„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1971/ Minning látinna“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
(15 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
<big><big><center>Minning látinna</center></big></big><br>


:: ''Til moldar oss vígði bið mikla vald,''<br>
<big><big><center>'''Minning látinna'''</center></big></big><br>
:: ''hvert mannslíf, sem jörðin elur,''<br>
:: ''Sem hafsjór, er rís með fald við fald''<br>
Með fáeinum línum og mynd minnist Sjómannadagsblað Vestmannaeyja að venju horfinna félaga og athafnamanna í sjávarútvegi Eyjamanna.<br>
:: ''þau falla, en Guð þau telur,''<br>
Liðna vetrarvertið urðu ekki sjóslys við Vestmannaeyjar, en hörmulegt slys varð hér í höfninni 25. marz, er ungur sjómaður, Kristinn Eiríkur Þorbergsson úr Kópavogi, fór í spil við löndun og beið þegar bana.<br>
:: ''því heiðloftið sjálft er huliðstjald,''<br>
Í aprilmánuði urðu hörmuleg sjóslys og skipsskaðar. Miðvikudaginn 7. apríl sökk vélbáturinn Andri frá Keflavik skyndilega út af Garðsskaga og drukknuðu með bátnum 3 ungir menn.<br>
:: ''sem bæðanna dýrð oss felur.''<br>
Laugardaginn 17. apríl varð svo eitt með átakanlegri sjóslysum siðari ára, er vélbáturinn Sigurfari frá Hornafirði fékk á sig brotsjó í innsiglingunni inn Hornafjarðarós og fórst þar með átta skipverjum.<br>
:: ''Einar Benediktsson''<br>
Gerðist þetta við bœjardyr Hornfirðinga og fyrir augum allra. En ekkert var hægt að aðhafast vegna brotsjóa. Aðeins tókst að bjarga 2 mönnum.<br>
Samtals hafa 23 sjómenn drukknað frd síðasta Sjómannadegi; 21 við Íslands strendur, en 2 erlendis.
Á Sjómannadegi minnast allir landsmenn þessara manna, sem féllu mitt í önn dagsins; flestir voru þeir ungir menn í blóma lífsins.<br>
Við sendum öllum ástvinum þeirra innilegar samúðarkveðjur.<br>
Þáttur sjómanna í Vestmannaeyjum hefur að mestu hvílt á Eyjólfi Gislasyni fyrrum skipstjóra Bessastöðum.<br>
Ritstj.<br>


