„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1994/Vélastjórabraut FÍV 1993-1994“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>'''Vélstjórnarbraut FÍV 1993-1994'''</big></big> Í haust var Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og þar með vélstjórnarbrautin sett þann 1. september, en kennsla h...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 2: Lína 2:


Í haust var Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og þar með vélstjórnarbrautin sett þann 1. september, en kennsla hófst 3. september. Óskar Arason, sem verið hafði í forsvari fyrir brautina, lét af störfum, en undirritaður tók við sem deildarstjóri vélstjórnarnáms. Auk mín er Karl G. Marteinsson aðalkennari í verklegum greinum.<br>
Í haust var Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og þar með vélstjórnarbrautin sett þann 1. september, en kennsla hófst 3. september. Óskar Arason, sem verið hafði í forsvari fyrir brautina, lét af störfum, en undirritaður tók við sem deildarstjóri vélstjórnarnáms. Auk mín er Karl G. Marteinsson aðalkennari í verklegum greinum.<br>
Að þessu sinni voru starfrækt bæði 1. og 2. stig. Fyrsta stigið er ein önn og útskrifast nemendur af því stigi sem vélaverðir, en það þýðir 220 kW réttindi. Annað stig nær yfir þrjár annir til viðbótar og fær nemandi, sem þaðan útskrifast, réttindi á 750 kW aðalvél í skipi eftir tiltekinn siglinga-tíma.
Að þessu sinni voru starfrækt bæði 1. og 2. stig. Fyrsta stigið er ein önn og útskrifast nemendur af því stigi sem vélaverðir, en það þýðir 220 kW réttindi. Annað stig nær yfir þrjár annir til viðbótar og fær nemandi, sem þaðan útskrifast, réttindi á 750 kW aðalvél í skipi eftir tiltekinn siglingatíma.<br>
Í 1. stigi voru skráðir 9 nemendur, þar af einn utanskóla. Tveir hættu síðan námi, þannig að sjö nemendur tóku próf um jól. Í 2. stig voru skráðir 13 nemendur sem voru mislangt á veg komnir. Haustannarslit fóru fram 18. desember í Félagsheimilinu við Heiðarveg. Útskrifaðir voru 7 vélaverðir og 5 vélstjórar með 2. stig.
Í 1. stigi voru skráðir 9 nemendur, þar af einn utanskóla. Tveir hættu síðan námi, þannig að sjö nemendur tóku próf um jól. Í 2. stig voru skráðir 13 nemendur sem voru mislangt á veg komnir. Haustannarslit fóru fram 18. desember í Félagsheimilinu við Heiðarveg. Útskrifaðir voru 7 vélaverðir og 5 vélstjórar með 2. stig.<br>
Á vorönn var engin kennsla á 1. stigi, en 6 af þeim nemendum sem luku 1. stigi á haustönn héldu áfram í 2. stig á vorönn ásamt nokkrum sem fyrir voru og nokkrum sem bættust við. AUs voru 15 nemendur á 2. stigi á vorönn. Væntanlega munu einn til tveir nemendur útskrifast í vor, en afgangurinn í haust. Vorönnin hófst á því að nemendur sóttu 5 daga námskeið hjá Slysavarnarskólanum ásamt nemendum úr Stýrimannaskólanum.<br>
Á vorönn var engin kennsla á 1. stigi, en 6 af þeim nemendum sem luku 1. stigi á haustönn héldu áfram í 2. stig á vorönn ásamt nokkrum sem fyrir voru og nokkrum sem bættust við. Alls voru 15 nemendur á 2. stigi á vorönn. Væntanlega munu einn til tveir nemendur útskrifast í vor, en afgangurinn í haust. Vorönnin hófst á því að nemendur sóttu 5 daga námskeið hjá Slysavarnarskólanum ásamt nemendum úr Stýrimannaskólanum.<br>
Sérstök starfsvika var haldin í skólanum vikuna 28. febrúar til 4. mars. Þessi vika var að mestu tileinkuð 15 ára afmæli Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Nemendur sáu um að undir-búa sýningu til kynningar á þeirri starfsemi sem fram fer innan veggja skólans. Skólinn var síðan opinn almenningi til sýnis þann 3. mars.<br>
Sérstök starfsvika var haldin í skólanum vikuna 28. febrúar til 4. mars. Þessi vika var að mestu tileinkuð 15 ára afmæli Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Nemendur sáu um að undirbúa sýningu til kynningar á þeirri starfsemi sem fram fer innan veggja skólans. Skólinn var síðan opinn almenningi til sýnis þann 3. mars.<br>
Í lok starfsvikunnar fóru þeir fimm nemendur, sem lengst voru komnir í 2. stigi, ásamt kennara á fjögurra daga námskeið í vélarrúmshermi Verkmenntaskólans á Akureyri. Hermir þessi er í einu orði sagt frábært kennslutæki. Þar er að finna öll hugsanleg kerfi sem fyrirfinnast í einu vélarrúmi. Þessi hermir er byggður þannig að hann líkist mest vélarrúmi í stórum frystitogara.<br>
Í lok starfsvikunnar fóru þeir fimm nemendur, sem lengst voru komnir í 2. stigi, ásamt kennara á fjögurra daga námskeið í vélarrúmshermi Verkmenntaskólans á Akureyri. Hermir þessi er í einu orði sagt frábært kennslutæki. Þar er að finna öll hugsanleg kerfi sem fyrirfinnast í einu vélarrúmi. Þessi hermir er byggður þannig að hann líkist mest vélarrúmi í stórum frystitogara.<br>
Á þessu ári gekkst undirritaður fyrir söfnun hjá nokkrum félagasamtökum og stofnunum hér í bæ til að unnt væri að kaupa fullkominn kennslubúnað í kælitækni. Söfnun þessi gekk framar öllum vonum og í framhaldi af henni var gengið til samninga við fyrirtækið Kælingu hf. um smíði á þessu tæki og er það væntanlegt áður en skólastarf hefst í haust. Framhaldsskólinn vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra aðila sem styðja þetta átak. Listi yfir styrktaraðila verður birtur í haust þegar tækið verður tekið í notkun.
Á þessu ári gekkst undirritaður fyrir söfnun hjá nokkrum félagasamtökum og stofnunum hér í bæ til að unnt væri að kaupa fullkominn kennslubúnað í kælitækni. Söfnun þessi gekk framar öllum vonum og í framhaldi af henni var gengið til samninga við fyrirtækið Kælingu hf. um smíði á þessu tæki og er það væntanlegt áður en skólastarf hefst í haust. Framhaldsskólinn vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra aðila sem styðja þetta átak. Listi yfir styrktaraðila verður birtur í haust þegar tækið verður tekið í notkun.

