„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1970/ Hafvilla“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
<big><big><center>Hafvilla</center></big></big><br>
[[Mynd:Kristján Einarsson.png|250px|thumb|Kristján Einarsson.]]
[[Mynd:Kristján Einarsson.png|250px|thumb|Kristján Einarsson.]]
<small>FRÁSÖGN þessi er eftir [[Kristján Einarsson (Hvanneyri)|Kristján Einarsson]] [[Brekastígur|Brekastíg]] 21 hér í bæ. Hann var sjómaður um árabil, þar af formaður 14 til 15 vertíðir. Fæddur er Kristján 1906 og fluttist til Vestmannaeyja árið 1922; vinnur hann nú í Veiðarfæragerð Vestmannaeyja.</small><br>
VETRARVERTÍÐINA 1926 réðst ég á m/b Kára VE 123. Var Kári einn hinna minni báta, líklega 10 til 12 tonn. Voru eigendur bátsins [[Sigurður Þorsteinsson (Nýjabæ)|Sigurður Þorsteinsson]], [[Nýibær|Nýjabæ]]; [[Ólafur Eyjólfsson]], [[Garðsstaðir|Garðsstöðum]] og [[Kristján Jónsson (Heiðarbrún)|Kristján Jónsson]], [[Heiðarbrún]]. Kona Kristjáns var [[Elín Oddsdóttir (Heiðarbrún)|Elín Oddsdóttir]], og hjá þessum ágætu hjónum var ég til heimilis. Nokkur barna þeirra voru á heimilinu, þar á meðal [[Ólafur Á. Kristjánsson|Ólafur]], fyrrum bæjarstjóri; og var hann einn af skipverjum Kára þessa vertíð. Alls vorum við 7 á bátnum, en ekki man ég nöfn allra.<br>
Vélstjórinn hét Þóroddur, kallaður Doddi, ættaður austan af Fjörðum.<br>
Í Kára var Skandia-vél, en á henni var sá galli, að olíuverkið („regulatorinn“), var drifið með reim, borðareim, sem náði niður á sveifarás. Vegna þessa varð að gæta þess, að ekki væri sjór í bátnum að ráði, því að þá gat komið fyrir, að sjórinn skvettist á reimina, sem þá „snuðaði“, en gangur vélarinnar varð mjög óreglulegur. Var þá settur mulinn harpis á reimina. Hef ég þá skýrt frá dyntum vélarinnar.<br>
Það var liðið á vetrarvertíð, að mig minnir kominn seinni hluti marsmánaðar. Áttum við netin SSV af [[Einidrangur|Einidrang]].<br>
<center>---</center><br>
Nóttina áður en atburður sá gerðist, sem hér verður greint frá, dreymdi mig draum: Mér birtust þrjár hálfgerðar tröllkonur, glottu þær allar til mín og dustuðu pilsum sínum. Fannst mér þetta allt hálfmeinlegt, en ekki varð draumurinn lengri, því að ég vaknaði við, að bankað var í húsið, og var það kallmerki til sjóferðar. Á leið á miðin minntist ég á drauminn við strákana, en þeir hentu aðeins gaman að, og fekk ég að heyra það allan tímann, sem við drógum netin. Mér varð víst svarafátt við rausi þeirra, og voru svo netin afgreidd á venjulegan hátt og síðan haldið af stað heim.
