„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2002/ Starf vélstjórnarbrautar Framhaldsskólans 2001-2002“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(6 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Gísli Eiríksson | '''Gísli Eiríksson''' | ||
'''Starf vélstjórnarbrautar Framhaldsskólans 2001-2002''' | |||
[[Mynd:Gísli Sig. Eiríksson.png|250px|center|thumb|Gísli Eiríksson]] [[Mynd:Í vélarrúmi Hugins.png|250px|thumb|Í vélarúmi Hugins. F.v. Willum Andersen yfirvélstjóri, Pato og Roberto. Myndin tekin í Chile á byggingartíma skipsins]] | |||
Starf vélstjórnarbrautar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum hófst með formlegum hætti þann 30. ágúst en skólinn var settur 24 ágúst. Boðið var upp á nám vélavarða og lokaáfanga til II. stigs. | Starf vélstjórnarbrautar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum hófst með formlegum hætti þann 30. ágúst en skólinn var settur 24 ágúst. Boðið var upp á nám vélavarða og lokaáfanga til II. stigs. | ||
Kennarar í faggreinum vélstjóra voru tveir, þeir [[Karl G. Marteinsson]] sem kenndi verklegar greinar eins og mörg undanfarin ár og [[Gísli S. Eiríksson]], sem kom nýr að skólanum í haust, kenndi bóklegar faggreinar. | Kennarar í faggreinum vélstjóra voru tveir, þeir [[Karl G. Marteinsson]] sem kenndi verklegar greinar eins og mörg undanfarin ár og [[Gísli S. Eiríksson]], sem kom nýr að skólanum í haust, kenndi bóklegar faggreinar. | ||
Á haustönn voru skráðir á vélavarðabraut 13 nemendur og að auki tveir starfandi sjómenn í svokallaðan P áfanga, þ.e. lásu að hluta utanskóla en sátu tíma í öllum fríum. Einnig voru tveir vélvirkjanemar sem tóku fyrstu tvo áfangana í vélstjórn. I lokaáfanga faggreina II. stigs voru þrír nemendur. | Á haustönn voru skráðir á vélavarðabraut 13 nemendur og að auki tveir starfandi sjómenn í svokallaðan P áfanga, þ.e. lásu að hluta utanskóla en sátu tíma í öllum fríum. Einnig voru tveir vélvirkjanemar sem tóku fyrstu tvo áfangana í vélstjórn. I lokaáfanga faggreina II. stigs voru þrír nemendur. | ||
Önninni lauk svo þann 15. des. og útskrifuðust níu af vélaverði og þrír luku fagáföngum af II. stigi. | Önninni lauk svo þann 15. des. og útskrifuðust níu af vélaverði og þrír luku fagáföngum af II. stigi. | ||
Á vorönn hófst starfið svo þann 4. jan. og eru sjö af þeim nemendum, sem luku vélavarðanámi á haustönn, við nám í fyrsta áfanga til II. stigs, auk eins vélvirkjanema í vélfræðiáfanganum. | Á vorönn hófst starfið svo þann 4. jan. og eru sjö af þeim nemendum, sem luku vélavarðanámi á haustönn, við nám í fyrsta áfanga til II. stigs, auk eins vélvirkjanema í vélfræðiáfanganum. | ||
Ýmsar uppákomur hafa verið í vélstjóranáminu þetta skólaárið. M.a. fóru II. stigs nemar í skoðunarferð um borð í m/s Helgafell og skoðuðu vélbúnað þess undir leiðsögn yfirvélstjóra skipsins. | Ýmsar uppákomur hafa verið í vélstjóranáminu þetta skólaárið. M.a. fóru II. stigs nemar í skoðunarferð um borð í m/s Helgafell og skoðuðu vélbúnað þess undir leiðsögn yfirvélstjóra skipsins. | ||
Lína 11: | Lína 14: | ||
Þá var farin ein ferð fram og til baka með Herjólfi til að kynnast störfum vélstjóra. Nemendur tóku meðal annars þátt í vélstjórastörfunum um borð undir dyggri leiðsögn og umsjón vélstjóranna jafnframt því sem hin ýmsu skipskerfi voru skoðuð nánar og ýmsar prófanir gerðar við eðlilegar aðstæður. | Þá var farin ein ferð fram og til baka með Herjólfi til að kynnast störfum vélstjóra. Nemendur tóku meðal annars þátt í vélstjórastörfunum um borð undir dyggri leiðsögn og umsjón vélstjóranna jafnframt því sem hin ýmsu skipskerfi voru skoðuð nánar og ýmsar prófanir gerðar við eðlilegar aðstæður. | ||
Talsverðar breytingar hafa verið undanfarin ár varðandi hönnun og framleiðslu á vélum og olíum og þá sérstaklega hvað varðar kröfur um minni mengun. Samfara þessu hafa komið upp ný vandamál við rekstur vélanna. Því var óskað eftir því við [[Lúðvík Björgvinsson]] frá Skeljungi að hann kæmi í skólann og upplýsti menn um það helsta sem væri að gerast á þessu sviði í dag og varð hann góðfúslega við því. | Talsverðar breytingar hafa verið undanfarin ár varðandi hönnun og framleiðslu á vélum og olíum og þá sérstaklega hvað varðar kröfur um minni mengun. Samfara þessu hafa komið upp ný vandamál við rekstur vélanna. Því var óskað eftir því við [[Lúðvík Björgvinsson]] frá Skeljungi að hann kæmi í skólann og upplýsti menn um það helsta sem væri að gerast á þessu sviði í dag og varð hann góðfúslega við því. | ||
