„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1996/ Vélstjórnarbraut FÍV 1995-1996“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
<br>
<big><center>[[Jón Ingi Sigurðsson]]</center></big><br>
<big><center>[[Jón Ingi Sigurðsson]]</center></big>
 


<big><center>VÉLSTJÓRNARBRAUT FÍV 1995-1996</center></big>
<big><center>VÉLSTJÓRNARBRAUT FÍV 1995-1996</center></big>


Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, og þar með vélstjórnarbrautin, var settur 1. sept. af skólameistara, Ólafi H. Sigurjónssyni, en kennsla hófst þann 6. sept. Alls voru skráðir 13 nemendur á haustönn bæði á 1. og 2. stig, kennsluvikur haustannar eru 13 og próf í tvær vikur. <br>
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, og þar með vélstjórnarbrautin, var settur 1. sept. af skólameistara, Ólafi H. Sigurjónssyni, en kennsla hófst þann 6. sept. Alls voru skráðir 13 nemendur á haustönn bæði á 1. og 2. stig, kennsluvikur haustannar eru 13 og próf í tvær vikur. <br>

Núverandi breyting frá og með 12. apríl 2017 kl. 10:09

Jón Ingi Sigurðsson


VÉLSTJÓRNARBRAUT FÍV 1995-1996

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, og þar með vélstjórnarbrautin, var settur 1. sept. af skólameistara, Ólafi H. Sigurjónssyni, en kennsla hófst þann 6. sept. Alls voru skráðir 13 nemendur á haustönn bæði á 1. og 2. stig, kennsluvikur haustannar eru 13 og próf í tvær vikur.
Matthías Nóason hefur verið aðalkennari í verklegum greinum þetta skólaár í förföllum Karls Marteinssonar sem hefur átt við þrálát veikindi að stríða.
Vorönnin hófst 8. jan. með námskeiði hjá Slysavarnaskólanum, en á vorönn voru skráðir 6 nemendur, allir í 2. stig. Að auki er einn nemandi að ljúka kjarnagreinum fyrir 3. stig sem er mögulegt að taka hér í heimabyggð og stytta þannig veru í Vélskólanum í Reykjavík.
Ýmsar uppákomur hafa verið í skólanum á þessu skólaári. Þar má nefna að farið var í skoðunarferðir í nokkur skip og báta. T.d var farin ein ferð með Herjólfi þar sem vélstjórar skipsins fóru ýtarlega í gegnum vélbúnað skipsins með verðandi vélstjórum. Þá var einnig farið um borð í Vestmannaey þar sem skoðuð var m.a. ný ljósavél frá Caterpillar sem er hin fyrsta sinnar tegundar í Evrópu, en vélin er að miklu leyti tölvustýrð. Þann 24. febr. var haldinn dagur „símenntunar,“ og var skólinn þá opinn gestum til sýnis og fræðslu. Haldnir voru nokkrir fyrirlestrar um ýmis fræði í skólanum. Opin vika var í skólanum 4.- 11. mars þar sem nemendur skiptust í nokkra vinnuhópa og störfuðu að ýmsum uppákomum.
Þau tímamót urðu nú í haust að öll starfsemi vélstjórnarbrautar fluttist á neðstu hæð í nýju verknámshúsi sem byggt hefur verið við Framhaldsskólann. Fyrsta skóflustungan að þessu nýja húsnæði var tekin í nóvember 1988 af þáverandi formanni byggingarnefndar, Þorbirni Pálssyni. Fyrri hluta árs 1989 var grunnur og plata steypt, en síðan var byggingin sett í biðstöðu. Sumarið 1994 var síðan haldið áfram með byggingu hússins og það tekið í notkun í september 1995. Við ýmsa þætti, svo sem frágang málmsmíðasalar og niðursetningu á vélum og tækjum, var síðan unnið fram í byrjun árs 1996. Til stendur að vígja þetta húsnæði formlega nú á vormánuðum, og verður húsnæðið þá opið bæjarbúum til sýnis.
Þetta nýja húsnæði er mjög vel tækjum búið. M.a. er í málmsuðusal sex nýjar rafsuðuvélar, í smíðasal er nýr rennibekkur af fullkomnustu gerð, ásamt tveim eldri bekkjum. Þá var keypt stór fræsivél og bandslípivél ásamt ýmsum smáverkfærum. Í vélasal hafa verið settar upp fjórar vélar, þar af er ein ný Caterpillarvél sem getur skilað 100 kW út af rafal. Þessi vél er tengd við samfösunartöflu og er tengingin þannig að bæði er hægt að tengjast neti bæjarins og keyra inn á skólann.
Með þessari nýju og fullkomnu aðstöðu, sem nú hefur skapast fyrir verknámsdeildir innan skólans, er það von manna að aðsókn megi aukast á næstu árum því að fyrir stað eins og Vestmannaeyjar er mikil þörf fyrir vel menntað fagfólk á sviði vélstjórnar og annarra iðngreina.
Með bestu kveðjum til sjómanna og fjölskyldna þeirra.
Jón Ingi Sigurðsson véltæknifræðingur.