„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1994/Formannavísur“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 18: Lína 18:
[[Guðni Grímsson]]<br>
[[Guðni Grímsson]]<br>
'''F. 15. janúar 1904'''<br>  
'''F. 15. janúar 1904'''<br>  
'''Maggy VE 111'''<br><br>
'''Maggý VE 111'''<br><br>
Guðni beitir Maggy mót<br>
Guðni beitir Maggy mót<br>
mararstreng til fanga,<br>
mararstreng til fanga,<br>
Lína 24: Lína 24:
þótt brenni selta um vanga.<br><br>
þótt brenni selta um vanga.<br><br>


[[Karl Guðmundsson]]
[[Karl Guðmundsson]]<br>
'''F. 6. apríl 1911'''<br>  
'''F. 6. apríl 1911'''<br>  
'''D. 16. janúar 1986'''<br>  
'''D. 16. janúar 1986'''<br>  

Núverandi breyting frá og með 5. apríl 2017 kl. 16:53

Formannsvísur

Formannavísur, kveðnar um formenn sem stunduðu róðra frá Vestmannaeyjum vetrarvertíðina 1944. Vísurnar gerði Loftur Guðmundsson. Guðmundur Loftsson, sonur hans, lánaði Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja gamla stílabók með 40 formannavísum. Vegna þess að blaðinu hefur borist mikið efni verða vísurnar að bíða birtingar, en hér birtist sýnishorn.
Vísurnar verða allar birtar í nœsta blaði, ásamt nokkrum orðum um höfundinn.

Einar Runólfsson
F. 25. des. 1918
Ísleifur VE 63

Einar af keppni æskumanns

Ísleifi af hrönnum beitir

aflasæld og heppni hans

hróður með réttu veitir.

Guðni Grímsson
F. 15. janúar 1904
Maggý VE 111

Guðni beitir Maggy mót
mararstreng til fanga,
bregður lítt við bárurót
þótt brenni selta um vanga.

Karl Guðmundsson
F. 6. apríl 1911
D. 16. janúar 1986
Ársæll VE 8

Þéttur fyrir og þybbinn að sjá
þungur að hvarmi og brúnum.
Karl frá Viðey Ársæli á
öslar að þorskatúnum.

Júlíus Ingibergsson
F. 17. júlí 1915
Vestri VE 16

Júlíus Vestra að veiðiför
vel til afla reiðir
með þreki og festu, fár á svör
fæst ei um allra leiðir.

Jón Jónsson
F. 30. sept. 1892
D. 18. júiú 1956
Unnur VE 80

Hægur í skapi, hljóður í för,
heppinn með stjórn og afla,
ýtir Jón úr Eyjavör
Unni á báruskafla.

Guðjón Vigfússon
F. 15. sept. 1902
Sæfell VE 30

Guðjón skipstjórn gætnisprúð
við grimmlund hafs og manna
stýrir fornri Sæfellssúð
um sollna vegi hranna.

Ólafur Önundsson
F. 21. sept. 1915
D. 27. júlí 1970
Haukur VE 234
Ungur á Hauk við ægisdyr
Ólafur miðin rækir
í vestfirskt kappa og víkingskyn
veiðigæfu sækir.