„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1974/ Sjómannamenntun: Stýrimannaskólinn i Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <center>[[Mynd:Nemendur Stýrimannaskólans á björgunaræfingu í gömlu lauginni í desember 1972.png|700px|thumb|center|Nemendur Stýrimannaskólans á björgunaræfingu í gömlu...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(6 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
<center>[[Mynd:Nemendur Stýrimannaskólans á björgunaræfingu í gömlu lauginni í desember 1972.png|700px|thumb|center|Nemendur Stýrimannaskólans á björgunaræfingu í gömlu lauginni í desember 1972.]]</center>
[[Mynd:Nemendur Stýrimannaskólans á björgunaræfingu í gömlu lauginni í desember 1972.png|600x600px|thumb|center|Nemendur Stýrimannaskólans á björgunaræfingu í gömlu lauginni í desember 1972.]]<big><center>'''Sjómannamenntun'''</center></big><br>
<big><big><center>''Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum''</center></big></big><br>


''Skólaárið 1972-1973:''<br> Haustið 1972 var skólinn settur að Breiðabliki 30. september og hófu 32 nemendur nám í skólanum, 20 nemendur í I. bekk og 12 í II. bekk. Kennarar voru í upphafi skólaárs flestir hinir sömu og höfðu starfað við skólann á undanförnum árum. Skólastjóri kenndi siglingafræðifög og ensku, sr. Þorsteinn Lúther Jónsson kenndi íslenzku, Steingrímur Arnar kenndi stærðfræði, Björn Sv. Björnsson kenndi erlend tungumál, Brynjúlfur Jónatansson kenndi meðferð fiskileitartækja og ratsjár, Hermann Magnússon og Jón Sighvatsson rafmagnsfræði og loftskeytatæki, Jón Hauksson kenndi sjórétt, Bogi Sigurðsson kenndi vélfræði. Bókfærslu kenndi Ólafur Jónsson. Kennsla í verklegri sjóvinnu var á netagerðarverkstæðum Ingólfs og Veiðarfæragerðar Vestmannaeyja. Kennarar voru Hallgrímur Þórðarson og Sigurður Ingólfsson.<br>
Nokkurra þrengsla var farið að gæta í skólahúsinu að Breiðabliki þar sem skólinn hafði verið frá stofnun. Þrjár kennslustofur eru í húsinu og var ein alveg undir siglinga- og fiskileitartækin. Leiga fékkst ekki framlengd hjá eigendum hússins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir skólayfirvalda og bæjarstjóra, og var Breiðablik auglýst á sölulista fasteignasala sumarið 1972.[[Mynd:Fiskimannapróf 1. stigs vorið 1973.png|600x600px|thumb|center|Fiskimannapróf 1. stigs vorið 1973, nemendur og kennarar.- Fremri röð, talið frá vinstri: Óli Bjarni Ólafsson, Þorvaldur Pálmi Guðmundsson, Björn Sv. Björnsson kennari, Steingrímur Arnar kennari, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastj., sr. Þorsteinn L. Jónsson kennari, Þorsteinn Gíslason kennari, Símon Sverrisson. Aftari röð: Sveinn Rúnar Valgeirsson, Helgi Ágústsson, Leó Óskarsson, Kristján Elís Bjarnason, Ómar Kristmannsson, Erling Þór Pálsson, Sturlaugur Laxdal Gíslason, Gylfi Ingólfsson, Sigurjón Ragnar Grétarsson, Valur Brynjólfsson, Sævar Sveinsson, Hlíðar Kjartansson.]]<br>
Við upphaf skólaárs voru 6 nemendur í heimavist að Breiðabliki, aðrir nemendur leigðu herbergi úti í bæ.<br>
Ekki þarf að eyða mörgum orðum að þeirri miklu röskun, sem eldgosið olli. A þriðja degi hamfaranna, hinn 25. janúar, var slíkur atgangur í eldgosinu, að ekki var forsvaranlegt annað en að bjarga öllum siglingatækjum frá Breiðabliki, þá hafði víða kviknað í húsum í kringum skólann. Öll verðmætustu siglinga- og kennslutækin voru send þennan dag á þilfari strandferðaskipsins Heklu til Þorlákshafnar. Skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, Jónas Sigurðsson, sendi sérstaklega kennara sína og nemendur til að taka á móti tækjunum í Þorlákshöfn.<br>
Nokkru síðar var húsið alveg rýmt og tekin brott borð og stólar.<br>
