„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1974/ Strandsaga úr Meðallandi“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(4 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Lensað fyrir sjó og vind.png|500px|thumb|center|Lensað fyrir sjó og vind. Teikning Tryggvi Magnússon.]]<big><big><center>Strandsaga úr Meðallandi</center><br>
[[Mynd:Lensað fyrir sjó og vind.png|500px|thumb|center|Lensað fyrir sjó og vind. Teikning Tryggvi Magnússon.]]<big><big><center>Strandsaga úr Meðallandi</center></big></big><br>
   
   
FRAKKNESKA fiskiskútan Morgunroðinn (l'Aur-ore) strandaði á Skálarfjöru í Meðallandi nær því beint niður af bænum Slýjar 13. apríl 1818 kl. 11 að kvöldi. Suðaustanstormur var á, rign-ing og þoka, og hafði veður haldist svipað frá því skipið sigldi frá Sandhólakirkju (Dunkerque) í Flæmingjalandi á Frakklandi. Skömmu fyrir strandið hafði skipið laskast, er brotsjór féll á það, afturmastur brotnaði og féll fyrir borð og stýri skemmdist.<br>
FRAKKNESKA fiskiskútan Morgunroðinn (l'Aurore) strandaði á Skálarfjöru í Meðallandi nær því beint niður af bænum Slýjar 13. apríl 1818 kl. 11 að kvöldi. Suðaustanstormur var á, rigning og þoka, og hafði veður haldist svipað frá því skipið sigldi frá Sandhólakirkju (Dunkerque) í Flæmingjalandi á Frakklandi. Skömmu fyrir strandið hafði skipið laskast, er brotsjór féll á það, afturmastur brotnaði og féll fyrir borð og stýri skemmdist.<br>
Morgunroðinn hafði lagt upp í veiðiferðina á Íslandsmið 25. mars, og ekki hafði sést til sólar síðan 10. apríl og sakir þess ekki verið hægt að taka sólarhæðina til þess að ganga úr skugga um það, hversu nærri landi væri komið.<br>
Morgunroðinn hafði lagt upp í veiðiferðina á Íslandsmið 25. mars, og ekki hafði sést til sólar síðan 10. apríl og sakir þess ekki verið hægt að taka sólarhæðina til þess að ganga úr skugga um það, hversu nærri landi væri komið.<br>
Morgunroðinn var lítið skip, sýslumaður kallaði það í skýrslu sinni ''„fiske-slup“'', 26 verzlunarlestir eða um 50 smálestir að stærð og skipshöfn fámenn; ellefu manns. Hún bjargaðist öll.<br>
Morgunroðinn var lítið skip, sýslumaður kallaði það í skýrslu sinni ''„fiskeslup“'', 26 verzlunarlestir eða um 50 smálestir að stærð og skipshöfn fámenn; ellefu manns. Hún bjargaðist öll.<br>
Sóknarpresturinn í Langholtssókn, séra Jón Jónsson á Hnausum, kom  fyrstur manna  á strandstað og hjálpaði hann strandmönnunum við björgun á helstu nauðsynjum, og einnig við að slá upp skansi úr tunnum og braki úr skipinu, og seglum. Gerðu þeir skansinn eða hreysið í skjóli af skipsbátnum ofarlega á fjörunni, breiddu segl undir og yfir og til hliða. Strandmenn björguðu litlum ofni (járnhlóð) úr skipinu, eldiviði, nægum matvælum og víni, svo að þeir voru sjálfbjarga og höfðu sæmilegt skýli meðan þeir dvöldust á fjörunni.<br>
Sóknarpresturinn í Langholtssókn, séra Jón Jónsson á Hnausum, kom  fyrstur manna  á strandstað og hjálpaði hann strandmönnunum við björgun á helstu nauðsynjum, og einnig við að slá upp skansi úr tunnum og braki úr skipinu, og seglum. Gerðu þeir skansinn eða hreysið í skjóli af skipsbátnum ofarlega á fjörunni, breiddu segl undir og yfir og til hliða. Strandmenn björguðu litlum ofni (járnhlóð) úr skipinu, eldiviði, nægum matvælum og víni, svo að þeir voru sjálfbjarga og höfðu sæmilegt skýli meðan þeir dvöldust á fjörunni.<br>
Séra Jón setti þrjá menn til þess að gæta strandsins, og sendi 15. apríl hraðboða vestur til Víkur til þess að tilkynna Jóni Guðmundssyni sýslumanni strandið, svo sem vera bar að lögum. Sýslumaður komst þó ekki á strandstaðinn sakir óveðurs fyrri en 18. apríl kl. 3 síðdegis. Áður hafði hann kvatt báða hreppstjórana í Leiðvallahreppi, þá Jón Þorkelsson og Þorkel Jónsson, á vettvang, en þeir voru við sjóróðra fyrir vestan Dyrhólaey. En sýslumaður tók sér til förunauts séra Jón Austmann sóknarprest í Álftaveri.<br>
Séra Jón setti þrjá menn til þess að gæta strandsins, og sendi 15. apríl hraðboða vestur til Víkur til þess að tilkynna Jóni Guðmundssyni sýslumanni strandið, svo sem vera bar að lögum. Sýslumaður komst þó ekki á strandstaðinn sakir óveðurs fyrri en 18. apríl kl. 3 síðdegis. Áður hafði hann kvatt báða hreppstjórana í Leiðvallahreppi, þá Jón Þorkelsson og Þorkel Jónsson, á vettvang, en þeir voru við sjóróðra fyrir vestan [[Dyrhólaey]]. En sýslumaður tók sér til förunauts séra Jón Austmann sóknarprest í Álftaveri.<br>
Sýslumaður tók sér aðsetur í skansi strandmanna, ásamt séra Jóni.
Sýslumaður tók sér aðsetur í skansi strandmanna, ásamt séra Jóni.
Fyrsta verk hans var að taka skýrslu af skipstjóra, Daeÿe að nafni, en einn hásetanna, Jansen, þýddi frönskuna á dönsku, sem hann var slarkfær í.<br>
Fyrsta verk hans var að taka skýrslu af skipstjóra, Daeÿe að nafni, en einn hásetanna, Jansen, þýddi frönskuna á dönsku, sem hann var slarkfær í.<br>
Lína 35: Lína 35:
„Fæddur 26. janúar 1819 Benóní Hendriksson frá Flandern, 27. ejusdem (: sama, mánaðar) skírður heima á Slýjum af presti. Móðir Valgerður Jónsdóttir, ógift, lýsir föður Hendrik, sem meðal ellefu strönduðu. Guðfeðgin: Ljósan, kona Ragnhildur Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ólafsson á Slýjum, bóndinn Hjörleifur Jónsson á Eystri-Lyngum og bóndinn Jón Þorkelsson frá Heiði á Síðu“.<br>