[[Mynd:Eymundur Guðmundsson, Hásteinseyri 35.png|150px|thumb]]
'''[[Eymundur Guðmundsson]], Hásteinsvegi 35'''<br>
'''f. 12. ágúst 1900 - d. 26. maí 1970'''<br>
HANN var fæddur í Hrútafellskoti, Austur-Eyjafjöllum 12. ágúst árið 1900. Faðir hans drukknaði í sjóslysinu mikla hér austur af Klettsnefinu, 16. maí 1901, þegar sexæringurinn Björgúlfur fórst. Þá drukknuðu 27 manns; þar af 8 stúlkur. Aðeins einum manni var bjargað, [[Páll Bárðarson|Páli Bárðarsyni]] í [[Skógar|Skógum]].<br>
Eins og algengast var á þeim árum, varð Valgerður, móðir Eymundar, að hætta búskap, þegar hún varð ekkja; börnin voru fjögur. Eymundur fylgdi móður sinni, sem fór vinnukona að Skógum, til Guðmundar Bárðarsonar, og þar ólst hann upp. Hann fór snemma að vinna margþætt störf og byrjaði ungur sjóróðra. Hingað til Eyja kom hann til vers rúmlega tvítugur og var hér sjómaður um fjölda ára. Lengst var hann á Maggý, með [[Guðni Grímsson (formaður)|Guðna Grímssyni]], 10-12 ár, en hætti þá sjómennsku og gerðist starfsmaður við fiskvinnslu hjá [[Ísfélag Vestmannaeyja|Ísfélagi Vestmannaeyja]]. Þar vann hann í fleiri ár, unz hann varð að hætta þar störfum sökum vanheilsu fyrir 5 árum.<br>
Til Vestmannaeyja fluttist Eymundur alkominn 1926. Hann var kvæntur Þóru Þórarinsdóttur frá Seyðisfirði. Hún lézt af slysförum í Reykjavík 6. janúar 1971. Þau hjón eignuðust tvær dætur.<br>
Eymundur varð bráðkvaddur að heimili sínu 26. maí 1970.<br>
[[Mynd:Eiríkur Jónsson.png|150px|thumb]]
'''Eiríkur Jónsson, Hásteinsvegi 4l'''<br>
'''f. 17. des. 1894 - d. 30. júní 1970'''<br>
HANN var fæddur að Sómastaðagerði, Reyðarfirði, 17. desember 1894.<br>
Eiríkur byrjaði mjög ungur sjómennsku, því að innan fermingaraldurs fór hann að róa með föður síniun á árabát innan fjarðar. Fram til 18 ára aldurs réri Eiríkur á árabátum og varð formaður á þeim, þegar hann hafði þroska til. Eftir það fer hann á mótorbáta og gerðist þá fljótlega mótoristi á þeim.<br>
Til Vestmannaeyja kom Eiríkur fyrst á vertíð 1918 og flutti hingað alkominn stuttu síðar og var sjómaður hér yfir 30 ár.<br>
Vertíðina 1925 byrjaði Eiríkur formennsku hér á Óskari II Ve 185 og var með hann þá einu vertíð. Þar næst er hann tvær vertíðir með Njörð Ve 220. Hætti þá formennsku á vetrarvertíðum og gerðist aftur vélamaður, lengst af á Gissuri hvíta og Pipp. Í nokkur ár var Eiríkur formaður á mb Helgu Ve 180, sem þá var notuð sem dráttarbátur til að draga uppskipunarbátana á milli skips og bryggju, þegar flestöll póst- og flutningaskip voru fermd og affermd úti á Vík, oft við erfiðar aðstæður í misjöfnum veðrum, um nætur sem daga. Þetta starf útheimti mikla árverkni og aðgætni, en allt fórst honum þetta prýðilega. Hafði líka ávallt vana og ábyggilega menn í bátunum, sem kunnu vel til verka.<br>
Þegar Eiríkur hætti á sjónum, varð hann húsvörður í Verkamannaskýlinu á Básaskersbryggjunni. Rækti hann það starf af skyldurækni og áhuga. Fylgdist hann vel með bátaflotanum á sjónum, með því að hafa úrvarpstækið ávallt stillt á bátabylgjuna. Þá vissi hann einnig, hvaða bátar voru komnir og ókomnir í höfn í slæmum veðrum og um aflabrögðin yfirleitt daglega. Það voru því margir, sem hringdu í Skýlið til Eiríks til að fá fréttir af sjónum, sem hann leysti greiðlega úr.<br>
Um fleiri ár rækti hann þessa þjónustu og á þeim árum þekktu allir sjómenn og Eyjabúar hann undir nafninu, Eiríkur í Skýlinu. Hann lét af þessu starfi sökum vanheilsu.<br>
Eiríkur var einn af stofnendum S.S. Verðandi og góður og virkur félagi þar, meðan heilsan leyfði.
Hann var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Guðrún Steinsdóttir, Ingólfshvoli, Vestmannaeyjum. Hana missti hann eftir stutta sambúð. Þau áttu einn son.<br>
Síðari kona hans er Ingunn Júlíusdóttir. Þau eignuðust tvær dætur.<br>
Eiríkur lézt 30. júní 1970.<br>
[[Mynd:Árni Valdason.png|150px|thumb]]
'''Árni Valdason, Sandgerði'''<br>
'''f. 17.sept 1905 - d. 26. júlí 1970'''<br>
HANN var fæddur á Mið-Skála undir Eyjafjöllum 17. september 1905. Sex ára gamall fluttist hann hingað til Eyja með foreldrum sínum, sem fluttust hingað búferlum.<br>
Árni var bráðþroska drengur og bar þá af flestum sínum jafnöldrum. En sitt er hvort gæfa eða gjörvileiki, segir gamalt máltæki, og svo reyndist Árna.<br>
Ungur fór hann að vinna og afla heimili sínu. Um fermingaraldur var hann fastráðinn beitningardrengur á vetrarvertíðum og reyndist skydurækinn og vandvirkur við það starf.<br>
Innan tvítugsaldurs byrjaði Árni hér sjómennsku og fékk fljótlega orð á sig fyrir dugnað og hreysti, svo að hann var á sínum manndómsárum eftirsóttur í beztu skipsrúm. Hann stundaði sjómennsku um 40 ár og þeir, sem voru skipsfélagar hans, hrósuðu honum fyrir dugnað og sanna sjómennsku, þegar á reyndi.<br>
Þeir unglingar, sem voru til sjós með Árna báru til hans hlýjan hug, því þeim var hann notalegur og nærgætinn. Það sýndi bezt hans innri mann — góðan dreng.<br>
Árni andaðist á Vífilsstöðum eftir stutta legu 26. júlí 1970.<br>
[[Mynd:Guðmundur Ástgeirsson, Sjólyst.png|150px|thumb]]
'''Guðmundur Ástgeirsson, Sjólyst'''<br>
'''f. 22. maí 1889 - d. 26. ágúst 1970'''<br>
HANN var fæddur í Litlabæ í Vestmannaeyjum 22. maí 1889. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Litlabæ, átti þar sitt heimili fram yfir þrítugsaldur. Fluttist hann þá í húsið Sjólyst, sem er eitt af næstu húsum við fæðingarstað hans. í Sjólyst bjó hann svo til æviloka.<br>
Guðmundur byrjaði að róa á vetrarvertíð 15 ára gamall, á sexæringnum Enok, sem faðir hans var þá formaður á. En þá var Gummi orðinn vel vaðarvanur, eins og þá var komizt að orði. Því oft var hann þá búinn að róa með Magnúsi bróður sínum, sem var tveimur árum eldri, og fleiri drengjum á Litlabæjarjulinu, sem faðir þeirra átti og hafði smíðað. Var það fjórróinn bátur með gamla íslenzka bátalaginu. Á þessu juli drógu margir Eyjadrengir sinn fyrsta fisk úr sjó, - Maríufiskinn.<br>
Alla sína löngu starfsævi vann Guðmundur að aðalatvinnuvegi Eyjamanna á sjó og landi, samtals um 60 ár. Hann mun hafa róið hér nær 40 vetrarvertíðir, en var beitingamaður þær vertíðir, sem hann réri ekki. Lengst af réri hann með Ólafi bróður sínum. Síðustu 20 vertíðarnar réru þeir bræður bara tveir á litlum trillubáti og fiskuðu oft mjög mikið, allt á handfæri, því að báðir voru þeir bræður netfisknir færamenn. Sinn síðasta fiskiróður fór Guðmundur 16. apríl 1962.<br>
Um 30 ár vann Guðmundur, utan vertíðar,við hampíslátt báta, jafnt nýsmíðar sem viðgerðir og þótti vinna það verk vel og vandlega.<br>
Guðmundur var hagleiksmaður á tré og járn, eins og faðir hans og fleiri ættmenn. Afi hans og nafni, Guðmundur í Borg, var hér um áratugi einn allra bezti smiður handfærakróka.<br>
Á seinni æviárum Guðmundar og eftir að heilsa hans fór að bila, tók hann til að smíða mótorbátalíkön í frístundum sínum, en þau gaf hann oftast frændum sínum og vinum. Mörg þessara bátalíkana voru hreinustu listaverk.<br>
Þá má geta þess, að Guðmundur var einn í hópi þeirra 16 manna, er fóru héðan fyrstir til súlnatekju í Eldey, um mánaðamótin ágúst-september 1907. Farið var á tveimur bátum, Fálka Ve 105, sem var tæp tíu tonn að stærð (9,81) og Nansen Ve 102, að stærð 7,43 tonn.<br>
Allir þeir, sem kynntust Gumma frá Litlabæ, báru til hans hlýjan hug, því að hann var sannkallað ljúfmenni.
Kona Guðmundar var Jóhanna Jónsdóttir, og eignuðust þau tvo syni.
Guðmundur lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 26. ágúst 1970.<br>
[[Mynd:Sigurður Bjarnason, Svanhóli.png|150px|thumb]]
'''Sigurður Bjarnason, Svanhóli'''<br>
'''f. l. 14. nóv. 1905 - d. 4. okt. 1970'''<br>
HANN var fæddur í Hlaðbæ, Vestmannaeyjum, 14. nóv. 1905, og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum. Ungur vandist hann ýmsum störfum við útgerð og búskap föður síns, og 16 ára gamall byrjaði hann að róa á útvegi föður síns.
Stýrimannaprófi lauk hann 1925 og næstu vertíð, 1926, byrjaði hann skipstjórn á mb Hjálpara Ve 232, rúm 13 tonn að stærð. Árið 1927 kaupir Sigurður, ásamt þremur félögum sínum, glæsilegan og vandaðan norskan bát, Rap Ve 14, sem var 18,63 tonn að stærð með 29 hestafla Rapvél og fullkominni raflýsingu. Haustið 1928 fengu þeir félagar sér nýbyggðan bát frá Svíþjóð, Fylki Ve 14, sem var 42 tonn að stærð, með 100 hestafla, tveggja strokka Skandíavél. Um 1930 var Fylkir einn stærsti og glæsilegasti bátur Eyjaflotans, og fiskaði Sigurður mikið á bátinn. En þá gekk heimskreppan yfir, og fiskur varð verðlaus og lítt seljanlegur. Urðu þeir félagar því að láta þennan bát frá sér.
Næstu vertíðir er Sigurður formaður á eftirtöldum bátum: Stakkárfossi Ve 245, Gullfossi Ve 184. Vertíðina 1935 varð Sigurður fiskikóngur Eyjanna; þá vertíð var hann formaður á Frigg Ve 316, sem þá var nýr bátur, um 22 tonn að stærð.<br>
Eftir þessa vertíð gerðist Sigurður útgerðarmaður á ný og var það til dauðadags. Skipstjóri var hann í 43 ár, til ársloka 1969.<br>
Eftirtalda báta átti hann á þessum árum: Björgvin, 35 tonna bát, Kára Ve 27 tonna (síðar Halkion), Kára II Ve 47, 65 tonna bát, Björn riddara Ve 127, 53 tonn, og Sigurð Gísla Ve 127, sem hann átti með Jóhanni syni sínum, og tók Jóhann við skipstjórn af föður sínum á þeim bát.<br>
Á síldarárunum fyrir Norðurlandi var Sigurður umtalaður aflamaður og þá skipstjóri og nótabassi á sínum eigin bátum. Sumarið 1944 aflaði hann 15000 mál síldar á Kára Ve 27, sem var einstætt mokfiskirí.<br>
Sigurður í Svanhóli var skýrleiksmaður, léttlyndur og þrekmikill, sem ætíð horfði bjartsýnn fram á veginn og lét ekki bugast þó að gæfi á bátinn.<br>
Sigurður var kvæntur Þórdísi Guðjónsdóttur frá Kirkjubæ. Þau eignuðust fimm börn.
Sigurður varð bráðkvaddur í Reykjavík 4. október 1970.<br>
[[Mynd:Vigfús Jónsson.png|150px|thumb]]
'''Vigfús Jónsson, vélsmíðameistari, Heiðarvegi 41'''<br>
'''f. 4. apríl 1913 - d. 22. des. 1970'''<br>
HANN var fæddur að Seljavöllum, Austur-Eyjafjöllum, 4. apríl 1913, og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum. Til Vestmannaeyja fluttist Vigfús 18 ára gamall, árið 1931 og byrjaði þá nám í vélsmíði í Magna hjá Guðjóni hálfbróður sínum. Síðar fór hann til Svíþjóðar til framhaldsnáms í vélfræði. Ævistarf hans var ekki á sjónum, en hann hafði ákaflega mikið samstarf við sjómennina, þó aðallega vélamennina,því að öll hans vinna var í þágu útgerðar og sjómannastéttar þessa byggðarlags. Þessi myndarlegi, góðlegi maður hreif alla, sem honum kynntust, með viðmóti sínu og einlægni. Svo samgróinn var hann starfi sínu og vinnustað, að hann var þekktastur öllum Vestmannaeyingum og fleirum undir nafninu „Fúsi í smiðjunni“, vissu þá allir við hvern var átt. Hann var trúr sínu starfi og vildi hvers manns vandræði leysa. Var það ekki fátítt, þegar um vélabilanir var að ræða, að hann legði á sig langar vökur og erfiði, til að hlé á róðrum yrði sem stytzt og aflatjónið sem minnst.<br>
Vigfús var áhugasamur um félagsmál, átti lengi sæti í skólanefnd Iðnskólans og var á yngri árum einn bezti sundmaður hér í Eyjum. Hann var kvæntur Salóme Gísladóttur frá Arnarhóli, eignuðust þau einn son. Vigfús lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 22. desember 1970.<br>
[[Mynd:Jóhann Stígur Þorsteinsson.png|150px|thumb]]
'''Jóhann Stígur Þorsteinsson, Strembugötu 4'''<br>
'''f. 4. sept. 1897 - d. 20. ágúst 1970'''<br>
HANN var fæddur að Brekkum í Mýrdal 4. september 1897. Jóhann byrjaði ungur að róa áraskipi út frá Mýrdalssandi. Til Eyja kom hann fyrst á vertíð 1922 og réri þá hjá Jóni Hafliðasyni á Bergsstöðum, og hjá honum var hann á mb. Björg Ve 206 vertíðina 1924. Þá vertíð sökk Björg vestur af Einidrangi í austan roki. Togari bjargaði allri skipshöfninni.<br>
Í vertíðarbyrjun 1931 leigði Jóhann sér lítinn trillubát og var með hann á línuveiðum. Voru þeir tveir á bátnum og fiskuðu vel. Eftir þá vertíð lét hann smíða stærri trillubát, sem hét Rán og var með hann til 1937, en seldi þá. Gerðist Jóhann þá verkstjóri við saltfiskverkun hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á vetrum og hafði það starf um nokkur ár, en vann við húsasmíðar á milli vertíða.<br>
Árið 1957 keypti Jóhann í félagi við annan 10 tonna bát, Hrefnu, og var á honum í 3 ár. Keypti Jóhann þá ásamt Sigurgeiri syni sínum, frambyggðan trillubát, sem hlaut nafnið Rán. Þeir gerðu bátinn út í tvö ár, en eftir það hætti Jóhann sjóferðum. Það má geta þess, að þegar Þrídrangavitinn var byggður, var Jóhann matreiðslumaður uppi á Stóradrangi, hjá þeim mönnum, sem lágu þar við og unnu verkið. Jóhann var fjölhæfur verkmaður og afkastamikill. Tómstundaiðja hans í fleiri ár var ljósmyndataka, aðallega af merkum viðburðum og sérkennilegu  landslagi.  Náði  hann aðdaanlegri leikni á þessii sviði. Mynda- og filmusafn sitt gaf hann Byggðasafni Vestmannaeyja. Hann var einn af stofnendum Vélstjórafélags Vestmannaeyja. Jóhann var kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur frá Litluhólum í Mýrdal, og eignuðust þau 3 börn.<br>
Jóhann lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 20. ágúst 1970, eftir tveggja ára þungbær veikindi.<br>
[[Mynd:Sigurður Þorsteinsson, Nýjabæ.png|150px|thumb]]
'''Sigurður Þorsteinsson, Nýjabœ'''<br>
'''f. 2. febr. 1888 - d. 23.okt. 1970'''<br>
HANN var fæddur á Ísafirði 2. febrúar 1888. Sigurður byrjaði ungur sjómennsku og réri þá á árabáti frá Ísafirði, haust og vetrarvertíðir og fékk fljótlega orð á sig fyrir dugnað og hreysti.<BR>
Í fleiri sumur stundaði hann fiskveiðar fyrir Norðurlandi, og 17 ára gamall var hann orðinn formaður þar, með bát frá Þorgeirsfirði. Lengst af var hann með báta frá Hrísey og stundaði þaðan þorskveiðar með línu fyrri hluta sumars, en síldveiðar i reknet þegar á leið.<br>
Um og fyrir 1920 áttu ísfirðingar góðan fiskibátaflota. Voru flestir bátanna um og yfir 30 tonn að stærð. Þessum bátum var líka mikið boðið, því í svartasta skammdeginu voru stundaðar útilegur á þeim, línan beitt um borð, skýlislaust, og gert að fiskinum og hann saltaður í lestina.<br>
Þetta hefur verið hart sjólíf. Enda hafa Vestfirðingar löngum verið rómaðir fyrir dugnað og harðfengi.
Á þessum árum var Sigurður stýrimaður á einum þessara báta, Sjöfn. Var hann þá orðlagður fyrir dugnað og karlmennsku.<br>
Sigurður kom til Vestmannaeyja 1922 og réri fyrstu vertíðar hér sem vélamaður. Árið 1925 byrjaði Sigurður formennsku hér, á Kára Ve 123, sem var 7,60 tonn. Þar næst er hann með eftirtalda báta: Glað, Hjálpara og Auði. Hann hætti sjómennsku 1938.<br>
Sigurður var kvæntur Jóhönnu Jónasdóttur í Nýjabæ og þar bjuggu þau hjón allan sinn búskap. Þau eignuðust fimm dætur. Jóhanna andaðist 23. marz 1955.
Sigurður lézt að Hrafnistu 23. október 1970.<br>
[[Mynd:Ingólfur Eiríksson.png|150px|thumb]]
'''Ingólfur Eiríksson'''<br>
'''f. 24.des. 1925 - d. 4.des. 1970'''<br>
HANN var fæddur 24. desember 1925 að Urðarvegi 41, og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum.<br>
Innan við tvítugsaldur fór hann að beita og róa á útvegi föður síns, Emmu Ve 219. Þegar gufuskipið Sæfell var keypt hingað til Eyja í byrjun stríðsins til flutninga á ísuðum fiski til Englands, réðst Ingólfur stuttu síðar á það skip. Hann lauk meira fiskiskipstjóraprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 24 ára gamall. Eftir það var hann nokkur ár á togaranum Elliðaey Ve 10. Því næst var hann stýrimaður á Emmu Ve 1, sem hann gerðist meðeigandi í með föður sínum. Var hann þrjú ár stýrimaður á Emmu II, en hætti þá sjómennsku og vann að fiskaðgerð bátsins. Þegar þeir feðgar seldu bátinn og hættu útgerð, hélt Ingólfur áfram fiskvinnslu af öðrum báti. Ingólfur var kvæntur Guðrúnu Welding frá Reykjavík og eignuðust þau fjögur börn.<br>
Ingólfur lézt 4. desember 1970.<br>
[[Mynd:Baldvin Gunnlaugur Sigurbjörnsson.png|150px|thumb]]
'''Baldvin Gunnlaugur Sigurbjörnsson'''<br>
'''f. 9. júlí 1906 - d. 2. maí 1970'''<br>
HANN var fæddur að Sauðaneskoti í Svarfaðardal 9. júlí 1906. Voru foreldrar hans bæði Svarfdælingar, en á unga aldri fluttist hann með foreldrum sínum til Ólafsfjarðar og Akureyrar. Hann hóf kornungur sjómennsku við Norðurland og lauk vélstjóranámskeiði 1925. Fór hann síðan á vertíð til Vestmannaeyja og var hér 5 vertíðir á mb,. Kára, Glað og Ófeigi.<br>
Skömmu síðar lauk Baldvin hinu minna fiskimannaprófi og varð formaður á bátum frá Ólafsfirði og Akureyri; var hann þekktur síldarmaður, og síldarárið mikla, sumarið 1944, aflaði hann um 16 þúsund mál og runnur á mb Bris frá Akureyri, sem var 48 rúmlestir að stærð.
Baldvin lauk hinu meira skipstjóraprófi árið 1946 og fluttist skömmu síðar suður til Reykjavíkur og var þá meðal annars með báta héðan frá Vestmannaeyjum, Þorgeir goða o. fl. Síðustu árin var Baldvin á togurum. Hann var kvæntur Snjólaugu Baldvinsdóttur frá Akureyri og varð þeim fjögurra barna auðið. Eru tvær dætur þeirra og sonur búsett hér í bæ, en hingað fluttust þau hjón alfarið í október 1969.<br>
Baldvin var traustur sjómaður og vel látinn. Hann andaðist 2. maí 1970.<br>
[[Mynd:Ólafur Bjarnason, Kirkjuhóli.png|150px|thumb]]
'''Ólafur Bjarnason, Kirkjuhóli'''<br>
'''f. 28. nóv. 1898 - d. 10. marz 1971'''<br>
ÓLAFUR var fæddur á Seyðisfirði 28. nóv. 1898. Fjögurra ára gamall fluttist hann til Reykjavíkur með foreldrum sínum, og þar ólst hann upp. En 16 ára gamall fór hann með föður sínum austur á Reyðarfjörð og réri með honum á árabát það sumar.<br>
Vetrarvertíðina 1916 ræðst Ólafur sjómaður til Grindavíkur og rær þar á tíæringi, og var það eitt af áraskipunum fjórum frá Grindavík, sem kútter Esther bjargaði öllum mönnunum af, alls 38 mónnum, og urðu þeir að vera um borð í skútunni í þrjá sólarhringa. Þetta gerðist í ofsa norðan veðri, sem brast skyndilega á, með stórsjó og hörkugaddi. Skipstjóri á Esther var þá Guðbjartur Ólafsson, síðar forseti Slysavarnafélags Íslands.<br>
Vertíðina 1917 kemur Ólafur fyrst til Eyja og rær þá á Hansínu Ve 200 hjá Magnúsi á Vesturhúsum. Síðan stundaði hann sjómennsku hér til síldarvertíðarloka 1965, alls 50 ár og má kalla það vel að verið, því að sjóinn stundaði hann bæði vetur og sumar.<br>
Í 25 vetrarvertíðir var Ólafur með sama formanninum, Boga í Vallartúni.<br>
Síðustu 5 árin sem hann var á sjónum, var hann á Sjöstjörnunni, vetur og sumur, hjá Ella í Varmalæk. Á Sjómannadaginn 1959 var Ólafur heiðraður sem elzti háseti á Eyjaflotanum þá vertíð.<br>
Um tugi ára, á milli vertíða, vann Ólafur við seglasaum. Fyrst hjá Guðmundi Gunnarssyni og síðan hjá Jóni Bjarnasyni.<br>
Það má því með sanni um hann segja, að honum féll aldrei verk úr hendi. Hann var góður verkmaður, traustur og ábyggilegur sjómaður og skemmtilegur vinnufélagi, á sjó og landi.<br>
Þegar Ólafur hætti sjómennsku, réðst hann til fiskvinnslu hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og þar vann hann sinn síðasta ævidag.<br>
Ólafur var kvæntur Dagmeyju Einarsdóttur, og eignuðust þau fjögur börn.<br>
Ólafur andaðist að heimili sínu 10. marz 1971.<br>
[[Mynd:Edvin Jóelsson, Hásteinsvegi 6.png|150px|thumb]]
'''Edvin Jóelsson, Hásteinsvegi 6'''<br>
'''f. 2. júní 1922 - d. 25. marz 1971'''<br>
HANN var fæddur að Sælundi, Vestmannaeyjum, 2. júní 1922. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, þar til hann missti móður sína. Hann var þá á áttunda ári og fór þá að Kirkjubæ  til Guðjóns Eyjólfssonar, föðurbróður síns, og konu hans, Höllu Guðmundsdóttur. Edvin dvaldi á Kirkjubæ fram undir tvítugsaldur, en fluttist þá að Svanhóli til Þórdísar og Sigurðar og átti þar heima, þar til hann stofnaði sitt eigið heimili.<br>
Edvin byrjaði að róa 18 ára gamall hjá Sigurði í Svanhól, og með honum var hann lengst af sinni sjómannstíð, fyrst háseti, en fljótlega vélstjóri og síðast stýrimaður.<br>
Edvin lauk námi við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1947. Eftir það var hann ýmist stýrimaður eða skipstjóri, meðan heilsan leyfði. Fyrst var hann stýrimaður á ms Helga, þar næst skipstjóri á vs Helga Helgasyni eina vertíð með þorskanet. Um nokkurn tíma var hann skipstjóri á ms. Skaftfellingi í vöruflutningum á milli Eyja og Reykjavíkur og víðar. Með mb. Emmu Ve 219 var hann eitt ár og síðast, 1962, var hann með mb Lagarfoss Ve 292. En þá varð hann að hætta sjómennsku sökum vanheilsu. Þá réðst hann til Ísfélags Vestmannaeyja sem bílstjóri og vann þar í nokkur ár.
Síðasta æviárið vann hann við veiðarfæri hjá mági sínum, Emil Andersen.<br>
Edvin var kvæntur Vilhelmínu Tómasdóttur, og áttu þau tvö börn.<br>
Hann andaðist að heimili sínu 25. marz 1971.<br>
[[Mynd:Ísak Árnason, Seljalandi, Vestmannaeyjum.png|150px|thumb]]
'''Ísak Árnason, Seljalandi'''<br>
'''f. 25. des. 1897 - d. 13. febr. 1971'''<br>
HANN var fæddur 25. desember 1897 á Hnjóti í Hjaltastaðaþinghá og var einn úr hópi 15 systkina. Hann var uppalinn hjá frændfólki sínu á Brennistöðum og á Ormsstöðum í Eiðaþinghá.<br>
Til Vestmannaeyja kom Ísak haustið 1922, og var hans fyrsta vetrarvertíð hér 1923.<br>
Vertíðina 1924 réri Ísak hjá Hannesi á Hvoli, á mb Ara Ve 235. Þá vildi það til, þegar verið var að leggja línuna, suður af Súlnaskeri, í slæmu veðri og svartamyrkri, að Ísak féll fyrir borð, en var bjargað eftir nokkurn tíma og leit. Þótti sú björgun með ólíkindum við slíkar aðstæður. En lungna- og brjósthimnubólgu fékk hann upp úr því og beið þess aldrei fullar bætur.<br>
Ísak var hér sjómaðUR yfir 30 ár. Lengst af var hann á útvegi Ólafs Auðunssonar. Eftir að hann hætti sjómennsku, vann hann við fiskvinnslu á vetrum, en að landbúnaði og fleiri störfum á sumri. Hann var röskur og ósérhlífinn verkmaður til sjós og lands.<br>
Ísak var kvæntur Jónínu Einarsdóttur frá Norðurgarði; var hann seinni maður hennar, þau eignuðust einn son.<BR>
Ísak andaðist 13. febrúar 1971.<br>
[[Mynd:Þorsteinn Gíslason, Skólavegi 29.png|150px|thumb]]
'''Þorsteinn Gíslason, Skólavegi 29'''<br>
'''f. 5. maí 1901 - d. 25. maí 1971'''<br>
og þar var hann uppalinn.<br>
Þorsteinn kom fyrst til Vestmannaeyja árið 1919 og réri þá vertíð hjá Eyjólfi bróður sínum, sem var að byrja hér formennsku með nýsmíðaðan lítinn bát, Garðar Ve 211.<br>
Með Eyjólfi réri Þorsteinn í níu ár, lengst af vélamaður, en tók við formennsku af honum vertíðina 1928, á Garðari II Ve 111, sem var 17,5 tonn að stærð.<br>
Eftir það er Þorsteinn skipstjóri 40 ár, með eftirtalda báta, Helgu, Lagarfoss, Sjöfn I og Sjöfn II.<br>
Árið 1941 gerðist Þorsteinn útvegsmaður. Keypti harm þá þriðja part í Sjöfn I, og gerði út alla tíð síðan.
Fyrstu árin, sem Þorsteinn dvaldi í Eyjum var hann til heimilis í Görðum og var lengi síðan kenndur við það húsnafn og sumir sem ætíð nefndu hann Steina í Görðum.<br>
Þorsteinn var mikill sjómaður og ágætur fiskimaður. Mörg sumur var hann skipstjóri á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Hann var mikill hirðumaður með þá báta, sem hann var formaður fyrir og gætti þess vel, að þar væri allt í traustu  og  góðu  lagi.  Alla  sína  formannstíð var hann mjög mannsæll, svo að sömu menn voru með honum fleiri ár.
Þorsteinn var mjög traustur maður og sómi sinnar stéttar. Hann var einn af stofnendum S.S. Verðanda og alla tíð virkur félagi þess.<br>
Þorsteinn var kvæntur Lilju Ólafsdóttur frá Strönd, Vestmannaeyjum, og eignuðust þau 5 börn.<br>
Hann lézt í sjúkrahúsi í Reykjavík 25. maí 1971.<br>
[[Mynd:Helgi Benediktsson.png|150px|thumb]]
'''Helgi Benediktsson'''<br>
'''f. 3. des. 1899 - d. 8. apríl 1971'''<br>
HELGI Benediktsson útgerðarmaður og kaupmaður var fæddur 3. desember 1899 að Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu. Ólst hann upp á Húsavík.<br>
Helgi lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1921 og fluttist hingað til Vestmannaeyja um svipað leyti. Gerðist hann brátt umsvifamikill útgerðarmaður og kaupmaður og gerði út fjölda báta frá Vestmannaeyjum. Allflesta báta sína lét hann smíða hér í Vestmannaeyjum og efldi mjög með því skipasmíðaiðnaðinn hér.<br>
Helgi hóf útgerð með vélbátnum Auði, árið 1926. Var hún 15 rúmtonn, byggð í Vestmannaeyjum 1925. Skíðblaðnir, 16 rúmlestir, byggður í Eyjum 1928, Muggur 39 rúmlestir, árið 1935, og árið 1939 byggði Gunnax Marel fyrir hann vélbátinn Helga, sem var 120 rúmlestir og þá stærsta skip til þess tíma smíðað hér á landi.<br>
Gat ms. Helgi sér frægðarorð og sigldi öll styrjaldarárin til Bretlands undir farsælli stjórn Hallgríms Júlíussonar skipstjóra. Ms. Helgi fórst á Faxaskeri 7. janúar 1950. Árið 1947 var byggður hér Helgi Helgason, 200 rúmlestir, einnig stærsta skip smíðað hérlendis. Auk þessara skipa gerði Helgi út Skaftfelling, Blakk, Frosta, Fjalar, Hilding, Gullþóri, Hringver og fleiri skip. Stuttu eftir 1960 hætti Helgi útgerðarrekstri.<br>
Helgi Benediktsson var félagshyggjumaður, þó að hann ætti ekki ávallt samfylgd sömu manna lengi, því að hann þótti ráðríkur og einráður. Helgi átti hlut að stofnun og sat í stjórn fjölda fyrirtækja í Vestmannaeyjum, sem sáu um vinnslu sjávarafurða og hag sjávarútvegsins. Má þar nefna Netagerð Vestmannaeyja, Lifrarsamlagið, Olíusamlagið, Dráttarbraut Vestmannaeyja o. fl.<br>
Helgi tók mikinn þátt í opinberum málum. Var hann þar harðskeyttur maður og umdeildur. Hinsvegar var hann mikill vinur vina sinna.<br>
Helgi var kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur Björnssonar skipstjóra frá Skuld. Eignuðust þau 8 börn.
Helgi varð bráðkvaddur að heimili sínu að kvöldi 8. apríl s. 1.<br>


