„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Vertíðarspjall 1987“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 2: Lína 2:
<center><big><big>'''Vertíðarspjall'''</big></big></center><br>
<center><big><big>'''Vertíðarspjall'''</big></big></center><br>
Vetrarvertíðin 1987 var að ýmsu leyti óvenjuleg. Veðrátta til sjósóknar var frábrugðin því, sem algengast er. Afli bátanna var misjafnari en oftast áður, og í vetur gekk bolfiskur tæpast á grunnslóð.<br>
Vetrarvertíðin 1987 var að ýmsu leyti óvenjuleg. Veðrátta til sjósóknar var frábrugðin því, sem algengast er. Afli bátanna var misjafnari en oftast áður, og í vetur gekk bolfiskur tæpast á grunnslóð.<br>
Árið hófst með sjómannaverkfalli, og var verið í viðræðum fram í miðjan janúar, en þá tókust samningar á milli nefnda, sem síðan voru samþykktir af viðkomandi félögum, og upp úr því hófst vertíðin. Veðráttan var óvenjuleg, sem fyrr segir, þar sem ágætis tíð var til sjósóknar bæði í janúar og febrúar. enda mikið róið.<br>
Árið hófst með sjómannaverkfalli, og var verið í viðræðum fram í miðjan janúar, en þá tókust samningar á milli nefnda, sem síðan voru samþykktir af viðkomandi félögum, og upp úr því hófst vertíðin. Veðráttan var óvenjuleg, sem fyrr segir, þar sem ágætis tíð var til sjósóknar bæði í janúar og febrúar. enda mikið róið.
[[Mynd:Friðrik Benónýsson og Hilmar Rósmundsson SDBL. 1987.jpg|miðja|thumb|Friðrik Benónýsson og Hilmar Rósmundsson.]]
<br>
Aflabrögðin lofuðu dágóðri vertíð, þar sem í lok janúar hafði borist á land álíka afli og í janúar 1986, þrátt fyrir verkfall hálfan mánuðinn, og í febrúar var aflinn nokkru meiri, en í sama mánuði árið áður, en þá fór að síga á ógæfuhliðina. Um mánaðamótin febrúar og mars lagðist hann í ótíð, með tilheyrandi umhleypingum, straumum og brimi, og helst sú veðrátta allan marsmánuð og verulegan hluta af apríl. og það sem verra var, þá kom það betur og betur í ljós, eftir því sem á leið, að sá fiskur, sem í mars og apríl átti að ganga hér á blettina og bleyðurnar í kringum Eyjar, samkvæmt venju lét aldrei sjá sig. Að vísu fengu sumir minni netabátanna ufsaglefsur dag og dag, hér austan Eyja, og eftir páska fengu þeir reitingsafla af blönduðum fiski á sömu miðum, en gjörsamlega virtist vonlaust að leggja netin á hin annars fengsælu hraun, hér vestan Eyja, þangað kom enginn fiskur á þessari vertíð, hvað sem veldur. Stærri netabátarnir sem áttu netin sín austur allan landgrunnskantinn allt út að Síðugrunni, fengu sumir hverjir ágætis afla, en greinilegt er að Kanturinn er ekki allur jafn gjöfull, því aldrei hefur aflamunurinn verið eins mikill, og á þessari vertíð. Togbátaflotinn varð mjög lítið var við þorsk og ýsu á Eyjamiðum. Hann lá mest á kolaskrapi, flutti aflann í gámum á enska markaðinn, og fékk yfirleitt gott verð, og má með sanni segja að það hafi bjargað bæði útgerð og áhöfn þeirra báta. Varla er hægt að miklast yfir afla togaranna, alla vega ekki yfir þorskafla þeirra.<br>