„Fæddur 26. janúar 1819 Benóní Hendriksson frá Flandern, 27. ejusdem (: sama, mánaðar) skírður heima á Slýjum af presti. Móðir Valgerður Jónsdóttir, ógift, lýsir föður Hendrik, sem meðal ellefu strönduðu. Guðfeðgin: Ljósan, kona Ragnhildur Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ólafsson á Slýjum, bóndinn Hjörleifur Jónsson á Eystri-Lyngum og bóndinn Jón Þorkelsson frá Heiði á Síðu“.<br>
Valgerður var fjörutíu ára að aldri og ralin í sálnaregistri til heimilis að Skurðbæ í Meðallandi hjá Þorvarði Hallssyni bónda þar, og þar er hún enn árið 1820 og þá talin niðursetningur. Valgerður hafði áður eignast dóttur, Margréti, fædda árið 1815, og var hún ófeðruð. Benóný og Margrét fylgdu móður sinni að mestu á uppvaxtarárunum, og áttu hrakningssama ævi á framfæri sveitar, flutt bæ frá bæ eftir því, hver lægst bauð meðlagið, sem gekk upp í útsvarið til sveitarinnar.<br>
Valgerður var fjörutíu ára að aldri og ralin í sálnaregistri til heimilis að Skurðbæ í Meðallandi hjá Þorvarði Hallssyni bónda þar, og þar er hún enn árið 1820 og þá talin niðursetningur. Valgerður hafði áður eignast dóttur, Margréti, fædda árið 1815, og var hún ófeðruð. Benóný og Margrét fylgdu móður sinni að mestu á uppvaxtarárunum, og áttu hrakningssama ævi á framfæri sveitar, flutt bæ frá bæ eftir því, hver lægst bauð meðlagið, sem gekk upp í útsvarið til sveitarinnar.<br>
Það er vafalaust að Louis Henry Joseph Vanderoruys hefur verið faðir Benónýs. Hin flæmska mynd nafnsins Henry er Hendrik eða Hinrik, og enginn annar af skipshófn Morgun-roðans bar það nafn, en ættarnafnið sýnir það að hann hefur verið af flæmskum stofni. Flæmingjar voru af svonefndri Alpakynkvísl, skyldir Germönum. Áttu þeir heima í láglöndunum í Frakklandi og Belgíu, belgíska og franska Flæmingjalandi (Flandern) og töluðu flæmskar mállýskur. Það vekur nokkurra furðu, að flestir af áhöfn Morgunroðans voru með brúnt hár og bláeygir, en flestir afkomendur Benónýs Hinrikssonar voru með brún augu og hrafnsvart hár. En þess ber að gæta að hinn flæmski kynstofn mun hafa verið ærið blandaður Frökkum, sem lengi höfðu ráðið löndum í Flæmingjalandi. Í fræðibókum segir, að um 30% af þessum stofni séu bláeygir og brúnhærðir, en hinir brúneygðir og svarthærðir.<br>
Það er vafalaust að Louis Henry Joseph Vanderoruys hefur verið faðir Benónýs. Hin flæmska mynd nafnsins Henry er Hendrik eða Hinrik, og enginn annar af skipshófn Morgunroðans bar það nafn, en ættarnafnið sýnir það að hann hefur verið af flæmskum stofni. Flæmingjar voru af svonefndri Alpakynkvísl, skyldir Germönum. Áttu þeir heima í láglöndunum í Frakklandi og Belgíu, belgíska og franska Flæmingjalandi (Flandern) og töluðu flæmskar mállýskur. Það vekur nokkurra furðu, að flestir af áhöfn Morgunroðans voru með brúnt hár og bláeygir, en flestir afkomendur Benónýs Hinrikssonar voru með brún augu og hrafnsvart hár. En þess ber að gæta að hinn flæmski kynstofn mun hafa verið ærið blandaður Frökkum, sem lengi höfðu ráðið löndum í Flæmingjalandi. Í fræðibókum segir, að um 30% af þessum stofni séu bláeygir og brúnhærðir, en hinir brúneygðir og svarthærðir.<br>
Um fjórtán ára aldur var Benóný farinn að vinna fyrir sér. Þá var hann orðinn léttadrengur í Jórvík í Álftaveri. Síðan færðist hann vestur á bóginn í vinnumennsku og árið 1844 fór hann að Drangshlíð undir Austur-Eyjafjöllum fyrirvinna á búi ekkjunnar Þorbjargar Gissurardóttur, og þar var hann enn árið 1846.<br>
Um fjórtán ára aldur var Benóný farinn að vinna fyrir sér. Þá var hann orðinn léttadrengur í Jórvík í Álftaveri. Síðan færðist hann vestur á bóginn í vinnumennsku og árið 1844 fór hann að Drangshlíð undir Austur-Eyjafjöllum fyrirvinna á búi ekkjunnar Þorbjargar Gissurardóttur, og þar var hann enn árið 1846.<br>
Þorbjörg var ekkja Jóns Sverrissonar bónda á Lækjarbakka í Kirkjubæjarklausturssókn og fluttust þau að Drangshlíð árið 1839.<br>
Þorbjörg var ekkja Jóns Sverrissonar bónda á Lækjarbakka í Kirkjubæjarklausturssókn og fluttust þau að Drangshlíð árið 1839.<br>
Árið 1846 setti Benóný bú á hluta af Drangshlíð á móti tengdamóður sinni, en hann kvæntist Sigríði Jónsdóttur, dóttir hennar árið 1847, en áður hafði hún verið bústýra hjá honum. Svaramenn þeirra voru mektarbræðurnir, Björn Jónsson bóndi í Drangshlíð og Hjörleifur Jónsson bóndi í Eystri-Skógum. Sigríður var fædd að Hólmi í Landbroti 20. maí 1828.<br>
Árið 1846 setti Benóný bú á hluta af Drangshlíð á móti tengdamóður sinni, en hann kvæntist Sigríði Jónsdóttur, dóttir hennar árið 1847, en áður hafði hún verið bústýra hjá honum. Svaramenn þeirra voru mektarbræðurnir, Björn Jónsson bóndi í Drangshlíð og Hjörleifur Jónsson bóndi í Eystri-Skógum. Sigríður var fædd að Hólmi í Landbroti 20. maí 1828.<br>
Þau Benóný og Sigríður bjuggu síðan víða undir Eyjafjöllum, en hafa verið fátæk, sakit þess að ómegðin gerðist brátt miki. I Þau eign-uðust saman 14 börn, og fæddist hið yngsta þeirra eftir lát Benónýs. Síðast var Benóný á Hjarni, koti við Holt, og var þá á sveit, enda mun hann þá hafa verið búinn að missa heils-una. Hann andaðist 20. október 1869, aðeins fimmtugur að aldri.