Skólinn naut ágætrar fyrirgreiðslu og velvildar hjá systurstofnun, Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Fékk hann tvær stofur til umráða, eina stóra stofu á aðalhæð Stýrimannaskólans, en hin var útbúin í risi. Sýndi skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík og kennarar skólans, skólastjóra og nemendum Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum alla tíð góðan skilning og tillitssemi við sérstakar aðstæður.<br>
Kennsla hófst aftur í Reykjavík hinn 5. febrúar. Nokkrar breytingar urðu á kennaraliði og fékk skólinn til liðs nokkra kennara Stýrimannaskólans í Reykjavík.<br>
Tveir nemendur í I. bekk hættu námi vegna þess umróts, sem eldgosið hafði í för með sér.<br>
Til þess að ná fullri og lögskipaðri kennslu voru próf I. bekkjar haldin nokkru síðar en verið hefur og lauk viku af apríl. Fimmtán nemendur luku fiskimannaprófi I. stigs:<br>
Erling Þór Pálsson Akranesi, Gylfi Ingólfsson Vm., Helgi Ágústsson Seyðisfirði, Hlíðar Kjartansson Bolungarvík, Kristján E. Bjarnason Siglufirði, Leó Óskarsson, Vm., Óli Bjarni Ólason Grímsey, Ómar Kristmannsson Vm, Sigurjón Ragnar Grétarsson Vm, Símon Sverrisson Vm., Sturlaugur L. Gíslason Grundarfirði, Sveinn R. Valgeirsson Vm., Sævar Sveinsson Vm, Valur Brynjólfsson Vm., Þorvaldur Pálmi Guðmundsson Seyðisfirði.[[Mynd:Nemendur í II. bekk stýrimannaskólans í Vm. 1972-1973.png|600x600px|thumb|center|Nemendur í II. bekk stýrimannaskólans í Vm. 1972-1973. Talið frá vinstri: Atli Sigurðsson, Lúðvík Einarsson, Birgir Laxdal, Þorsteinn Jónsson, Jón Örn Snorrason. Aftari röð f.v.: Jón Stefánsson, Ólafur Svanur Gestsson, Ólafur Þork. Pálsson, Jón Valtýsson, Magnús Þorsteinsson. Á myndina vantar Kristján Eiríksson.]]<br>
Hæstu einkunn við prófið hlaut Helgi Ágústsson Seyðisfirði, 7,09, sem er góð 1. eink.<br>
Fiskimannaprófi 2. stigs vorið 1973 luku 11 nemendur: Atli Sigurðsson Vm., Birgir Laxdal Baldvinsson Svalbarðsströnd, Jón Stefánsson Þórshöfn, Kristján Eiríksson Kópav., Lúðvík Einarsson Breiðdalsvík, Magnús Þorsteinsson Ólafsfirði, Ólafur Svanur Gestsson Bolungarvík, Ólafur Þ. Pálsson Kópavogi, Steindór Árnason Vm, Þorsteinn Jónsson Vm, Jón Örn Snorrason Siglufirði.<br>
Fimm nemendur fengu yfir 7 í meðaleink.<br>
Hæstu einkunnir  hlutu Lúðvík Einarsson, Ási, Breiðdalsvík, 7,58, sem er mjög góð ágætiseinkunn, annar varð Steindór Árnason Vm, með 7,42, einnig ágætiseink., þriðji varð Birgir Laxdal Baldvinsson Svalbarðsströnd með 7,23, mjög há 1. einkunn (ágætiseinkunn er 7,25), Jón Stefánsson Þórshöfn 7,17, Magnús Þorsteinsson 7,11.<br>
Lúðvík Einarsson fékk í verðlaun Verðandaúrið, og skjöld Einars Sigurðssonar. Verðlaun fyrir ástundun og reglusemi í námi á skólaárinu fengu: Úr I. bekk Óli Bjarni Ólason, en II. bekk Steindór Árnason.<br>
Á skólaárinu 1972—1973 bárust skólanum nokkrar góðar gjafir. Ísfélag Vestmannaeyja gaf 25.000 kr. til stofnunar sjóði til kaupa á fræðslukvikmyndum fyrir sjávarúrveginn og sjómannastéttina. Keypti skólinn þá strax kvikmynd um fiskileitartæki frá Kanada. Þá gaf
Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja 100.000 kr. til kaupa á stöðugleikareikni og hefur skólinn ekki notað þá gjöf meðan framtíðarhorfur skólans hafa verið ótryggar.<br>
Í árslok árið 1972 voru samþykkt á Alþingi ný lög um Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum, lög nr. 1/1973. Þessi nýju lög voru samræmd lögum um Stýrimannaskólann í Reykjavík, þannig, að hér eftir fellur nám farmanna og fiskimanna saman uns tekur við 3. stig farmannamenntunar og er skipstjórnarnám fiskimanna í tveimur stigum, 1.og 2. stig farmanna og fiskimanna.[[Mynd:Nemendur á æfingu í meðferð gúmmíbjörgunarbáts.png|250x250px|thumb|Nemendur á æfingu í meðferð gúmmíbjörgunarbáts.|vinstri]]
[[Mynd:Björgunaræfing í Sundlaug Vestmannaeyja.png|250x250px|thumb|Björgunaræfing í Sundlaug Vestmannaeyja.|vinstri]]


