„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1986/Lofkvæði um fýlinn“: Munur á milli breytinga
StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''Lofkvæði um fýlinn'''</big></big></center><br> Tilefni kvæðisins var það að ég leit út fyrir borðstokkinn og sá það sem varla getur talist óvenjul...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<center><big><big>'''Lofkvæði um fýlinn'''</big></big></center><br> | <center><big><big>'''Lofkvæði um fýlinn'''</big></big></center><br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-31 at 09.10.51.png|300px|thumb]] | |||
Tilefni kvæðisins var það að ég leit út fyrir borðstokkinn og sá það sem varla getur talist óvenjuleg sjón hjá sjómönnum þeim sem togveiðar stunda, nefnilega aragrúa af „fýl". Kom þá fram í huga minn hve lífsbarátta þessa harða og duglega fugls virðist falla eftir sama farvegi og barátta sjómannsins: Matföngin, ástin og hið víðáttumikla og vanstillta haf. Einnig hve þessi fiðraði vinur okkar hressir oft upp á umhverfið þegar hann í illviðrum og byljum er eina sjáanlega lífveran sem heldur við okkur órofa tryggð og vissulega yrði okkur ekki vel við ef hann hyrfi af sjónarsviðinu.<br> | Tilefni kvæðisins var það að ég leit út fyrir borðstokkinn og sá það sem varla getur talist óvenjuleg sjón hjá sjómönnum þeim sem togveiðar stunda, nefnilega aragrúa af „fýl". Kom þá fram í huga minn hve lífsbarátta þessa harða og duglega fugls virðist falla eftir sama farvegi og barátta sjómannsins: Matföngin, ástin og hið víðáttumikla og vanstillta haf. Einnig hve þessi fiðraði vinur okkar hressir oft upp á umhverfið þegar hann í illviðrum og byljum er eina sjáanlega lífveran sem heldur við okkur órofa tryggð og vissulega yrði okkur ekki vel við ef hann hyrfi af sjónarsviðinu.<br> | ||
Núverandi breyting frá og með 31. ágúst 2017 kl. 09:24
Tilefni kvæðisins var það að ég leit út fyrir borðstokkinn og sá það sem varla getur talist óvenjuleg sjón hjá sjómönnum þeim sem togveiðar stunda, nefnilega aragrúa af „fýl". Kom þá fram í huga minn hve lífsbarátta þessa harða og duglega fugls virðist falla eftir sama farvegi og barátta sjómannsins: Matföngin, ástin og hið víðáttumikla og vanstillta haf. Einnig hve þessi fiðraði vinur okkar hressir oft upp á umhverfið þegar hann í illviðrum og byljum er eina sjáanlega lífveran sem heldur við okkur órofa tryggð og vissulega yrði okkur ekki vel við ef hann hyrfi af sjónarsviðinu.
Ég dái þig vængjaði vinur þú verðskuldar lof mitt og hrós. Við kynnumst þér ungir að árum sem útþráin leiðir til sjós.
Þú skartar ei litanna Ijóma og lítið er enn um þig skráð. En lífinu lifir með sóma og leggst ekki á annarra bráð.
Ef fiskur í fleytu er dreginn því fylgist af áhuga með. Ef til vill byrja þeir aðgerð annað eins hefur nú skeð.
Í þér af ánægju hlakkar þú ýtir þér svolítið nær. A lifrinni lystugur smakkar og litla hjartað þitt hlær.
Á úthafsins brimsöltu bárum blundar þú dreymandi rótt. Í flugið að morgni til fanga færð þú í vængina þrótt.
Þótt ískaldur gnauði um þig gjóstur gleymist ei ástkonan heit. Eggtíð og ungbarnafóstur og endalaus matfangaleit.
Þú trúir á mátt þinn og megin og matföngin, lifur og slor. Þú elskar af einlægum huga hið íslenska sólbjarta vor. Og litla kotið þitt kæra á kletti viðnyrsta haf. Og þessvegna þurftirðu að læra að þrauka veturinn af.
Þú flýgur um fengsœlust miðin og friðsemd úr augum þér skín. í særoki, önnum og amstri indæl er nærvera þín. Með trollið í tætlum og henglum sú tilhugsun dásamleg er að vita af úthafsins englum alltaf í fylgd með sér.