Þau Benóný og Sigríður bjuggu síðan víða undir Eyjafjöllum, en hafa verið fátæk, sakit þess að ómegðin gerðist brátt miki. I Þau eignuðust saman 14 börn, og fæddist hið yngsta þeirra eftir lát Benónýs. Síðast var Benóný á Hjarni, koti við Holt, og var þá á sveit, enda mun hann þá hafa verið búinn að missa heilsuna. Hann andaðist 20. október 1869, aðeins fimmtugur að aldri.
Áður en Benóný kvæntist eignaðist hann tví-bura með Ingveldi Sigurðardóttur á Klömbrum árið 1846, en þeir önduðust úr barnaveiki á sama ári.
Áður en Benóný kvæntist eignaðist hann tvíbura með Ingveldi Sigurðardóttur á Klömbrum árið 1846, en þeir önduðust úr barnaveiki á sama ári.
Við andlát Benónýs var heimilinu tvístrað af sveitarstjórninni, og börnih alin upp á víð og dreif, nema það yngsta, Benóný, sem oftast fylgdi móður sinni.
Við andlát Benónýs var heimilinu tvístrað af sveitarstjórninni, og börnih alin upp á víð og dreif, nema það yngsta, Benóný, sem oftast fylgdi móður sinni.
Börn þeirra Benónýs og Sigríðar voru þessi: Jón, dó á fyrsta ári, Sigríður, dó tveggja cára. Þorbjörg, dó eins árs, Valmundur, dó á fyrsta ári, Þorbjörg eldri, alin upp að Eyvindarholti að einhverju leyti, Jón, tökubarn á Keldunúpi á Síðu, Valgerður, dó á fyrsta ári, Sigríður, flutt-ist til Ameríku 1890, Hinrik Valmundur, nið-ursetningur á Steinmóðarbæ, en fluttist til Mús-arárbyggðar í Norður-Dakota, Friðrik Gissur. alinn upp í Ormskoti, en fluttist til Vestmanna-eyja og bjó í Gröf, Ingibjörg, alin upp að Holti, Víglundur, dó eins árs, Þorbjörg yngri, alin upp á Mið-Grund og Benóný, sem alinn var upp með móður sinni að Indriðakoti, en móðir hans var þar húskona.
Börn þeirra Benónýs og Sigríðar voru þessi: Jón, dó á fyrsta ári, Sigríður, dó tveggja cára. Þorbjörg, dó eins árs, Valmundur, dó á fyrsta ári, Þorbjörg eldri, alin upp að Eyvindarholti að einhverju leyti, Jón, tökubarn á Keldunúpi á Síðu, Valgerður, dó á fyrsta ári, Sigríður, fluttist til Ameríku 1890, Hinrik Valmundur, niðursetningur á Steinmóðarbæ, en fluttist til Músarárbyggðar í Norður-Dakota, [[Friðrik Benónýsson (Gröf)|Friðrik Gissur]]. alinn upp í Ormskoti, en fluttist til Vestmannaeyja og bjó í [[Gröf]], Ingibjörg, alin upp að Holti, Víglundur, dó eins árs, Þorbjörg yngri, alin upp á Mið-Grund og Benóný, sem alinn var upp með móður sinni að Indriðakoti, en móðir hans var þar húskona.
Þau sjö börn þeirra Benónýs og Sigríðar, sem náðu fullorðins aldri, voru dugnaðar fólk og svo eru allir afkomendur þeirra, sem nú eru orðnir mjög margir. Öll börnin báru einkenni hins frakkneska uppruna síns að útliti og að skapferli.
Þau sjö börn þeirra Benónýs og Sigríðar, sem náðu fullorðins aldri, voru dugnaðar fólk og svo eru allir afkomendur þeirra, sem nú eru orðnir mjög margir. Öll börnin báru einkenni hins frakkneska uppruna síns að útliti og að skapferli.
Skal nú nokkur grein gcrð fyrir æviferli af-komenda þeirra eftir því, sem föng eru á, eftii aldri barnanna.
Skal nú nokkur grein gerð fyrir æviferli afkomenda þeirra eftir því, sem föng eru á, eftii aldri barnanna.
Jón var í vinnumennsku á Kálfafellssókn og víðar, en síðar undir Eyjafjöllum, seinast í hús¬mennsku að Berjanesi. Jón var söðlasmiður, Hann var tvígiftur og átti margt barna. Tveir synir hans voru formenn í Vestmannaeyjum, Gísli á Haukafelli og Sigurður, en hann fluttist til Reykjavíkur. Þeir áttu margt barna.
Jón var í vinnumennsku á Kálfafellssókn og víðar, en síðar undir Eyjafjöllum, seinast í hús¬mennsku að Berjanesi. Jón var söðlasmiður, Hann var tvígiftur og átti margt barna. Tveir synir hans voru formenn í Vestmannaeyjum, Gísli á Haukafelli og Sigurður, en hann fluttist til Reykjavíkur. Þeir áttu margt barna.
.Sigríður giftist Guðbrandi Björgólfssyni Burkeson. Þau fluttust til Bandaríkjanna og áttu heima í New Jersey. Þau eiga margt afkomenda þar vestra.
.Sigríður giftist Guðbrandi Björgólfssyni Burkeson. Þau fluttust til Bandaríkjanna og áttu heima í New Jersey. Þau eiga margt afkomenda þar vestra.
Hinrik Valmundur fluttist norður í land og kvæntist þar Ingibjörgu Halldórsdóttur úr Eyja-firði. . Þau fluttust til Bandaríkjanna og settust að í Músarárbyggð í Norður-Dakota og komu séi þar upp miklu býli árið 1896 og efnuðust vel, enda var Valmundur dugnaðarmaður og hraust-menni. Hann tók að ættarnafni föðurnafn Jóns móðurafa síns og nefndi sig Sverrisson. Þau hjón eignuðust tíu börn, sem öll komust vel til manns.
Hinrik Valmundur fluttist norður í land og kvæntist þar Ingibjörgu Halldórsdóttur úr Eyjafirði. . Þau fluttust til Bandaríkjanna og settust að í Músarárbyggð í Norður-Dakota og komu séi þar upp miklu býli árið 1896 og efnuðust vel, enda var Valmundur dugnaðarmaður og hraustmenni. Hann tók að ættarnafni föðurnafn Jóns móðurafa síns og nefndi sig Sverrisson. Þau hjón eignuðust tíu börn, sem öll komust vel til manns.
Friðrik Gissur kvæntist Oddnýju, dóttur Bene-dikts Magnússonar bónda á Efstu-Grund undii Eyjafjöllum og Elínar Stefánsdóttur, konu hans. Hún bar nafn föðurömmu sinnar Oddnýjar Jakobsdóttur, sem fædd var í Eyvindarhólasókn árið 1798. Þau reistu bú að Núpi undir Eyja-fjöllum, en fluttust árið 1902 til Vestmanna-eyja og bjuggu í Gröf. Friðrik var formaður á áraskipi frá Grindavík, en eftir að vélbátarnii komu til sögunnar í Vestmannaeyjum eignað-ist hann hlut í Portlandinu og Friðþjófi Nansen og var skipstjóri með þá. Friðrik var mikill þrek-maður, þéttvaxinn og dökkur á brún og brá. Langa ævi stundaði hann dýralækningar í Vest-mannaeyjum og stundum aðstoðaði hann Hall-dór lækni við aðgerðir og krufningar.