Aflabrögðin lofuðu dágóðri vertíð, þar sem í lok janúar hafði borist á land álíka afli og í janúar 1986, þrátt fyrir verkfall hálfan mánuðinn, og í febrúar var aflinn nokkru meiri, en í sama mánuði árið áður, en þá fór að síga á ógæfuhliðina. Um mánaðamótin febrúar og mars lagðist hann í ótíð, með tilheyrandi umhleypingum, straumum og brimi, og helst sú veðrátta allan marsmánuð og verulegan hluta af apríl. og það sem verra var, þá kom það betur og betur í ljós, eftir því sem á leið, að sá fiskur, sem í mars og apríl átti að ganga hér á blettina og bleyðurnar í kringum Eyjar, samkvæmt venju lét aldrei sjá sig. Að vísu fengu sumir minni netabátanna ufsaglefsur dag og dag, hér austan Eyja, og eftir páska fengu þeir reitingsafla af blönduðum fiski á sömu miðum, en gjörsamlega virtist vonlaust að leggja netin á hin annars fengsælu hraun, hér vestan Eyja, þangað kom enginn fiskur á þessari vertíð, hvað sem veldur. Stærri netabátarnir sem áttu netin sín austur allan landgrunnskantinn allt út að Síðugrunni, fengu sumir hverjir ágætis afla, en greinilegt er að Kanturinn er ekki allur jafn gjöfull, því aldrei hefur aflamunurinn verið eins mikill, og á þessari vertíð. Togbátaflotinn varð mjög lítið var við þorsk og ýsu á Eyjamiðum. Hann lá mest á kolaskrapi, flutti aflann í gámum á enska markaðinn, og fékk yfirleitt gott verð, og má með sanni segja að það hafi bjargað bæði útgerð og áhöfn þeirra báta. Varla er hægt að miklast yfir afla togaranna, alla vega ekki yfir þorskafla þeirra.<br>
Loðnuveiðarnar gengu hins vegar mjög vel og var afkoma þess flota góð, sérstaklega vegna þess hve mikið var fryst hér af loðnu, og hvað hrognakreistingin gaf góða raun. Á minni sjómannstíð reri ég í 36 vertíðir með þorskanet. héðan frá Eyjum. Engin þessara vertíða leið svo, að ekki fengist góður afli í einhvern tíma, á hinum fengsælu miðum við [[Þrídrangar|Þrídranga]], [[Einidrangur|Einidrang]] og seinni árin við [[Surtsey]], og oft var þar algert mok á blettum í lengri eða skemmri tíma, en í vetur fékkst þar aldrei í soðið, þó oft væri reynt. Auðvitað hafa menn af þessu þungar áhyggjur, og reyna að gera sér grein fyrir hvað valdi þessari þróun. Sumir telja ástæðuna þá, að fiskur forðist þessi mið, vegna þess að stór floti skafi hér botninn ár og síð, og fiskurinn hafi engna frið. Aðrir benda á ört stækkandi selastofn, og sér í lagi, geysilega fjölgun á útsel í Surtsey, og enn aðrir tala um smáfiskadráp. Trúlega hafa allir þessir þættir áhrif á fiskigöngur, og ég tel að við komumst ekki hjá því, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að taka þessi mál föstum tökum. Ég held t.d. að sú mikla fjölgun, sem orðin er á útselnum, og sem hlýtur að halda áfram, verði ekkert að gert, sé alveg stórhættuleg. Þessar skepnur lifa á fiski og þurfa mikið, þá er talið að beint samband sé á milli selagengdar og hringorma í fiski, en flestir vita hverju sá vágestur veldur. Einnig hlýtur sá urmull, sem orðinn er af þessum skepnum, að fæla allan fisk frá þeim svæðum, er þær leggja undir sig. Þegar svo fæðan verður of lítil á einu svæði hlýtur selurinn að leita nýrra og fengsælli miða, líkt og mannskepnan gerir. [[Sigurjón]] á [[Þórunn Sveinsdóttir VE|Þórunni Sveinsdóttur]] hefur í vetur fengið þrjá útseli í netin, tvo af þeim úti í Kanti, yfir 20 sjómílur frá landi, svo sýnt er að þessar skepnur fara víða. Ég held að þrátt fyrir alla náttúruverndarmenn og grænfriðunga verði nú þegar að gera einhverjar þær ráðstafanir, sem halda selastofninum í jafnvægi. Því ef heldur sem horfir, hlýtur að koma að því að baráttan um fiskinn standi á milli manns og sels, og svo getur farið að selurinn éti okkur