„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1974/ Þjóðhátíðarárið 1974“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 8: Lína 8:
''Ingólfur gekk þá upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs, kom honum það í hug, að þeir mundu þangað hlaupið hafa, því að báturinn var horfinn; fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Voru þeir þá að mat, er þeir Ingólfur komu að þeim. Þeir urðu felmtsfullir og hljóp sinn veg hverr. Ingólfur drap þá alla. Þar heitir Dufþaksskor, er hann lést. Fleiri hljópu þeir fyrir berg, þar sem við þá er kennt síðan. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn“.''<br>
''Ingólfur gekk þá upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs, kom honum það í hug, að þeir mundu þangað hlaupið hafa, því að báturinn var horfinn; fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Voru þeir þá að mat, er þeir Ingólfur komu að þeim. Þeir urðu felmtsfullir og hljóp sinn veg hverr. Ingólfur drap þá alla. Þar heitir Dufþaksskor, er hann lést. Fleiri hljópu þeir fyrir berg, þar sem við þá er kennt síðan. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn“.''<br>


Þó að margir fræðimenn hafi dregið sannleik þessarar sögu nokkuð í efa af mörgum ástæðum, þá bendir hún eindregið til þess, ásamt nöfnum eins og Dufþaksskor, sem er írskt, að þegar í upphafi landnámsaldar hafi eyjarnar verið byggðar fólki, sem áður bjó vestan hafsins (Norðursjávar), hvort sem það var af norrænum stofni eða írskrar ættar. En menn búsettir á Bretlandseyjum voru á Norðurlöndum nefndir Vestmenn. Af dvöl þeirra eða búsetu í eyjunum hefur nafn þeirra verið dregið, þegar á landnámsöld, í tíð Ingólfs Arnarsonar.[[Mynd:Íslenzkir landnemar búast til brottferpar frá Noregi á landnámsöld. Úti á firðinum er knörr að leggja af stað til Íslands.png|500x500px|thumb|center|Íslenzkir landnemar búast til brottferðar frá Noregi á landnámsöld. Úti á firðinum er knörr að leggja af stað til Íslands.]]Um leið og minnst er 1100 ára byggðar og búsetu á Íslandi þá minnast menn einnig siglingaafreka forfeðra okkar, sem fluttu hingað yfir hafið fólk og fénað á opnum skipum víkingaaldar og héldu réttri stefnu og leið yfir úthafið með því að líta eftir sól og stjörnum, en áttaviti var þá enginn til.<br>
Þó að margir fræðimenn hafi dregið sannleik þessarar sögu nokkuð í efa af mörgum ástæðum, þá bendir hún eindregið til þess, ásamt nöfnum eins og Dufþaksskor, sem er írskt, að þegar í upphafi landnámsaldar hafi eyjarnar verið byggðar fólki, sem áður bjó vestan hafsins (Norðursjávar), hvort sem það var af norrænum stofni eða írskrar ættar. En menn búsettir á Bretlandseyjum voru á Norðurlöndum nefndir Vestmenn. Af dvöl þeirra eða búsetu í eyjunum hefur nafn þeirra verið dregið, þegar á landnámsöld, í tíð Ingólfs Arnarsonar.[[Mynd:Íslenzkir landnemar búast til brottferpar frá Noregi á landnámsöld. Úti á firðinum er knörr að leggja af stað til Íslands.png|700x700px|thumb|center|Íslenzkir landnemar búast til brottferðar frá Noregi á landnámsöld. Úti á firðinum er knörr að leggja af stað til Íslands.]]Um leið og minnst er 1100 ára byggðar og búsetu á Íslandi þá minnast menn einnig siglingaafreka forfeðra okkar, sem fluttu hingað yfir hafið fólk og fénað á opnum skipum víkingaaldar og héldu réttri stefnu og leið yfir úthafið með því að líta eftir sól og stjörnum, en áttaviti var þá enginn til.<br>
Ótrúlega er þó stutt síðan siglingatæki voru á frumstæðu stigi og sjómenn sigldu litlum bátskeljum yfir hið sama úthaf í haustveðrum og skammdegi. Þegar hugsað er til nýtísku stálfiskiskipa, sem eru útbúin öllum siglingatækjum nútímans svo sem dýptarmælum, miðunar- og talstöð, ratsjá og staðarákvörðunartækjum, lóran og decca, eru úthafssiglingar sjómanna á þessum litlu bátum út af fyrir sig afrek, sem standa í litlu að baki siglingum víkinga, sem rómaðar hafa verið í ræðu og riti.<br>
Ótrúlega er þó stutt síðan siglingatæki voru á frumstæðu stigi og sjómenn sigldu litlum bátskeljum yfir hið sama úthaf í haustveðrum og skammdegi. Þegar hugsað er til nýtísku stálfiskiskipa, sem eru útbúin öllum siglingatækjum nútímans svo sem dýptarmælum, miðunar- og talstöð, ratsjá og staðarákvörðunartækjum, lóran og decca, eru úthafssiglingar sjómanna á þessum litlu bátum út af fyrir sig afrek, sem standa í litlu að baki siglingum víkinga, sem rómaðar hafa verið í ræðu og riti.<br>
Auk fátæklegra siglingatækja voru vélar ótraustar og varð að treysta á segl að meira eða minna leyti.<br>
Auk fátæklegra siglingatækja voru vélar ótraustar og varð að treysta á segl að meira eða minna leyti.<br>