''Á sjómannadegi senda sjómenn og allir Vestmannaeyingar þeim, sem um sárt eiga að binda vegna slysa á sjó og landi síðastliðið sjómannadagsár innilegar samúðarkveðjur.''<br>
G.Á.E.
''Á miðum sunnanlands urðu ekki sjóslys á liðinni vertíð. Fyrir Vestfjörðum fórst vélbáturinn [[Sæfari VE-104|Sæfari]] hinn 10. janúar og með honum 6 kornungir menn. Hinn 18. janúar varð hörmulegt slys á legunni á Stokkseyri. Þrír formenn fórust, þegar litlum árabáti hvolfdi, er þeir voru að lagfæra innsiglingarmerki.''<br>
''Hér í bæ hafa á liðnu ári látizt margir sjómenn, sem settu svip sinn á bæinn og höfðu lagt sinn góða skerf til uppbyggingar byggðarlagsins. Sendum við aðstandendum hluttekningarkveðjur.''<br>
''Birtum við hér mynd og stutt æviágrip þessara sjómanna úr Vestmannaeyjum. Hefur [[Eyjólfur Gíslason (Bessastöðum)|Eyjólfur Gíslason]], fyrrum skipstjóri, séð að mestu um þennan þátt blaðsins.''<br>
:::: ''Ritstj.''<br>


 
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
Sverrir Þór Jónsson
f. 5. júlí 1948 - d. 11. maí 1969
 
HANN var fæddur í Vestmannaeyjum 5. júlí 1948, sonur hjónanna Stefaníu Stefánsdóttur og Jóns Þórðarsonar Boðaslóð 22 hér í bæ.
Sverrir ólst upp í glöðum systkinahópi og var næstelztur 6 systkina. Hann stundaði nám í verknámsdeild Gagnfræðaskólans hér. Þessi myndarlegi piltur er mér minnisstæður, og sýndi hann mikinn áhuga á þeim námsgreinum, sem að sjómennsku lúta, siglingafræði og verklegri sjóvinnu. Skömmu eftir að Sverrir lauk Gagnfræðaprófi fór hann í úrvalsskiprúm á m/b Gjafar og varð fljótlega dugnaðarsjómaður.
Sverrir var hneigður fyrir vélar og hafði lært nokkuð í bifvélavirkjun.
Um hann ritar Sigurgeir Kristjánsson: „Sverrir var nágranni minn, og hlaut ég að fylgjast með honum á þroskaskeiðinu, og það leyndi sér ekki, að hér fór mannsefni. Hann var orðinn hár vexti og rammur að afli eins og hann átti kyn til. Lundin var ör og viðkvæm og greinilegt að hjartað var gott, sem undir sló. Hann var reglusamur, verklaginn og vinnusamur, rausnarlegur og hjálpsamur við systkini sín og foreldra. Það var bjart í kringum Sverri, hvar sem hann fór, og mátti vænta nokkurra átaka af hans hálfu, er hann kæmist á manndómsár."
Sverrir Þór varð fyrir slysi á bifhjóli og andaðist af völdum þess á sjúkrahúsi í Reykjavík 11. maí 1969.
G. Á. E.
 
