnin ú Breka VE 61, aftari röð talið frá vinstri: Aðalsteinn Jakabsson. Hjalti Hávarðsson, Jóhann Friðriksson, Sævar Brynjólfsson skipstjóri. Fremri röð t.f.v.: Hafsteinn Rósenbergsson, Garðar Garðarsson. Hermann Kristjánsson skipstjóri, Sigurður Vignisson, Páll Sigurgeirsson, Jón O. Ólafsson, Páll Þór Guðmundsson. Ragnar Grétarsson, Brynjólfur Garðarsson, Kjartan Valdimarsson. Varnik Jansson.]] | [[Mynd:Screen Shot 2017-08-29 at 22.57.46.png|500px|center|thumb|Áhöfnin ú Breka VE 61, aftari röð talið frá vinstri: Aðalsteinn Jakabsson. Hjalti Hávarðsson, Jóhann Friðriksson, Sævar Brynjólfsson skipstjóri. Fremri röð t.f.v.: Hafsteinn Rósenbergsson, Garðar Garðarsson. Hermann Kristjánsson skipstjóri, Sigurður Vignisson, Páll Sigurgeirsson, Jón O. Ólafsson, Páll Þór Guðmundsson. Ragnar Grétarsson, Brynjólfur Garðarsson, Kjartan Valdimarsson. Varnik Jansson.]] | ||
[[Valdimar Árnason (Vallanesi)|Valdimar Árnason]], sem lengst bjó i [[Vallanes|Vallanesi]], síður í [[Sigtún|Sigtúni]], var lengi formaður með [[Örn VE-173|vb. Örn VE 173]]. [[Magnús Guðrnundsson (Hlíðarás)|Magnús Guðrnundsson]] i [[Hlíðarás|Hlíðarási]] var þá útgerðarmaður með fleirum.<br> | [[Valdimar Árnason (Vallanesi)|Valdimar Árnason]], sem lengst bjó i [[Vallanes|Vallanesi]], síður í [[Sigtún|Sigtúni]], var lengi formaður með [[Örn VE-173|vb. Örn VE 173]]. [[Magnús Guðrnundsson (Hlíðarás)|Magnús Guðrnundsson]] i [[Hlíðarás|Hlíðarási]] var þá útgerðarmaður með fleirum.<br> | ||
Komin var þjóðhátíð, fyrsti dagur. Þeir hittast, kapteinninn og útgerðarmaðurinn. Býður hann Valdimar í tjald sitt. Þar voru stólar, borð og koffort. Magnús tekur lykil af stöng í tjaldinu, opnar. - og sér til furðu sér Valdimar fjórar flöskur af Vermout, léttu víni. Býður nú Magnús Valdimar í glas og fá þeir sér nokkra hressingu. Siðan ganga þeir saman að veitingatjaldi og skiljast þar leiðir.<br> | Komin var þjóðhátíð, fyrsti dagur. Þeir hittast, kapteinninn og útgerðarmaðurinn. Býður hann Valdimar í tjald sitt. Þar voru stólar, borð og koffort. Magnús tekur lykil af stöng í tjaldinu, opnar. - og sér til furðu sér Valdimar fjórar flöskur af Vermout, léttu víni. Býður nú Magnús Valdimar í glas og fá þeir sér nokkra hressingu. Siðan ganga þeir saman að veitingatjaldi og skiljast þar leiðir.<br> | ||
Lína 20: | Lína 19: | ||
Drukku þeir saman úr flöskunni og dásamaði Magnús Valdimar fyrir órlætið.<br> | Drukku þeir saman úr flöskunni og dásamaði Magnús Valdimar fyrir órlætið.<br> | ||
Ekki er frá því sagt hvert framhaldið var, þegar Magnús opnaði næst koffortið og fjórðungur af birgðum hans var horfinn.<br> | Ekki er frá því sagt hvert framhaldið var, þegar Magnús opnaði næst koffortið og fjórðungur af birgðum hans var horfinn.<br> | ||
---- | |||
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-29 at 22.58.01.png|250px|thumb|center|Gísli Jónsson frá Arnarhóli lést 26. október 1977, 94 ára.]] | |||
Er ég rakst á þessa mynd þótti mér hún hvergi betur eiga heima en í blaði sjómanna í Eyjum. Mynd þessi er tekin fyrir utan aðgerðarkró [[Gísli Jónsson (Arnarhóli)|Gísla]] sem stóð nyrst ú pöllunum, í sundinu austan við hús [[Ísfélag Vestmannaeyja|Ísfélags Vestmannaeyja]]. | Er ég rakst á þessa mynd þótti mér hún hvergi betur eiga heima en í blaði sjómanna í Eyjum. Mynd þessi er tekin fyrir utan aðgerðarkró [[Gísli Jónsson (Arnarhóli)|Gísla]] sem stóð nyrst ú pöllunum, í sundinu austan við hús [[Ísfélag Vestmannaeyja|Ísfélags Vestmannaeyja]]. | ||
Eins og sjá má er kempan að drekka kaffisopann sinn, en það gerði hann okkur til samlætis, beitustrákunum á m/b Sleipni sem vorum hans næstu nágrannar þessa vertíð, 1947. | Eins og sjá má er kempan að drekka kaffisopann sinn, en það gerði hann okkur til samlætis, beitustrákunum á m/b Sleipni sem vorum hans næstu nágrannar þessa vertíð, 1947. |
Núverandi breyting frá og með 25. júlí 2019 kl. 13:39
Það var í ágúst á bóndabæ í Bandaríkjunum. Uppskeran stóð yfir og allir unnu baki brotnu við að koma korninu í hlöður. Það nálguðust vikulok. Bóndi bað kokk sinn, sem var svartur maður, að gefa sér og sinu fólki góðan fisk til hádegisverðar á laugardeginum. En aðeins góðan fisk, ekki annað. Já, massa (herra). sagði surtur.
