„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1976/ Íþróttamiðstöðin í Brimhólalaut“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 28: Lína 28:


Það er að lokum von mín, að sami góðvilji og samhugur sem ríkt hefur til þessa við bygginguna megi fylgja rekstri þessara glæsilegu mannvirkja í framtíðinni. Verði svo, er risið á meðal okkar þroska- og manndómsmusteri, annars ekki.<br>
Það er að lokum von mín, að sami góðvilji og samhugur sem ríkt hefur til þessa við bygginguna megi fylgja rekstri þessara glæsilegu mannvirkja í framtíðinni. Verði svo, er risið á meðal okkar þroska- og manndómsmusteri, annars ekki.<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-12 at 09.09.44.png|250px|center|thumb|Og verkinu miðar ört áfram. - (Ljósm.: Guðm. Sigfúss.).]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-12 at 09.09.44.png|500px|center|thumb|Og verkinu miðar ört áfram. - (Ljósm.: Guðm. Sigfúss.).]]


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 12. júní 2017 kl. 10:35

Magnús Bjarnason:

Íþróttamiðstöðin í Brimhólalaut

Nokkur atriði úr byggingarsögu

Framkvæmdanefndin. Frá vinstri: Magnús Bjarnason, Páll Zóphoníasson, Kristján Eggertsson og Stefán Runólfsson. - (Ljósm.: Guðm. Sigfúss.).

Það var á síðustu dögum desember mánaðar árið 1973, að skipuð var þriggja manna nefnd að frumkvæði Bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Verkefni hennar skyldi vera að taka upp þráðinn að nýju, þar sem hann rofnaði við jarðeldana, og vinna áfram að undirbúningi byggingar varanlegra íþróttamannvirkja í Vestmannaeyjum. Megin áhersla yrði að sjálfsögðu lögð á að skapa sem allra fyrst sundaðstöðu í stað gömlu laugarinnar, sem hraunið óð yfir og kaffærði í stóru marshrynunni.
„Framkvæmdanefnd um byggingu íþróttamannvirkja í Vestmannaeyjum." Þetta langa og stirða nafn hefur nefndin orðið að bera, en í hana voru skipaðir: Kristján Eggertsson, tilnefndur af sundlaugarnefnd, Stefán Runólfsson frá ÍBV og Magnús Bjarnason, tilnefndur af bæjarstjórn. Var þegar hafist handa, og Páll Zóphoníasson, bæjartæknifræðingur, fenginn í hópinn, en frá fyrri störfum sínum sat hann inni með dýrmæta reynslu á byggingu íþróttamannvirkja. Hefur hann síðan setið alla mikilvægustu fundi nefndarinnar og lagt máli þessu ómetanlegt lið.

Fljótlega hafði nefndin handa á milli rétt um 100 milljónir króna, söfnunarfé er borist hafði vegna náttúruhamfaranna og var sérstaklega ætlað æskulýðs- og menningarmálum í Vestmannaeyjum, (frá bæjarsjóði 60 millj. og Viðlagasjóði 37 milljónir). Það var einmitt þetta mikla fé, sem reið baggamuninn í þeim ákvörðunartökum, er síðan fylgdu og raunverulega gerðu það mögulegt að hugsa stórt. Stefnt skyldi að því að byggja auk sundhallar bæði íþróttahús og húsnæði fyrir félagslega aðstöðu, og tryggt yrði að laugarker og íþróttavöllur yrðu af löglegri keppnisstærð.

Jóhannes Nilsen og Magnús H. Magnússon undirrita samninga um bygginguna.

Vegna hinnar miklu verðbólgu var ákveðið að vinna hratt svo þessar 100 milljónir gætu haldið sínu upprunalega raungildi og vegna iðnaðarmannaskortsins hérlendis, sem þensla þessara ára skapaði, var ákveðið að bjóða verkið út jafnt á erlendum sem innlendum markaði. Það voru svo þrjú tilboð, sem bárust. Það lægsta frá Asmussen og Weber, þeim er byggðu Hraunbúðir. Miðtilboðið var frá Klemensen og Nilsen, en það hæsta frá Ístak. Samþykkti byggingarnefndin að mæla með tilboði Klemensen og Nilsen, en endanlegt tilboð þeirra hljóðaði upp á 267 milljónir króna.

Þegar bæjarstjórn hafði samþykkt tilboðið í desember 1974, uppgötvuðu landsfeðurnir, að gjaldeyrisvarasjóðirnir voru að étast upp eftir langvarandi umframeyðslu og spennu í þjóðfélaginu, og ráðstafanir þær, sem til var gripið var gengisfelling, stór í sniðum, sem varð þess valdandi að tilboðið stökk upp úr 267 millj. í 360 milljónir. Þrátt fyrir þennan óvænta skell afréð bæjarstjórn að halda málinu áfram og upphófst nú um hálfs árs biðtími í hreinni óvissu um hvort tilskilin leyfi fengjust af opinberri hálfu. Þrátt fyrir kyrrstöðuna á yfirborðinu var ötullega unnið á öllum vígstöðvum til þess að vinna málinu fylgi. Eitt skemmtilegasta framtakið í þessu stríði, og sem ótvírætt sýndi hvílíkur vilji og alvara voru hér að baki, var ákveðin en jákvæð áskorun til menntamálaráðherra, sem flest félagasamtök í bænum sameinuðust um að senda. Hér var svo sannarlega rétt innlegg á réttum tíma, og á svarbréfi ráðherra mátti skilja, að ekki þurfti lengur að óttast framhaldið.

Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra tekur fyrstu skóflustunguna. Hann lét gamanyrðin fjúka eins og sjá má á andlitum viðstaddra. - (Ljósm.: Guðm. Sigfúss.).

Það var svo í byrjun maí að endanlegt svar fékkst. Samningar voru undirritaðir 23. maí af þeim Magnúsi H. Magnússyni, þáverandi bæjarstjóra og Jóhannesi Nilsen, forstjóra verktakans. Formlega hófust síðan framkvæmdir með því að Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna á Sjómannadag 1975 og nú ári seinna er verið að ljúka fyrsta áfanga byggingarinnar, sundhöllinni, sem afhent verður 15. júní n. k. Síðan mun tengihúsið fljótlega fylgja í kjölfarið, og stefnt er að því að íþróttahúsið verði tilbúið, þá er skólar hefjast í haust.

Á vegum verktakans hafa lengst af dvalið hér 5 starfsmenn, en að öðru leyti hefur verkið að mestu verið mannað iðnaðar- og verkamönnum héðan úr bænum. Þeir Kay Jensen tæknifræðingur og Börge Mejer verkstjóri hafa annast alla stjórnun verktakans, en af hálfu bæjarins hafa þeir Viðar Aðalsteinsson tæknifræðingur og Vignir Guðnason séð um að farið væri að samningum. Þegar flest var, voru 47 starfsmenn á vinnustað og er ánægjulegt að heyra, hve gott orð hinir dönsku stjórnendur bera hinum íslensku starfsmönnum sínum.

Íþróttamiðstöðin í Brimhólalaut er í raun þrjú sambyggð hús, sem samtals ná yfir 3300 m2; sundhöll að sunnan verður með búningsklefum 985 m2, tengihús í miðið 525 m2 og íþróttahús og búningsklefar þess í norður 1790 m2. Laugarstærðin er 11,5x25 m með fjórum keppnisbrautum og mesta dýpi 3,40 m. í tengihúsinu verður kaffitería, þrekþjálfunarherbergi, tvö fundarherbergi, stjórnunaraðstaða og anddyri. Íþróttavöllurinn verður 20x40 m og vegna skólanotkunar verður hann þrískiptanlegur með léttum milliveggjum (net að ofan, segl neðantil), sem dregst upp undir loftbitana, þegar nota þarf allt gólfið. Áhorfendapallar munu rúma um 500—600 manns.

Byggingarefninu skipað á land. - (Ljósm.: Guðm. Sigfúss.).

Heildarkostnaður mun nú vera um 370 milljónir króna. Verð á hvert hús nú er sem næst:
Sundhöil 180 milljónir króna.
Tengihús 30 milljónir króna.
íþróttahús 160 milljónir króna.

Þar sem hús þessi eru að hluta til skólamannvirki, er reiknað með að hlutur ríkissjóðs í ofangreindum upphæðum verði ekki lægri en um 130 millj. Króna. Húsin munu afhent án alls búnaðar, en láta mun nærri að hámarksverð hans nemi um 25- 30 milljónum króna, en það allra nauðsynlegasta um 18—20 milljónum. Það varð snemma ásetningur framkvæmdanefndarinnar að hleypa af stað söfnun til fjármögnunar þessum lið. Nú hefur það verið gert og markið sett á 10 milij. króna, sem væri hlutur Vestmannaeyjakaupstaðar af lægri upphæðinni. Móttökur þær, sem söfnunin hefur fengið hjá bæjarbúum eru frábærar, og sýna betur en nokkuð annað skilning þeirra á nauðsyn þessara mannvirkja. Það er sannfæring mín að tilkoma íþróttamiðstöðvarinnar í Brimhólalaut eigi eftir að gera bæ okkar mun byggilegri í framtíðinni og þeir miklu fjármunir sem í hana eru nú settir, eigi margfaldlega eftir að ávaxtast og skila sér til baka í verðmætum, sem mölur og rið fá ekki grandað.

Það er að lokum von mín, að sami góðvilji og samhugur sem ríkt hefur til þessa við bygginguna megi fylgja rekstri þessara glæsilegu mannvirkja í framtíðinni. Verði svo, er risið á meðal okkar þroska- og manndómsmusteri, annars ekki.

Og verkinu miðar ört áfram. - (Ljósm.: Guðm. Sigfúss.).