„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1994/Bjarganir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>'''BJARGANIR'''</big></big> Mánudaginn 26. júlí 1993 sökk Stefán í Gerði VE 205, rúmlega 5 tonna plastbátur af Sómagerð. Báturinn sökk 5 mílur vestan við Sur...)
 
m (Tenglar)
 
Lína 5: Lína 5:


'''ANDVARI VE 100 SEKKUR í REYNISDÝPI'''<br>
'''ANDVARI VE 100 SEKKUR í REYNISDÝPI'''<br>
Hinn 22. maí 1993 var Andvari VE 100 að veiðum í Reynisdýpi á svokölluðum gjábarmi, veður austan 6-7 vindstig og þungur sjór. Skipstjóri var búinn að ræsa skipverja til að hífa þegar trollið festist í botni í hól sem verið var að toga yfir.<br>
Hinn 22. maí 1993 var [[Andvari VE -100|Andvari VE 100]] að veiðum í Reynisdýpi á svokölluðum gjábarmi, veður austan 6-7 vindstig og þungur sjór. Skipstjóri var búinn að ræsa skipverja til að hífa þegar trollið festist í botni í hól sem verið var að toga yfir.<br>
Skipstjóri byrjaði strax að hífa inn vírana. Þegar hann leit aftur eftir skipinu sá hann að fiskmóttökulúgan var opin og sjór gekk niður í hana. Hann stoppaði hífingu og hljóp aftur á til að loka lúgunni. Töluverður sjór var þá kominn í fiskmóttökuna. Haldið var svo áfram að hífa inn vírana, en dýpi var þarna um 130 faðmar.<br>
Skipstjóri byrjaði strax að hífa inn vírana. Þegar hann leit aftur eftir skipinu sá hann að fiskmóttökulúgan var opin og sjór gekk niður í hana. Hann stoppaði hífingu og hljóp aftur á til að loka lúgunni. Töluverður sjór var þá kominn í fiskmóttökuna. Haldið var svo áfram að hífa inn vírana, en dýpi var þarna um 130 faðmar.<br>
Aftast á veðurþilfari eru víralúgur, sitthvoru megin við skutrennu. Göt þeirra eru 40x50 cm. Þessar lúgur eru fyrir togvíra sem liggja niður í spilrýmið þar sem togspilin eru. Þegar reynt var að hífa trollið gekk sjór niður um þessar lúgur og niður í spilrýmið. Reynt var að hífa þar til sýnt var að trollið myndi ekki losna. Var þá hætt að hífa. Skipstjóri var nýbyrjaður að slaka á togvírunum aftur, þegar spilin slógu út og einnig stýrisvélin.<br>
Aftast á veðurþilfari eru víralúgur, sitthvoru megin við skutrennu. Göt þeirra eru 40x50 cm. Þessar lúgur eru fyrir togvíra sem liggja niður í spilrýmið þar sem togspilin eru. Þegar reynt var að hífa trollið gekk sjór niður um þessar lúgur og niður í spilrýmið. Reynt var að hífa þar til sýnt var að trollið myndi ekki losna. Var þá hætt að hífa. Skipstjóri var nýbyrjaður að slaka á togvírunum aftur, þegar spilin slógu út og einnig stýrisvélin.<br>
Lína 12: Lína 12:
Reyndu skipverjar að logskera vírana frá en það gekk ekki vegna þess að sjór gekk yfir skipið að aftan enda spilrými orðið fullt af sjó og skipið mjög afturþungt.<br>
Reyndu skipverjar að logskera vírana frá en það gekk ekki vegna þess að sjór gekk yfir skipið að aftan enda spilrými orðið fullt af sjó og skipið mjög afturþungt.<br>
Skipstjóri gerði sér grein fyrir að skipinu yrði ekki bjargað og lét alla skipverja fara í flotgalla og koma upp á veðurþilfar.<br>
Skipstjóri gerði sér grein fyrir að skipinu yrði ekki bjargað og lét alla skipverja fara í flotgalla og koma upp á veðurþilfar.<br>
Haft var samband við Smáey VE 144 sem var þarna skammt frá og var hún beðin um aðstoð. Halli skipsins jókst jafnt og þétt og sökk það skömmu eftir að mennirnir voru komnir í björgunarbúninga. Ekki vannst tími til að losa gúmmíbjörgunarbáta. Skipverjar lentu því í sjónum og héldu hópinn þar til Smáey VE 144 kom og bjargaði þeim. Þeir höfðu verið í sjónum í 20-30 mínútur.<br>
Haft var samband við [[Smáey VE -144|Smáey VE 144]] sem var þarna skammt frá og var hún beðin um aðstoð. Halli skipsins jókst jafnt og þétt og sökk það skömmu eftir að mennirnir voru komnir í björgunarbúninga. Ekki vannst tími til að losa gúmmíbjörgunarbáta. Skipverjar lentu því í sjónum og héldu hópinn þar til Smáey VE 144 kom og bjargaði þeim. Þeir höfðu verið í sjónum í 20-30 mínútur.<br>
Ekki er nokkur vafi á að björgunarbúningarnir áttu mikinn þátt í björgun mannanna.
Ekki er nokkur vafi á að björgunarbúningarnir áttu mikinn þátt í björgun mannanna.


