„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1996/ Sjómannadagurinn 1995“: Munur á milli breytinga
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 10: | Lína 10: | ||
Á sunnudeginum hófst hátíðin með messu í [[Landakirkja|Landakirkju]]. Ekki þykir fréttnæmt að kirkjan sé þétt setin á þessum hátíðisdegi og ánægjulegt var að sjá góða þátttöku sjómanna þar. Á eftir var minningarathöfnin um hrapaða, drukknaða og þá sem farist hafa í flugslysum. Minnst var tveggja útlendinga sem fórust í flugslysi 23. sept. 1994 en þeir hétu: Aníta Vamesh Kapooria, hollenskur, og Nicolas Tung Guin Wong, enskur. Enn fremur var minnst Gunnars Inga Einarssonar sem drukknaði af Sigurði VE 26. febrúar 1995, Halldórs Stefánssonar í Mörk sem féll milli skipa í Ólafsvíkurhöfn þann 1. apríl, hann var skipverji á Huginn VE, og Alexanders Arnar Jónssonar (f. 1990) sem drukknaði við Teistuhelli á páskadag, 16 apríl. Blessuð sé minning þeirra. <br> | Á sunnudeginum hófst hátíðin með messu í [[Landakirkja|Landakirkju]]. Ekki þykir fréttnæmt að kirkjan sé þétt setin á þessum hátíðisdegi og ánægjulegt var að sjá góða þátttöku sjómanna þar. Á eftir var minningarathöfnin um hrapaða, drukknaða og þá sem farist hafa í flugslysum. Minnst var tveggja útlendinga sem fórust í flugslysi 23. sept. 1994 en þeir hétu: Aníta Vamesh Kapooria, hollenskur, og Nicolas Tung Guin Wong, enskur. Enn fremur var minnst Gunnars Inga Einarssonar sem drukknaði af Sigurði VE 26. febrúar 1995, Halldórs Stefánssonar í Mörk sem féll milli skipa í Ólafsvíkurhöfn þann 1. apríl, hann var skipverji á Huginn VE, og Alexanders Arnar Jónssonar (f. 1990) sem drukknaði við Teistuhelli á páskadag, 16 apríl. Blessuð sé minning þeirra. <br> | ||
Guð gaf gott veður á sjómannadeginum og þó að sólin hafi ekki brotist fram þá var þurrt og hlýtt. Er hátíðin hófst á Stakkó var þar meira fjölmenni en sum undanfarin ár. Hátíðarræðan var baráttuboðskapur háseta gegn kvótakerfi og réttleysi sjómanna er eiga ekki hlut í veiðikvóta útgerða. Greinilegt var á máli flytjenda að kvótakerfið hefur ekki leyst þann vanda sem til stóð að leysa, svo að enn um sinn verða sjómenn að gæta að hag sínum og réttindum. <br> | Guð gaf gott veður á sjómannadeginum og þó að sólin hafi ekki brotist fram þá var þurrt og hlýtt. Er hátíðin hófst á Stakkó var þar meira fjölmenni en sum undanfarin ár. Hátíðarræðan var baráttuboðskapur háseta gegn kvótakerfi og réttleysi sjómanna er eiga ekki hlut í veiðikvóta útgerða. Greinilegt var á máli flytjenda að kvótakerfið hefur ekki leyst þann vanda sem til stóð að leysa, svo að enn um sinn verða sjómenn að gæta að hag sínum og réttindum. <br> | ||
Þá voru þessir menn heiðraðir: | Þá voru þessir menn heiðraðir: Adolf Magnússon frá Verðanda, | ||
Helgi Sigmarsson frá Jötni og Valgeir Sveinssonfrá Vélstjórafélagi Vestmannaeyja.<br> | |||
Björgunarskóli sjómanna sendi áhöfn Herjólfs viðurkenningu fyrir björgunaræfingar og öryggisrækt. Enn fremur fékk [[Guðmundur VE]] viðurkenningu frá Siglingamálastofnun ríkisins fyrir fyrirmyndarumgengni um skip og öryggisbúnað um borð. | Björgunarskóli sjómanna sendi áhöfn Herjólfs viðurkenningu fyrir björgunaræfingar og öryggisrækt. Enn fremur fékk [[Guðmundur VE]] viðurkenningu frá Siglingamálastofnun ríkisins fyrir fyrirmyndarumgengni um skip og öryggisbúnað um borð. | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 11. apríl 2017 kl. 13:32
Vindar blésu af vestri og sól skein í heiði en fjalltoppar settu upp þokuslæðu til bráðabirgða.