Friðrik Gissur kvæntist [[Oddný Benediktsdóttir (Gröf)|Oddnýju]], dóttur Benedikts Magnússonar bónda á Efstu-Grund undii Eyjafjöllum og Elínar Stefánsdóttur, konu hans. Hún bar nafn föðurömmu sinnar Oddnýjar Jakobsdóttur, sem fædd var í Eyvindarhólasókn árið 1798. Þau reistu bú að Núpi undir Eyjafjöllum, en fluttust árið 1902 til Vestmannaeyja og bjuggu í Gröf. Friðrik var formaður á áraskipi frá Grindavík, en eftir að vélbátarnii komu til sögunnar í Vestmannaeyjum eignaðist hann hlut í Portlandinu og Friðþjófi Nansen og var skipstjóri með þá. Friðrik var mikill þrekmaður, þéttvaxinn og dökkur á brún og brá. Langa ævi stundaði hann dýralækningar í Vestmannaeyjum og stundum aðstoðaði hann Halldór lækni við aðgerðir og krufningar.
Oddný og Friðrik eignuðust 20 börn og var það allt mesta myndarfólk að hagleik og dugn-aði, og karlmennirnir miklir sjómenn. Kunnast-ur þeirra er Benóný skipstjóri (Binni í Gröf), einhver mesti aflamaður í Eyjum og aflakóngur mörg ár í röð.
[[Oddný Benediktsdóttir (Gröf)|Oddný]] og [[Friðrik Benónýsson (Gröf)|Friðrik]] eignuðust 20 börn og var það allt mesta myndarfólk að hagleik og dugnaði, og karlmennirnir miklir sjómenn. Kunnastur þeirra er [[Benóný Friðriksson|Benóný]] skipstjóri (Binni í [[Gröf]]), einhver mesti aflamaður í Eyjum og aflakóngur mörg ár í röð.
Þorbjörg eldri giftist fyrst Sigurði Bjarna¬syni söðlasmið í Reykjavík, en seinni maður hennar var Henry Weitzmann, þýskur járnsmið-ur. Hún bjó í Brooklyn í New York og andað-ist þar árið 1943.
Þorbjörg eldri giftist fyrst Sigurði Bjarnasyni söðlasmið í Reykjavík, en seinni maður hennar var Henry Weitzmann, þýskur járnsmiður. Hún bjó í Brooklyn í New York og andaðist þar árið 1943.
Hún flutti til Bandaríkjanna með Sigurði manni sínum, en hann undi þar ekki og hvarf til IsLands til þess að afla farareyris fyrir fjöl-skylduna heimleiðis, en dó skömmu eftir að hann kom til Reykjavíkur árið 1904. Hún eign-aðist þrjá syni og eina dóttur með fyrra manni sínum, sem lifðu. Kunnasrur þeirra er Karl Frið-rik Sigurðsson (Charles F. Bjarnason) prófessor í þýsku við Harvard háskóla. Er margt afkom-enda Þorbjargar í Bandaríkjum.
Hún flutti til Bandaríkjanna með Sigurði manni sínum, en hann undi þar ekki og hvarf til Íslands til þess að afla farareyris fyrir fjölskylduna heimleiðis, en dó skömmu eftir að hann kom til Reykjavíkur árið 1904. Hún eignaðist þrjá syni og eina dóttur með fyrra manni sínum, sem lifðu. Kunnastur þeirra er Karl Friðrik Sigurðsson (Charles F. Bjarnason) prófessor í þýsku við Harvard háskóla. Er margt afkomenda Þorbjargar í Bandaríkjum.
Ingibjörg var um skeið vinnukona á Mið-Skála, en maður hennar var Ólafur. Hún var orð-in ekkja 1924, og bjó þá og síðan í Reykjavík. Þau áttu nokkur börn, og er meðal þeirra Ólaf-ur raflagningamaður.
Ingibjörg var um skeið vinnukona á Mið-Skála, en maður hennar var Ólafur. Hún var orðin ekkja 1924, og bjó þá og síðan í Reykjavík. Þau áttu nokkur börn, og er meðal þeirra Ólaur raflagningamaður.
Þorbjörg yngri giftist Guðjóni Þorkelssyni útvegsbónda í Syðsta-Koti á Miðnesi. Eignuð-ust þau mörg börn, en fimm þeirra dóu í æsku.
Þorbjörg yngri giftist Guðjóni Þorkelssyni útvegsbónda í Syðsta-Koti á Miðnesi. Eignuðust þau mörg börn, en fimm þeirra dóu í æsku.
Benóný var yngstur þeirra systkina. Hann lærði skósmíði og stundaði þá iðn bæði á Isa-firði og í Reykjavik, en rak síðan lengi verslun i Reykjavík. Kona hans var Ólöf systir séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Þau áttu fimm börn og er meðal þeirra Guðný Fanney, kaupkona í Reykjavík. Benóný var þrekvaxinn og svart-hærður með brún augu og leyndi sér ekki hinn franski uppruni hans.
Benóný var yngstur þeirra systkina. Hann lærði skósmíði og stundaði þá iðn bæði á Ísafirði og í Reykjavik, en rak síðan lengi verslun i Reykjavík. Kona hans var Ólöf systir séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Þau áttu fimm börn og er meðal þeirra Guðný Fanney, kaupkona í Reykjavík. Benóný var þrekvaxinn og svarthærður með brún augu og leyndi sér ekki hinn franski uppruni hans.
Margir í þessari ætt voru og góðir hagyrð-ingar og listfengir.
Margir í þessari ætt voru og góðir hagyrðingar og listfengir.
Það er þróttmikill stofn, sem kominn er af þeim Louis Henry Joseph Vanderoruys og Val-gerði Jónsdóttur, og verður ekki sagr að hann hafi að ófyrirsynju á Lífsleið sinni dvalist um stund í Meðallandi, en ekki er kunnugt um feril hans eftir brottför frá Islandi, og ekki mun hann hafa rennt grun í, hversu mikið kjarna-fólk þessi íslenski ættbálkur hans átti etfir að verða.
Það er þróttmikill stofn, sem kominn er af þeim Louis Henry Joseph Vanderoruys og Valgerði Jónsdóttur, og verður ekki sagr að hann hafi að ófyrirsynju á Lífsleið sinni dvalist um stund í Meðallandi, en ekki er kunnugt um feril hans eftir brottför frá Islandi, og ekki mun hann hafa rennt grun í, hversu mikið kjarnafólk þessi íslenski ættbálkur hans átti etfir að verða.