Geisli raftækjavinnustofa hefur til margra ára veitt viðurkenningu þeim nemanda sem nær bestum árangri í rafmagnsfræði. Að þessu sinni kom það í hlut Sæþórs Gunnarssonar og hlaut hann vandaðan fjölsviðsmæli. Hann náði einnig bestum árangri í vélfræðigreinum og hlýtur því vélstjóraúrið fra Vélstjórafélaginu | Geisli raftækjavinnustofa hefur til margra ára veitt viðurkenningu þeim nemanda sem nær bestum árangri í rafmagnsfræði. Að þessu sinni kom það í hlut Sæþórs Gunnarssonar og hlaut hann vandaðan fjölsviðsmæli. Hann náði einnig bestum árangri í vélfræðigreinum og hlýtur því vélstjóraúrið fra Vélstjórafélaginu | ||
Til stóð að halda vélgæslunámskeið fyrir smábátasjómenn en það reyndist ekki unnt þar sem verið er að endurskoða kröfur um það og því ekki heimilt að halda slík námskeið. | Til stóð að halda vélgæslunámskeið fyrir smábátasjómenn en það reyndist ekki unnt þar sem verið er að endurskoða kröfur um það og því ekki heimilt að halda slík námskeið. | ||
Undanfarið hefur átt sér stað mjög ánægjuleg þróun hér í Vestmannaeyjum þar sem kraftmiklir og framsýnir útgerðarmenn hafa fjárfest í nýjum og afkastamiklum skipum sem útbúin eru þeim fullkomnasta vél- og tæknibúnaði sem völ er á í dag, flóknum búnaði sem kostar tugi miljóna og mistök eða þekkingarleysi við meðferð hans geta reynst verulega kostnaðarsöm. Á þessi skip og til að þjóna þeim þarf því menn með víðtæka þekkingu og þar getur Framhaldsskólinn lagt til grunninn. Með tilkomu verknámsálfu skólans batnaði til muna öll aðstaða til kennslu í sjómanna- og iðngreinum og verður hann að teljast sæmilega vel búinn til kennslu í þeim fræðum. Þokkalega hefur gengið að halda úti vélstjórnarnáminu undanfarin misseri en ekki má mikið út af bera og er reyndar undarlegt að ungt fólk skuli ekki sækja meira í verknámið en raun er á. Atvinnumöguleikar iðn- og tæknimenntaðs fólks hljóta að fara vaxandi í framtíðinni því tæknimenntað fólk þarf jú til að sjá um og viðhalda vélunum sem smám saman eru að leysa mannshöndina af hólmi. | Undanfarið hefur átt sér stað mjög ánægjuleg þróun hér í Vestmannaeyjum þar sem kraftmiklir og framsýnir útgerðarmenn hafa fjárfest í nýjum og afkastamiklum skipum sem útbúin eru þeim fullkomnasta vél- og tæknibúnaði sem völ er á í dag, flóknum búnaði sem kostar tugi miljóna og mistök eða þekkingarleysi við meðferð hans geta reynst verulega kostnaðarsöm. Á þessi skip og til að þjóna þeim þarf því menn með víðtæka þekkingu og þar getur Framhaldsskólinn lagt til grunninn. Með tilkomu verknámsálfu skólans batnaði til muna öll aðstaða til kennslu í sjómanna- og iðngreinum og verður hann að teljast sæmilega vel búinn til kennslu í þeim fræðum. Þokkalega hefur gengið að halda úti vélstjórnarnáminu undanfarin misseri en ekki má mikið út af bera og er reyndar undarlegt að ungt fólk skuli ekki sækja meira í verknámið en raun er á. Atvinnumöguleikar iðn- og tæknimenntaðs fólks hljóta að fara vaxandi í framtíðinni því tæknimenntað fólk þarf jú til að sjá um og viðhalda vélunum sem smám saman eru að leysa mannshöndina af hólmi. | ||
Að lokum viljum við í Framhaldsskólanum óska sjómönnum velfarnaðar í starfi og til hamingju með daginn. | Að lokum viljum við í Framhaldsskólanum óska sjómönnum velfarnaðar í starfi og til hamingju með daginn. | ||
Gísli Sig. Eiríksson, | Gísli Sig. Eiríksson, vélfræðingur | ||
[[Mynd:Úr vélarrúmi Stíganda.png|500px|center|thumb|Úr vélarúmi Stíganda. Vélartegund MAN B&W. 2800 hestöfl]] | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 21. ágúst 2017 kl. 14:05
Gísli Eiríksson
Starf vélstjórnarbrautar Framhaldsskólans 2001-2002
Starf vélstjórnarbrautar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum hófst með formlegum hætti þann 30. ágúst en skólinn var settur 24 ágúst. Boðið var upp á nám vélavarða og lokaáfanga til II. stigs. Kennarar í faggreinum vélstjóra voru tveir, þeir Karl G. Marteinsson sem kenndi verklegar greinar eins og mörg undanfarin ár og Gísli S. Eiríksson, sem kom nýr að skólanum í haust, kenndi bóklegar faggreinar.
