„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2002/ Kveðja frá forseta Íslands“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><big>'''Kveðja frá forseta Íslands'''</big></big> Úthafsaldan, þung og kröftug, hvítfyssandi brimi, erfið sigling fiskiskipa, hetjur hafsins í dagsins önn; höfuðdræ...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big>'''Kveðja frá forseta Íslands'''</big></big> | <big><big>'''Kveðja frá forseta Íslands'''</big></big> | ||
[[Mynd:Ólafur Ragnar Grímsson.png|250px|thumb|Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson]] | |||
Úthafsaldan, þung og kröftug, hvítfyssandi brimi, erfið sigling fiskiskipa, hetjur hafsins í dagsins önn; höfuðdrættir í þeirri mynd sem Vestmannaeyjar hafa löngum haft í hugum okkar.<br> | Úthafsaldan, þung og kröftug, hvítfyssandi brimi, erfið sigling fiskiskipa, hetjur hafsins í dagsins önn; höfuðdrættir í þeirri mynd sem Vestmannaeyjar hafa löngum haft í hugum okkar.<br> | ||
Eyjarnar hafa verið útvörður og forðabúr, sjósóknin grundvöllur að auðœfum sem íbúarnir hafa fœrt í þjóðarbú, aflinn forsenda framfara sem komið hafa öllum til góða.<br> | Eyjarnar hafa verið útvörður og forðabúr, sjósóknin grundvöllur að auðœfum sem íbúarnir hafa fœrt í þjóðarbú, aflinn forsenda framfara sem komið hafa öllum til góða.<br> |
Núverandi breyting frá og með 21. ágúst 2017 kl. 14:01
Kveðja frá forseta Íslands
Úthafsaldan, þung og kröftug, hvítfyssandi brimi, erfið sigling fiskiskipa, hetjur hafsins í dagsins önn; höfuðdrættir í þeirri mynd sem Vestmannaeyjar hafa löngum haft í hugum okkar.
Eyjarnar hafa verið útvörður og forðabúr, sjósóknin grundvöllur að auðœfum sem íbúarnir hafa fœrt í þjóðarbú, aflinn forsenda framfara sem komið hafa öllum til góða.
Vestmannaeyjar eiga drjúgan hlut í sköpun hagsœldar og velferðar sem einkennt hafa sögu Íslendinga á nýliðinni öld og þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við sjósóknara og fiskvinnslufólk sem gert hafa eyjarnar að líflegri og þróttmikilli byggð.
Það er mikill sagnasjóður sem Vestmannaeyjar hafa varðveitt, allt frá fyrstu árum Íslandsbyggðar til okkar tíma. Ég kynntist því vel í fjölskyldu Guðrúnar Katrínar að œttfólki hennar í Eyjum var þessi saga afar kær og reyndar birtist föðursystir hennar Sigríður Friðriksdóttir, sem lengi var verkstjóri í frystihúsinu, einatt sem glœsilegur fulltrúi þess kjarnafólks sem helgaði sig eifiðisvinnu við sjávaraflann.
Sjómennskan hefur frá árdögum verið undirstaða byggðar í Vestmannaeyjum og þúsundir eyjarskeggja hœttu lífi og heilsu í erfiðum róðrum. Margir sneru aldrei aftur og hlutu hvílu í hinni votu gröf. Á hátíðardegi er hugur okkar hjá œttingjum sem eftir lifa og við biðjum að tíminn mildi sára sorg.
Sjómannadagurinn er einstök hátíð sem hlotið hefur sérstakan virðingarsess með okkur Íslendingum. Víða um land er hann jafnvel fremri 17. júní enda sjálfstœðið veikburða ef sjómennirnir hefðu ekki með drjúgum afla fært því traustar efnahagslegar undirstöður.
Sjómannadagurinn er því í senn gleðistund og þakkarhátíð, yfirlýsing um einbeittan vilja sjálfstæðrar þjóðar. Með ötulli og tvísýnni baráttu öðluðust Íslendingar yfirráð yfir hafsvæðunum kringum landið og sú harða glíma var sjómönnum og landsbyggð allri til mikilla heilla. Á hátíðarstundu minnumst við líka þeirra sem þá voru í fararbroddi.
Ég færi sjómönnum, fiskvinnslufólki og öllum íbúum Vestmannaeyja heillaóskir og vona að sambúðin við gjöful mið mun áfram skapa blómlega byggð í fögrum eyjum.
- Ólafur Ragnar Grímsson