Tveir eða þrír voru á undan honum í fiskbúðinni kl. sjö um morguninn. Meðan þeir fengu afgreiðslu, laut surtur yfir fiskbakkana og lyktaði af fiskinum.
Kaupmaðurinn, sem var hvítur, spurði
surt: Hva, - ertu að þefa af mínum fiski?
Nei, massa, mig tala með fiskinn!
Nú, hvað ertu að tala við fiskinn minn?
Jo, jo, ég er að spyrja fiskinn!
Um hvað ertu að spyrja fiskinn?
Jo, mig spyrja fiskinn hvað sé nýtt úr sjónum!
Hvað segir fiskurinn minn þá?
Jo, jo. Ekkert nýtt að frétta úr sjónun.
Sko, ég hefi ekki verið þar síðustu þrjár vikurnar!
Valdimar Árnason, sem lengst bjó i Vallanesi, síður í Sigtúni, var lengi formaður með vb. Örn VE 173. Magnús Guðrnundsson i Hlíðarási var þá útgerðarmaður með fleirum.
Komin var þjóðhátíð, fyrsti dagur. Þeir hittast, kapteinninn og útgerðarmaðurinn. Býður hann Valdimar í tjald sitt. Þar voru stólar, borð og koffort. Magnús tekur lykil af stöng í tjaldinu, opnar. - og sér til furðu sér Valdimar fjórar flöskur af Vermout, léttu víni. Býður nú Magnús Valdimar í glas og fá þeir sér nokkra hressingu. Siðan ganga þeir saman að veitingatjaldi og skiljast þar leiðir.
Valdimar er lúnóttur og fer strax í tjaldið, gengur inn eftir að hafa opnað, ratar á lykilinn., opnar koffortið og tekur eina flöskuna.
Er hann hafði gengið frá öllu, eins og vera bar, fer hann niður að aðaltjaldi. Þar hittir hann Magnús og segir við hann:
Þú veittir mér. Nú ætla ég að veita þér!
Drukku þeir saman úr flöskunni og dásamaði Magnús Valdimar fyrir órlætið.
Ekki er frá því sagt hvert framhaldið var, þegar Magnús opnaði næst koffortið og fjórðungur af birgðum hans var horfinn.
Er ég rakst á þessa mynd þótti mér hún hvergi betur eiga heima en í blaði sjómanna í Eyjum. Mynd þessi er tekin fyrir utan aðgerðarkró Gísla sem stóð nyrst ú pöllunum, í sundinu austan við hús Ísfélags Vestmannaeyja.
Eins og sjá má er kempan að drekka kaffisopann sinn, en það gerði hann okkur til samlætis, beitustrákunum á m/b Sleipni sem vorum hans næstu nágrannar þessa vertíð, 1947.
Þetta voru ánægjustundir því Gisli var sérlega léttur í lund og sagði vel frá mönnum og málefnum án þess að „meiða“ nokkurn, slíkt var fjarri honum. Gísli fluttist til Eyja árið 1906 úr Landeyjum eins og svo margir aðrir. Hann hóf strax sjósókn og gerðist brátt eigandi m/b Víkings og jafnframt formaður og er því einn af hrautryðjendum í útgerðarsögu Eyjanna. Gísli var góður aflamaður og fór vel með bát og búnað, og mannasæll var hann svo sem vænta mátti. Því til sönnunar man ég að Júlíus B. Snorrason frá Hlíðarenda var vélstjóri á m/b Víkingi um áratugaskeið, en Júlíus var snjall vélstjóri.
Gísli hætti formennsku þegar árin fóru að færast yfir og tók þú Óskar sonur hans við. Slíkt var algengt að feðurnir ruddu veginn og synirnir tóku við og hirtu þá gömlu mennirnir um aflann í landi.
Ekki held ég að Gísli hafi þekkt orðið, „barlómur“. en kannast mun betur við bjartsýnishugtakið. Ég held að hans kynslóð, sem ávallt vissi af hungurvofunni, ef eitthvað bar út af með tíðarfar og aflabrögð, hafi glaðst svo yfir hverju lítilræði sem bætti hag þeirra að ekkert hafi komist að nema ánægja og bjartsýni á framtíðina.
Í tilefni sjómannadagsins er minning Gísla heiðruð, fyrir framlag hans í þágu höfuðtvinnuvegar Eyjanna.