„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Sæheimar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 20: Lína 20:
[[Mynd:Georg Skæringsson og Haukur Guðjónsson Sdbl. 2010.jpg|miðja|thumb|Georg Skæringsson og Haukur Guðjónsson taka á móti lifandi loðnu af Sighvati Bjarnasyni.]]
[[Mynd:Georg Skæringsson og Haukur Guðjónsson Sdbl. 2010.jpg|miðja|thumb|Georg Skæringsson og Haukur Guðjónsson taka á móti lifandi loðnu af Sighvati Bjarnasyni.]]
<br>
<br>
 
[[Mynd:Jens Kristinn Elíasson Sdbl. 2010.jpg|thumb|314x314dp]]
'''Kynning á sjómönnum'''<br>
'''Kynning á sjómönnum'''<br>


Lína 38: Lína 38:
''Hverjir verða heimsmeistarar í knattspyrnu í sumar?'' England.<br> ''Kanntu einhvern góðan brandara?'' Kem ekki neinum fyrir mig í augnablikinu.<br>
''Hverjir verða heimsmeistarar í knattspyrnu í sumar?'' England.<br> ''Kanntu einhvern góðan brandara?'' Kem ekki neinum fyrir mig í augnablikinu.<br>
''Eitthvað að lokum?'' Ég vil óska öllum sjómönnum til hamingju með daginn.<br>
''Eitthvað að lokum?'' Ég vil óska öllum sjómönnum til hamingju með daginn.<br>
 
[[Mynd:Gunnlaugur Ólafsson Sdbl. 2010.jpg|thumb|313x313dp]]
'''Kynning á sjómönnum'''<br>
'''Kynning á sjómönnum'''<br>
   
   

Núverandi breyting frá og með 14. febrúar 2019 kl. 13:42

MARGRÉT LILJA MAGNÚSDÓTTIR


Sæheimar


Náttúrugripa- og fiskasafn Vestmannaeyja


Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja hefur verið starfrækt frá árinu 1964. Öll þessi ár hafa sjómenn í Vestmannaeyjum verið mjög duglegir við að sjá safninu fyrir fiskum, krabbadýrum og ýmsum sjávarlífverum. Oft á tíðum er um að ræða sjaldgæfar fiskitegundir eða furðuskepnur úr bröttum köntum landgrunnsins. Fyrir vikið hefur safnið átt greiða leið í kastljósið og er það vel þekkt meðal landsmanna.
Um áramótin 2010 tók Þekkingarsetur Vestmannaeyja við rekstri safnsins og hafa sjómenn haldið uppteknum sið og komið færandi hendi til safnsins. Til þess að auðvelda flutning sjávardýra frá miðum á safnið fjárfesti Þekkingarsetrið í tveimur 800 lítra körum með loftdælubúnaði. Góð reynsla er nú þegar kominn af körunum og hafa sjómenn komið með hverja sendinguna á fætur annarri til okkar. Þessi kör koma sér mjög vel ef flutningurinn tekur langan tíma en fyrir styttri tíma dugar oft að nota gott kar og sjósmúlinn.

Dílamjóri af Brynjólfi VE


Í janúar var annað karið um borð í togskipinu Brynjólfi VE 3 og komu þeir með hrognkelsi, tindabikkjur, blágómu, hlýra, rauðsprettur, skötuseli og dílamjóra. Dílamjórinn er nokkuð sjaldgæf tegund og hefur aðeins tvisvar áður verið komið með þessa tegund á safnið. Vikublaðið Fréttir í Vestmannaeyjum var með umfjöllun um dílamjórann auk þess sem Gísli Óskarsson fréttamaður myndaði hann og fjallaði um hann í fréttum Stöðvar 2. Nokkru síðar kom áhöfnin á togaranum Jóni Vídalín VE 82 með stóran kolkrabba sem einnig rataði í kastljós fjölmiðla og hefur varla komið sá gestur á safnið, sem ekki hefur sérstaklega viljað skoða kolkrabbann, sem nú hefur fengið nafnið Vídalín.

Vídalín kolkrabbi


Áhöfnin á dragnótabátnum Portlandi VE 97 hefur einnig verið dugleg að koma með fiska til okkar á safnið. Meðal annars hafa þeir fært safninu kolkrabba, ósalúrur, tindabikkjur, hrognkelsi, urrara, trjónukrabba og sexstrending. Svo virðist sem einn af kolkröbbunum frá Portlandinu hafi síðar hrygnt í búrum safnsins því agnarsmátt kolkrabbaungviði birtist skyndilega í búrinu.