Núverandi breyting frá og með 16. maí 2019 kl. 22:01

Þjóðhátíðarárið 1974


Minnst 1100 ára búsetu á Íslandi

SAGA Vestmannaeyja og mannlífs þar hefur verið litríkur þáttur í sögu Íslendinga. Vestmannaeyjar koma á blað strax á fyrsu síðu í landnámi Íslands.
Eftir að hinir írsku þrælar, eins og norrænir víkingar nefndu hertekna menn sína, höfðu drepið höfðingjann Hjörleif, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns, við bústað hans í Hjörleifshöfða segir svo í Landnámu:

Ingólfur gekk þá upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs, kom honum það í hug, að þeir mundu þangað hlaupið hafa, því að báturinn var horfinn; fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Voru þeir þá að mat, er þeir Ingólfur komu að þeim. Þeir urðu felmtsfullir og hljóp sinn veg hverr. Ingólfur drap þá alla. Þar heitir Dufþaksskor, er hann lést. Fleiri hljópu þeir fyrir berg, þar sem við þá er kennt síðan. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn“.

Þó að margir fræðimenn hafi dregið sannleik þessarar sögu nokkuð í efa af mörgum ástæðum, þá bendir hún eindregið til þess, ásamt nöfnum eins og Dufþaksskor, sem er írskt, að þegar í upphafi landnámsaldar hafi eyjarnar verið byggðar fólki, sem áður bjó vestan hafsins (Norðursjávar), hvort sem það var af norrænum stofni eða írskrar ættar. En menn búsettir á Bretlandseyjum voru á Norðurlöndum nefndir Vestmenn. Af dvöl þeirra eða búsetu í eyjunum hefur nafn þeirra verið dregið, þegar á landnámsöld, í tíð Ingólfs Arnarsonar.

Íslenzkir landnemar búast til brottferðar frá Noregi á landnámsöld. Úti á firðinum er knörr að leggja af stað til Íslands.

Um leið og minnst er 1100 ára byggðar og búsetu á Íslandi þá minnast menn einnig siglingaafreka forfeðra okkar, sem fluttu hingað yfir hafið fólk og fénað á opnum skipum víkingaaldar og héldu réttri stefnu og leið yfir úthafið með því að líta eftir sól og stjörnum, en áttaviti var þá enginn til.

Ótrúlega er þó stutt síðan siglingatæki voru á frumstæðu stigi og sjómenn sigldu litlum bátskeljum yfir hið sama úthaf í haustveðrum og skammdegi. Þegar hugsað er til nýtísku stálfiskiskipa, sem eru útbúin öllum siglingatækjum nútímans svo sem dýptarmælum, miðunar- og talstöð, ratsjá og staðarákvörðunartækjum, lóran og decca, eru úthafssiglingar sjómanna á þessum litlu bátum út af fyrir sig afrek, sem standa í litlu að baki siglingum víkinga, sem rómaðar hafa verið í ræðu og riti.
Auk fátæklegra siglingatækja voru vélar ótraustar og varð að treysta á segl að meira eða minna leyti.
Í senn er ánægjulegt og fróðlegt að rifja þetta upp og siglingar þessar eru óbrotgjarn minnisvarði um mikla sjómennsku þeirrar kynslóðar, sem nú hefur skilað góðu dagsverki. Þetta sýnir að þrátt fyrir aldalanga kyrrstöðu í siglingum Íslendinga frá Víkingaöld hafa sjómenn Íslands varðveitt af forfeðranna, sem hér fundu fyrstir lönd.
Siglingaafrek Íslendinga, fyrst með fundi Íslands um 870 og mannflutningum hingað á landnámsöld frá Noregi yfir úthafið og síðar miklir landafundir í vestri; fundur Grænlands árið 983 og fundur Vínlands og meginlands Norður-Ameríku árið 1000 eru meðal merkustu dáða í siglingum og landafundum. Ásamt bókmenntaarfi Íslendinga eru siglingar þessar mestu afrek norrænna manna á miðöldum.
Sjómennska, dirfska og hæfni íslenzkra sjómanna á landnáms- og víkingaöld stendur jafnfætis því besta sem gert hefur verið á sviði landkannana og siglinga eins og hnattsiglingu Magellans og del Cano og siglinga Kólumbusar, en á þeim tíma, um og nokkru eftir 1500, eru skip til úthafssiglinga orðin mun betri en á Víkingaöld og siglingatækni hafði fleygt fram, áttaviti, sjókort og tæki til mælingar á sólu eru komin fram og notuð.
Á þjóðhátíðarári minnast sjómenn þessa og framfara og gjörbyltinga þeirra, sem orðið hafa í sjósókn og siglingum Íslendinga á þessari öld, frá opnum áraskipum og vanbúnum mótorbátum til nýtízku skipa, útbúnum öllum hugsanlegum öryggis- og siglingatækjum.
Á þjóðhátíðarárinu getum við litið yfir mikinn og fríðan fiskiskipa- og kaupskipaflota. Árið 1974 eru 60 ár frá því að Eimskipafélag Íslands er stofnað. En það er upphaf að endurreisn farmennsku Íslendinga og því sjálfstæðismáli að siglingar að og frá landinu verði að öllu leyti í höndum íslenzkra sjómanna.
Með þessa áfanga og sigra í sögu siglinga og sjómennsku Íslendinga í huga, sem eru einn mikilverðasti liður í sjálfstæði landsins og heill, segja sjómenn í Vestmannaeyjum gleðilega þjóðhátíð og minnast 1100 ára búsetu á Íslandi.