Þannig á að verða auðveldara fyrir nemendur að ganga á milli skólanna. Þá var gert að inntökuskilyrði, að nemendur hafi lokið gagnfræðaprófi eða hliðstæðu prófi. Fyrir þá, sem ekki hafa lokið slíku prófi skal halda námskeið, sem standi minnst í fjóra mánuði. Rekstur skólans fór alveg yfir á Ríkissjóð, en Vestmannaeyjabær rak skólann með ríkisstyrk þar til lögin tóku gildi við áramót.<br>
Er líða tók á sumarið 1973 þótti sýnt að ekki yrði fært að flytja skólann aftur til Vestmannaeyja og það sem honum fylgdi. Áframhald skyldunámsskólanna í Vestmannaeyjum skólaárið 1973—1974 var ákveðið um miðjan ágúst. Ekki var heldur í neitt hús að venda, þar sem skólanum hafði þegar fyrir eldgos verið sagt upp því húsnæði sem hann var í.<br>
Rafmagn kom fyrst til bæjarins um miðjan september, svo að við margs konar erfiðleika var að stríða eins og eðlilegt var þó að hreinsunar- og uppbyggingarstarf í Vestmannaeyjum gengi sérstaklega vel sumarið 1973.<br>
Það varð því að ráði, að skólinn héldi áfram starfsemi sinni í Reykjavík og fengju nemendur, sem luku fiskimannaprófi  1. stigs vorið 1973 að ljúka námi skv. hinni gömlu reglugerð.<br>
Í 2. bekk skólans settust 11 nemendur. Kennarar voru auk skólastjóra kennarar frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og Jón Einarsson frá Vélskóla Íslands, sem kenndi vélfræði. Á vetrinum sóttu nemendur námskeið í heilsufræði og í brunavörnum. Farin var dagsferð með rannsóknaskipinu Hafþór og æfð sigling og köstun síldarnótar.<br>
Þeir sem luku fiskimannaprófi 2. stigs vorið 1974 voru: Birgir Smári Karlsson Grindavík, Erling Þór Pálsson Akran., Helgi Ágústsson Seyðisf., Kristján Elís Bjarnason Sigluf., Leó Óskarsson Vm., Ólafur Guðjónsson Vm., Óli Bjarni Ólason Grímsey, Ómar Kristmannsson Vm., Sigurjón Ragnar Grétarsson Vm., Sturlaugur Laxdal Gíslason Grundarf., Sveinn Rúnar Valgeirsson Vm. Meðaleinkunn bekkjarins
var 6,51, en hæstu einkunnir hlutu: Helgi Ágústsson Seyðisfirði,  7,36, sem  er  ágætiseinkunn, Sveinn Rúnar Valgeirsson 7,18, sem er mjög góð 1. einkunn, Óli Bjarni Ólason Grímsey 6,93.<br>
Verðlaun úr verðlaunasjóði frú Ástu Sigurðardóttur og Friðfinns Finnssonar fyrir sérstaka ástundun, reglusemi og framfarir í námi hlaut Ómar Kristmannsson, Vestm.eyjum.<br>
Leó Óskarsson, sem nú lauk fiskimannaprófi 2. stigs með ágætum vitnisburði, er fjórði sonur hjónanna Þóru Sigurjónsdóttur og Óskars Matthíassonar skipstjóra, sem lýkur þessu prófi frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Áður hafa lokið prófi skipstjórarnir Matthías, Sigurjón og Kristján.[[Mynd:Fiskimannapróf 2. stigs vorið 1974.png|600x600px|thumb|center|Fiskimannapróf 2. stigs vorið 1974, kennarar og nemendur. Fremri röð: Sveinn Rúnar Valgeirsson, Skúli Pálsson kennari, Þorvaldur Ingibergsson kennari, Benedikt Alfonsson kennari, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastj., Helgi J. Halldórsson kennari, Þorsteinn Gíslason kennari, Birgir Smári Karlsson, Aftari röð: Óli Bj. Ólason, Helgi Ágústsson, Kristján E. Bjarnason, Leó Óskarsson, Sturlaugur L. Gíslason, Erling Þ. Pálsson, Gylfi Ingólfsson, Sigurjín Ragnar Grétarsson, Ómar Kristmannsson.]]<br>
Við skólaslitin barst skólanum vegleg gjöf frá Magna Kristjánssyni, hinum þekkta skuttogaraskipstjóra frá Neskaupstað, en Magni er gamall velunnari og stuðningsmaður skólans. Magni gaf japanskt krystalsjóúr, mjög vandað, af gerðinni SEIKO, sem gengur fyrir rafhlöðu.<br>
Prófdómarar í siglingafræðum voru sjómælingamennirnir Árni Valdimarsson og Róbert Dan Jensson, Rvík, og í öðrum greinum Einar Haukur Eiríksson og Jón Hjaltason. Hafa þessir menn ásamt Einari Guttormssyni fyrrv. sjúkrahússlækni dæmt próf við skólann frá upphafi.<br>
Í haust eru 10 ár síðan skólinn var settur á stofn og hóf göngu sína, en fyrstu lög um skólann voru samþykkt á Alþingi 18. desember 1964. Mörgum þótti þá djarft fyrirtæki að setja á stofn sjálfstæðan stýrimannaskóla utan Reykjavíkur. Fyrir einbeitni Guðlaugs Gíslasonar alþingismanns hafðist málið í gegn á Alþingi.<br> Vestmannaeyingar tóku sjálfir á sig allan stofnkostnað og rekstur fyrstu árin.<br>
Skólinn hefur frá upphafi átt mjög góðar og styrkar stoðir, sem hafa stutt skólann með gjöfum og velvilja.<br>
Óskiptur áhugi sjómanna í Vestmannaeyjum og samtaka skipstjórnarmanna, skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðanda hafa verið skólanum mikill styrkur. Hefur Verðandi alltaf staðið dyggan vörð um skólann og veitt myndarleg verðlaun á hverju vori við lokapróf.<br>
Við skólann eru nú nokkrir sjóðir eins og Tækjasjóður, Styrktarsjóður og fleiri, sem velunnarar skólans hafa gefið til hans.