 
Guðmundur Guðjónsson, Presthúsum
f. 28. janúar 1911 - d. 18. des. 1969
 
GUÐMUNDUR var fæddur að Oddstöðum 28. janúar 1911 og ólst þar upp í glöðum og stórum systkinahópi.
Eins og þá var títt, varð Guðmundur að fara að hjálpa til og vandist ungur þeim avinnuháttum, sem hér höfðu tíðkazt um aldaraðir. Hann hjálpaði til í búi föður síns, eftir því sem honum óx fiskur um hrygg, og sex ára gamall fór hann fyrst með föður sínum í Elliðaey og þangað lá leiðin næstum á hverju sumri eftir það, að fáum undanteknum, er hann var við síldveiðar fyrir Norðurlandi. Varð Guðmundur lipur og góður veiðimaður.
Ungur byrjaði Guðmundur sjómennsku og var í góðum skiprúmum, með miklum fiskimönnum, svo sem Árna Þórarinssyni á es. Venusi, Guðjóni Tómassyni á mb. Fylki, Jóni Magnússyni á mb. Stíganda og frænda sínum, Guðmundi Vigfússyni, á mb. Voninni.
Um 1940 kennir Guðmundur vanheilsu og hættir sjómennsku, en ræðst að þurrkhúsinu, þar sem hann vann fyrst sem vélstjóri, en tók við verkstjórninni, eftir að Herjólfur bróðir hans féll frá, árið 1951.
Guðmundur var hér yfirfiskimatsmaður í 3 ár, en varð að segja því starfi lausu árið 1968 sökum heilsubrests. Hann varð bráðkvaddur 18. des. 1969. Guðmundur var sérlega skemmtilegur og léttlyndur félagi á sjó og landi, söngvinn og hrókur alls fagnaðar í frænda- og vinahópi.
Hann var kvæntur Jórunni Guðjónsdóttur frá Kirkjubæ, og eignuðust þau 5 börn.
E. G.
 
 
Jón Jónasson frá Múla, Hásteinsvegi 33
f. 8. ágúst 1895 - d. 23. apríl 1970
 
JÓN VAR fæddur að Berjanesi undir Eyjafjöllum 8. ágúst 1895.
Upp úr aldamórunum 1900 fluttist hann hingað til Eyja með foreldrum sínum, sem byggðu stuttu síðar húsið Múla, sem Jón var kenndur við til æviloka.
Ungur byrjaði Jón að vinna við útgerð föður síns, sem átti sjöttapart í mb. Hrólfi VE 125. Fyrst sem beitudrengur, síðar háseti og fljótlega vélamaður. Það starf hafði hann á ýmsum bátum, þar til hann hætti á sjónum um 1930.
Jón tók hið minna fiskiskipstjórapróf árið 1922, með fyrstu einkunn.
Árið 1925 eignaðist Jón fjórðapart í 12 tonna bát, sem hét Garðar VE 243, en var alltaf kallaður Múla-Garðar, til aðgreiningar frá samnefndum báti. Í Múla-Garðari átti Jón í 6 ár, eða þar til báturinn strandaði á Þykkvabæjarfjöru.
Eftir að Jón hætti sjómennsku vann hann við fiskaðgerð á vetrum, en saltfiskmati vor og sumar. Mörg ár var Jón fastur starfsmaður hjá Vinnslustöðinni og þar vann hann fullan vinnudag sinn síðasta ævidag.
Á sínum yngri árum var Jón góður íþróttamaður, ágætur glímu- og knattspyrnumaður, og í sundnámi var hann þrjú sumir, en þá var kennt sund í Botninum, eða í Höfninni, eins og nú er sagt. Hann var einn af elztu félögum íþróttafélagsins Þórs.
Jón var kvæntur Önnu Einarsdóttur, og eignuðust þau fjóra syni, einn þeirra dó í bernsku; eru tveir þeirra, Jónas og Einar vel þekktir bílstjórar í okkar bæ, en Karl er skipstjóri á íslenzku flutningaskipi.
Jón frá Múla var traustur og vandaður maður til orða og verka.
Hann andaðist 23. apríl 1970.
E. G.
 
Ólafur G. Vestmann, Boðaslóð 3
f. 25. des. 1906 - d. 15. apríl 1970
 
HANN var fæddur í Vestmannaeyjum 25. des. 1906 og ólst hér upp í Háagarði til 12 ára aldurs. Ólafur flyzt þá að Vallnatúni undir Eyjafjöllum og er þar um 10 ár, en flyzt þá aftur til Eyja og byrjar að róa á mb Happasæl, með Eyjólfi í Laugardal. Síðan ræðst Ólafur á mb Ísleif Ve 63 til Ársæls á Fögrubrekku. Á mb. Ísleifi er Ólafur meira en helming sinnar sjómannsævi, eða rúm 20 ár, með sjö formönnum, lengst með Andrési Einarssyni, níu vertíðir. Ólafur var einnig lengi með Einari Runólfssyni, fyrst á Ísleifi og seinna á mb. Hilmi (nú Faxi) og var á þeim bát nokkur ár.
Ólafur var síðan á ýmsum bátum, ýmist háseti eða matsveinn, eftir að hætt var við bitakassana og farið að matbúa á sjónum. Nokkur sumur var Ólafur kokkur á Eyjabátum, sem stunduðu síldveiðar fyrir Norðurlandi.
Þá má geta þess, að Ólafur var fyrsti maður, sem varð áhorfandi að neðansjávar eldgosinu, er skapaði Surtsey. Var hann þá háseti á mb. Ísleifi II Ve 36 og stóð baujuvaktina og andæfði við endabaujuna skammt þar frá, sem gosið kom upp, og vildu því margir láta eyna heita Ólafsey, en aðrir Kokksey, til minningar um þennan atburð.
Ólafur hætti sjómennsku haustið 1967. Á síðustu sjómannsárum sínum var hann heiðraður nokkra sjómannadaga sem elzti starfandi háseti Eyjaflotans.
Ólafur vann alla ævi hörðum höndum. Hann var þrekmikill dugnaðarmaður, á meðan heilsan leyfði, en síðustu árin gekk hann ekki heill til skógar.
Ólafur varð bráðkvaddur á heimili sínu, að morgni 15. apríl s.1., er hann var að fara til vinnu sinnar.
Hann var kvæntur Þorbjörgu Guðmundsdóttur, og eignuðust þau 6 börn, þar af 4 syni, sem allir eru hér dugnaðarsjómenn, en dóttur Þorbjargar gekk Ólafur í föðurstað.
E. G.
 
 
Jón Gíslason, Ármóti
f. 4. jan. 1888 - d. 20. febrúar 1970
 
JÓN var fæddur að Uppsölum í Vestmannaeyjum 4. janúar 1888.
Jón var einn af elztu útgerðarmönnum Eyjanna, er hann andaðist. Hann mun fyrst hafa eignazt part í mótorbátnum Höfrungi VE 138 árið 1910 og var bátseigandi allt fram til ársins 1965.
Jón vann ætíð við útgerð sína, fyrstu árin sem beitumaður, síðar við fiskaðgerð, og síðustu árin vann hann að veiðarfærunum eingöngu, aðallega þorskanetum.
Það var sama hvaða störf Jón vann, snyrtilegri umgengni hans var við brugðið.
Jón var nokkur ár pakkhúsmaður hjá kaupfélaginu Fram og vann þau störf, sem öll önnur, af trúmennsku og skyldurækni.
Jón Gíslason átti hér langan starfsdag, því að yfir áttrætt vann hann fullan vinnudag. Hann var einn úr hópi þeirra manna, sem lögðu undirstöðuna að uppbyggingu þessa bæjar. Slíkra manna er gott að minnast.
Jón var kvæntur Þórunni Markúsdóttur, en missti hana eftir stutta sambúð. Þau eignuðust tvo syni, Markús og Þórarin, sem eru hér vel þekktir sómamenn.
Jón lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja eftir stutta legu 20. febrúar 1970.
E. G.
Tryggvi Kristinsson, Miðhúsum
f. 21. marz 19.28 - d. 26. nóv. 1969
 
HANN var fæddur í Hólmgarði í Vestmannaeyjum 21. marz 1928 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og síðan á Miðhúsum, eftir að þau hjón keyptu það hús, og í föðurhúsum var hann alla sína ævi.
Tryggvi fór ungur á sjóinn, og þar vann hann sitt ævistarf. Um tvítugsaldur fór Tryggvi á vélstjóranámskeið hér, og upp frá því var hann oftast vélstjóri. Lengst var hann á mb. Freyju Ve. 260. Þá var Tryggvi formaður í nokkur ár á mb. Báru Ve 85, sem hann átti ásamt bróður sínum og fleirum. Tryggvi var góður vélstjóri og sjómaður, eins og margir af hans ættmönnum.
Tryggvi drukknaði í Vestmannaeyjahöfn 26. nóv. 1969.
 
Jón Í. Stefánsson, Mandal
f. 12. maí 1904 - d. 6. júní 1969
 
JÓN VAR fæddur að Ási í Vestmannaeyjum, 12. maí 1904, og voru foreldrar hans, Stefán Gíslason frá Hlíðarhúsi og kona hans, Sigríður Jónsdóttir frá Mandal.
Jón ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Mandal, og þar átti hann heima alla sína ævi. Hann fór ungur á sjóinn með Jóni, afa sínum, á vor- og sumarbátnum hans, sem hét Nói. Seytján ára gamall reri Jón með Gústav bróður sínum á mb. Gústav, sem faðir þeirra og afi áttu. Eftir það var hann nokkrar vertíðir með frænda sínum og uppeldisbróður, Þórarni Guðmundssyni á Jaðri.
Um 1930 lét Jón smíða handa sér trillubát, sem hann nefndi Nóa (heitir nú Hlýri) og var formaður á honum. Árið 1936 byrjaði Jón formennsku á mb. Mýrdælingi og eftir það var hann með eftirtalda báta: Olgu, Gullfoss, Gunnar Hámundarson, Stakkárfoss, Óskar, Viggó, Hjálpara, Skuld, Leif, Gylfa og Vin. Hann var góður og aðgætinn formaður, en hætti sjómennsku sökum vanheilsu 1955.
Á yngri árum stundaði Jón lundaveiðar og lá þá við í úteyjum. Hann var mjög leikinn og lipur veiðimaður, eins og sumir bræðra hans og faðir þeirra, sem var hér á sinni tíð orðlagður lundaveiði- og fjallamaður. Eitt sumar, er Jón lá við í Álsey, veiddi hann á einum degi rúmar 8 kippur (800) í Landnorðurstaðnum, sem þótti þá afburða mikið og var umtalað.
Jón var kvæntur Bergþóru Jóhannsdóttur, og eignuðust þau 4 börn.
Jón í Mandal var góður drengur og sannur Vestmannaeyingur. - Hann andaðist að heimili sínu 6. júní 1969.
E.G.
 
 
Óskar Kárason, Sunnuhóli
f. 9. ágúst 1905 - d. 3. maí 1970
 
HANN var fæddur að Vestur-Holtum undir Eyjafjöllum 9. ágúst 1905, en fluttist 7 ára gamall til Eyja með foreldrum sínum.
Óskar fór að róa með föður sínum aðeins 13 ára gamall. Var það á árabát sumarið 1918 austur á Langanesi.
Óskar missti föður sinn, er hann var um tvítugsaldur. Tók hann þá að sér forystu heimilisins út á við og varð aðalstoð Þórunnar móður sinnar við að ala upp sinn stóra systkinahóp, en hann var elztur bræðra sinna.
Árið 1924 tók Óskar hið minna fiskiskipstjórapróf og varð eftir það stýrimaður á stórum bátum, svo sem Höfrungi III Ve 138, sem móðir hans átti þriðjapart í, mb. Heimaey Ve 7 o.fl. bátum. Óskar stundaði einnig togarasjómennsku um tíma, en vertíðina 1929 varð hann formaður á mb. Ásdísi Ve 144, sem var tæp 14 tonn að stærð. Fórst honum formennskan vel úr hendi, en hætti sjómennsku að aflokinni þeirri vertíð og hóf nám í múraraiðn, sem hann varð meistari í. Hann varð byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar og gegndi því starfi full 30 ár.
Á yngri árum stundaði Óskar lundaveiðar og lá við í Elliðaey, sem bújörð foreldra hans, Presthús, áttu nytjar í. Hann var ágætur veiðimaður og skemmtilegur félagi.
Óskar var góður hagyrðingur, orti hann tvennar formannavísur, um alla starfandi Vestmannaeyjaformenn, og geymast þar með báta-og mannanöfn þær vertíðir.
Hann var kvæntur Önnu Jesdóttur, og eignuðust þau 3 börn.
Óskar lézt að heimili sínu 3. maí 1970.
 
