„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1991/Fyrsti sjómannadagurinn“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><big><big>Fyrsti Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum</big></big></big><br> <big><big>Sjómannadagurinn 1940</big></big><br> '''Nokkuð hefur verið á reiki hvenær Sjómannada...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 22: | Lína 22: | ||
Voru þarna samankomnir ekki aðeins sjómenn og þeirra skyldulið, heldur allar stéttir manna, sem sýndi hina miklu samúð almennings með hinum fyrsta Sjómannadegi hér.<br> | Voru þarna samankomnir ekki aðeins sjómenn og þeirra skyldulið, heldur allar stéttir manna, sem sýndi hina miklu samúð almennings með hinum fyrsta Sjómannadegi hér.<br> | ||
Forstöðumenn dagsins eiga þakkir skilið fyrir undirbúninginn og þá stundvísi, sem þeir sýndu við framkvæmd dagskrárinnar.<br> | Forstöðumenn dagsins eiga þakkir skilið fyrir undirbúninginn og þá stundvísi, sem þeir sýndu við framkvæmd dagskrárinnar.<br> | ||
[[Mynd:Hönnuður Björgvinsbeltisins Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Hönnuður Björgvinsbeltisins, Kúti á Háeyri í löndun.]] | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 26. mars 2019 kl. 13:43
Fyrsti Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum
Sjómannadagurinn 1940
Nokkuð hefur verið á reiki hvenær Sjómannadagsráð leit fyrst dagsins ljós í Vestmannaeyjum. Samkvæmt bókum er það 1944 en þessi grein út Víði frá 1940 sýnir að það ár er Sjómannadagurinn fyrst haldinn hátíðlegur hér.
Ég hygg, að það hafi verið fleiri en ég, sem söknuðu þess síðastliðið ár, að Sjómannadagurinn var þá ekki haldinn hátíðlegur hér, eins og víða annarsstaðar um landið. Mér var það því gleðiefni, þegar ég sá auglýsta dagskrá Sjómannadagsins hér 2. júní s.l. og fylgdist með frá byrjun til enda.
Hátíðin hófst fyrir hádegi við samkomuhúsið með ræðu hr. útgerðarmanns, Ársæls Sveinssonar, en Vestmannakór söng, undir stjórn hr. Brynjúlfs Sigfússonar.
Síðan var gengið fylktu liði undir fánum til kirkju og hlýtt á messu sóknarprestsins. Var kirkjan full.
Kl.2 e.m. hófst kappróður milli skipshafna, frá hafskipabryggjunni, austur að nyrðri hafnargarðinum. Tóku þátt í honum 8 skipshafnir og réru 4 í einu. Bestum tíma náði skipshöfnin af vélbátnum „'Mugg".
Að kappróðrinum loknum sýndu fjórir piltar björgun frá drukknun og lífgun úr dauðadái, en hr. Friðrik Jesson stjórnaði og skýrði fyrir áhorfendum.
Var veður þá farið að spillast, rigndi allmikið, en hinn mikli fjöldi áhorfenda lét það ekki á sig fá og beið næsta atriðis, sem var reiptog milli tveggja flokka sjómanna, sem voru sinn á hvorri bryggju.-
Höfðu báðir flokkar undirgengist, að gefa ekki sinn hlut fyrr en þeir væru dregnir í sjó. Mun hafa verið aðstöðumunur á bryggjunni og skiptu flokkarnir því um stöðu. Fóru leikar svo, að sá flokkurinn, sem var á bæjarbryggjunni sigraði alltaf og fóru því allir í sjóinn. Vakti þetta mikinn fögnuð áhorfenda, þegar allir höfðu synt í land.
Klukkan 5.30 hófst samkoman í Samkomuhúsi Vestmannaeyja með kvikmyndasýningu. Fengu færri aðgang en vildu og munu þó hafa verið á 7. hundrað manns inni.
Eftir kvöldmat hélt skemmtunin áfram með ræðuhöldum og söng. Ræður fluttu fulltrúar hinna ýmsu stéttarfélaga sjómanna, hr. Guðmundur Helgason, hr. Páll Scheving, hr. Gísli Magnússon og einnig hr. Páll Oddgeirsson, sem minntist drukknaðra sjómanna og lýsti minnismerki því, sem í ráði er að reisa þeim og hann hefir átt frumkvæði að.
Þá afhenti formaður sjómannafélagsins Jötuns verðlaunagrip þann, er félagið hafði gefið fyrir kappróðurinn.
Vestmannakór söng mörg lög milli ræðanna. Loks var sýnd íslensk glíma.
Var gerður góður rómur að öllum þessum atriðum og þótti mörgum þeir fá mikla skemmtun, einnig dansinn, sem hófst um miðnætti og stóð til sólaruppkomu.
Voru þarna samankomnir ekki aðeins sjómenn og þeirra skyldulið, heldur allar stéttir manna, sem sýndi hina miklu samúð almennings með hinum fyrsta Sjómannadegi hér.
Forstöðumenn dagsins eiga þakkir skilið fyrir undirbúninginn og þá stundvísi, sem þeir sýndu við framkvæmd dagskrárinnar.