Fórum við strákarnir fram í að fá okkur eitthvað í svanginn og spjölluðum um heimkomu, sem myndi verða um sjöleytið, og hvernig kvöldinu skyldi varið. Var þetta ekkert nýtt, enda allt ungir strákar, og ekki vantaði fjörið.<br>
Margt fer þó öðru vísi en ætlað er, og svo fór í þetta sinn. Veður var austsuðaustan kaldi og lítilsháttar væta, en lélegt skyggni. Ekki var þó ástæða til að ætla annað en allt yrði í lagi, þó var draumurinn og kerlingarnar að þvælast í huga mér allan daginn.<br>
Eitthvað um hjálf sjö fór ég upp og taldi víst, að við værum rétt komnir heim. Fór ég aftur fyrir stýrishús og skyggndist um. Brá mér hálfilla, er ekkert sást til lands. Kom nú Doddi til mín, og kom okkur saman um, að við ættum að vera á móts við [[Þrælaeiði|Eiðið]] og hlýrum því að vera villtir.<br>
Var nú klukkan orðin sjö, og hefðum við þá átt að vera komnir í höfn. Fór nú Doddi og talaði við „kallinn“ og sagði honum álit okkar. Ekki vildi hann samþykkja það og við það sat. Var haldið óbreyttri stefnu. Var þetta ekki beinlínis þægileg tilfinning, og var Doddi farinn að óróast. Fann ég að hann sagði minna um ástandið en efni stóðu til, enda var hann orðvar og prúður maður. Hann var næstur formanninum að aldri eða um 25 ára og hafði því meiri þekkingu á því, sem var að gerast, en við strákarnir. Þegar um klukkutími var liðinn, frá því að Doddi talaði við „kallinn“, vindur hann sér inn í stýrishús, og heyrði ég allharðar samræður. Ekki var þó breytt um stefnu, og um hálftíma síðar sáum við, að mótaði fyrir fallandi sjó. Kallaði Doddi þá allharkalega til karlsins að setja stýrið hart í stjór, því að brotsjór væri aftan við bátinn. Gerði hann það strax, og tókst svo lánlega til að bátnum tókst að hálsa brotið, þegar það skall á okkur, en við það reis báturinn upp á endann, og rann þá sjór aftur í vélarrúmið og yfir reimina á olíuverkinu. Var þá ekki að sökum að spyrja, að reimin snuðaði. Doddi snaraðist niður, en kallaði til mín um leið að sækja harpis, en hann þurfti ég að mylja smátt, svo að hann kæmi að fullum notum. Varla var ég kominn niðri í lúkar fyrr en strákarnir spurðu, hvað gengi á, en ég svaraði, að nú væri eín af tröllkerlingunum komin. Flýtti ég mér sem mest ég márti, enda vissi ég, að mikið lá við.<br>
Með aðra hönd á olíudælunni serti Doddi harpisinn á reimina, og tók vélin þá strax við sér. Einhver þægindi fóru um mann, og fór ég nú aftur fyrir stýrishús. Ég horfði fram fyrir, sá ekkert, en fann, að vindur var kominn á stjór, eða á sama borð og vindur hafði verið alla leiðina. Þetta þýddi auðvitað, að stefna var aftur til lands, og fór sem elding um huga minn hvort slys yrði ekki umflúið. í sömu andrá kom Doddi til mín. Við litum aftur og sáum þá annan brotsjó; augnablik var þetta lamandi, en svo snaraðist Doddi inn í stýrishús og þreif í stýrishjólið, sem ekki varð þokað, og hafði það ekki verið hreyft, síðan fyrra brotið lenti á okkur. Var nú ekki annað að gera en vona, að við yrðum komnir nógu langt til að mæta brotinu, svo að allt færi vel og vélin myndi standast átakið.<br>
Kom nú brotið æðandi, og vorum við nú verr staddir en í hið fyrra sinn. Ailt fór þó vel, og hélt vélin gangi sínum. Sjaldan er þó ein báran stök; vorum við rétt að losna úr þessu ólagi, er ég sá annað.<br>
Lét ég Dodda vita, því að hann var nú kyrr við stýrið. Var þetta brotið sýnilega stærst og erfiðast viðureignar. Vonuðum við hið besta, og var næstum óskiljanlegt hvernig blessaður báturinn braust í gegnum brotið, og þökk sé þeim, sem hlífði.<br>