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 3. apríl 2017 kl. 16:44

BJARGANIR

Mánudaginn 26. júlí 1993 sökk Stefán í Gerði VE 205, rúmlega 5 tonna plastbátur af Sómagerð. Báturinn sökk 5 mílur vestan við Surtsey eftir að hafa keyrt á rekald. Veður var mjög gott er slysið varð. Einn maður var á bátnum, Stefán Geir Gunnarsson, og komst hann í gúmmíbát.
Sæstjarnan frá Þorlákshöfn kom fyrst á slysstað og bjargaði Stefáni úr gúmmíbátnum.

ANDVARI VE 100 SEKKUR í REYNISDÝPI
Hinn 22. maí 1993 var Andvari VE 100 að veiðum í Reynisdýpi á svokölluðum gjábarmi, veður austan 6-7 vindstig og þungur sjór. Skipstjóri var búinn að ræsa skipverja til að hífa þegar trollið festist í botni í hól sem verið var að toga yfir.
Skipstjóri byrjaði strax að hífa inn vírana. Þegar hann leit aftur eftir skipinu sá hann að fiskmóttökulúgan var opin og sjór gekk niður í hana. Hann stoppaði hífingu og hljóp aftur á til að loka lúgunni. Töluverður sjór var þá kominn í fiskmóttökuna. Haldið var svo áfram að hífa inn vírana, en dýpi var þarna um 130 faðmar.
Aftast á veðurþilfari eru víralúgur, sitthvoru megin við skutrennu. Göt þeirra eru 40x50 cm. Þessar lúgur eru fyrir togvíra sem liggja niður í spilrýmið þar sem togspilin eru. Þegar reynt var að hífa trollið gekk sjór niður um þessar lúgur og niður í spilrýmið. Reynt var að hífa þar til sýnt var að trollið myndi ekki losna. Var þá hætt að hífa. Skipstjóri var nýbyrjaður að slaka á togvírunum aftur, þegar spilin slógu út og einnig stýrisvélin.
Á þessum tíma var skipið farið að halla og súpa vel inn að aftan. Sjór komst inn um kýrauga bakborðsmegin á vinnsluþilfari en því var lokað fljótlega, var nú kominn talsverður sjór á millidekk sem komið hafði inn um kýrauga, fiskmóttöku og líklega inn um slógloka.
Skipið hélt áfram að halla. Vélstjóri fór niður í vélarrúm að huga að vél og lensa úr spilrými, enginn sjór var þó niðri í vélarrúmi. Halli var orðinn það mikill þegar vélstjóri fór niður í vélarrúm að hann átti erfitt með gang á milliþilfarinu. Varð vélstjórinn að nota neyðargang í vélarrúm sem var stjórnborðsmegin, en sjór var kominn upp á hurð við niðurgang í vélarrúmi bakborðsmegin.
Reyndu skipverjar að logskera vírana frá en það gekk ekki vegna þess að sjór gekk yfir skipið að aftan enda spilrými orðið fullt af sjó og skipið mjög afturþungt.
Skipstjóri gerði sér grein fyrir að skipinu yrði ekki bjargað og lét alla skipverja fara í flotgalla og koma upp á veðurþilfar.
Haft var samband við Smáey VE 144 sem var þarna skammt frá og var hún beðin um aðstoð. Halli skipsins jókst jafnt og þétt og sökk það skömmu eftir að mennirnir voru komnir í björgunarbúninga. Ekki vannst tími til að losa gúmmíbjörgunarbáta. Skipverjar lentu því í sjónum og héldu hópinn þar til Smáey VE 144 kom og bjargaði þeim. Þeir höfðu verið í sjónum í 20-30 mínútur.
Ekki er nokkur vafi á að björgunarbúningarnir áttu mikinn þátt í björgun mannanna.