Kristinn Jónsson, Mosfelli
f. 26. maí 1899 - d. 13.júní 1969
 
HANN var fæddur 26. maí 1899 á Guðnastöðum í Landeyjum, en fluttist ungur hingað til Eyja með foreldrum sínum.
Um fermingaraldur byrjaði Kristinn að beita á útvegi föðurs síns, á mb Blíðu Ve 119, sem faðir hans átti þá sjötta part í. Innan við tvítugt byrjaði Kristinn að róa hér á vetrarvertíðum á áraskipi. Var það á áttæringnum Örk, sem var þá nýsmíðuð, með færeysku lagi. Formaður á Örkinni var Kristinn Ástgeirsson frá Litlabæ. Á Örkinni reri Kristinn þær þrjár vetrarvertíðir, sem hún var gerð út til fiskiveiða.
Eftir það var Kristinn á útvegi föður síns, sem átti þá fimmtapart í mb Skógafossi Ve 236, og á þeim bát var hann fram yfir 1930, en síðan á ýmsum bátum, oftast beitumaður, en reri á netavertíðum.
Stuttu eftir 1940 hætti Kristinn sjómennku og sneri sér að öðrum störfum.
Hann var fjölhæfur og afkastamikill verkmaður og féll sjaldan verk úr hendi, meðan heilsa leyfði. Síðustu æviárin bar hann út póst Vestmannaeyinga. Hann kvæntist Jónu Guðlaugsdóttur og áttu þau tvö börn.
Kristinn andaðist í Sjúkrahiisi Vestmannaeyja 13. júní 1969.
 
 
 
Matthías Finnbogason, Litluhólum
f. 25. apríl 1882 - d. 9. júní 1969
 
ÞÓ AÐ Matthías Finnbogason væri hér ekki sjómaður, kom hann svo mikið við sögu vélbátanna á fyrstu árum þeirra hér í Eyjum, að mynd hans og fáorð minning má gjarnan geymast í Sjómannadagsblaðinu.
Á fyrstu árum þessarar aldar fluttist Matthías hingað til Eyja austan úr Mýrdal, þar sem hann var fæddur og uppalinn.
Matthías stofnsetti hér fyrstur manna járnsmíðaverkstæði. Það var árið 1907, en veturinn áður hafði Matthías unnið í vélaverksmiðjunni Dan í Danmörku, til að kynna sér mótorvélar. Til að byrja með var Matthías með verkstæðið til húsa í gamla barnaskólanum (nú Dvergasteini við Heimagötu), en flutti það í kjallara íbúðarhúss sín; að Jaðri, er hann hafði lokið smíði þess um áramótin 1908-09.
Þau smíðaáhöld, sem Matthías varð að notast við, mundu nú þykja lélegur tækjakostur, en hann var listasmiður, hugvitssamur og handlaginn og gat því oftast gert við þær mótorbilanir, sem urðu hér á þeim árum.
Þegar byrjað var á byggingu hafnargarðanna 1914, var reist smiðja í sambandi við þær framkvæmdir. Var hún staðsett á Skansinum. Veitti Matthías smiðjunni forstöðu og vann öll árin að þeirri járnsmíði, sem þar þurfti til.
Matthías var hér mörg ár vélaeftirlitsmaður Skipaskoðunar ríkisins og Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja.
Á 50 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar síðastliðið sumar, voru til sýnis, í iðnaðarmannadeildinni, nokkrir smíðisgripir Matthíasar. Þar á meðal líkan af skipsgufuvél, hin mesta völundarsmíði, sem allir dáðust að og bar handbragði hans fagurt vitni.
Matthías var kvæntur Sigríði Þorsteinsdóttur frá Vilborgarstöðum, og eignuðust þau 8 börn.
E. G.
 
Ágúst Jónsson, Varmahlíð
f. 5. ágúst 1891 - d. 1. des. 1969
 
ÁGÚST var fæddur 5. ágúst 1891 í Vestur-Landeyjum.
Ágúst kom hingað fyrst til vertíðarstarfa 1906 og reri þá vertíð á tíæringnum Hauki hjá Magnúsi á Landamótum.
Eftir það stundaði Ágúst sjóinn hér á vetrarvertíðum og til Vestmannaeyja fluttist hann alkominn árið 1910. Ágúst reri hér á ýmsum bátum, svo sem Elliða og mb. Víkingi, hjá Gísla á Arnarhóli, hálfbróður sínum.
Árið 1920 byrjaði Ágúst formennsku á mb Siggu Ve 142, sem var 5,30 tonn að stærð með 8 hestafla Danvél. Keypti hann bátinn af Gísla J. Johnsen og gekk sérstaklega vel að fiska á Siggu litlu. Síðan tók Ágúst við formennsku á mb. Haffrú og var með hana í eina vertíð.
Árið 1925 lét Ágúst smíða ásamt öðrum nýjan bát, Auði Ve, sem var rúm 15 tonn að stærð. Átti hann fjórða part í þeim báti, en var ekki formaður á Auði nema þá einu veitíð, 1926. Hætti Ágúst þá formennsku og sjósókn að mestu og sneri sér að cðrum störfum, aðallega trésmíð-um, sem hann vann við til æviloka og hafði lært ungur,
Ágúst var kvæntur Pálínu Eiríksdóttur, og eignuðust þau 9 börn.
Ágúst var vinsæll dugnaðarmaður. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. des. 1969.
 
 
Runólfur Jóhannsson, Hilmisgötu 7
f. 4. október 1898 - d. 4. ágúst 1969
 
RUNÓLFUR var fæddur á Gamla-Hrauni við Eyrarbakka 4. október 1898, og þar ólst hann upp.
Runólfur byrjaði 15 ára gamall að róa á áraskipi í Þorlákshöfn, hjá föður sínum, sem var þar formaður 39 vetrarvertíðir.
Haustið 1919 kom Runólfur fyrst til Eyja til að læra skipasmíði hjá frænda sínum, Magnúsi Jónssyni frá Gamla-Hrauni, sem þá var hér yfirsmiður við nýsmíði nokkurra báta.
Fyrsti báturinn, sem Runólfur vann að smíði á, var Faxi Ve 215, og á þeim báti reri hann sína fyrstu vertíð hér, með Guðmundi á Háeyri.
Runólfur byrjaði formennsku árið 1927, á mb Skjaldbreið (nú mb Faxi), sem Gísli Magnússon hafði þá vertíð á leigu og gerði út á þorskanet.
Síðan var Runólfur með eftirtalda báta: Ingólf Ve 216, Geir goða Ve 10, Erling Ve 295 og Blika Ve 143; lengst með Ingólf, sjö vertíðir.
Um 1940 hætti Runólfur að stunda sjómennsku sem aðalstarf og réðst þá yfirsmiður í Skipasmiðastöð Vestmannaeyja. Vann hann þar um 10 ár og smíðaði marga báta, sem þóttu þá mjög glæsileg skip að öllum frágangi.
Á þeim árum smíðaði hann sér lítinn trillubát, sem hann nefndi Svan, og á honum stundaði hann sumarróðra og úteyjaferðir, er tími vannst til.
Runólfur var mikill hagleiksmaður og smíðaði mörg skipa- og bátalíkön, sem bera þess glöggt merki.
Frá 1. jan. 1948 var Runólfur skipaður skipaeftirlitsmaður fyrir Vestmannaeyjar og hafði það starf til dánardægurs. Í því vandasama starfi ávann hann sér traust og virðingu, enda rækti hann starfið af festu, trúmennsku og verklegri reynslu sem skipasmiður og sjómaður.
Runólfur lét slysavarnamál mjög til sín taka og sá t.d. um viðhald björgunarbátanna og skýla þeirra á Eiðinu og Skansinum í mörg ár. Bar það sem annað, er hann vann, snyrtimennsku hans vitni.
Þá kom Runólfur mjög við sögu, er gúmmíbátarnir voru teknir í notkun, bæði í afskiptum Verðanda af málinu, áður en fyrstu bátarnir komu, og er hann leysti vandann um geymslu gúmmíbáta um borð í skipum. Það var þá talið aðalvandamálið og það jafnvel torleyst að geyma bátana óskemmda. Runólfur leysti það með smíði trékistu, sem hann endurbætti svo síðar vel og hugvitsamlega.
Runólfur var einn af stofnendum Verðanda og starfaði mikið í því félagi. Hann var ritari félagsins í 12 ár og sat nokkur F.F.S.Í. þing af félagsins hálfu. Runólfur var gerður að heiðursfélaga Verðanda árið 1953.
Hann var kvæntur Kristínu Skaptadóttur, og eignuðust þau 5 börn.
E.G.
 
Magnús Jakobsson, Skuld
f. 16. sept. 1903 - d. 7. febrúar 1970
 
MAGNÚS var fæddur 26. september 1903 að Breiðuhlíð í Mýrdal, sem nú er eyðibýli.
Mjög ungur fluttist Magnús með foreldrum sínum til Víkurþorps, og þar ólst hann upp, hjá móður sinni, því að 6 ára gamall missti hann föður sinn, sem drukknaði í lendingu í Vík, árið 1909.
Ungur byrjaði Magnús að róa út frá Vík, þegar fiskur var genginn á grunnmið, og vertíðina 1921 var Magnús háseti á skipi, sem hlekktist á í lendingu í Vík. Magnus bjargaðist, ásamt fleirum, en meðal þeirra, sem fórust, voru tveir bræður hans, Sæmundur og Kári.
Þannig voru fyrstu kynni Magnúsar af sjónum, og þó varð hann honum ekki fráhverfur, því hann var sjómaður yfir 30 ár, þar af 25 ár hér í Eyjum.
Magnús var vanafastur og trygglyndur maður, svo sérstætt var. Vertíðina 1928 réðst hann til Stefáns Björnssonar skipstjóra og konu hans, Margrérar, í Skuld. Frá því ári til dánardægurs átti hann sitt heimili í Skuld og var ætíð kenndur við það hús.
Þá var Magnús heldur ekki að skipta um skipsrúm, því að á mb. Skallagrími VE 231 réri hann samfellt frá ársbyrjun 1928 til ársloka 1952, fyrst háseti, fljótlega og í mörg ár vélamaður og síðustu 10 árin formaður.
Þegar Magnús hætti sjómennsku réðst hann á vélaverkstæði Þorsteins Steinssonar og hóf vélsmíðanám og aflaði sér meistararéttinda í þeirri iðn.
Þar vann hann fram að dánardægri, sem bar að með slysi á vinnustað 7. febr. 1970.
Magnús var góður drengur, sem öllum þótti gott að vera með á sjó og landi, fróður og skemmtilegur og góður hagyrðingur.
 
 
Vigfús Sigurðsson, Bakkastíg 3
f. 24. júlí 1893 - d. 25. febrúar 1970
 
HANN var fæddur á Seyðisfirði 24. júlí 1893 og flutti hingað til Eyja með foreldrum sínum og systkinum 14 ára gamall.
Innan fermingaraldurs byrjaði Vigfús að róa með föður sínum á árabáti yfir sumartímann. Var róið með línu og handfæri og veiðisvæðið innanfjarðar og út undir Skálanesbjarg.
Vertíðina 1914 byrjaði Vigfús að róa hér, á sexæringnum Gæfu, hjá Ólafi Ástgeirssyni og réri hjá honum 4 vertíðir. Þá réðst hann til frænda síns, Árna Finnbogasonar á m/b Helgu VE 180 og var með Árna þar til hann byrjaði formennsku með m/b Blíðu, sem var 6,35 tonn að stærð. Gekk Vigfúsi vel að fiska á Blíðu.
Efrir þetta var Vigfús með efrirtalda báta: Gústav og Mars, en vertíðina 1925 fékk hann nýjan bát, sem var smíðaður í Noregi. Hann hét Gunnar Hámundarson og var 17 tonn að stærð. Átti Vigfús þriðjapart í bátnum og var formaður á honum 6 ár. Eftir það var hann eina vertíð formaður á m/b Snyg, sem var 26,55 tonn að stærð. Þá hætti hann á sjónum og vann að útgerð báts síns og fleiri störfum. Nokkur ár var Vigfús verkstjóri hjá Ísfélaginu, en síðustu æviárin var hann ráðsmaður á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja.
Vigfús var einn í hópi þeirra Vestmannaeyjaformanna, sem fyrstir fóru á bátum sínum til síldveiða með reknet við Norðurland.
Vigfús var til orða og verka traustur og ábyggilegur maður.
Hann var kvæntur Jónu Vilhjálmsdóttur og eignuðust þau tvær dætur.
Vigfús varð bráðkvaddur að heimili sínu 25. febrúar 1970.
 