Var nú haldið út frá þessum leiðinda stað, og taldi ég öllu lokið af þessu tagi, enda draumurinn kominn fram. Við Doddi álitum, að við værum staddir langt vestur með landi, töldum við vindstöðu hina sömu og áður og fannst því réttast að hafa vind um eða rétt framan við bakborðsvant. Talaði Doddi um þetta við „karlinn“, sem nú hafði náð sér. Ekki var hann þessu að öllu samþykkur, en þó héldum við þessari stefnu áfram, uns við sáum ljós langtum austar og dýpra.<br>
Reyndist þetta vera togari og ætluðum við að ná tali af honum og fá stefnuna á Eyjar, en við munum hafa verið komnir um of í leið togarans, því að hann snarbeygði frá okkur, og var því úti þessi vonin. Eftir um það bil hálftíma eygðum við annað ljós, en nú beint framundan.<br>
Dró fljótt saman. Þegar skipið var rétt komið að okkur, var allt uppljómað af sterku kastljósi, og vissum við þá, hvett skipið myndi vera; okkar kæri Þór, sem var að leita að okkur.<br>
Kom hann rétt til okkar og sagði okkur, að við værum 5 sjómílur norðvestur af Þrídröngiim. Keyrði Þór síðan með okkur um stund og kom okkur á rétta stefnu og hélt svo sína leið vestur eftir.<br>
Við töldum nú öllu okkar stríði lokið, og slaknaði nú á taugum, en því meir fundum við til þreytu. Styttist nú óðum, og aldrei fór það svo, að við fyndum ekki blessaðar Eyjarnar. En þegar við etum komnir heim undir Eiði, þá stoppar vélin. Þetta var í fyrsm sem hálfgett kjaftshögg, en reyndist ekki annað en olíuleysi. Við áttum 25 lítra btúsa í afturlestinni með varaolíu, og. þegar bætt hafði vetið á tankinn, komst vélin brátt í gang.<br>
Einhverjir voru á bryggjunni, þegar við kom-um að, þar á meðal Ólafur á Garðstöðum, og var okkut vel fagnað. Var þá klukkan langt í þrjú eftir miðnætti. Sennilega hefur mikil kompásskekkja og ef til vill segultruflanir valdið hafvillu þessari. Fót hér betur en á horfðist, en merkilega vel kom draumurinn um tröllkonurna: þrjár fram.<br>
''Kristján Einarsson''<br>
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 22. mars 2018 kl. 14:52

Hafvilla


Kristján Einarsson.

FRÁSÖGN þessi er eftir Kristján Einarsson Brekastíg 21 hér í bæ. Hann var sjómaður um árabil, þar af formaður 14 til 15 vertíðir. Fæddur er Kristján 1906 og fluttist til Vestmannaeyja árið 1922; vinnur hann nú í Veiðarfæragerð Vestmannaeyja.

VETRARVERTÍÐINA 1926 réðst ég á m/b Kára VE 123. Var Kári einn hinna minni báta, líklega 10 til 12 tonn. Voru eigendur bátsins Sigurður Þorsteinsson, Nýjabæ; Ólafur Eyjólfsson, Garðsstöðum og Kristján Jónsson, Heiðarbrún. Kona Kristjáns var Elín Oddsdóttir, og hjá þessum ágætu hjónum var ég til heimilis. Nokkur barna þeirra voru á heimilinu, þar á meðal Ólafur, fyrrum bæjarstjóri; og var hann einn af skipverjum Kára þessa vertíð. Alls vorum við 7 á bátnum, en ekki man ég nöfn allra.
Vélstjórinn hét Þóroddur, kallaður Doddi, ættaður austan af Fjörðum.
Í Kára var Skandia-vél, en á henni var sá galli, að olíuverkið („regulatorinn“), var drifið með reim, borðareim, sem náði niður á sveifarás. Vegna þessa varð að gæta þess, að ekki væri sjór í bátnum að ráði, því að þá gat komið fyrir, að sjórinn skvettist á reimina, sem þá „snuðaði“, en gangur vélarinnar varð mjög óreglulegur. Var þá settur mulinn harpis á reimina. Hef ég þá skýrt frá dyntum vélarinnar.