<center>[[Mynd:Fiskimannapróf 1. stigs vorið 1973.png|700px|thumb|center|Fiskimannapróf 1. stigs vorið 1973, nemendur og kennarar.- Fremri röð, talið frá vinstri: Óli Bjarni Ólafsson, Þorvaldur Pálmi Guðmundsson, Björn Sv. Björnsson kennari, Steingrímur Arnar kennari, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastj., sr. Þorsteinn L. Jónsson kennari, Þorsteinn Gíslason kennari, Símon Sverrisson. Aftari röð: Sveinn Rúnar Valgeirsson, Helgi Ágústsson, Leó Óskarsson, Kristján Elís Bjarnason, Ómar Kristmannsson, Erling Þór Pálsson, Sturlaugur Laxdal Gíslason, Gylfi Ingólfsson, Sigurjón Ragnar Grétarsson, Valur Brynjólfsson, Sævar Sveinsson, Hlíðar Kjartansson.]]</center>
[[Mynd:Jónas Sigurðsson skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík.png|250px|thumb|Jónas Sigurðsson skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík.]]Við lok þessa 10. skólaárs hefur skólinn gefið út 190 skipstjórnarskírteini, 82 skírteini 1. stigs og 108 skírteini fiskimannaprófs 2. stigs.<br>
Hvað framtíðin ber í skauti er erfitt að segja um eða spá. Eftir það mikla umrót, sem eldgosið olli verða tímamót, en á þessum 10 árum hefur skólinn sýnt og sannað, að slík stofnun og skólar sjávarútvegsins eru nauðsynlegir í útgerðarbæ. Mennt og menning er máttur hvers byggðarlags.<br>
Í febrúar sl. var haldinn sameiginlegur fundur skólastjóra framhaldsskólanna í Vestm.eyjum, skólastjóra Vélskóla Íslands í Reykjavík, ráðuneytisins, bæjarstjóra og bæjartæknifræðings Vestmannaeyja. Á fundinum var ákveðið, að Stýrimannaskólinn, Vélskólinn og Iðnskólinn reyndu eftir föngum að nýta sameiginlega kennslukrafta og húsnæði Iðnskólans, sem byggt yrði við, en áhaldahús bæjarins yrði flutt og byggt yfir það.<br>
Áformað er að hefja þarna kennslu í haust, ef nógu margir nemendur sækja um skólavist, en tæki skólans, bækur og áhöld verða flutt heim nú á næstunni.<br>
Skólinn mun þá starfa samkv. nýjum lögum um skólann frá 1. janúar 1973 og er inntökuskilyrði 24 mánaða siglingatími, augnvottorð frá augnlækni, vottorð um sundkunnáttu og gagnfræðapróf.<br>


