„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2002/ „Legg þú á djúpið““: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Halldór Gunnarsson''' <big><big>''',,Legg þú á djúpið"'''</big></big> Allt virðist vera háð breytingum og framförum. Ný tækni og meiri hraði. Ný viðhorf með endur...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 3: | Lína 3: | ||
<big><big>''',,Legg þú á djúpið"'''</big></big> | <big><big>''',,Legg þú á djúpið"'''</big></big> | ||
Allt virðist vera háð breytingum og framförum. Ný tækni og meiri hraði. Ný viðhorf með endurnýjuðum möguleikum til að hagnast meira, veiða meira og hraðar, kaupa eða leigja kvóta, byggja stærra, búa við landbúnað með miklu stærri bú, heyja með enn nýrri tækni og mjólka með alsjálvirkum mjaltaþjóni. <br>Hraðinn og endurnýjunin virðist vera að ná til lífs okkar, þannig að við höfum ekki tíma til að lifa daginn til að eldast, til að þroskast, til að mannast og vera eða verða maður. Við sjáum þetta allt í kring um okkur, í tölvuleikjum barnanna, sjónvarpsmyndunum sem unglingarnir lifa fyrir og reyna að upplifa í eigin lífi og síðan í lífsmunstri okkar sjálfra, þar sem við virðumst halda að allt sé hægt að gera aftur vegna tækifæranna og hraðans. Kaupa nýtt hús, nýja húsmuni, nýtt skip, nýjan bíl, nýjan traktor, nýja tölvu, nýjan maka, nýja fjölskyldu og nýtt líf.<br> | Allt virðist vera háð breytingum og framförum. Ný tækni og meiri hraði. Ný viðhorf með endurnýjuðum möguleikum til að hagnast meira, veiða meira og hraðar, kaupa eða leigja kvóta, byggja stærra, búa [[Mynd:Séra Halldór Gunnarsson í Krosskirkju.png|250px|thumb|Séra Halldór Gunnarsson í Krosskirkju við altaristöfluna, sem er sú elsta í Rangárþingi, gefin 1650 af Kláusi Eyjólfssyni lögréttumanni í Hólmum, Austur-Landeyjum, síðar í Vestmannaeyjum og Niels Klementssyni kaupmanni í Vestmannaeyjum]]við landbúnað með miklu stærri bú, heyja með enn nýrri tækni og mjólka með alsjálvirkum mjaltaþjóni. <br>Hraðinn og endurnýjunin virðist vera að ná til lífs okkar, þannig að við höfum ekki tíma til að lifa daginn til að eldast, til að þroskast, til að mannast og vera eða verða maður. Við sjáum þetta allt í kring um okkur, í tölvuleikjum barnanna, sjónvarpsmyndunum sem unglingarnir lifa fyrir og reyna að upplifa í eigin lífi og síðan í lífsmunstri okkar sjálfra, þar sem við virðumst halda að allt sé hægt að gera aftur vegna tækifæranna og hraðans. Kaupa nýtt hús, nýja húsmuni, nýtt skip, nýjan bíl, nýjan traktor, nýja tölvu, nýjan maka, nýja fjölskyldu og nýtt líf.<br> | ||
Tökum eftir. Allt þetta virðist vera. En er það svo?<br> | Tökum eftir. Allt þetta virðist vera. En er það svo?<br> | ||
Í milljónir ára hefur barnið fæðst með sama hætti, með sama lífsvilja, sömu langanir og nákvæmlega sömu tilfinningar. Jörðin okkar og hafið hafa verið eins í þúsundir ára og samspil manns og náttúru verið með sama hætti. Öll lífslögmálin eru eins og ekkert getur breytt því. Tilhlökkunin, gleðin og hamingjan koma alltaf með sama hætti og sorgin, þjáningin, veikindin og slysin, knýja alltaf eins dyra og þá skiptir engu hvað við höfum keypt eða lært eða hvaða eignir og tæki við eigum.<br> | Í milljónir ára hefur barnið fæðst með sama hætti, með sama lífsvilja, sömu langanir og nákvæmlega sömu tilfinningar. Jörðin okkar og hafið hafa verið eins í þúsundir ára og samspil manns og náttúru verið með sama hætti. Öll lífslögmálin eru eins og ekkert getur breytt því. Tilhlökkunin, gleðin og hamingjan koma alltaf með sama hætti og sorgin, þjáningin, veikindin og slysin, knýja alltaf eins dyra og þá skiptir engu hvað við höfum keypt eða lært eða hvaða eignir og tæki við eigum.<br> | ||
Lína 12: | Lína 12: | ||
Ég óska öllum Vestmannaeyingum til hamingju með sjómannadaginn, að hátíð dagsins megi koma til hvers og eins með gleði og helgi og þeirri vitund, að Drottin Guð bænheyrir og blessar og gefur þannig deginum gildi.<br> | Ég óska öllum Vestmannaeyingum til hamingju með sjómannadaginn, að hátíð dagsins megi koma til hvers og eins með gleði og helgi og þeirri vitund, að Drottin Guð bænheyrir og blessar og gefur þannig deginum gildi.<br> | ||
:::::::'''Halldór Gunnarsson, Holti.''' | :::::::'''Halldór Gunnarsson, Holti.''' | ||
[[Mynd:Friðrik Benónýsson dregur löngu.png|500px|center|thumb|Legg þú á djúpið, þú sem enn ert ungur. Friðrik Benónýsson dregur löngu]] | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 21. ágúst 2017 kl. 14:02
Halldór Gunnarsson
,,Legg þú á djúpið"
Allt virðist vera háð breytingum og framförum. Ný tækni og meiri hraði. Ný viðhorf með endurnýjuðum möguleikum til að hagnast meira, veiða meira og hraðar, kaupa eða leigja kvóta, byggja stærra, búa
við landbúnað með miklu stærri bú, heyja með enn nýrri tækni og mjólka með alsjálvirkum mjaltaþjóni.
