„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Sveinafélag járniðnaðarmanna“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <center><big><big>'''Sveinafélag járniðnaðarmanna'''</big></big></center><br> Árið 1963 ákváðu nokkrir járnsmiðir í Vestmannaeyjum að stofna með sér félag, til að gæ...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 5: Lína 5:
Það hefur margt drifið á daga félagsins á þessum 24 árum sem liðin eru síðan félagið var stofnað. Það hafa verið haldnir hátt á þriðjahundrað fundir í félaginu þar með eru taldir 24 aðalfundir, 95 félagsfundir. Á aðalfundi sem haldinn var 31. okt. 1971, var samþykkt að félagið festi kaup á orlofshúsi að Kárastöðum í Þingvallasveit að upphæð 300 þúsund krónur. En það hús skyldi hugsað sem hvíldar- og sumarleyfisstaður fyrir félagsmenn.<br>
Það hefur margt drifið á daga félagsins á þessum 24 árum sem liðin eru síðan félagið var stofnað. Það hafa verið haldnir hátt á þriðjahundrað fundir í félaginu þar með eru taldir 24 aðalfundir, 95 félagsfundir. Á aðalfundi sem haldinn var 31. okt. 1971, var samþykkt að félagið festi kaup á orlofshúsi að Kárastöðum í Þingvallasveit að upphæð 300 þúsund krónur. En það hús skyldi hugsað sem hvíldar- og sumarleyfisstaður fyrir félagsmenn.<br>
18 ár af þeim tíma sem félagið hefur starfað hafa stjórnarmenn verið að bera á milli fundarstaða í plastpokum og pappakössum gögn félagsins, en með hverju ári sem leið hlóðst alltaf í poka og kassa. Þann 27. ágúst 1981 var fengin fundarsamþykkt til að taka á leigu agnarlítið herbergi að [[Skólavegur|Skólavegi]] 6, sem samdægurs og flutt var inn var orðið of lítið. í 6 ár fór starfsemi félagsins fram í þessu litla herbergi eða fram að aðalfundi þann 7. feb. 1987.<br>
18 ár af þeim tíma sem félagið hefur starfað hafa stjórnarmenn verið að bera á milli fundarstaða í plastpokum og pappakössum gögn félagsins, en með hverju ári sem leið hlóðst alltaf í poka og kassa. Þann 27. ágúst 1981 var fengin fundarsamþykkt til að taka á leigu agnarlítið herbergi að [[Skólavegur|Skólavegi]] 6, sem samdægurs og flutt var inn var orðið of lítið. í 6 ár fór starfsemi félagsins fram í þessu litla herbergi eða fram að aðalfundi þann 7. feb. 1987.<br>
Eftir mikinn undirbúning og miklar umræður var haldinn félagsfundur 10. júní 1986. Aðalefni fundarins var að félagið festi kaup á húseigninni að [[Heiðarvegur|Heiðarvegi]] 7, efri hæð. En þar sem þarna var um að ræða meiriháttar fjármál að sumum fannst var farið fram á að haldinn skyldi annar félagsfundur um þetta sama málefni. En sá fundur var haldinn daginn eftir eða 11. júní. Fundur þessi reyndist verða sá styttsti í sögu félagsins til þessa eða um 24 mínútur, en tillagan um húsakaupin var borin upp og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og nú í kvöld erum við hér samankomin til að fagna því að félagið hefur loksins eignast þak yfir starfsemi sína.<br>
Eftir mikinn undirbúning og miklar umræður var haldinn félagsfundur 10. júní 1986. Aðalefni fundarins var að félagið festi kaup á húseigninni að [[Heiðarvegur|Heiðarvegi]] 7, efri hæð. En þar sem þarna var um að ræða meiriháttar fjármál að sumum fannst var farið fram á að haldinn skyldi annar félagsfundur um þetta sama málefni. En sá fundur var haldinn daginn eftir eða 11. júní. Fundur þessi reyndist verða sá styttsti í sögu félagsins til þessa eða um 24 mínútur, en tillagan um húsakaupin var borin upp og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og nú í kvöld erum við hér samankomin til að fagna því að félagið hefur loksins eignast þak yfir starfsemi sína.
[[Mynd:Núverandi stjórn ásamt Haraldi Sigurðssyni SDBL. 1987.jpg|miðja|thumb|400x400dp|Núverandi stjórn, ásamt Haraldi Sigurðssyni, fyrsta formanni, og Haraldi Þorkelssyni.]]
<br>
Núverandi stjórn S.J.V.: [[Rúnar Bogason]] formaður, [[Kristján Ingólfsson]] varaformaður. [[Ævar Þórisson]] gjaldkeri, [[Óskar Aðalsteinsson]] ritari og [[Hlynur Richardsson]] meðstjórnandi.<br>
Núverandi stjórn S.J.V.: [[Rúnar Bogason]] formaður, [[Kristján Ingólfsson]] varaformaður. [[Ævar Þórisson]] gjaldkeri, [[Óskar Aðalsteinsson]] ritari og [[Hlynur Richardsson]] meðstjórnandi.<br>