Sexstrendingur


Í lok loðnuvertíðarinnar var annað karið sett um borð í loðnuskipið Sighvat Bjarnason VE 81. Komu þeir með um 400 loðnur til okkar og mynduðu þær litla torfu í einu búranna. Þegar við mættum til vinnu á morgnana og kveiktum ljósin í búrunum tóku loðnurnar til við að para sig og hrygna í sandinn á botni búrsins. Sighvatur Jónsson, fréttamaður hjá RUV, náði myndum af hrygningaratferlinu og fjallaði um það í fréttatíma Ríkissjónvarpsins. Við tókum hluta af sandinum með hrognunum í burtu til að gera tilraunir með að klekja þau út og fylgjast með þroskaferli hrogna og seiða.
Á sumardaginn fyrsta kom áhöfn togskipsins Bergeyjar VE 544 færandi hendi með krabba sem kallast langfótungur og veiddist rétt austan við Vestmannaeyjar.
Ekki aðeins koma sjómenn með lifandi fiska og önnur sjávardýr til okkar heldur einnig sjaldgæfar tegundir sem eru stoppaðar upp og hafðar til sýnis í Náttúrugripasafninu.
Vestmannaeyjabær hefur tilkynnt áform um að flytja og stækka Fiska- og náttúrugripasafnið á næstu árum. Er áformað að sýna ýmsar tegundir Norður-Atlantshafsins í myndarlegum körum með nýjustu tækni. Safnið hefur fengið nýtt nafn eða Sæheimar, aquarium, og eignast nýtt vörumerki. Er það ósk okkar að hið góða samstarf við sjómenn haldi áfram í nýju safni. Sjómenn, til hamingju með daginn.

Georg Skæringsson og Haukur Guðjónsson taka á móti lifandi loðnu af Sighvati Bjarnasyni.


Kynning á sjómönnum

Nafn? Jens Kristinn Elíasson.
Hvar ertu að róa? Dala Rafni.
Hvaða stöðu gegnir þú? Háseti/ vélstjóri.
Hvar og hvenær hófst sjómannsferillinn? 15 ára gamall á Heimaey VE 1.
Varstu sjóveikur? Já, fyrst.
Hver er eftirminnilegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með? Brynjar Smári Unnarsson.
Hver er „sjómaður Íslands númer 1 “? Auðunn Jörgens.
Er rétt að afnema sjómannaafsláttinn? NEI.
Ertu á Facebook eða með heimasíðu? Já ég er með Facebook.
Er ekki ógeðslega erfitt að vera sjómaður? Nei, nei, ekkert svo.
Hver er munurinn á báti og skipi? Er munur á því?
Má nota þokulúður þegar það er ekki þoka? Já.
Hverjir verða heimsmeistarar í knattspyrnu í sumar? England.
Kanntu einhvern góðan brandara? Kem ekki neinum fyrir mig í augnablikinu.
Eitthvað að lokum? Ég vil óska öllum sjómönnum til hamingju með daginn.

Kynning á sjómönnum

Nafn? Guðlaugur Ólafsson.
Hvar ertu að róa? Herjólfi.
Hvaða stöðu gegnir þú? Stýrimaður og verðandi skipstjóri.
Hvar og hvenœr hófst sjómannsferillinn? Gullberg VE árið 1994.
Varstu sjóveikur? Já, og finn ennþá fyrir því.
Hver er eftirminnilegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með? Þeir eru svo margir skrítnir að það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra.
Hver er „sjómaður Íslands númer 1 “? Er það nokkur spurning?
Er rétt að afnema sjómannaafsláttinn? NEI.
Ertu á Facebook eða með heimasíðu? Er á Facebook.
Er ekki ógeðslega erfitt að vera sjómaður? Það getur verið það.
Hver er munurinn á báti og skipi? Stærðin.
Má nota þokulúður þegar það er ekki þoka? Já.
Hverjir verða heimsmeistarar í knattspyrnu í sumar? Er heimsmeistaramót í sumar? Hafði ekki heyrt um það.
Kanntu einhvern góðan brandara? Nei, ég er ekki þessi Skari Skrípó týpa.
Eitthvað að lokum? Til hamingju með daginn, sjómenn Íslands.