Hraðinn og endurnýjunin virðist vera að ná til lífs okkar, þannig að við höfum ekki tíma til að lifa daginn til að eldast, til að þroskast, til að mannast og vera eða verða maður. Við sjáum þetta allt í kring um okkur, í tölvuleikjum barnanna, sjónvarpsmyndunum sem unglingarnir lifa fyrir og reyna að upplifa í eigin lífi og síðan í lífsmunstri okkar sjálfra, þar sem við virðumst halda að allt sé hægt að gera aftur vegna tækifæranna og hraðans. Kaupa nýtt hús, nýja húsmuni, nýtt skip, nýjan bíl, nýjan traktor, nýja tölvu, nýjan maka, nýja fjölskyldu og nýtt líf.
Tökum eftir. Allt þetta virðist vera. En er það svo?
Í milljónir ára hefur barnið fæðst með sama hætti, með sama lífsvilja, sömu langanir og nákvæmlega sömu tilfinningar. Jörðin okkar og hafið hafa verið eins í þúsundir ára og samspil manns og náttúru verið með sama hætti. Öll lífslögmálin eru eins og ekkert getur breytt því. Tilhlökkunin, gleðin og hamingjan koma alltaf með sama hætti og sorgin, þjáningin, veikindin og slysin, knýja alltaf eins dyra og þá skiptir engu hvað við höfum keypt eða lært eða hvaða eignir og tæki við eigum.
Augnablikið, þessi örstutta stund, sem kemur inn í líf okkar og breytir öllu, er eins og alltaf áður það sem öllu skiptir. Það er stundin sem við ráðum ekki við og getum aldrei skilið til fulls en hún er lifuð staðreynd einstaklinga kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öld. Það gæti verið stund innri vitundar, tilfinningarinnar að finna á sér það sem kemur, -búast þá við og varast það eða leggja óhræddur á djúpið eftir þessari innri rödd, sem talaði til okkar. Það gæti verið sú stund að lifa það ómögulega og óútskýranlega og nefna það þá ýmist heppni eða kraftaverk.
Engin starfstétt getur skilið þetta betur en sjómenn, sem leggja út á djúpið í orðsins fyllstu merkingu. Sjómaðurinn sem leggur netin, veiðir og uppsker, sjómaðurinn sem stígur ölduna, finnur svo oft vanmátt sinn í öldurótinu og storminum, sjómaðurinn sem biður sjóferðarbænar, upphátt eða í hljóði, sjómaðurinn sem hefur lent í sjávarháska, fallið útbyrðis eða báturinn farið niður, syndir í átt til björgunar með vonina, trúna, bænina og Faðir vor, eitt til bjargar. Og hversu oft varð það ekki til bjargar, sem viðkomandi einstaklingur einn skilur en vísindi okkar og þekking standa ráðþrota frammi fyrir.
Sjómaðurinn Símon var að hreinsa netin sín eftir enn eina árangurslausa veiðiferð. Honum hefur vafalaust verið hugsað til fjölskyldu sinnar, konu og barna, að nú kæmi hann aftur tómhentur heim og hvað yrði þá til bjargar. Þá kom Andrés bróðir hans til hans með manni, sem hann þekkti ekki. Maðurinn sagði við hann: „Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskidráttar." Símon svaraði „...vér höfum setið í alla nótt og ekki orðið varir.." Það var áreiðanlega eitthvað innra með Símoni sem sagði honum að hlýða orðum þessa manns. Og það varð. Hann drekkhlóð bátinn og þegar hann kom í land kraup hann niður og sagði: „Far þú frá mér, herra, því að ég er syndugur maður." Maðurinn kallaði hann til fylgdar og sagði: „Vertu óhræddur, héðan í frá skalt þú menn veiða." Eftir þetta örstutta augnablik í lífi Símonar breyttist allt líf hans. Hann fylgdi manninum og tók upp síðara nafn sitt, Pétur, og vitnaði um það sem hann sá og reyndi í lífi sínu, dag eftir dag frá þessari stundu. Það var svo ótrúlegt og er enn þó það sé í um 2000 ára fjarlægð. Vitnisburður Péturs og einstaklinga allt til dagsins í dag hljóma þó um þetta sama með einum eða öðrum hætti. Kraftaverk Jesú Krists í lífi okkar og nálægð hans.
Að Hann heyrir, þegar við hrópum: Herra bjarga þú, líkna þú, bænheyr þú. Að Hann blessar þegar við biðjum um tilgang í lífi okkar og að gleði okkar fái þá fyllingu og næringu. Að Hann komi með náð og frið inn í líf okkar þegar við höfum lokast inni í hinum kalda efnisheimi eigingirninnar og að stund köllunarinnar verði þá lifuð, sem fái okkur til að krjúpa niður og hugsa allt upp á nýtt frammi fyrir Honum, sem við nálgumst í því óskiljanlega, sem Guð föður, son og heilagan anda. Þetta getum við aðeins gert í trú, - þeirri trú sem er fullvissa um það sem við vonum og sannfæring um þá hluti sem er eigi auðið að sjá. (Heb.l 1,1)
Ég óska öllum Vestmannaeyingum til hamingju með sjómannadaginn, að hátíð dagsins megi koma til hvers og eins með gleði og helgi og þeirri vitund, að Drottin Guð bænheyrir og blessar og gefur þannig deginum gildi.
- Halldór Gunnarsson, Holti.