Valdimar Bjarnason frá Staðarhóli
f. 17. marz 1894 - d. 23. feb. 1970
 
HANN var fæddur í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 17. marz 1894 og var þriðji maður frá Bólu-Hjálmari.
Ungur gerðist Valdimar sjómaður á Austfjörðum, og þar byrjaði hann sína formennsku með árabát.
Valdimar kom til Vestmannaeyja 1914 og reri þá vertíð hjá Gísla Magnússyni á mb. Óskari, síðar varð hann háseti hjá Bernódusi Sigurðssyni á mb. Má, og hefur Valdimar eflaust mikið lært af þeim miklu formönnum.
Valdimar byrjaði formennsku vertíðina 1919 á mb. Braga VE 165, sem var 9 tonn að stærð. Varð hann strax áberandi fiskimaður. Næstu vertíð, 1920, er Valdimar með nýsmíðaðan bát, Tjald VE 225, sem var mældur tæp 12 tonn að stærð.
Vertíðina 1921 er Valdimar formaður á nýjum bát, Lagarfossi VE 234, sem var 12,54 tonn. Valdimar átti þriðjapart í bátnum og var formaður á honum 7 vertíðir. Á Lagarfossi varð Valdimar fiskikóngur Eyjanna tvær vertíðir, 1925 og 1927.
Vertíðina 1928 varð Valdimar formaður á nýsmíðuðum báti, sem Gísli J. Johnsen átti. Var það Heimaey VE 7, 29 tonn að stærð með 90 hestafla Tuxham vél, tveggja strokka. Þessi bátur var raflýstur og með fyrstu loftskeytatækjum, sem sett voru í íslenzkan fiskibát. Valdimar var með Heimaey til vertíðarloka 1929, en flutti þá alfarinn til Reykjavíkur.
Valdimar var hörkusjómaður. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir stutta legu i febr. 1970.
E. G.
 
 
 
Holberg Jónsson
f. 17. nóv. 1913 - d. 16. jan. 1970
 
HANN var fæddur á Akranesi 17. nóv. 1913.
Holberg fluttist með foreldrum sínum til Vestmannaeyja árið 1934.
Fjórtán ára gamall byrjaði hann að róa með Jóni föður sínum, og eftir að þeir feðgar fluttu hingað til Eyja, var hann fyrstu árin háseti hjá honum.
Jón, faðir hans, var hér mörg ár formaður á dragnótabátum og ágætur fiskimaður í það veiðarfæri.
Um 1940 tók Holberg hið minna fiskiskipstjórapróf og var formaður á eftirtöldum bátum á dragnótaveiðum: Þristi, Verði, Erni, Stakkárfossi og Björgvin VE 271, sem hann átti þriðjapart í.
Holberg var glöggur og góður fiskimaður í dragnót og var aldrei með annað veiðarfæri.
Hann hætti sjómennsku 1952 og vann nokkur ár eftir það á netaverkstæði hér, en fluttist síðan alfarinn til Reykjavíkur með fjölskyldu sína.
Hann var kvæntut Guðríði Magnúsdóttur, og eignuðust þau 3 börn.
Holberg andaðist á Borgarspítalanum 16. janúar 1970.
 
 
Auðunn Oddsson frá Sólheimum
f. 24. sept. 1893 - d. 29. des. 1969
 
HANN var fæddur á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri 24. sept. 1893.
Árið 1924 fluttist Auðunn búferlum til Eyja og réðst þá vertíð háseti á mb. Mínervu, sem var 19 tonn að stærð og þá einn af stærstu bátum í höfn.
Auðunn byrjaði formennsku vertíðina 1927 á Enok VE 164, sem var 11,5 tonn að stærð. Eftir það var hann formaður á eftirtöldum bátum: Síðuhalli, Nonna, Þrasa, Valdimar og Guðrúnu.
Á Síðuhalli fékk Auðunn á sig frægðarorð fyrir mikla sjómennsku. Hinn 12. febrúar 1929 gerði hér austan ofviðri. Síðuhallur var þá á línuveiðum skammt vestur af Einidrang. Er þeir höfðu dregið um þriðja hluta af línunni, bilaði vélin og varð óganghæf. En komið var kvöld og ekkert skip þeim til hjálpar sjáanlegt, en báturinn farinn að fá á sig áföll í veðurofsanum. Lét Auðunn útbúa klýfirbómuna sem drifakkeri með því að binda á hana línustampa, sem þá voru úr trétunnum, og línubelgi. Var sleftógið síðan bundið í hanafót um bómuna og báturinn látinn drífa fyrir því, þar til björgunarskipið Þór fann bátinn út af Selvogi næsta dag. Talið var, að þessar aðgerðir Auðuns hefðu orðið þeim 11 bjargar.
Auðunn var kvæntur Steinunni Gestsdóttur, og eignuðust þau sex börn. Þau hjónin fluttu alfarin til Reykjavíkur árið 1944, en tveir synir þeirra, Bárður og Sigurjón, eru búsettir hér.
Auðunn var mesti dugnaðar- og þrekmaður.
Hann lézt að Hrafnistu 29. desember 1969.
 
 
 
 
 
[[Mynd:Eymundur Guðmundsson, Hásteinseyri 35.png|250px|thumb]]
 
 
[[Mynd:Eiríkur Jónsson.png|250px|thumb]]
 
 
[[Mynd:Árni Valdason.png|250px|thumb]]
 
 
[[Mynd:Guðmundur Ástgeirsson, Sjólyst.png|250px|thumb]]
 
 
[[Mynd:Sigurður Bjarnason, Svanhóli.png|250px|thumb]]
 
 
[[Mynd:Vigfús Jónsson.png|250px|thumb]]
 
 
[[Mynd:Jóhann Stígur Þorsteinsson.png|250px|thumb]]
 
 
[[Mynd:Sigurður Þorsteinsson, Nýjabæ.png|250px|thumb]]
 
 
 
[[Mynd:Ingólfur Eiríksson.png|250px|thumb]]
 
 
[[Mynd:Baldvin Gunnlaugur Sigurbjörnsson.png|250px|thumb]]
 
 
 
[[Mynd:Ólafur Bjarnason, Kirkjuhóli.png|250px|thumb]]
 
 
 
[[Mynd:Edvin Jóelsson, Hásteinsvegi 6.png|250px|thumb]]
 
 
 
[[Mynd:Ísak Árnason, Seljalandi, Vestmannaeyjum.png|250px|thumb]]
 
 
 
[[Mynd:Þorsteinn Gíslason, Skólavegi 29.png|250px|thumb]]
 
 
 
[[Mynd:Helgi Benediktsson.png|250px|thumb]]

Núverandi breyting frá og með 8. apríl 2019 kl. 14:15

Minning látinna


Með fáeinum línum og mynd minnist Sjómannadagsblað Vestmannaeyja að venju horfinna félaga og athafnamanna í sjávarútvegi Eyjamanna.
Liðna vetrarvertið urðu ekki sjóslys við Vestmannaeyjar, en hörmulegt slys varð hér í höfninni 25. marz, er ungur sjómaður, Kristinn Eiríkur Þorbergsson úr Kópavogi, fór í spil við löndun og beið þegar bana.
Í aprilmánuði urðu hörmuleg sjóslys og skipsskaðar. Miðvikudaginn 7. apríl sökk vélbáturinn Andri frá Keflavik skyndilega út af Garðsskaga og drukknuðu með bátnum 3 ungir menn.
Laugardaginn 17. apríl varð svo eitt með átakanlegri sjóslysum siðari ára, er vélbáturinn Sigurfari frá Hornafirði fékk á sig brotsjó í innsiglingunni inn Hornafjarðarós og fórst þar með átta skipverjum.
Gerðist þetta við bœjardyr Hornfirðinga og fyrir augum allra. En ekkert var hægt að aðhafast vegna brotsjóa. Aðeins tókst að bjarga 2 mönnum.
Samtals hafa 23 sjómenn drukknað frd síðasta Sjómannadegi; 21 við Íslands strendur, en 2 erlendis. Á Sjómannadegi minnast allir landsmenn þessara manna, sem féllu mitt í önn dagsins; flestir voru þeir ungir menn í blóma lífsins.
Við sendum öllum ástvinum þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Þáttur sjómanna í Vestmannaeyjum hefur að mestu hvílt á Eyjólfi Gislasyni fyrrum skipstjóra Bessastöðum.
Ritstj.


Eymundur Guðmundsson, Hásteinsvegi 35
f. 12. ágúst 1900 - d. 26. maí 1970
HANN var fæddur í Hrútafellskoti, Austur-Eyjafjöllum 12. ágúst árið 1900. Faðir hans drukknaði í sjóslysinu mikla hér austur af Klettsnefinu, 16. maí 1901, þegar sexæringurinn Björgúlfur fórst. Þá drukknuðu 27 manns; þar af 8 stúlkur. Aðeins einum manni var bjargað, Páli Bárðarsyni í Skógum.
Eins og algengast var á þeim árum, varð Valgerður, móðir Eymundar, að hætta búskap, þegar hún varð ekkja; börnin voru fjögur. Eymundur fylgdi móður sinni, sem fór vinnukona að Skógum, til Guðmundar Bárðarsonar, og þar ólst hann upp. Hann fór snemma að vinna margþætt störf og byrjaði ungur sjóróðra. Hingað til Eyja kom hann til vers rúmlega tvítugur og var hér sjómaður um fjölda ára. Lengst var hann á Maggý, með Guðna Grímssyni, 10-12 ár, en hætti þá sjómennsku og gerðist starfsmaður við fiskvinnslu hjá Ísfélagi Vestmannaeyja. Þar vann hann í fleiri ár, unz hann varð að hætta þar störfum sökum vanheilsu fyrir 5 árum.
Til Vestmannaeyja fluttist Eymundur alkominn 1926. Hann var kvæntur Þóru Þórarinsdóttur frá Seyðisfirði. Hún lézt af slysförum í Reykjavík 6. janúar 1971. Þau hjón eignuðust tvær dætur.
Eymundur varð bráðkvaddur að heimili sínu 26. maí 1970.

Eiríkur Jónsson, Hásteinsvegi 4l
f. 17. des. 1894 - d. 30. júní 1970
HANN var fæddur að Sómastaðagerði, Reyðarfirði, 17. desember 1894.
Eiríkur byrjaði mjög ungur sjómennsku, því að innan fermingaraldurs fór hann að róa með föður síniun á árabát innan fjarðar. Fram til 18 ára aldurs réri Eiríkur á árabátum og varð formaður á þeim, þegar hann hafði þroska til. Eftir það fer hann á mótorbáta og gerðist þá fljótlega mótoristi á þeim.
Til Vestmannaeyja kom Eiríkur fyrst á vertíð 1918 og flutti hingað alkominn stuttu síðar og var sjómaður hér yfir 30 ár.
Vertíðina 1925 byrjaði Eiríkur formennsku hér á Óskari II Ve 185 og var með hann þá einu vertíð. Þar næst er hann tvær vertíðir með Njörð Ve 220. Hætti þá formennsku á vetrarvertíðum og gerðist aftur vélamaður, lengst af á Gissuri hvíta og Pipp. Í nokkur ár var Eiríkur formaður á mb Helgu Ve 180, sem þá var notuð sem dráttarbátur til að draga uppskipunarbátana á milli skips og bryggju, þegar flestöll póst- og flutningaskip voru fermd og affermd úti á Vík, oft við erfiðar aðstæður í misjöfnum veðrum, um nætur sem daga. Þetta starf útheimti mikla árverkni og aðgætni, en allt fórst honum þetta prýðilega. Hafði líka ávallt vana og ábyggilega menn í bátunum, sem kunnu vel til verka.
Þegar Eiríkur hætti á sjónum, varð hann húsvörður í Verkamannaskýlinu á Básaskersbryggjunni. Rækti hann það starf af skyldurækni og áhuga. Fylgdist hann vel með bátaflotanum á sjónum, með því að hafa úrvarpstækið ávallt stillt á bátabylgjuna. Þá vissi hann einnig, hvaða bátar voru komnir og ókomnir í höfn í slæmum veðrum og um aflabrögðin yfirleitt daglega. Það voru því margir, sem hringdu í Skýlið til Eiríks til að fá fréttir af sjónum, sem hann leysti greiðlega úr.
Um fleiri ár rækti hann þessa þjónustu og á þeim árum þekktu allir sjómenn og Eyjabúar hann undir nafninu, Eiríkur í Skýlinu. Hann lét af þessu starfi sökum vanheilsu.
Eiríkur var einn af stofnendum S.S. Verðandi og góður og virkur félagi þar, meðan heilsan leyfði. Hann var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Guðrún Steinsdóttir, Ingólfshvoli, Vestmannaeyjum. Hana missti hann eftir stutta sambúð. Þau áttu einn son.
Síðari kona hans er Ingunn Júlíusdóttir. Þau eignuðust tvær dætur.
Eiríkur lézt 30. júní 1970.