út á gaddinn eins og gerst hefur í vetur hjá þeim er stunda Lofoten-mið. En þrátt fyrir allar botnsköfur og selafár, þá er enginn vafi á því að höfuðástæðan fyrir því að fiskur kemur ekki til hrygningar á sínar hefðbundnu slóðir við suðurströndina hlýtur að vera sú að hrygningarstofninn er minni, já miklu minni en talið er. Það er nú svo komið að aðeins lítill hluti hvers árgangs nær því að verða kynþroska. Stærsti hlutinn er drepinn sem smáfiskur 1,5 til 2ja kílóa þungur, og jafnvel smærri.<br>
Loðnuveiðarnar gengu hins vegar mjög vel og var afkoma þess flota góð, sérstaklega vegna þess hve mikið var fryst hér af loðnu, og hvað hrognakreistingin gaf góða raun. Á minni sjómannstíð reri ég í 36 vertíðir með þorskanet. héðan frá Eyjum. Engin þessara vertíða leið svo, að ekki fengist góður afli í einhvern tíma, á hinum fengsælu miðum við [[Þrídrangar|Þrídranga]], [[Einidrangur|Einidrang]] og seinni árin við [[Surtsey]], og oft var þar algert mok á blettum í lengri eða skemmri tíma, en í vetur fékkst þar aldrei í soðið, þó oft væri reynt. Auðvitað hafa menn af þessu þungar áhyggjur, og reyna að gera sér grein fyrir hvað valdi þessari þróun. Sumir telja ástæðuna þá, að fiskur forðist þessi mið, vegna þess að stór floti skafi hér botninn ár og síð, og fiskurinn hafi engna frið. Aðrir benda á ört stækkandi selastofn, og sér í lagi, geysilega fjölgun á útsel í Surtsey, og enn aðrir tala um smáfiskadráp. Trúlega hafa allir þessir þættir áhrif á fiskigöngur, og ég tel að við komumst ekki hjá því, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að taka þessi mál föstum tökum. Ég held t.d. að sú mikla fjölgun, sem orðin er á útselnum, og sem hlýtur að halda áfram, verði ekkert að gert, sé alveg stórhættuleg. Þessar skepnur lifa á fiski og þurfa mikið, þá er talið að beint samband sé á milli selagengdar og hringorma í fiski, en flestir vita hverju sá vágestur veldur. Einnig hlýtur sá urmull, sem orðinn er af þessum skepnum, að fæla allan fisk frá þeim svæðum, er þær leggja undir sig. Þegar svo fæðan verður of lítil á einu svæði hlýtur selurinn að leita nýrra og fengsælli miða, líkt og mannskepnan gerir. [[Sigurjón]] á [[Þórunn Sveinsdóttir VE|Þórunni Sveinsdóttur]] hefur í vetur fengið þrjá útseli í netin, tvo af þeim úti í Kanti, yfir 20 sjómílur frá landi, svo sýnt er að þessar skepnur fara víða. Ég held að þrátt fyrir alla náttúruverndarmenn og grænfriðunga verði nú þegar að gera einhverjar þær ráðstafanir, sem halda selastofninum í jafnvægi. Því ef heldur sem horfir, hlýtur að koma að því að baráttan um fiskinn standi á milli manns og sels, og svo getur farið að selurinn éti okkur út á gaddinn eins og gerst hefur í vetur hjá þeim er stunda Lofoten-mið. En þrátt fyrir allar botnsköfur og selafár, þá er enginn vafi á því að höfuðástæðan fyrir því að fiskur kemur ekki til hrygningar á sínar hefðbundnu slóðir við suðurströndina hlýtur að vera sú að hrygningarstofninn er minni, já miklu minni en talið er. Það er nú svo komið að aðeins lítill hluti hvers árgangs nær því að verða kynþroska. Stærsti hlutinn er drepinn sem smáfiskur 1,5 til 2ja kílóa þungur, og jafnvel smærri.
[[Mynd:Með sitt á hreinu SDBL. 1987.jpg|miðja|thumb|328x328dp|Með sitt á hreinu.]]
[[Mynd:Þvílíkt lostæti SDBL. 1987.jpg|miðja|thumb|333x333dp|Þvílíkt lostæti.]]