Dagskrá laugardagsins var vel sótt er skemmtiatriðin fóru fram inni í Friðarhöfn. Bílaröðin náði hringinn á bryggjukantinum. Í atriðunum spreyttu sig margir við þrautir og leiki og hlutu menn af því hina mestu skemmtan. Óvenjumargt var í bænum þessa helgi þar sem íþróttamót var haft á sama tíma. Óttuðust sumir að þetta yrði á kostnað sjómannadagsins enda er verið að vekja athygli á störfum og kjörum sjómanna með þessum hátíðisdegi. Samt fór allt vel og stilltu menn dagskrár saman sem mest mátti.
Það bar vott um hvað konur hafa náð langt í jafnréttisbaráttunni frá því þær fengu kosningarrétt fyrir 80 árum að í kappróðrinum sem þær öttu við karlmennina urðu þær aðeins sjónarmun á eftir í mark og fengu þær gott klapp fyrir. Flestir áttu von á að karlarnir ynnu en svona naumlega kom, held ég, mörgum á óvart. Það tókst vel með netahnýtingar og hnútaþrautir. Menn færðu skemmtihaldið eilítið innar í höfnina eða þar sem minnisvarðinn um Björgunarskipið Þór er og var ekki annað að sjá en að hafi verið góð ráðstöfun.
Á sunnudeginum hófst hátíðin með messu í Landakirkju. Ekki þykir fréttnæmt að kirkjan sé þétt setin á þessum hátíðisdegi og ánægjulegt var að sjá góða þátttöku sjómanna þar. Á eftir var minningarathöfnin um hrapaða, drukknaða og þá sem farist hafa í flugslysum. Minnst var tveggja útlendinga sem fórust í flugslysi 23. sept. 1994 en þeir hétu: Aníta Vamesh Kapooria, hollenskur, og Nicolas Tung Guin Wong, enskur. Enn fremur var minnst Gunnars Inga Einarssonar sem drukknaði af Sigurði VE 26. febrúar 1995, Halldórs Stefánssonar í Mörk sem féll milli skipa í Ólafsvíkurhöfn þann 1. apríl, hann var skipverji á Huginn VE, og Alexanders Arnar Jónssonar (f. 1990) sem drukknaði við Teistuhelli á páskadag, 16 apríl. Blessuð sé minning þeirra.
Guð gaf gott veður á sjómannadeginum og þó að sólin hafi ekki brotist fram þá var þurrt og hlýtt. Er hátíðin hófst á Stakkó var þar meira fjölmenni en sum undanfarin ár. Hátíðarræðan var baráttuboðskapur háseta gegn kvótakerfi og réttleysi sjómanna er eiga ekki hlut í veiðikvóta útgerða. Greinilegt var á máli flytjenda að kvótakerfið hefur ekki leyst þann vanda sem til stóð að leysa, svo að enn um sinn verða sjómenn að gæta að hag sínum og réttindum.
Þá voru þessir menn heiðraðir: Adolf Magnússon frá Verðanda,
Helgi Sigmarsson frá Jötni og Valgeir Sveinssonfrá Vélstjórafélagi Vestmannaeyja.
Björgunarskóli sjómanna sendi áhöfn Herjólfs viðurkenningu fyrir björgunaræfingar og öryggisrækt. Enn fremur fékk Guðmundur VE viðurkenningu frá Siglingamálastofnun ríkisins fyrir fyrirmyndarumgengni um skip og öryggisbúnað um borð.