 
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
 
<center></center>
 
 
 
 
<center></center>

Núverandi breyting frá og með 10. maí 2019 kl. 12:42

Lensað fyrir sjó og vind. Teikning Tryggvi Magnússon.
Strandsaga úr Meðallandi


FRAKKNESKA fiskiskútan Morgunroðinn (l'Aurore) strandaði á Skálarfjöru í Meðallandi nær því beint niður af bænum Slýjar 13. apríl 1818 kl. 11 að kvöldi. Suðaustanstormur var á, rigning og þoka, og hafði veður haldist svipað frá því skipið sigldi frá Sandhólakirkju (Dunkerque) í Flæmingjalandi á Frakklandi. Skömmu fyrir strandið hafði skipið laskast, er brotsjór féll á það, afturmastur brotnaði og féll fyrir borð og stýri skemmdist.
Morgunroðinn hafði lagt upp í veiðiferðina á Íslandsmið 25. mars, og ekki hafði sést til sólar síðan 10. apríl og sakir þess ekki verið hægt að taka sólarhæðina til þess að ganga úr skugga um það, hversu nærri landi væri komið.
Morgunroðinn var lítið skip, sýslumaður kallaði það í skýrslu sinni „fiskeslup“, 26 verzlunarlestir eða um 50 smálestir að stærð og skipshöfn fámenn; ellefu manns. Hún bjargaðist öll.
Sóknarpresturinn í Langholtssókn, séra Jón Jónsson á Hnausum, kom fyrstur manna á strandstað og hjálpaði hann strandmönnunum við björgun á helstu nauðsynjum, og einnig við að slá upp skansi úr tunnum og braki úr skipinu, og seglum. Gerðu þeir skansinn eða hreysið í skjóli af skipsbátnum ofarlega á fjörunni, breiddu segl undir og yfir og til hliða. Strandmenn björguðu litlum ofni (járnhlóð) úr skipinu, eldiviði, nægum matvælum og víni, svo að þeir voru sjálfbjarga og höfðu sæmilegt skýli meðan þeir dvöldust á fjörunni.
Séra Jón setti þrjá menn til þess að gæta strandsins, og sendi 15. apríl hraðboða vestur til Víkur til þess að tilkynna Jóni Guðmundssyni sýslumanni strandið, svo sem vera bar að lögum. Sýslumaður komst þó ekki á strandstaðinn sakir óveðurs fyrri en 18. apríl kl. 3 síðdegis. Áður hafði hann kvatt báða hreppstjórana í Leiðvallahreppi, þá Jón Þorkelsson og Þorkel Jónsson, á vettvang, en þeir voru við sjóróðra fyrir vestan Dyrhólaey. En sýslumaður tók sér til förunauts séra Jón Austmann sóknarprest í Álftaveri.
Sýslumaður tók sér aðsetur í skansi strandmanna, ásamt séra Jóni. Fyrsta verk hans var að taka skýrslu af skipstjóra, Daeÿe að nafni, en einn hásetanna, Jansen, þýddi frönskuna á dönsku, sem hann var slarkfær í.
Skipstjóri skýrði sýslumanni frá nafni skipsins og sínu, heimahöfn, sagði til nafna áhafnar og að öðru leyti frá öllum atvikum. Stýrimaðurinn hét Bateman, túlkurinn Jansen, eins og áður segir, en aðrir Rosebecke, Rouver, Aget, Daeÿe, 14 ára gamall sonur skipstjóra, Timmerman, Vanderoruys, Vanhoorenbajue og Daeÿ, en ekki gat sýslumaður skírnarnafna þeirra í skýrslu sinni.

Skipstjóri sagði alla skipshöfnina franska þegna og væru þeir allir hressir og heilbrigðir, og sá sýslumaður að það var rétt. Skipstjóri bað sýslumann að selja á opinberu uppboði þann hluta af hinu bjargaða góssi, sem þeir þyrftu ekki á að halda, eða gætu flutt með sér, eins fljótt og verða mætti, og annast síðan flutning á skipshöfninni til Reykjavíkur.

Jóhann Gunnar Ólafsson. Fyrrv. bæjarfógeti.

Sýslumaður ákvað að uppboðið skyldi hefjast 27. apríl og sendi hann uppboðsauglýsingar með hraðboðum í alla hreppa sýslunnar og til sýslumannsins á Hlíðarenda og bað hann að annast birtingu auglýsingarinnar þar í sýslu.