<br>
Fiskifræðingar telja að árgangarnir frá 1978 til 1982 hafi allir verið slakir,árgangurinn frá 1980 hafi að vísu verið í meðallagi, en allir hinir undir því. Það hefur því ekki verið neitt vandamál að ganga frá þeim, að mestu leyti, áður en kynþroska væri náð. Það er því ekkert óeðlilegt þó að hrygningarsvæðin séu steindauð. Nú er talið að árgangarnir frá 1983 og 1984 séu báðir sterkir, en hvað verða þeir það lengi? Þorskveiðin byggist að mestu á þessum árgöngum, og á eftir að gera það næstu árin. Langflestir þorskarnir, sem nú veiðast eru þriggja eða fjögurra ára og vigta 1,5 til 2 kíló slægðir. Nú á eftir að sækja í þessa árganga í tvö til þrjú ár, áður en þeir verða kynþroska.<br>
Fiskifræðingar telja að árgangarnir frá 1978 til 1982 hafi allir verið slakir,árgangurinn frá 1980 hafi að vísu verið í meðallagi, en allir hinir undir því. Það hefur því ekki verið neitt vandamál að ganga frá þeim, að mestu leyti, áður en kynþroska væri náð. Það er því ekkert óeðlilegt þó að hrygningarsvæðin séu steindauð. Nú er talið að árgangarnir frá 1983 og 1984 séu báðir sterkir, en hvað verða þeir það lengi? Þorskveiðin byggist að mestu á þessum árgöngum, og á eftir að gera það næstu árin. Langflestir þorskarnir, sem nú veiðast eru þriggja eða fjögurra ára og vigta 1,5 til 2 kíló slægðir. Nú á eftir að sækja í þessa árganga í tvö til þrjú ár, áður en þeir verða kynþroska.<br>
Hvað verða margir eftir þá til þess að viðhalda stofninum? Verða afdrif  þessara árganga ef til vill verri en sterka árgangsins frá 1976, sem aldrei skilaði sér á hrygningarsvæðin í neinu magni. Ég held að við komumst ekki hjá því, að taka þessi mál fastari tökum. en gert hefur verið. Það er auðvitað neyðarúrræði að þurfa að loka stórum veiðisvæðum í langan tíma, við það skapast ýmis vandamál. Það er einnig erfitt fyrir þjóð, sem lifir á fiskveiðum og vinnslu, að þurfa að draga mikið úr afla, og það hlýtur að skerða lífskjörin, nema hægt sé að auka verðmæti þess, sem veiða má. En hvað er til ráða. Það er flestra mál, að þorskstofninn sé mjög illa nýttur og að jafnvel sé um ofveiði að ræða og þar af leiðandi verði sem fyrst að grípa til róttækra verndunarráðstafana, þannig að ekki verði viðkomubrestur, því ef svo færi, þá yrði örugglega erfiðara að búa á okkar ágæta landi, hér eftir en hingað til.<br>
Hvað verða margir eftir þá til þess að viðhalda stofninum? Verða afdrif  þessara árganga ef til vill verri en sterka árgangsins frá 1976, sem aldrei skilaði sér á hrygningarsvæðin í neinu magni. Ég held að við komumst ekki hjá því, að taka þessi mál fastari tökum. en gert hefur verið. Það er auðvitað neyðarúrræði að þurfa að loka stórum veiðisvæðum í langan tíma, við það skapast ýmis vandamál. Það er einnig erfitt fyrir þjóð, sem lifir á fiskveiðum og vinnslu, að þurfa að draga mikið úr afla, og það hlýtur að skerða lífskjörin, nema hægt sé að auka verðmæti þess, sem veiða má. En hvað er til ráða. Það er flestra mál, að þorskstofninn sé mjög illa nýttur og að jafnvel sé um ofveiði að ræða og þar af leiðandi verði sem fyrst að grípa til róttækra verndunarráðstafana, þannig að ekki verði viðkomubrestur, því ef svo færi, þá yrði örugglega erfiðara að búa á okkar ágæta landi, hér eftir en hingað til.<br>
 
[[Mynd:Góður betri verstur SDBL. 1987.jpg|miðja|thumb|325x325dp|Góður, betri, verstur.]]