Árni Valdason, Sandgerði
f. 17.sept 1905 - d. 26. júlí 1970
HANN var fæddur á Mið-Skála undir Eyjafjöllum 17. september 1905. Sex ára gamall fluttist hann hingað til Eyja með foreldrum sínum, sem fluttust hingað búferlum.
Árni var bráðþroska drengur og bar þá af flestum sínum jafnöldrum. En sitt er hvort gæfa eða gjörvileiki, segir gamalt máltæki, og svo reyndist Árna.
Ungur fór hann að vinna og afla heimili sínu. Um fermingaraldur var hann fastráðinn beitningardrengur á vetrarvertíðum og reyndist skydurækinn og vandvirkur við það starf.
Innan tvítugsaldurs byrjaði Árni hér sjómennsku og fékk fljótlega orð á sig fyrir dugnað og hreysti, svo að hann var á sínum manndómsárum eftirsóttur í beztu skipsrúm. Hann stundaði sjómennsku um 40 ár og þeir, sem voru skipsfélagar hans, hrósuðu honum fyrir dugnað og sanna sjómennsku, þegar á reyndi.
Þeir unglingar, sem voru til sjós með Árna báru til hans hlýjan hug, því þeim var hann notalegur og nærgætinn. Það sýndi bezt hans innri mann — góðan dreng.
Árni andaðist á Vífilsstöðum eftir stutta legu 26. júlí 1970.

Guðmundur Ástgeirsson, Sjólyst
f. 22. maí 1889 - d. 26. ágúst 1970
HANN var fæddur í Litlabæ í Vestmannaeyjum 22. maí 1889. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Litlabæ, átti þar sitt heimili fram yfir þrítugsaldur. Fluttist hann þá í húsið Sjólyst, sem er eitt af næstu húsum við fæðingarstað hans. í Sjólyst bjó hann svo til æviloka.
Guðmundur byrjaði að róa á vetrarvertíð 15 ára gamall, á sexæringnum Enok, sem faðir hans var þá formaður á. En þá var Gummi orðinn vel vaðarvanur, eins og þá var komizt að orði. Því oft var hann þá búinn að róa með Magnúsi bróður sínum, sem var tveimur árum eldri, og fleiri drengjum á Litlabæjarjulinu, sem faðir þeirra átti og hafði smíðað. Var það fjórróinn bátur með gamla íslenzka bátalaginu. Á þessu juli drógu margir Eyjadrengir sinn fyrsta fisk úr sjó, - Maríufiskinn.
Alla sína löngu starfsævi vann Guðmundur að aðalatvinnuvegi Eyjamanna á sjó og landi, samtals um 60 ár. Hann mun hafa róið hér nær 40 vetrarvertíðir, en var beitingamaður þær vertíðir, sem hann réri ekki. Lengst af réri hann með Ólafi bróður sínum. Síðustu 20 vertíðarnar réru þeir bræður bara tveir á litlum trillubáti og fiskuðu oft mjög mikið, allt á handfæri, því að báðir voru þeir bræður netfisknir færamenn. Sinn síðasta fiskiróður fór Guðmundur 16. apríl 1962.
Um 30 ár vann Guðmundur, utan vertíðar,við hampíslátt báta, jafnt nýsmíðar sem viðgerðir og þótti vinna það verk vel og vandlega.
Guðmundur var hagleiksmaður á tré og járn, eins og faðir hans og fleiri ættmenn. Afi hans og nafni, Guðmundur í Borg, var hér um áratugi einn allra bezti smiður handfærakróka.
Á seinni æviárum Guðmundar og eftir að heilsa hans fór að bila, tók hann til að smíða mótorbátalíkön í frístundum sínum, en þau gaf hann oftast frændum sínum og vinum. Mörg þessara bátalíkana voru hreinustu listaverk.
Þá má geta þess, að Guðmundur var einn í hópi þeirra 16 manna, er fóru héðan fyrstir til súlnatekju í Eldey, um mánaðamótin ágúst-september 1907. Farið var á tveimur bátum, Fálka Ve 105, sem var tæp tíu tonn að stærð (9,81) og Nansen Ve 102, að stærð 7,43 tonn.
Allir þeir, sem kynntust Gumma frá Litlabæ, báru til hans hlýjan hug, því að hann var sannkallað ljúfmenni. Kona Guðmundar var Jóhanna Jónsdóttir, og eignuðust þau tvo syni. Guðmundur lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 26. ágúst 1970.

Sigurður Bjarnason, Svanhóli
f. l. 14. nóv. 1905 - d. 4. okt. 1970
HANN var fæddur í Hlaðbæ, Vestmannaeyjum, 14. nóv. 1905, og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum. Ungur vandist hann ýmsum störfum við útgerð og búskap föður síns, og 16 ára gamall byrjaði hann að róa á útvegi föður síns. Stýrimannaprófi lauk hann 1925 og næstu vertíð, 1926, byrjaði hann skipstjórn á mb Hjálpara Ve 232, rúm 13 tonn að stærð. Árið 1927 kaupir Sigurður, ásamt þremur félögum sínum, glæsilegan og vandaðan norskan bát, Rap Ve 14, sem var 18,63 tonn að stærð með 29 hestafla Rapvél og fullkominni raflýsingu. Haustið 1928 fengu þeir félagar sér nýbyggðan bát frá Svíþjóð, Fylki Ve 14, sem var 42 tonn að stærð, með 100 hestafla, tveggja strokka Skandíavél. Um 1930 var Fylkir einn stærsti og glæsilegasti bátur Eyjaflotans, og fiskaði Sigurður mikið á bátinn. En þá gekk heimskreppan yfir, og fiskur varð verðlaus og lítt seljanlegur. Urðu þeir félagar því að láta þennan bát frá sér. Næstu vertíðir er Sigurður formaður á eftirtöldum bátum: Stakkárfossi Ve 245, Gullfossi Ve 184. Vertíðina 1935 varð Sigurður fiskikóngur Eyjanna; þá vertíð var hann formaður á Frigg Ve 316, sem þá var nýr bátur, um 22 tonn að stærð.
Eftir þessa vertíð gerðist Sigurður útgerðarmaður á ný og var það til dauðadags. Skipstjóri var hann í 43 ár, til ársloka 1969.
Eftirtalda báta átti hann á þessum árum: Björgvin, 35 tonna bát, Kára Ve 27 tonna (síðar Halkion), Kára II Ve 47, 65 tonna bát, Björn riddara Ve 127, 53 tonn, og Sigurð Gísla Ve 127, sem hann átti með Jóhanni syni sínum, og tók Jóhann við skipstjórn af föður sínum á þeim bát.
Á síldarárunum fyrir Norðurlandi var Sigurður umtalaður aflamaður og þá skipstjóri og nótabassi á sínum eigin bátum. Sumarið 1944 aflaði hann 15000 mál síldar á Kára Ve 27, sem var einstætt mokfiskirí.
Sigurður í Svanhóli var skýrleiksmaður, léttlyndur og þrekmikill, sem ætíð horfði bjartsýnn fram á veginn og lét ekki bugast þó að gæfi á bátinn.
Sigurður var kvæntur Þórdísi Guðjónsdóttur frá Kirkjubæ. Þau eignuðust fimm börn. Sigurður varð bráðkvaddur í Reykjavík 4. október 1970.

Vigfús Jónsson, vélsmíðameistari, Heiðarvegi 41
f. 4. apríl 1913 - d. 22. des. 1970
HANN var fæddur að Seljavöllum, Austur-Eyjafjöllum, 4. apríl 1913, og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum. Til Vestmannaeyja fluttist Vigfús 18 ára gamall, árið 1931 og byrjaði þá nám í vélsmíði í Magna hjá Guðjóni hálfbróður sínum. Síðar fór hann til Svíþjóðar til framhaldsnáms í vélfræði. Ævistarf hans var ekki á sjónum, en hann hafði ákaflega mikið samstarf við sjómennina, þó aðallega vélamennina,því að öll hans vinna var í þágu útgerðar og sjómannastéttar þessa byggðarlags. Þessi myndarlegi, góðlegi maður hreif alla, sem honum kynntust, með viðmóti sínu og einlægni. Svo samgróinn var hann starfi sínu og vinnustað, að hann var þekktastur öllum Vestmannaeyingum og fleirum undir nafninu „Fúsi í smiðjunni“, vissu þá allir við hvern var átt. Hann var trúr sínu starfi og vildi hvers manns vandræði leysa. Var það ekki fátítt, þegar um vélabilanir var að ræða, að hann legði á sig langar vökur og erfiði, til að hlé á róðrum yrði sem stytzt og aflatjónið sem minnst.
Vigfús var áhugasamur um félagsmál, átti lengi sæti í skólanefnd Iðnskólans og var á yngri árum einn bezti sundmaður hér í Eyjum. Hann var kvæntur Salóme Gísladóttur frá Arnarhóli, eignuðust þau einn son. Vigfús lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 22. desember 1970.

Jóhann Stígur Þorsteinsson, Strembugötu 4
f. 4. sept. 1897 - d. 20. ágúst 1970
HANN var fæddur að Brekkum í Mýrdal 4. september 1897. Jóhann byrjaði ungur að róa áraskipi út frá Mýrdalssandi. Til Eyja kom hann fyrst á vertíð 1922 og réri þá hjá Jóni Hafliðasyni á Bergsstöðum, og hjá honum var hann á mb. Björg Ve 206 vertíðina 1924. Þá vertíð sökk Björg vestur af Einidrangi í austan roki. Togari bjargaði allri skipshöfninni.
Í vertíðarbyrjun 1931 leigði Jóhann sér lítinn trillubát og var með hann á línuveiðum. Voru þeir tveir á bátnum og fiskuðu vel. Eftir þá vertíð lét hann smíða stærri trillubát, sem hét Rán og var með hann til 1937, en seldi þá. Gerðist Jóhann þá verkstjóri við saltfiskverkun hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á vetrum og hafði það starf um nokkur ár, en vann við húsasmíðar á milli vertíða.
Árið 1957 keypti Jóhann í félagi við annan 10 tonna bát, Hrefnu, og var á honum í 3 ár. Keypti Jóhann þá ásamt Sigurgeiri syni sínum, frambyggðan trillubát, sem hlaut nafnið Rán. Þeir gerðu bátinn út í tvö ár, en eftir það hætti Jóhann sjóferðum. Það má geta þess, að þegar Þrídrangavitinn var byggður, var Jóhann matreiðslumaður uppi á Stóradrangi, hjá þeim mönnum, sem lágu þar við og unnu verkið. Jóhann var fjölhæfur verkmaður og afkastamikill. Tómstundaiðja hans í fleiri ár var ljósmyndataka, aðallega af merkum viðburðum og sérkennilegu landslagi. Náði hann aðdaanlegri leikni á þessii sviði. Mynda- og filmusafn sitt gaf hann Byggðasafni Vestmannaeyja. Hann var einn af stofnendum Vélstjórafélags Vestmannaeyja. Jóhann var kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur frá Litluhólum í Mýrdal, og eignuðust þau 3 börn.
Jóhann lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 20. ágúst 1970, eftir tveggja ára þungbær veikindi.

Sigurður Þorsteinsson, Nýjabœ
f. 2. febr. 1888 - d. 23.okt. 1970
HANN var fæddur á Ísafirði 2. febrúar 1888. Sigurður byrjaði ungur sjómennsku og réri þá á árabáti frá Ísafirði, haust og vetrarvertíðir og fékk fljótlega orð á sig fyrir dugnað og hreysti.
Í fleiri sumur stundaði hann fiskveiðar fyrir Norðurlandi, og 17 ára gamall var hann orðinn formaður þar, með bát frá Þorgeirsfirði. Lengst af var hann með báta frá Hrísey og stundaði þaðan þorskveiðar með línu fyrri hluta sumars, en síldveiðar i reknet þegar á leið.
Um og fyrir 1920 áttu ísfirðingar góðan fiskibátaflota. Voru flestir bátanna um og yfir 30 tonn að stærð. Þessum bátum var líka mikið boðið, því í svartasta skammdeginu voru stundaðar útilegur á þeim, línan beitt um borð, skýlislaust, og gert að fiskinum og hann saltaður í lestina.
Þetta hefur verið hart sjólíf. Enda hafa Vestfirðingar löngum verið rómaðir fyrir dugnað og harðfengi. Á þessum árum var Sigurður stýrimaður á einum þessara báta, Sjöfn. Var hann þá orðlagður fyrir dugnað og karlmennsku.
Sigurður kom til Vestmannaeyja 1922 og réri fyrstu vertíðar hér sem vélamaður. Árið 1925 byrjaði Sigurður formennsku hér, á Kára Ve 123, sem var 7,60 tonn. Þar næst er hann með eftirtalda báta: Glað, Hjálpara og Auði. Hann hætti sjómennsku 1938.
Sigurður var kvæntur Jóhönnu Jónasdóttur í Nýjabæ og þar bjuggu þau hjón allan sinn búskap. Þau eignuðust fimm dætur. Jóhanna andaðist 23. marz 1955. Sigurður lézt að Hrafnistu 23. október 1970.