 
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
 
<center>[[Mynd:Nemendur í II. bekk stýrimannaskólans í Vm. 1972-1973.png|700px|thumb|center|Nemendur í II. bekk stýrimannaskólans í Vm. 1972-1973. Talið frá vinstri: Atli Sigurðsson, Lúðvík Einarsson, Birgir Laxdal, Þorsteinn Jónsson, Jón Örn Snorrason. Aftari röð f.v.: Jón Stefánsson, Ólafur Svanur Gestsson, Ólafur Þork. Pálsson, Jón Valtýsson, Magnús Þorsteinsson. Á myndina vantar Kristján Eiríksson.]]</center>
 
 
[[Mynd:Nemendur á æfingu í meðferð gúmmíbjörgunarbáts.png|350px|thumb|Nemendur á æfingu í meðferð gúmmíbjörgunarbáts.]]
[[Mynd:Björgunaræfing í Sundlaug Vestmannaeyja.png|350px|thumb|Björgunaræfing í Sundlaug Vestmannaeyja.]]
 
 
<center>[[Mynd:Fiskimannapróf 2. stigs vorið 1974.png|700px|thumb|center|Fiskimannapróf 2. stigs vorið 1974, kennarar og nemendur. Fremri röð: Sveinn Rúnar Valgeirsson, Skúli Pálsson kennari, Þorvaldur Ingibergsson kennari, Benedikt Alfonsson kennari, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastj., Helgi J. Halldórsson kennari, Þorsteinn Gíslason kennari, Birgir Smári Karlsson, Aftari röð: Óli Bj. Ólason, Helgi Ágústsson, Kristján E. Bjarnason, Leó Óskarsson, Sturlaugur L. Gíslason, Erling Þ. Pálsson, Gylfi Ingólfsson, Sigurjín Ragnar Grétarsson, Ómar Kristmannsson.]]</center>
 
 
 
[[Mynd:Jónas Sigurðsson skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík.png|250px|thumb|Jónas Sigurðsson skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík.]]

Núverandi breyting frá og með 16. maí 2019 kl. 14:42

Nemendur Stýrimannaskólans á björgunaræfingu í gömlu lauginni í desember 1972.
Sjómannamenntun


Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum


Skólaárið 1972-1973:
Haustið 1972 var skólinn settur að Breiðabliki 30. september og hófu 32 nemendur nám í skólanum, 20 nemendur í I. bekk og 12 í II. bekk. Kennarar voru í upphafi skólaárs flestir hinir sömu og höfðu starfað við skólann á undanförnum árum. Skólastjóri kenndi siglingafræðifög og ensku, sr. Þorsteinn Lúther Jónsson kenndi íslenzku, Steingrímur Arnar kenndi stærðfræði, Björn Sv. Björnsson kenndi erlend tungumál, Brynjúlfur Jónatansson kenndi meðferð fiskileitartækja og ratsjár, Hermann Magnússon og Jón Sighvatsson rafmagnsfræði og loftskeytatæki, Jón Hauksson kenndi sjórétt, Bogi Sigurðsson kenndi vélfræði. Bókfærslu kenndi Ólafur Jónsson. Kennsla í verklegri sjóvinnu var á netagerðarverkstæðum Ingólfs og Veiðarfæragerðar Vestmannaeyja. Kennarar voru Hallgrímur Þórðarson og Sigurður Ingólfsson.

Nokkurra þrengsla var farið að gæta í skólahúsinu að Breiðabliki þar sem skólinn hafði verið frá stofnun. Þrjár kennslustofur eru í húsinu og var ein alveg undir siglinga- og fiskileitartækin. Leiga fékkst ekki framlengd hjá eigendum hússins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir skólayfirvalda og bæjarstjóra, og var Breiðablik auglýst á sölulista fasteignasala sumarið 1972.

Fiskimannapróf 1. stigs vorið 1973, nemendur og kennarar.- Fremri röð, talið frá vinstri: Óli Bjarni Ólafsson, Þorvaldur Pálmi Guðmundsson, Björn Sv. Björnsson kennari, Steingrímur Arnar kennari, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastj., sr. Þorsteinn L. Jónsson kennari, Þorsteinn Gíslason kennari, Símon Sverrisson. Aftari röð: Sveinn Rúnar Valgeirsson, Helgi Ágústsson, Leó Óskarsson, Kristján Elís Bjarnason, Ómar Kristmannsson, Erling Þór Pálsson, Sturlaugur Laxdal Gíslason, Gylfi Ingólfsson, Sigurjón Ragnar Grétarsson, Valur Brynjólfsson, Sævar Sveinsson, Hlíðar Kjartansson.