[[Mynd:Snemma beygist krókurinn SDBL. 1987.jpg|miðja|thumb|333x333dp|Snemma beygist krókurinn.]]
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 13. desember 2018 kl. 14:05

Hilmar Rósmundsson.


Vertíðarspjall


Vetrarvertíðin 1987 var að ýmsu leyti óvenjuleg. Veðrátta til sjósóknar var frábrugðin því, sem algengast er. Afli bátanna var misjafnari en oftast áður, og í vetur gekk bolfiskur tæpast á grunnslóð.
Árið hófst með sjómannaverkfalli, og var verið í viðræðum fram í miðjan janúar, en þá tókust samningar á milli nefnda, sem síðan voru samþykktir af viðkomandi félögum, og upp úr því hófst vertíðin. Veðráttan var óvenjuleg, sem fyrr segir, þar sem ágætis tíð var til sjósóknar bæði í janúar og febrúar. enda mikið róið.

Friðrik Benónýsson og Hilmar Rósmundsson.


Aflabrögðin lofuðu dágóðri vertíð, þar sem í lok janúar hafði borist á land álíka afli og í janúar 1986, þrátt fyrir verkfall hálfan mánuðinn, og í febrúar var aflinn nokkru meiri, en í sama mánuði árið áður, en þá fór að síga á ógæfuhliðina. Um mánaðamótin febrúar og mars lagðist hann í ótíð, með tilheyrandi umhleypingum, straumum og brimi, og helst sú veðrátta allan marsmánuð og verulegan hluta af apríl. og það sem verra var, þá kom það betur og betur í ljós, eftir því sem á leið, að sá fiskur, sem í mars og apríl átti að ganga hér á blettina og bleyðurnar í kringum Eyjar, samkvæmt venju lét aldrei sjá sig. Að vísu fengu sumir minni netabátanna ufsaglefsur dag og dag, hér austan Eyja, og eftir páska fengu þeir reitingsafla af blönduðum fiski á sömu miðum, en gjörsamlega virtist vonlaust að leggja netin á hin annars fengsælu hraun, hér vestan Eyja, þangað kom enginn fiskur á þessari vertíð, hvað sem veldur. Stærri netabátarnir sem áttu netin sín austur allan landgrunnskantinn allt út að Síðugrunni, fengu sumir hverjir ágætis afla, en greinilegt er að Kanturinn er ekki allur jafn gjöfull, því aldrei hefur aflamunurinn verið eins mikill, og á þessari vertíð. Togbátaflotinn varð mjög lítið var við þorsk og ýsu á Eyjamiðum. Hann lá mest á kolaskrapi, flutti aflann í gámum á enska markaðinn, og fékk yfirleitt gott verð, og má með sanni segja að það hafi bjargað bæði útgerð og áhöfn þeirra báta. Varla er hægt að miklast yfir afla togaranna, alla vega ekki yfir þorskafla þeirra.
