„Veðurfar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
'''Veðurfar''' Í Vestmannaeyjum er fremur hlýtt, úrkomu- og vindasamt og markast það af legu eyjanna undan suðurströnd landsins. Hitamunur milli árstíða er tiltölulega lítill og þoka setur svip sinn á veðráttuna. Veðurfar við Vestmannaeyjar flokkast undir hafrænt úthafsloftslag, nokkuð hlýtt og rakt miðað við meðaltal á fastalandinu. Veðrabrigði eru snögg og stundum oft á dag. Gjarnan er sagt að ekki sé veður í Vestmannaeyjum, heldur eingöngu veðurprufur.
[[Mynd:Vindros.png|thumb|300px]]'''Veðurfar''' Í Vestmannaeyjum er fremur hlýtt, úrkomu- og vindasamt og markast það af legu eyjanna undan suðurströnd landsins. Hitamunur milli árstíða er tiltölulega lítill og þoka setur svip sinn á veðráttuna. Veðurfar við Vestmannaeyjar flokkast undir hafrænt úthafsloftslag, nokkuð hlýtt og rakt miðað við meðaltal á fastalandinu. Veðrabrigði eru snögg og stundum oft á dag. Gjarnan er sagt að ekki sé veður í Vestmannaeyjum, heldur eingöngu veðurprufur.
[[Mynd:Vindros.png|thumb|300px]]
 
Samfelldar veðurathuganir hafa verið gerðar á [[Stórhöfði|Stórhöfða]] síðan árið 1921 og einnig við flugvöllinn síðan um 1960. Árið 1998-1999 voru gerðar sjálfvirkar mælingar á [[Eldfellshraun]]i sem stóðu yfir í tæpt ár. Munur á úrkomu og hitastigi milli veðurstöðva á Heimaey hefur reynst óverulegur og er því miðað við Stórhöfða nema annað sé tekið fram. Árið 2002 var svo sett upp sjálfvirk stöð í Vestmannaeyjabæ, við ''Löngulág'', þar sem vindmælingar á Stórhöfða gefa oft ekki rétta mynd af veðrinu inni í bænum.
Samfelldar veðurathuganir hafa verið gerðar á [[Stórhöfði|Stórhöfða]] síðan árið 1921 og einnig við flugvöllinn síðan um 1960. Árið 1998-1999 voru gerðar sjálfvirkar mælingar á [[Eldfellshraun]]i sem stóðu yfir í tæpt ár. Munur á úrkomu og hitastigi milli veðurstöðva á Heimaey hefur reynst óverulegur og er því miðað við Stórhöfða nema annað sé tekið fram. Árið 2002 var svo sett upp sjálfvirk stöð í Vestmannaeyjabæ, við ''Löngulág'', þar sem vindmælingar á Stórhöfða gefa oft ekki rétta mynd af veðrinu inni í bænum.


Stórhöfði er vindasamasta veðurstöð landsins. Veðurstöðin er í 120 m hæð yfir sjávarmáli og opin fyrir öllum vindáttum. Meðalvindhraði yfir allt árið var 11.03 m/s á árunum 1961-2000. Talsverður munur er á vindhraða milli árstíða, í júlí er meðalvinhraði 8 m/s en 13.2 m/s í janúar.
Stórhöfði er vindasamasta veðurstöð landsins. Veðurstöðin er í 120 m hæð yfir sjávarmáli og opin fyrir öllum vindáttum. Meðalvindhraði yfir allt árið var 11.03 m/s á árunum 1961-2000. Talsverður munur er á vindhraða milli árstíða, í júlí er meðalvindhraði 8 m/s en 13.2 m/s í janúar.


== Hiti ==
== Hiti ==
Lína 12: Lína 12:


== Skýjafar ==
== Skýjafar ==
Þoka var að jafnaði 86 daga á ári við Stórhöfða en þar voru fleiri þokudagar en á nokkrum öðrum stað á Íslandi á tímabilinu 1961-1990. Gera má ráð fyrir að þokudagar séu talsvert færrri niðri í kaupstaðnum. Alskýjað var að jafnaði 192 daga á ári, en heiðskírt 22 daga. Meðal skýjahula var 6/8 himinhvolfsins á tímabilinu 1961-1990. Meðalrakastig er 82% og þrumudagar voru 4 á ári að jafnaði á sama tímabili.
[[Mynd:Snjór 1975.JPG|thumb|250px|Snjór í Vestmannaeyjum. Myndin er tekin árið 1975 og sést hversu skítugur snjórinn er vegna vikursins.]]Þoka var að jafnaði 86 daga á ári við Stórhöfða en þar voru fleiri þokudagar en á nokkrum öðrum stað á Íslandi á tímabilinu 1961-1990. Gera má ráð fyrir að þokudagar séu talsvert færrri niðri í kaupstaðnum. Alskýjað var að jafnaði 192 daga á ári, en heiðskírt 22 daga. Meðal skýjahula var 6/8 himinhvolfsins á tímabilinu 1961-1990. Meðalrakastig er 82% og þrumudagar voru 4 á ári að jafnaði á sama tímabili.
 