Sýslumaður ákvað nú að raða strandgóssinu í boð og skrásetja það til undirbúnings uppboðinu. En það var einkum tómar tunnur, segl, kaðlar, akkeri, lítilsháttar af matvælum, og eldsgögnum, en þó einkum brak úr skipinu. Allar salttunnur höfðu glatast við strandið og haldfæri og að sjálfsögðu sitthvað fleira. Eftir að skipið kenndi grunns brotnaði það smám saman í spón.
Sýslumaður skipaði nú báða hreppstjórana til gæslu á strandmunum, en allir aðrir voru reknir heim af fjörunni og sýslumaður og séra Jón Austmann fóru einnig til gistingar að Slýjum.
Mánudaginn næstan eftir, sem bar upp á 20. apríl, kom sýslumaður aftur á Skálarfjöru og voru í fylgd með honum prestarnir, séra Jón Jónsson á Hnausum og séra Jón Jónsson Austmann til þess að skrásetja strandgóssið, sem dreift var víða um fjöruna, auk þess, sem þegar hafði verið bjargað undan sjó af áhöfninni og séra Jóni á Hnausum. Brotin úr skipinu, sem verið höfðu á þurru landi á laugardag, voru nú brotnuð í fleiri parta og svo sandorpin, að naumast sást á þau um fjöru.
Hreppstjórunum var nú veiti lausn frá gæslustörfum og heimilaði sýslumaður þeim að halda aftur í verstöðina við Dyrhólaey.
Sakir þess að Jón sýslumaður og séra Jón Austmann gátu ekki komist heim til sín, nema með ærnum erfiðismunum, fótgangandi, og hefðu orðið að skilja hesta sína eftir í Meðallandi, vegna þess að ísar á Kúðafljóti voru í uppbroti, tók sýslumaður í sínar hendur gæslustörfin á fjörunni og hafði sér til aðstoðar séra Jón Austmann.
Sýslumaður gerði sér vonir lun, að hann mundi geta fengið strandmennina til þess að safna saman og flokka strandgóssið, sem væri hreyfanlegt, og tókst það á nokkrum klukkustundum. Áður en hægt var að byrja á uppskriftinni varð skipshöfnin að velja úr það, sem þeir vildu flytja með sér til Reykjavíkur og ganga frá því í klyf.
Séra Jón Jónsson á Hnausum hvarf nú heim af sandinum um kvöldið, en ákveðið var að hann skyldi koma aftur á öðrum degi, þegar hægt yrði að byrja á því að skrá góssið.
Sakir mikils frosts og veðurofsa af norðaustri varð þó ekki við komið aö vinna að skrásetningunni, nema annað veifið.
Skipbrotsmenn unnu að ýmiskonar undirbúningi að ferðalagi sínu vestur á bóginn, sem fyrir dyrum stóð strax eftir uppboðið, en þó ekki með þeirri atorku, sem hefði mátt vænta.
En sýslumanni þótti ánægjulegt að sjá, hversu skipbrotsmenn, sem voru flestir ungir menn, gátu verið glaðir og glensfullir, trallað og spilað með spýtu á handleggnum eins og hann væri fiðla, og barið á trumbu á hné sér með tveimur spýtum eða á tunnu, einkum þó eftir máltíðir eða aðra hressingu.
Skipstjóri, sem var frómur og ágætur maður, lét afskiptalausan allan saklausan unggæðishátt. Hann var sorgmæddur, en alltaf góðlátlegur. Enginn þessara manna virtist vera jafnblendinn og óræður og túlkurinn, sem þó var fullvaxta maður. Hann kvaðst vera fæddur í Noregi, en var raunar samkvæmt vegabréfi fæddur í Sandhólakirkju, eins og öll áhöfnin. Allir höfðu þeir frönsk þjóðareinkenni, voru alúðlegir, þó þeir væru örir í skapi og hefðu ekki til brunns að bera hina norrænu festu og staðfestu í skapi, og þol til að standast látlaust strit. Svona komu þeir sýslumanni fyrir sjónir. Sýslumaður sagði Bateman stýrimann vera mjög félagslyndan, kátan og fyndinn galgopa, góðlyndan og nærgætinn. Hann talaði ensku, frönsku, flæmsku, hollensku, spönsku og eitthvert hrafl í ítölsku.
Fimmtudaginn 23. apríl var fyrst hægt að byrja á því að skrá strandgóssið, og var hafist handa við næsta árós um mílu austan við skans skipbrotsmanna, enda vissu menn ekki til að brak úr skipinu eða annar búnaður þess hefði borist á land austar með ströndinni. Og síðan var haldið vestur fjörurnar allt að skansinum. Skrifaði sýslumaður hvert boð á vinstri opnu uppboðsbókar, en hægri blaðsíðuna hafði hann auða fyrir nafn kaupenda og verð hins selda.

Síðan var tekið til vestast á fjörunni og haldið austur á bóginn að skansi strandmanna. Að því loknu voru skrifaðir inn allir kaðlar sjávarmegin við skansinn og allt, sem í kringum hann var og inni í honum, eldhúsáhöld, matarbirgðir, sem þeir þurftu ekki á að halda og loks allur efniviður skansins.

Jakt (sloop) með einu mastri. Morgunroðinn (l´Aurore) var skip af svipaðri gerð.


Skrásetningin fór fram á íslenzku í uppboðsbók, en skýrsla sýslumanns, sem er heimild sögunnar, var á dönsku, enda átti hún að fara til stiftamtmanns, sem var danskur, og mun lítið hafa skilið í íslensku. Alls urðu boðin 201, enda var skrásetningunni ekki lokið fyrri en laugardaginn 25. apríl.
Uppboðið hófst síðan kl. 8 að morgni mánudaginn 27. apríl og kvaddi sýslumaður þá prestana, séra Jónana, til votta, en til aðstoðarmanna Jón Þorkelsson hreppstjóra og Eyjólf Alexandersson óðalsbónda á Sólheimum í Mýrdal. Uppboðinu var haldið áfram daginn eftir og lauk þann dag, þó mikið stormveður og sandrok væri þá.
Strandgóssið seldist alls fyrir 347 ríkisbankadali silfurverðs og fimmtíu og níu skildinga. Til þess að hægt sé að gera sér nokkra hugmynd um verðmætið, skal þess getið að um þessar mundir var kýrverð 22 ríkisbankadalir að nafnverði og 40 skildingar, en silfurverðið var talið vera 200 ríkisbankadalir og jafngilti 250 ríkisbankadölum að nafnverði.