Við upphaf skólaárs voru 6 nemendur í heimavist að Breiðabliki, aðrir nemendur leigðu herbergi úti í bæ.
Ekki þarf að eyða mörgum orðum að þeirri miklu röskun, sem eldgosið olli. A þriðja degi hamfaranna, hinn 25. janúar, var slíkur atgangur í eldgosinu, að ekki var forsvaranlegt annað en að bjarga öllum siglingatækjum frá Breiðabliki, þá hafði víða kviknað í húsum í kringum skólann. Öll verðmætustu siglinga- og kennslutækin voru send þennan dag á þilfari strandferðaskipsins Heklu til Þorlákshafnar. Skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, Jónas Sigurðsson, sendi sérstaklega kennara sína og nemendur til að taka á móti tækjunum í Þorlákshöfn.
Nokkru síðar var húsið alveg rýmt og tekin brott borð og stólar.
Skólinn naut ágætrar fyrirgreiðslu og velvildar hjá systurstofnun, Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Fékk hann tvær stofur til umráða, eina stóra stofu á aðalhæð Stýrimannaskólans, en hin var útbúin í risi. Sýndi skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík og kennarar skólans, skólastjóra og nemendum Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum alla tíð góðan skilning og tillitssemi við sérstakar aðstæður.
Kennsla hófst aftur í Reykjavík hinn 5. febrúar. Nokkrar breytingar urðu á kennaraliði og fékk skólinn til liðs nokkra kennara Stýrimannaskólans í Reykjavík.
Tveir nemendur í I. bekk hættu námi vegna þess umróts, sem eldgosið hafði í för með sér.
Til þess að ná fullri og lögskipaðri kennslu voru próf I. bekkjar haldin nokkru síðar en verið hefur og lauk viku af apríl. Fimmtán nemendur luku fiskimannaprófi I. stigs:

Erling Þór Pálsson Akranesi, Gylfi Ingólfsson Vm., Helgi Ágústsson Seyðisfirði, Hlíðar Kjartansson Bolungarvík, Kristján E. Bjarnason Siglufirði, Leó Óskarsson, Vm., Óli Bjarni Ólason Grímsey, Ómar Kristmannsson Vm, Sigurjón Ragnar Grétarsson Vm, Símon Sverrisson Vm., Sturlaugur L. Gíslason Grundarfirði, Sveinn R. Valgeirsson Vm., Sævar Sveinsson Vm, Valur Brynjólfsson Vm., Þorvaldur Pálmi Guðmundsson Seyðisfirði.

Nemendur í II. bekk stýrimannaskólans í Vm. 1972-1973. Talið frá vinstri: Atli Sigurðsson, Lúðvík Einarsson, Birgir Laxdal, Þorsteinn Jónsson, Jón Örn Snorrason. Aftari röð f.v.: Jón Stefánsson, Ólafur Svanur Gestsson, Ólafur Þork. Pálsson, Jón Valtýsson, Magnús Þorsteinsson. Á myndina vantar Kristján Eiríksson.


Hæstu einkunn við prófið hlaut Helgi Ágústsson Seyðisfirði, 7,09, sem er góð 1. eink.
Fiskimannaprófi 2. stigs vorið 1973 luku 11 nemendur: Atli Sigurðsson Vm., Birgir Laxdal Baldvinsson Svalbarðsströnd, Jón Stefánsson Þórshöfn, Kristján Eiríksson Kópav., Lúðvík Einarsson Breiðdalsvík, Magnús Þorsteinsson Ólafsfirði, Ólafur Svanur Gestsson Bolungarvík, Ólafur Þ. Pálsson Kópavogi, Steindór Árnason Vm, Þorsteinn Jónsson Vm, Jón Örn Snorrason Siglufirði.
Fimm nemendur fengu yfir 7 í meðaleink.
Hæstu einkunnir hlutu Lúðvík Einarsson, Ási, Breiðdalsvík, 7,58, sem er mjög góð ágætiseinkunn, annar varð Steindór Árnason Vm, með 7,42, einnig ágætiseink., þriðji varð Birgir Laxdal Baldvinsson Svalbarðsströnd með 7,23, mjög há 1. einkunn (ágætiseinkunn er 7,25), Jón Stefánsson Þórshöfn 7,17, Magnús Þorsteinsson 7,11.
Lúðvík Einarsson fékk í verðlaun Verðandaúrið, og skjöld Einars Sigurðssonar. Verðlaun fyrir ástundun og reglusemi í námi á skólaárinu fengu: Úr I. bekk Óli Bjarni Ólason, en II. bekk Steindór Árnason.
Á skólaárinu 1972—1973 bárust skólanum nokkrar góðar gjafir. Ísfélag Vestmannaeyja gaf 25.000 kr. til stofnunar sjóði til kaupa á fræðslukvikmyndum fyrir sjávarúrveginn og sjómannastéttina. Keypti skólinn þá strax kvikmynd um fiskileitartæki frá Kanada. Þá gaf Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja 100.000 kr. til kaupa á stöðugleikareikni og hefur skólinn ekki notað þá gjöf meðan framtíðarhorfur skólans hafa verið ótryggar.