Á haustönn voru skráðir á vélavarðabraut 13 nemendur og að auki tveir starfandi sjómenn í svokallaðan P áfanga, þ.e. lásu að hluta utanskóla en sátu tíma í öllum fríum. Einnig voru tveir vélvirkjanemar sem tóku fyrstu tvo áfangana í vélstjórn. I lokaáfanga faggreina II. stigs voru þrír nemendur. Önninni lauk svo þann 15. des. og útskrifuðust níu af vélaverði og þrír luku fagáföngum af II. stigi.
Á vorönn hófst starfið svo þann 4. jan. og eru sjö af þeim nemendum, sem luku vélavarðanámi á haustönn, við nám í fyrsta áfanga til II. stigs, auk eins vélvirkjanema í vélfræðiáfanganum. Ýmsar uppákomur hafa verið í vélstjóranáminu þetta skólaárið. M.a. fóru II. stigs nemar í skoðunarferð um borð í m/s Helgafell og skoðuðu vélbúnað þess undir leiðsögn yfirvélstjóra skipsins. Um miðjan september fóru vélavarðanemar að vanda í vikutíma um borð í Sæbjörgina til náms í Slysavarnaskóla sjómanna. Þá var farin ein ferð fram og til baka með Herjólfi til að kynnast störfum vélstjóra. Nemendur tóku meðal annars þátt í vélstjórastörfunum um borð undir dyggri leiðsögn og umsjón vélstjóranna jafnframt því sem hin ýmsu skipskerfi voru skoðuð nánar og ýmsar prófanir gerðar við eðlilegar aðstæður. Talsverðar breytingar hafa verið undanfarin ár varðandi hönnun og framleiðslu á vélum og olíum og þá sérstaklega hvað varðar kröfur um minni mengun. Samfara þessu hafa komið upp ný vandamál við rekstur vélanna. Því var óskað eftir því við Lúðvík Björgvinsson frá Skeljungi að hann kæmi í skólann og upplýsti menn um það helsta sem væri að gerast á þessu sviði í dag og varð hann góðfúslega við því.
Geisli raftækjavinnustofa hefur til margra ára veitt viðurkenningu þeim nemanda sem nær bestum árangri í rafmagnsfræði. Að þessu sinni kom það í hlut Sæþórs Gunnarssonar og hlaut hann vandaðan fjölsviðsmæli. Hann náði einnig bestum árangri í vélfræðigreinum og hlýtur því vélstjóraúrið fra Vélstjórafélaginu Til stóð að halda vélgæslunámskeið fyrir smábátasjómenn en það reyndist ekki unnt þar sem verið er að endurskoða kröfur um það og því ekki heimilt að halda slík námskeið.
Undanfarið hefur átt sér stað mjög ánægjuleg þróun hér í Vestmannaeyjum þar sem kraftmiklir og framsýnir útgerðarmenn hafa fjárfest í nýjum og afkastamiklum skipum sem útbúin eru þeim fullkomnasta vél- og tæknibúnaði sem völ er á í dag, flóknum búnaði sem kostar tugi miljóna og mistök eða þekkingarleysi við meðferð hans geta reynst verulega kostnaðarsöm. Á þessi skip og til að þjóna þeim þarf því menn með víðtæka þekkingu og þar getur Framhaldsskólinn lagt til grunninn. Með tilkomu verknámsálfu skólans batnaði til muna öll aðstaða til kennslu í sjómanna- og iðngreinum og verður hann að teljast sæmilega vel búinn til kennslu í þeim fræðum. Þokkalega hefur gengið að halda úti vélstjórnarnáminu undanfarin misseri en ekki má mikið út af bera og er reyndar undarlegt að ungt fólk skuli ekki sækja meira í verknámið en raun er á. Atvinnumöguleikar iðn- og tæknimenntaðs fólks hljóta að fara vaxandi í framtíðinni því tæknimenntað fólk þarf jú til að sjá um og viðhalda vélunum sem smám saman eru að leysa mannshöndina af hólmi. Að lokum viljum við í Framhaldsskólanum óska sjómönnum velfarnaðar í starfi og til hamingju með daginn. Gísli Sig. Eiríksson, vélfræðingur