Núverandi breyting frá og með 6. apríl 2017 kl. 12:32

Vélstjórnarbraut FÍV 1993-1994

Í haust var Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og þar með vélstjórnarbrautin sett þann 1. september, en kennsla hófst 3. september. Óskar Arason, sem verið hafði í forsvari fyrir brautina, lét af störfum, en undirritaður tók við sem deildarstjóri vélstjórnarnáms. Auk mín er Karl G. Marteinsson aðalkennari í verklegum greinum.
Að þessu sinni voru starfrækt bæði 1. og 2. stig. Fyrsta stigið er ein önn og útskrifast nemendur af því stigi sem vélaverðir, en það þýðir 220 kW réttindi. Annað stig nær yfir þrjár annir til viðbótar og fær nemandi, sem þaðan útskrifast, réttindi á 750 kW aðalvél í skipi eftir tiltekinn siglingatíma.
Í 1. stigi voru skráðir 9 nemendur, þar af einn utanskóla. Tveir hættu síðan námi, þannig að sjö nemendur tóku próf um jól. Í 2. stig voru skráðir 13 nemendur sem voru mislangt á veg komnir. Haustannarslit fóru fram 18. desember í Félagsheimilinu við Heiðarveg. Útskrifaðir voru 7 vélaverðir og 5 vélstjórar með 2. stig.
Á vorönn var engin kennsla á 1. stigi, en 6 af þeim nemendum sem luku 1. stigi á haustönn héldu áfram í 2. stig á vorönn ásamt nokkrum sem fyrir voru og nokkrum sem bættust við. Alls voru 15 nemendur á 2. stigi á vorönn. Væntanlega munu einn til tveir nemendur útskrifast í vor, en afgangurinn í haust. Vorönnin hófst á því að nemendur sóttu 5 daga námskeið hjá Slysavarnarskólanum ásamt nemendum úr Stýrimannaskólanum.
Sérstök starfsvika var haldin í skólanum vikuna 28. febrúar til 4. mars. Þessi vika var að mestu tileinkuð 15 ára afmæli Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Nemendur sáu um að undirbúa sýningu til kynningar á þeirri starfsemi sem fram fer innan veggja skólans. Skólinn var síðan opinn almenningi til sýnis þann 3. mars.
Í lok starfsvikunnar fóru þeir fimm nemendur, sem lengst voru komnir í 2. stigi, ásamt kennara á fjögurra daga námskeið í vélarrúmshermi Verkmenntaskólans á Akureyri. Hermir þessi er í einu orði sagt frábært kennslutæki. Þar er að finna öll hugsanleg kerfi sem fyrirfinnast í einu vélarrúmi. Þessi hermir er byggður þannig að hann líkist mest vélarrúmi í stórum frystitogara.
Á þessu ári gekkst undirritaður fyrir söfnun hjá nokkrum félagasamtökum og stofnunum hér í bæ til að unnt væri að kaupa fullkominn kennslubúnað í kælitækni. Söfnun þessi gekk framar öllum vonum og í framhaldi af henni var gengið til samninga við fyrirtækið Kælingu hf. um smíði á þessu tæki og er það væntanlegt áður en skólastarf hefst í haust. Framhaldsskólinn vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra aðila sem styðja þetta átak. Listi yfir styrktaraðila verður birtur í haust þegar tækið verður tekið í notkun. Í sumar er gert ráð fyrir að hið nýja verkmenntahús sem á að byggja verði fokhelt og síðan fullklárað fyrir haustið 1995. Því má með sanni segja að bjartari tímar fyrir vélstjórnarnámið séu framundan. Með bestu kveðjum til sjómanna og fjölskyldna þeirra.

Jón Ingi Sigurðsson