Reikningsskil gátu ekki farið fram 29. apríl, sakir allskonar umstangs og brottflutnings strandmanna af sandinum, sem sýslumaður stjórnaði og annaðist. Kom hann skipbrotsmönnum til dvalar á næstu bæi, en sjálfur fór hann að Slýjum. Þar greiddi hann allan kostnað við uppboðið.
Skipbrotsmenn héldu síðan brott úr Meðallandi í samfloti við sýslumann. Ferðin til Víkur tók einn og hálfan dag og þurfti til flutninganna 21 hest fyrsta daginn, en síðan 20. Á þriðja degi þurfti að hýsa 19 hesta skipbrotsmanna í Vík. Á heimili sínu í Suður-Vík gerði sýslumaður upp við skipstjóra og greiddi honum 161 ríkisdal og 67 skildinga í peningum, en 63 ríkisdali og 64 skildinga í ávísun á L. Knudsen kaupmann í Reykjavík eða samtals 225 ríkisdali og 35 skildinga, og voru það eftirstöðvar uppboðsandvirðisins.

Skipbrotsmennirnir fóru frá Vík 2. maí í fylgd með tveimur mönnum, en til Reykjavíkur komu þeir ekki fyrri en 11. maí Engin óhöpp höfðu komið fyrir á leiðinni. Þeir fengu inni í Reykjavík hjá Lárusi Ottesen kaupmanni og Sire, konu hans, og þar voru þeir þar til ferðir féllu. En farkostirnir, sem þeir fengu, voru svo litlir að ekki var hægt að taka fleiri en tvo til þrjá þeirra hverju sinni. Þrír þeir síðustu fóru 12. ágúst með vöruflutningaskipinu Othin. Með því skipi fór Louis Henry Joseph Vanderoruys og er honum svo lýst í vegabréfi bæjarfógetans í Reykjavík: 31 árs að aldri, fæddur í Sandhólakirkju, talar frönsku, hollensku o. s. frv., meðalmaður að vexti, riðvaxinn, brúnhærður og bláeygður.

Frönsk skúta undir færum í Íslandsmiðum.
II.