[[Flokkur:Náttúra]]

Núverandi breyting frá og með 20. júní 2006 kl. 11:30

Mynd:Vindros.pngVeðurfar Í Vestmannaeyjum er fremur hlýtt, úrkomu- og vindasamt og markast það af legu eyjanna undan suðurströnd landsins. Hitamunur milli árstíða er tiltölulega lítill og þoka setur svip sinn á veðráttuna. Veðurfar við Vestmannaeyjar flokkast undir hafrænt úthafsloftslag, nokkuð hlýtt og rakt miðað við meðaltal á fastalandinu. Veðrabrigði eru snögg og stundum oft á dag. Gjarnan er sagt að ekki sé veður í Vestmannaeyjum, heldur eingöngu veðurprufur.

Samfelldar veðurathuganir hafa verið gerðar á Stórhöfða síðan árið 1921 og einnig við flugvöllinn síðan um 1960. Árið 1998-1999 voru gerðar sjálfvirkar mælingar á Eldfellshrauni sem stóðu yfir í tæpt ár. Munur á úrkomu og hitastigi milli veðurstöðva á Heimaey hefur reynst óverulegur og er því miðað við Stórhöfða nema annað sé tekið fram. Árið 2002 var svo sett upp sjálfvirk stöð í Vestmannaeyjabæ, við Löngulág, þar sem vindmælingar á Stórhöfða gefa oft ekki rétta mynd af veðrinu inni í bænum.

Stórhöfði er vindasamasta veðurstöð landsins. Veðurstöðin er í 120 m hæð yfir sjávarmáli og opin fyrir öllum vindáttum. Meðalvindhraði yfir allt árið var 11.03 m/s á árunum 1961-2000. Talsverður munur er á vindhraða milli árstíða, í júlí er meðalvindhraði 8 m/s en 13.2 m/s í janúar.

Hiti

Yfir veturinn er meðalhiti hvergi hærri á landsvísu en víða er hlýrra yfir sumarið. Á tímabilinu 1961-2000 var meðalárshiti 4,9°C á Stórhöfða, en hæsti meðalhiti á einu ári var 5.5°C árið 1984. Milt hitastig sjávar í kringum Eyjar er ástæða fyrir háum meðallofthita og lítilli hitasveiflu milli árstíða og daga. Hiti hefur aldrei mælst yfir 20°C á Stórhöfða, en í júni árið 1999 mældist hámarkshiti 19.3°C sem er það hæsta sem þar hefur mælst. Frost mældist að meðaltali 82 daga á ári yfir vetrarmánuðina á árunum 1961-1990. Mesta frost sem mælst hefur var -16,9°C í apríl árið 1968. Að jafnaði var frost allan sólarhringinn 18 daga á ári á sama tímabili.

Úrkoma

Úrkoma er fremur mikil í Vestmannaeyjum. Á Stórhöfða rignir að meðaltali um 129 mm á mánuði sem er mikið miðað við aðra landshluta. Heildar meðalúrkoma á ári var 1556 mm á tímabilinu 1961-2000. Úrkoman er mjög árstíðabundin. Mesta úrkoma er yfir vetrarmánuðina en minnst á tímabilinu apríl - júlí. Mesta úrkoma á einum sólarhring var 146 mm í október árið 1979. Úrkomudagar hafa verið að jafnaði 246 á ári og þar af eru 82 dagar snjókoma eða slydda. Jörð var að meðaltali alhvít 40 daga á ári en alautt var að meðaltali 285 daga á tímabilinu 1961-1990.

Skýjafar

Snjór í Vestmannaeyjum. Myndin er tekin árið 1975 og sést hversu skítugur snjórinn er vegna vikursins.

Þoka var að jafnaði 86 daga á ári við Stórhöfða en þar voru fleiri þokudagar en á nokkrum öðrum stað á Íslandi á tímabilinu 1961-1990. Gera má ráð fyrir að þokudagar séu talsvert færrri niðri í kaupstaðnum. Alskýjað var að jafnaði 192 daga á ári, en heiðskírt 22 daga. Meðal skýjahula var 6/8 himinhvolfsins á tímabilinu 1961-1990. Meðalrakastig er 82% og þrumudagar voru 4 á ári að jafnaði á sama tímabili.