Það var liðið á vetrarvertíð, að mig minnir kominn seinni hluti marsmánaðar. Áttum við netin SSV af Einidrang.

---


Nóttina áður en atburður sá gerðist, sem hér verður greint frá, dreymdi mig draum: Mér birtust þrjár hálfgerðar tröllkonur, glottu þær allar til mín og dustuðu pilsum sínum. Fannst mér þetta allt hálfmeinlegt, en ekki varð draumurinn lengri, því að ég vaknaði við, að bankað var í húsið, og var það kallmerki til sjóferðar. Á leið á miðin minntist ég á drauminn við strákana, en þeir hentu aðeins gaman að, og fekk ég að heyra það allan tímann, sem við drógum netin. Mér varð víst svarafátt við rausi þeirra, og voru svo netin afgreidd á venjulegan hátt og síðan haldið af stað heim. Fórum við strákarnir fram í að fá okkur eitthvað í svanginn og spjölluðum um heimkomu, sem myndi verða um sjöleytið, og hvernig kvöldinu skyldi varið. Var þetta ekkert nýtt, enda allt ungir strákar, og ekki vantaði fjörið.
Margt fer þó öðru vísi en ætlað er, og svo fór í þetta sinn. Veður var austsuðaustan kaldi og lítilsháttar væta, en lélegt skyggni. Ekki var þó ástæða til að ætla annað en allt yrði í lagi, þó var draumurinn og kerlingarnar að þvælast í huga mér allan daginn.
Eitthvað um hjálf sjö fór ég upp og taldi víst, að við værum rétt komnir heim. Fór ég aftur fyrir stýrishús og skyggndist um. Brá mér hálfilla, er ekkert sást til lands. Kom nú Doddi til mín, og kom okkur saman um, að við ættum að vera á móts við Eiðið og hlýrum því að vera villtir.
Var nú klukkan orðin sjö, og hefðum við þá átt að vera komnir í höfn. Fór nú Doddi og talaði við „kallinn“ og sagði honum álit okkar. Ekki vildi hann samþykkja það og við það sat. Var haldið óbreyttri stefnu. Var þetta ekki beinlínis þægileg tilfinning, og var Doddi farinn að óróast. Fann ég að hann sagði minna um ástandið en efni stóðu til, enda var hann orðvar og prúður maður. Hann var næstur formanninum að aldri eða um 25 ára og hafði því meiri þekkingu á því, sem var að gerast, en við strákarnir. Þegar um klukkutími var liðinn, frá því að Doddi talaði við „kallinn“, vindur hann sér inn í stýrishús, og heyrði ég allharðar samræður. Ekki var þó breytt um stefnu, og um hálftíma síðar sáum við, að mótaði fyrir fallandi sjó. Kallaði Doddi þá allharkalega til karlsins að setja stýrið hart í stjór, því að brotsjór væri aftan við bátinn. Gerði hann það strax, og tókst svo lánlega til að bátnum tókst að hálsa brotið, þegar það skall á okkur, en við það reis báturinn upp á endann, og rann þá sjór aftur í vélarrúmið og yfir reimina á olíuverkinu. Var þá ekki að sökum að spyrja, að reimin snuðaði. Doddi snaraðist niður, en kallaði til mín um leið að sækja harpis, en hann þurfti ég að mylja smátt, svo að hann kæmi að fullum notum. Varla var ég kominn niðri í lúkar fyrr en strákarnir spurðu, hvað gengi á, en ég svaraði, að nú væri eín af tröllkerlingunum komin. Flýtti ég mér sem mest ég márti, enda vissi ég, að mikið lá við.