Ingólfur Eiríksson
f. 24.des. 1925 - d. 4.des. 1970
HANN var fæddur 24. desember 1925 að Urðarvegi 41, og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum.
Innan við tvítugsaldur fór hann að beita og róa á útvegi föður síns, Emmu Ve 219. Þegar gufuskipið Sæfell var keypt hingað til Eyja í byrjun stríðsins til flutninga á ísuðum fiski til Englands, réðst Ingólfur stuttu síðar á það skip. Hann lauk meira fiskiskipstjóraprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 24 ára gamall. Eftir það var hann nokkur ár á togaranum Elliðaey Ve 10. Því næst var hann stýrimaður á Emmu Ve 1, sem hann gerðist meðeigandi í með föður sínum. Var hann þrjú ár stýrimaður á Emmu II, en hætti þá sjómennsku og vann að fiskaðgerð bátsins. Þegar þeir feðgar seldu bátinn og hættu útgerð, hélt Ingólfur áfram fiskvinnslu af öðrum báti. Ingólfur var kvæntur Guðrúnu Welding frá Reykjavík og eignuðust þau fjögur börn.
Ingólfur lézt 4. desember 1970.

Baldvin Gunnlaugur Sigurbjörnsson
f. 9. júlí 1906 - d. 2. maí 1970
HANN var fæddur að Sauðaneskoti í Svarfaðardal 9. júlí 1906. Voru foreldrar hans bæði Svarfdælingar, en á unga aldri fluttist hann með foreldrum sínum til Ólafsfjarðar og Akureyrar. Hann hóf kornungur sjómennsku við Norðurland og lauk vélstjóranámskeiði 1925. Fór hann síðan á vertíð til Vestmannaeyja og var hér 5 vertíðir á mb,. Kára, Glað og Ófeigi.
Skömmu síðar lauk Baldvin hinu minna fiskimannaprófi og varð formaður á bátum frá Ólafsfirði og Akureyri; var hann þekktur síldarmaður, og síldarárið mikla, sumarið 1944, aflaði hann um 16 þúsund mál og runnur á mb Bris frá Akureyri, sem var 48 rúmlestir að stærð. Baldvin lauk hinu meira skipstjóraprófi árið 1946 og fluttist skömmu síðar suður til Reykjavíkur og var þá meðal annars með báta héðan frá Vestmannaeyjum, Þorgeir goða o. fl. Síðustu árin var Baldvin á togurum. Hann var kvæntur Snjólaugu Baldvinsdóttur frá Akureyri og varð þeim fjögurra barna auðið. Eru tvær dætur þeirra og sonur búsett hér í bæ, en hingað fluttust þau hjón alfarið í október 1969.
Baldvin var traustur sjómaður og vel látinn. Hann andaðist 2. maí 1970.

Ólafur Bjarnason, Kirkjuhóli
f. 28. nóv. 1898 - d. 10. marz 1971
ÓLAFUR var fæddur á Seyðisfirði 28. nóv. 1898. Fjögurra ára gamall fluttist hann til Reykjavíkur með foreldrum sínum, og þar ólst hann upp. En 16 ára gamall fór hann með föður sínum austur á Reyðarfjörð og réri með honum á árabát það sumar.
Vetrarvertíðina 1916 ræðst Ólafur sjómaður til Grindavíkur og rær þar á tíæringi, og var það eitt af áraskipunum fjórum frá Grindavík, sem kútter Esther bjargaði öllum mönnunum af, alls 38 mónnum, og urðu þeir að vera um borð í skútunni í þrjá sólarhringa. Þetta gerðist í ofsa norðan veðri, sem brast skyndilega á, með stórsjó og hörkugaddi. Skipstjóri á Esther var þá Guðbjartur Ólafsson, síðar forseti Slysavarnafélags Íslands.
Vertíðina 1917 kemur Ólafur fyrst til Eyja og rær þá á Hansínu Ve 200 hjá Magnúsi á Vesturhúsum. Síðan stundaði hann sjómennsku hér til síldarvertíðarloka 1965, alls 50 ár og má kalla það vel að verið, því að sjóinn stundaði hann bæði vetur og sumar.
Í 25 vetrarvertíðir var Ólafur með sama formanninum, Boga í Vallartúni.
Síðustu 5 árin sem hann var á sjónum, var hann á Sjöstjörnunni, vetur og sumur, hjá Ella í Varmalæk. Á Sjómannadaginn 1959 var Ólafur heiðraður sem elzti háseti á Eyjaflotanum þá vertíð.
Um tugi ára, á milli vertíða, vann Ólafur við seglasaum. Fyrst hjá Guðmundi Gunnarssyni og síðan hjá Jóni Bjarnasyni.
Það má því með sanni um hann segja, að honum féll aldrei verk úr hendi. Hann var góður verkmaður, traustur og ábyggilegur sjómaður og skemmtilegur vinnufélagi, á sjó og landi.
Þegar Ólafur hætti sjómennsku, réðst hann til fiskvinnslu hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og þar vann hann sinn síðasta ævidag.
Ólafur var kvæntur Dagmeyju Einarsdóttur, og eignuðust þau fjögur börn.
Ólafur andaðist að heimili sínu 10. marz 1971.

Edvin Jóelsson, Hásteinsvegi 6
f. 2. júní 1922 - d. 25. marz 1971
HANN var fæddur að Sælundi, Vestmannaeyjum, 2. júní 1922. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, þar til hann missti móður sína. Hann var þá á áttunda ári og fór þá að Kirkjubæ til Guðjóns Eyjólfssonar, föðurbróður síns, og konu hans, Höllu Guðmundsdóttur. Edvin dvaldi á Kirkjubæ fram undir tvítugsaldur, en fluttist þá að Svanhóli til Þórdísar og Sigurðar og átti þar heima, þar til hann stofnaði sitt eigið heimili.
Edvin byrjaði að róa 18 ára gamall hjá Sigurði í Svanhól, og með honum var hann lengst af sinni sjómannstíð, fyrst háseti, en fljótlega vélstjóri og síðast stýrimaður.
Edvin lauk námi við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1947. Eftir það var hann ýmist stýrimaður eða skipstjóri, meðan heilsan leyfði. Fyrst var hann stýrimaður á ms Helga, þar næst skipstjóri á vs Helga Helgasyni eina vertíð með þorskanet. Um nokkurn tíma var hann skipstjóri á ms. Skaftfellingi í vöruflutningum á milli Eyja og Reykjavíkur og víðar. Með mb. Emmu Ve 219 var hann eitt ár og síðast, 1962, var hann með mb Lagarfoss Ve 292. En þá varð hann að hætta sjómennsku sökum vanheilsu. Þá réðst hann til Ísfélags Vestmannaeyja sem bílstjóri og vann þar í nokkur ár. Síðasta æviárið vann hann við veiðarfæri hjá mági sínum, Emil Andersen.
Edvin var kvæntur Vilhelmínu Tómasdóttur, og áttu þau tvö börn.
Hann andaðist að heimili sínu 25. marz 1971.

Ísak Árnason, Seljalandi
f. 25. des. 1897 - d. 13. febr. 1971
HANN var fæddur 25. desember 1897 á Hnjóti í Hjaltastaðaþinghá og var einn úr hópi 15 systkina. Hann var uppalinn hjá frændfólki sínu á Brennistöðum og á Ormsstöðum í Eiðaþinghá.
Til Vestmannaeyja kom Ísak haustið 1922, og var hans fyrsta vetrarvertíð hér 1923.
Vertíðina 1924 réri Ísak hjá Hannesi á Hvoli, á mb Ara Ve 235. Þá vildi það til, þegar verið var að leggja línuna, suður af Súlnaskeri, í slæmu veðri og svartamyrkri, að Ísak féll fyrir borð, en var bjargað eftir nokkurn tíma og leit. Þótti sú björgun með ólíkindum við slíkar aðstæður. En lungna- og brjósthimnubólgu fékk hann upp úr því og beið þess aldrei fullar bætur.
Ísak var hér sjómaðUR yfir 30 ár. Lengst af var hann á útvegi Ólafs Auðunssonar. Eftir að hann hætti sjómennsku, vann hann við fiskvinnslu á vetrum, en að landbúnaði og fleiri störfum á sumri. Hann var röskur og ósérhlífinn verkmaður til sjós og lands.
Ísak var kvæntur Jónínu Einarsdóttur frá Norðurgarði; var hann seinni maður hennar, þau eignuðust einn son.
Ísak andaðist 13. febrúar 1971.

Þorsteinn Gíslason, Skólavegi 29
f. 5. maí 1901 - d. 25. maí 1971
og þar var hann uppalinn.
Þorsteinn kom fyrst til Vestmannaeyja árið 1919 og réri þá vertíð hjá Eyjólfi bróður sínum, sem var að byrja hér formennsku með nýsmíðaðan lítinn bát, Garðar Ve 211.
Með Eyjólfi réri Þorsteinn í níu ár, lengst af vélamaður, en tók við formennsku af honum vertíðina 1928, á Garðari II Ve 111, sem var 17,5 tonn að stærð.
Eftir það er Þorsteinn skipstjóri 40 ár, með eftirtalda báta, Helgu, Lagarfoss, Sjöfn I og Sjöfn II.
Árið 1941 gerðist Þorsteinn útvegsmaður. Keypti harm þá þriðja part í Sjöfn I, og gerði út alla tíð síðan. Fyrstu árin, sem Þorsteinn dvaldi í Eyjum var hann til heimilis í Görðum og var lengi síðan kenndur við það húsnafn og sumir sem ætíð nefndu hann Steina í Görðum.
Þorsteinn var mikill sjómaður og ágætur fiskimaður. Mörg sumur var hann skipstjóri á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Hann var mikill hirðumaður með þá báta, sem hann var formaður fyrir og gætti þess vel, að þar væri allt í traustu og góðu lagi. Alla sína formannstíð var hann mjög mannsæll, svo að sömu menn voru með honum fleiri ár. Þorsteinn var mjög traustur maður og sómi sinnar stéttar. Hann var einn af stofnendum S.S. Verðanda og alla tíð virkur félagi þess.
Þorsteinn var kvæntur Lilju Ólafsdóttur frá Strönd, Vestmannaeyjum, og eignuðust þau 5 börn.
Hann lézt í sjúkrahúsi í Reykjavík 25. maí 1971.

Helgi Benediktsson
f. 3. des. 1899 - d. 8. apríl 1971
HELGI Benediktsson útgerðarmaður og kaupmaður var fæddur 3. desember 1899 að Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu. Ólst hann upp á Húsavík.
Helgi lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1921 og fluttist hingað til Vestmannaeyja um svipað leyti. Gerðist hann brátt umsvifamikill útgerðarmaður og kaupmaður og gerði út fjölda báta frá Vestmannaeyjum. Allflesta báta sína lét hann smíða hér í Vestmannaeyjum og efldi mjög með því skipasmíðaiðnaðinn hér.
Helgi hóf útgerð með vélbátnum Auði, árið 1926. Var hún 15 rúmtonn, byggð í Vestmannaeyjum 1925. Skíðblaðnir, 16 rúmlestir, byggður í Eyjum 1928, Muggur 39 rúmlestir, árið 1935, og árið 1939 byggði Gunnax Marel fyrir hann vélbátinn Helga, sem var 120 rúmlestir og þá stærsta skip til þess tíma smíðað hér á landi.
Gat ms. Helgi sér frægðarorð og sigldi öll styrjaldarárin til Bretlands undir farsælli stjórn Hallgríms Júlíussonar skipstjóra. Ms. Helgi fórst á Faxaskeri 7. janúar 1950. Árið 1947 var byggður hér Helgi Helgason, 200 rúmlestir, einnig stærsta skip smíðað hérlendis. Auk þessara skipa gerði Helgi út Skaftfelling, Blakk, Frosta, Fjalar, Hilding, Gullþóri, Hringver og fleiri skip. Stuttu eftir 1960 hætti Helgi útgerðarrekstri.
Helgi Benediktsson var félagshyggjumaður, þó að hann ætti ekki ávallt samfylgd sömu manna lengi, því að hann þótti ráðríkur og einráður. Helgi átti hlut að stofnun og sat í stjórn fjölda fyrirtækja í Vestmannaeyjum, sem sáu um vinnslu sjávarafurða og hag sjávarútvegsins. Má þar nefna Netagerð Vestmannaeyja, Lifrarsamlagið, Olíusamlagið, Dráttarbraut Vestmannaeyja o. fl.
Helgi tók mikinn þátt í opinberum málum. Var hann þar harðskeyttur maður og umdeildur. Hinsvegar var hann mikill vinur vina sinna.
Helgi var kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur Björnssonar skipstjóra frá Skuld. Eignuðust þau 8 börn. Helgi varð bráðkvaddur að heimili sínu að kvöldi 8. apríl s. 1.

G.Á.E.