Í árslok árið 1972 voru samþykkt á Alþingi ný lög um Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum, lög nr. 1/1973. Þessi nýju lög voru samræmd lögum um Stýrimannaskólann í Reykjavík, þannig, að hér eftir fellur nám farmanna og fiskimanna saman uns tekur við 3. stig farmannamenntunar og er skipstjórnarnám fiskimanna í tveimur stigum, 1.og 2. stig farmanna og fiskimanna.

Nemendur á æfingu í meðferð gúmmíbjörgunarbáts.
Björgunaræfing í Sundlaug Vestmannaeyja.

Þannig á að verða auðveldara fyrir nemendur að ganga á milli skólanna. Þá var gert að inntökuskilyrði, að nemendur hafi lokið gagnfræðaprófi eða hliðstæðu prófi. Fyrir þá, sem ekki hafa lokið slíku prófi skal halda námskeið, sem standi minnst í fjóra mánuði. Rekstur skólans fór alveg yfir á Ríkissjóð, en Vestmannaeyjabær rak skólann með ríkisstyrk þar til lögin tóku gildi við áramót.
Er líða tók á sumarið 1973 þótti sýnt að ekki yrði fært að flytja skólann aftur til Vestmannaeyja og það sem honum fylgdi. Áframhald skyldunámsskólanna í Vestmannaeyjum skólaárið 1973—1974 var ákveðið um miðjan ágúst. Ekki var heldur í neitt hús að venda, þar sem skólanum hafði þegar fyrir eldgos verið sagt upp því húsnæði sem hann var í.
Rafmagn kom fyrst til bæjarins um miðjan september, svo að við margs konar erfiðleika var að stríða eins og eðlilegt var þó að hreinsunar- og uppbyggingarstarf í Vestmannaeyjum gengi sérstaklega vel sumarið 1973.
Það varð því að ráði, að skólinn héldi áfram starfsemi sinni í Reykjavík og fengju nemendur, sem luku fiskimannaprófi 1. stigs vorið 1973 að ljúka námi skv. hinni gömlu reglugerð.
Í 2. bekk skólans settust 11 nemendur. Kennarar voru auk skólastjóra kennarar frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og Jón Einarsson frá Vélskóla Íslands, sem kenndi vélfræði. Á vetrinum sóttu nemendur námskeið í heilsufræði og í brunavörnum. Farin var dagsferð með rannsóknaskipinu Hafþór og æfð sigling og köstun síldarnótar.
Þeir sem luku fiskimannaprófi 2. stigs vorið 1974 voru: Birgir Smári Karlsson Grindavík, Erling Þór Pálsson Akran., Helgi Ágústsson Seyðisf., Kristján Elís Bjarnason Sigluf., Leó Óskarsson Vm., Ólafur Guðjónsson Vm., Óli Bjarni Ólason Grímsey, Ómar Kristmannsson Vm., Sigurjón Ragnar Grétarsson Vm., Sturlaugur Laxdal Gíslason Grundarf., Sveinn Rúnar Valgeirsson Vm. Meðaleinkunn bekkjarins var 6,51, en hæstu einkunnir hlutu: Helgi Ágústsson Seyðisfirði, 7,36, sem er ágætiseinkunn, Sveinn Rúnar Valgeirsson 7,18, sem er mjög góð 1. einkunn, Óli Bjarni Ólason Grímsey 6,93.
Verðlaun úr verðlaunasjóði frú Ástu Sigurðardóttur og Friðfinns Finnssonar fyrir sérstaka ástundun, reglusemi og framfarir í námi hlaut Ómar Kristmannsson, Vestm.eyjum.