Með aðra hönd á olíudælunni serti Doddi harpisinn á reimina, og tók vélin þá strax við sér. Einhver þægindi fóru um mann, og fór ég nú aftur fyrir stýrishús. Ég horfði fram fyrir, sá ekkert, en fann, að vindur var kominn á stjór, eða á sama borð og vindur hafði verið alla leiðina. Þetta þýddi auðvitað, að stefna var aftur til lands, og fór sem elding um huga minn hvort slys yrði ekki umflúið. í sömu andrá kom Doddi til mín. Við litum aftur og sáum þá annan brotsjó; augnablik var þetta lamandi, en svo snaraðist Doddi inn í stýrishús og þreif í stýrishjólið, sem ekki varð þokað, og hafði það ekki verið hreyft, síðan fyrra brotið lenti á okkur. Var nú ekki annað að gera en vona, að við yrðum komnir nógu langt til að mæta brotinu, svo að allt færi vel og vélin myndi standast átakið.
Kom nú brotið æðandi, og vorum við nú verr staddir en í hið fyrra sinn. Ailt fór þó vel, og hélt vélin gangi sínum. Sjaldan er þó ein báran stök; vorum við rétt að losna úr þessu ólagi, er ég sá annað.
Lét ég Dodda vita, því að hann var nú kyrr við stýrið. Var þetta brotið sýnilega stærst og erfiðast viðureignar. Vonuðum við hið besta, og var næstum óskiljanlegt hvernig blessaður báturinn braust í gegnum brotið, og þökk sé þeim, sem hlífði.
Var nú haldið út frá þessum leiðinda stað, og taldi ég öllu lokið af þessu tagi, enda draumurinn kominn fram. Við Doddi álitum, að við værum staddir langt vestur með landi, töldum við vindstöðu hina sömu og áður og fannst því réttast að hafa vind um eða rétt framan við bakborðsvant. Talaði Doddi um þetta við „karlinn“, sem nú hafði náð sér. Ekki var hann þessu að öllu samþykkur, en þó héldum við þessari stefnu áfram, uns við sáum ljós langtum austar og dýpra.
Reyndist þetta vera togari og ætluðum við að ná tali af honum og fá stefnuna á Eyjar, en við munum hafa verið komnir um of í leið togarans, því að hann snarbeygði frá okkur, og var því úti þessi vonin. Eftir um það bil hálftíma eygðum við annað ljós, en nú beint framundan.
Dró fljótt saman. Þegar skipið var rétt komið að okkur, var allt uppljómað af sterku kastljósi, og vissum við þá, hvett skipið myndi vera; okkar kæri Þór, sem var að leita að okkur.
Kom hann rétt til okkar og sagði okkur, að við værum 5 sjómílur norðvestur af Þrídröngiim. Keyrði Þór síðan með okkur um stund og kom okkur á rétta stefnu og hélt svo sína leið vestur eftir.
Við töldum nú öllu okkar stríði lokið, og slaknaði nú á taugum, en því meir fundum við til þreytu. Styttist nú óðum, og aldrei fór það svo, að við fyndum ekki blessaðar Eyjarnar. En þegar við etum komnir heim undir Eiði, þá stoppar vélin. Þetta var í fyrsm sem hálfgett kjaftshögg, en reyndist ekki annað en olíuleysi. Við áttum 25 lítra btúsa í afturlestinni með varaolíu, og. þegar bætt hafði vetið á tankinn, komst vélin brátt í gang.
Einhverjir voru á bryggjunni, þegar við kom-um að, þar á meðal Ólafur á Garðstöðum, og var okkut vel fagnað. Var þá klukkan langt í þrjú eftir miðnætti. Sennilega hefur mikil kompásskekkja og ef til vill segultruflanir valdið hafvillu þessari. Fót hér betur en á horfðist, en merkilega vel kom draumurinn um tröllkonurna: þrjár fram.

Kristján Einarsson