Um níu mánuðum eða um það bil meðgöngutíma réttum eftir að skipbrotsmennirnir af fiskiduggunni Morgunroðinn frá Sandhólakirkju á Frakklandi fóru úr Meðallandi, skrifaði sóknarpresturinn í Langholtsprestakalli, séra Jón Jónsson á Hnausum, í prestþjónustubók sína:
„Fæddur 26. janúar 1819 Benóní Hendriksson frá Flandern, 27. ejusdem (: sama, mánaðar) skírður heima á Slýjum af presti. Móðir Valgerður Jónsdóttir, ógift, lýsir föður Hendrik, sem meðal ellefu strönduðu. Guðfeðgin: Ljósan, kona Ragnhildur Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ólafsson á Slýjum, bóndinn Hjörleifur Jónsson á Eystri-Lyngum og bóndinn Jón Þorkelsson frá Heiði á Síðu“.
Valgerður var fjörutíu ára að aldri og ralin í sálnaregistri til heimilis að Skurðbæ í Meðallandi hjá Þorvarði Hallssyni bónda þar, og þar er hún enn árið 1820 og þá talin niðursetningur. Valgerður hafði áður eignast dóttur, Margréti, fædda árið 1815, og var hún ófeðruð. Benóný og Margrét fylgdu móður sinni að mestu á uppvaxtarárunum, og áttu hrakningssama ævi á framfæri sveitar, flutt bæ frá bæ eftir því, hver lægst bauð meðlagið, sem gekk upp í útsvarið til sveitarinnar.
Það er vafalaust að Louis Henry Joseph Vanderoruys hefur verið faðir Benónýs. Hin flæmska mynd nafnsins Henry er Hendrik eða Hinrik, og enginn annar af skipshófn Morgunroðans bar það nafn, en ættarnafnið sýnir það að hann hefur verið af flæmskum stofni. Flæmingjar voru af svonefndri Alpakynkvísl, skyldir Germönum. Áttu þeir heima í láglöndunum í Frakklandi og Belgíu, belgíska og franska Flæmingjalandi (Flandern) og töluðu flæmskar mállýskur. Það vekur nokkurra furðu, að flestir af áhöfn Morgunroðans voru með brúnt hár og bláeygir, en flestir afkomendur Benónýs Hinrikssonar voru með brún augu og hrafnsvart hár. En þess ber að gæta að hinn flæmski kynstofn mun hafa verið ærið blandaður Frökkum, sem lengi höfðu ráðið löndum í Flæmingjalandi. Í fræðibókum segir, að um 30% af þessum stofni séu bláeygir og brúnhærðir, en hinir brúneygðir og svarthærðir.
Um fjórtán ára aldur var Benóný farinn að vinna fyrir sér. Þá var hann orðinn léttadrengur í Jórvík í Álftaveri. Síðan færðist hann vestur á bóginn í vinnumennsku og árið 1844 fór hann að Drangshlíð undir Austur-Eyjafjöllum fyrirvinna á búi ekkjunnar Þorbjargar Gissurardóttur, og þar var hann enn árið 1846.
Þorbjörg var ekkja Jóns Sverrissonar bónda á Lækjarbakka í Kirkjubæjarklausturssókn og fluttust þau að Drangshlíð árið 1839.
Árið 1846 setti Benóný bú á hluta af Drangshlíð á móti tengdamóður sinni, en hann kvæntist Sigríði Jónsdóttur, dóttir hennar árið 1847, en áður hafði hún verið bústýra hjá honum. Svaramenn þeirra voru mektarbræðurnir, Björn Jónsson bóndi í Drangshlíð og Hjörleifur Jónsson bóndi í Eystri-Skógum. Sigríður var fædd að Hólmi í Landbroti 20. maí 1828.
Þau Benóný og Sigríður bjuggu síðan víða undir Eyjafjöllum, en hafa verið fátæk, sakit þess að ómegðin gerðist brátt miki. I Þau eignuðust saman 14 börn, og fæddist hið yngsta þeirra eftir lát Benónýs. Síðast var Benóný á Hjarni, koti við Holt, og var þá á sveit, enda mun hann þá hafa verið búinn að missa heilsuna. Hann andaðist 20. október 1869, aðeins fimmtugur að aldri. Áður en Benóný kvæntist eignaðist hann tvíbura með Ingveldi Sigurðardóttur á Klömbrum árið 1846, en þeir önduðust úr barnaveiki á sama ári. Við andlát Benónýs var heimilinu tvístrað af sveitarstjórninni, og börnih alin upp á víð og dreif, nema það yngsta, Benóný, sem oftast fylgdi móður sinni. Börn þeirra Benónýs og Sigríðar voru þessi: Jón, dó á fyrsta ári, Sigríður, dó tveggja cára. Þorbjörg, dó eins árs, Valmundur, dó á fyrsta ári, Þorbjörg eldri, alin upp að Eyvindarholti að einhverju leyti, Jón, tökubarn á Keldunúpi á Síðu, Valgerður, dó á fyrsta ári, Sigríður, fluttist til Ameríku 1890, Hinrik Valmundur, niðursetningur á Steinmóðarbæ, en fluttist til Músarárbyggðar í Norður-Dakota, Friðrik Gissur. alinn upp í Ormskoti, en fluttist til Vestmannaeyja og bjó í Gröf, Ingibjörg, alin upp að Holti, Víglundur, dó eins árs, Þorbjörg yngri, alin upp á Mið-Grund og Benóný, sem alinn var upp með móður sinni að Indriðakoti, en móðir hans var þar húskona. Þau sjö börn þeirra Benónýs og Sigríðar, sem náðu fullorðins aldri, voru dugnaðar fólk og svo eru allir afkomendur þeirra, sem nú eru orðnir mjög margir. Öll börnin báru einkenni hins frakkneska uppruna síns að útliti og að skapferli. Skal nú nokkur grein gerð fyrir æviferli afkomenda þeirra eftir því, sem föng eru á, eftii aldri barnanna. Jón var í vinnumennsku á Kálfafellssókn og víðar, en síðar undir Eyjafjöllum, seinast í hús¬mennsku að Berjanesi. Jón var söðlasmiður, Hann var tvígiftur og átti margt barna. Tveir synir hans voru formenn í Vestmannaeyjum, Gísli á Haukafelli og Sigurður, en hann fluttist til Reykjavíkur. Þeir áttu margt barna. .Sigríður giftist Guðbrandi Björgólfssyni Burkeson. Þau fluttust til Bandaríkjanna og áttu heima í New Jersey. Þau eiga margt afkomenda þar vestra. Hinrik Valmundur fluttist norður í land og kvæntist þar Ingibjörgu Halldórsdóttur úr Eyjafirði. . Þau fluttust til Bandaríkjanna og settust að í Músarárbyggð í Norður-Dakota og komu séi þar upp miklu býli árið 1896 og efnuðust vel, enda var Valmundur dugnaðarmaður og hraustmenni. Hann tók að ættarnafni föðurnafn Jóns móðurafa síns og nefndi sig Sverrisson. Þau hjón eignuðust tíu börn, sem öll komust vel til manns. Friðrik Gissur kvæntist Oddnýju, dóttur Benedikts Magnússonar bónda á Efstu-Grund undii Eyjafjöllum og Elínar Stefánsdóttur, konu hans. Hún bar nafn föðurömmu sinnar Oddnýjar Jakobsdóttur, sem fædd var í Eyvindarhólasókn árið 1798. Þau reistu bú að Núpi undir Eyjafjöllum, en fluttust árið 1902 til Vestmannaeyja og bjuggu í Gröf. Friðrik var formaður á áraskipi frá Grindavík, en eftir að vélbátarnii komu til sögunnar í Vestmannaeyjum eignaðist hann hlut í Portlandinu og Friðþjófi Nansen og var skipstjóri með þá. Friðrik var mikill þrekmaður, þéttvaxinn og dökkur á brún og brá. Langa ævi stundaði hann dýralækningar í Vestmannaeyjum og stundum aðstoðaði hann Halldór lækni við aðgerðir og krufningar. Oddný og Friðrik eignuðust 20 börn og var það allt mesta myndarfólk að hagleik og dugnaði, og karlmennirnir miklir sjómenn. Kunnastur þeirra er Benóný skipstjóri (Binni í Gröf), einhver mesti aflamaður í Eyjum og aflakóngur mörg ár í röð. Þorbjörg eldri giftist fyrst Sigurði Bjarnasyni söðlasmið í Reykjavík, en seinni maður hennar var Henry Weitzmann, þýskur járnsmiður. Hún bjó í Brooklyn í New York og andaðist þar árið 1943. Hún flutti til Bandaríkjanna með Sigurði manni sínum, en hann undi þar ekki og hvarf til Íslands til þess að afla farareyris fyrir fjölskylduna heimleiðis, en dó skömmu eftir að hann kom til Reykjavíkur árið 1904. Hún eignaðist þrjá syni og eina dóttur með fyrra manni sínum, sem lifðu. Kunnastur þeirra er Karl Friðrik Sigurðsson (Charles F. Bjarnason) prófessor í þýsku við Harvard háskóla. Er margt afkomenda Þorbjargar í Bandaríkjum. Ingibjörg var um skeið vinnukona á Mið-Skála, en maður hennar var Ólafur. Hún var orðin ekkja 1924, og bjó þá og síðan í Reykjavík. Þau áttu nokkur börn, og er meðal þeirra Ólaur raflagningamaður. Þorbjörg yngri giftist Guðjóni Þorkelssyni útvegsbónda í Syðsta-Koti á Miðnesi. Eignuðust þau mörg börn, en fimm þeirra dóu í æsku. Benóný var yngstur þeirra systkina. Hann lærði skósmíði og stundaði þá iðn bæði á Ísafirði og í Reykjavik, en rak síðan lengi verslun i Reykjavík. Kona hans var Ólöf systir séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Þau áttu fimm börn og er meðal þeirra Guðný Fanney, kaupkona í Reykjavík. Benóný var þrekvaxinn og svarthærður með brún augu og leyndi sér ekki hinn franski uppruni hans. Margir í þessari ætt voru og góðir hagyrðingar og listfengir. Það er þróttmikill stofn, sem kominn er af þeim Louis Henry Joseph Vanderoruys og Valgerði Jónsdóttur, og verður ekki sagr að hann hafi að ófyrirsynju á Lífsleið sinni dvalist um stund í Meðallandi, en ekki er kunnugt um feril hans eftir brottför frá Islandi, og ekki mun hann hafa rennt grun í, hversu mikið kjarnafólk þessi íslenski ættbálkur hans átti etfir að verða.