Leó Óskarsson, sem nú lauk fiskimannaprófi 2. stigs með ágætum vitnisburði, er fjórði sonur hjónanna Þóru Sigurjónsdóttur og Óskars Matthíassonar skipstjóra, sem lýkur þessu prófi frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Áður hafa lokið prófi skipstjórarnir Matthías, Sigurjón og Kristján.

Fiskimannapróf 2. stigs vorið 1974, kennarar og nemendur. Fremri röð: Sveinn Rúnar Valgeirsson, Skúli Pálsson kennari, Þorvaldur Ingibergsson kennari, Benedikt Alfonsson kennari, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastj., Helgi J. Halldórsson kennari, Þorsteinn Gíslason kennari, Birgir Smári Karlsson, Aftari röð: Óli Bj. Ólason, Helgi Ágústsson, Kristján E. Bjarnason, Leó Óskarsson, Sturlaugur L. Gíslason, Erling Þ. Pálsson, Gylfi Ingólfsson, Sigurjín Ragnar Grétarsson, Ómar Kristmannsson.


Við skólaslitin barst skólanum vegleg gjöf frá Magna Kristjánssyni, hinum þekkta skuttogaraskipstjóra frá Neskaupstað, en Magni er gamall velunnari og stuðningsmaður skólans. Magni gaf japanskt krystalsjóúr, mjög vandað, af gerðinni SEIKO, sem gengur fyrir rafhlöðu.
Prófdómarar í siglingafræðum voru sjómælingamennirnir Árni Valdimarsson og Róbert Dan Jensson, Rvík, og í öðrum greinum Einar Haukur Eiríksson og Jón Hjaltason. Hafa þessir menn ásamt Einari Guttormssyni fyrrv. sjúkrahússlækni dæmt próf við skólann frá upphafi.
Í haust eru 10 ár síðan skólinn var settur á stofn og hóf göngu sína, en fyrstu lög um skólann voru samþykkt á Alþingi 18. desember 1964. Mörgum þótti þá djarft fyrirtæki að setja á stofn sjálfstæðan stýrimannaskóla utan Reykjavíkur. Fyrir einbeitni Guðlaugs Gíslasonar alþingismanns hafðist málið í gegn á Alþingi.
Vestmannaeyingar tóku sjálfir á sig allan stofnkostnað og rekstur fyrstu árin.
Skólinn hefur frá upphafi átt mjög góðar og styrkar stoðir, sem hafa stutt skólann með gjöfum og velvilja.
Óskiptur áhugi sjómanna í Vestmannaeyjum og samtaka skipstjórnarmanna, skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðanda hafa verið skólanum mikill styrkur. Hefur Verðandi alltaf staðið dyggan vörð um skólann og veitt myndarleg verðlaun á hverju vori við lokapróf.
Við skólann eru nú nokkrir sjóðir eins og Tækjasjóður, Styrktarsjóður og fleiri, sem velunnarar skólans hafa gefið til hans.

Jónas Sigurðsson skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík.

Við lok þessa 10. skólaárs hefur skólinn gefið út 190 skipstjórnarskírteini, 82 skírteini 1. stigs og 108 skírteini fiskimannaprófs 2. stigs.

Hvað framtíðin ber í skauti er erfitt að segja um eða spá. Eftir það mikla umrót, sem eldgosið olli verða tímamót, en á þessum 10 árum hefur skólinn sýnt og sannað, að slík stofnun og skólar sjávarútvegsins eru nauðsynlegir í útgerðarbæ. Mennt og menning er máttur hvers byggðarlags.
Í febrúar sl. var haldinn sameiginlegur fundur skólastjóra framhaldsskólanna í Vestm.eyjum, skólastjóra Vélskóla Íslands í Reykjavík, ráðuneytisins, bæjarstjóra og bæjartæknifræðings Vestmannaeyja. Á fundinum var ákveðið, að Stýrimannaskólinn, Vélskólinn og Iðnskólinn reyndu eftir föngum að nýta sameiginlega kennslukrafta og húsnæði Iðnskólans, sem byggt yrði við, en áhaldahús bæjarins yrði flutt og byggt yfir það.
Áformað er að hefja þarna kennslu í haust, ef nógu margir nemendur sækja um skólavist, en tæki skólans, bækur og áhöld verða flutt heim nú á næstunni.
Skólinn mun þá starfa samkv. nýjum lögum um skólann frá 1. janúar 1973 og er inntökuskilyrði 24 mánaða siglingatími, augnvottorð frá augnlækni, vottorð um sundkunnáttu og gagnfræðapróf.