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 14. desember 2018 kl. 14:13

Sveinafélag járniðnaðarmanna


Árið 1963 ákváðu nokkrir járnsmiðir í Vestmannaeyjum að stofna með sér félag, til að gæta hagsmuna, og bæta kjör járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum. Til aðstoðar við undirbúning að stofnun félagsins var fenginn hingað til Eyja Guðjón Jónsson starfsmaður Járniðnaðarfélags Reykjavíkur, en Guðjón Jónsson varð síðar formaður M.S.Í.
Að Breiðabliki þann 26. júní 1963 var haldinn stofnfundur Sveinafélags járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum, og voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn: Haraldur Sigurðsson formaður, Garðar Gíslason varaformaður, Gísli Guðlaugsson gjaldkeri, Jón Þorgilsson ritari og Matthías Bogason meðstjórnandi.
Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn 29. des. 1965, og til gamans má geta þess, að á þeim fundi var samþykkt að félagsgjald fyrir árið skyldi vera 500 krónur og skyldi það innheimt í aprílmánuði ár hvert. Þótti sá mánuður heppilegur gagnvart tekjum manna.
Það hefur margt drifið á daga félagsins á þessum 24 árum sem liðin eru síðan félagið var stofnað. Það hafa verið haldnir hátt á þriðjahundrað fundir í félaginu þar með eru taldir 24 aðalfundir, 95 félagsfundir. Á aðalfundi sem haldinn var 31. okt. 1971, var samþykkt að félagið festi kaup á orlofshúsi að Kárastöðum í Þingvallasveit að upphæð 300 þúsund krónur. En það hús skyldi hugsað sem hvíldar- og sumarleyfisstaður fyrir félagsmenn.
18 ár af þeim tíma sem félagið hefur starfað hafa stjórnarmenn verið að bera á milli fundarstaða í plastpokum og pappakössum gögn félagsins, en með hverju ári sem leið hlóðst alltaf í poka og kassa. Þann 27. ágúst 1981 var fengin fundarsamþykkt til að taka á leigu agnarlítið herbergi að Skólavegi 6, sem samdægurs og flutt var inn var orðið of lítið. í 6 ár fór starfsemi félagsins fram í þessu litla herbergi eða fram að aðalfundi þann 7. feb. 1987.
Eftir mikinn undirbúning og miklar umræður var haldinn félagsfundur 10. júní 1986. Aðalefni fundarins var að félagið festi kaup á húseigninni að Heiðarvegi 7, efri hæð. En þar sem þarna var um að ræða meiriháttar fjármál að sumum fannst var farið fram á að haldinn skyldi annar félagsfundur um þetta sama málefni. En sá fundur var haldinn daginn eftir eða 11. júní. Fundur þessi reyndist verða sá styttsti í sögu félagsins til þessa eða um 24 mínútur, en tillagan um húsakaupin var borin upp og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og nú í kvöld erum við hér samankomin til að fagna því að félagið hefur loksins eignast þak yfir starfsemi sína.

Núverandi stjórn, ásamt Haraldi Sigurðssyni, fyrsta formanni, og Haraldi Þorkelssyni.


Núverandi stjórn S.J.V.: Rúnar Bogason formaður, Kristján Ingólfsson varaformaður. Ævar Þórisson gjaldkeri, Óskar Aðalsteinsson ritari og Hlynur Richardsson meðstjórnandi.