Loðnuveiðarnar gengu hins vegar mjög vel og var afkoma þess flota góð, sérstaklega vegna þess hve mikið var fryst hér af loðnu, og hvað hrognakreistingin gaf góða raun. Á minni sjómannstíð reri ég í 36 vertíðir með þorskanet. héðan frá Eyjum. Engin þessara vertíða leið svo, að ekki fengist góður afli í einhvern tíma, á hinum fengsælu miðum við Þrídranga, Einidrang og seinni árin við Surtsey, og oft var þar algert mok á blettum í lengri eða skemmri tíma, en í vetur fékkst þar aldrei í soðið, þó oft væri reynt. Auðvitað hafa menn af þessu þungar áhyggjur, og reyna að gera sér grein fyrir hvað valdi þessari þróun. Sumir telja ástæðuna þá, að fiskur forðist þessi mið, vegna þess að stór floti skafi hér botninn ár og síð, og fiskurinn hafi engna frið. Aðrir benda á ört stækkandi selastofn, og sér í lagi, geysilega fjölgun á útsel í Surtsey, og enn aðrir tala um smáfiskadráp. Trúlega hafa allir þessir þættir áhrif á fiskigöngur, og ég tel að við komumst ekki hjá því, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að taka þessi mál föstum tökum. Ég held t.d. að sú mikla fjölgun, sem orðin er á útselnum, og sem hlýtur að halda áfram, verði ekkert að gert, sé alveg stórhættuleg. Þessar skepnur lifa á fiski og þurfa mikið, þá er talið að beint samband sé á milli selagengdar og hringorma í fiski, en flestir vita hverju sá vágestur veldur. Einnig hlýtur sá urmull, sem orðinn er af þessum skepnum, að fæla allan fisk frá þeim svæðum, er þær leggja undir sig. Þegar svo fæðan verður of lítil á einu svæði hlýtur selurinn að leita nýrra og fengsælli miða, líkt og mannskepnan gerir. Sigurjón á Þórunni Sveinsdóttur hefur í vetur fengið þrjá útseli í netin, tvo af þeim úti í Kanti, yfir 20 sjómílur frá landi, svo sýnt er að þessar skepnur fara víða. Ég held að þrátt fyrir alla náttúruverndarmenn og grænfriðunga verði nú þegar að gera einhverjar þær ráðstafanir, sem halda selastofninum í jafnvægi. Því ef heldur sem horfir, hlýtur að koma að því að baráttan um fiskinn standi á milli manns og sels, og svo getur farið að selurinn éti okkur út á gaddinn eins og gerst hefur í vetur hjá þeim er stunda Lofoten-mið. En þrátt fyrir allar botnsköfur og selafár, þá er enginn vafi á því að höfuðástæðan fyrir því að fiskur kemur ekki til hrygningar á sínar hefðbundnu slóðir við suðurströndina hlýtur að vera sú að hrygningarstofninn er minni, já miklu minni en talið er. Það er nú svo komið að aðeins lítill hluti hvers árgangs nær því að verða kynþroska. Stærsti hlutinn er drepinn sem smáfiskur 1,5 til 2ja kílóa þungur, og jafnvel smærri.

Með sitt á hreinu.
Þvílíkt lostæti.


Fiskifræðingar telja að árgangarnir frá 1978 til 1982 hafi allir verið slakir,árgangurinn frá 1980 hafi að vísu verið í meðallagi, en allir hinir undir því. Það hefur því ekki verið neitt vandamál að ganga frá þeim, að mestu leyti, áður en kynþroska væri náð. Það er því ekkert óeðlilegt þó að hrygningarsvæðin séu steindauð. Nú er talið að árgangarnir frá 1983 og 1984 séu báðir sterkir, en hvað verða þeir það lengi? Þorskveiðin byggist að mestu á þessum árgöngum, og á eftir að gera það næstu árin. Langflestir þorskarnir, sem nú veiðast eru þriggja eða fjögurra ára og vigta 1,5 til 2 kíló slægðir. Nú á eftir að sækja í þessa árganga í tvö til þrjú ár, áður en þeir verða kynþroska.
Hvað verða margir eftir þá til þess að viðhalda stofninum? Verða afdrif þessara árganga ef til vill verri en sterka árgangsins frá 1976, sem aldrei skilaði sér á hrygningarsvæðin í neinu magni. Ég held að við komumst ekki hjá því, að taka þessi mál fastari tökum. en gert hefur verið. Það er auðvitað neyðarúrræði að þurfa að loka stórum veiðisvæðum í langan tíma, við það skapast ýmis vandamál. Það er einnig erfitt fyrir þjóð, sem lifir á fiskveiðum og vinnslu, að þurfa að draga mikið úr afla, og það hlýtur að skerða lífskjörin, nema hægt sé að auka verðmæti þess, sem veiða má. En hvað er til ráða. Það er flestra mál, að þorskstofninn sé mjög illa nýttur og að jafnvel sé um ofveiði að ræða og þar af leiðandi verði sem fyrst að grípa til róttækra verndunarráðstafana, þannig að ekki verði viðkomubrestur, því ef svo færi, þá yrði örugglega erfiðara að búa á okkar ágæta landi, hér eftir en hingað til.

Góður, betri, verstur.
Snemma beygist krókurinn.