„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1968/Með skipsferð til Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big><center>Með skipsferð til Vestmannaeyja</center></big></big><br> ''Gamall og góður Vestmannaeyingur, sem ávallt hefur verið traustur velunnari Sjómannadagsblaðsins,...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
<big><big><center>Með skipsferð til Vestmannaeyja</center></big></big><br>
<big><big><center>Með skipsferð til Vestmannaeyja</center></big></big><br>


<center>[[Mynd:Vestmannaeyjahöfn á hátíðisdegi.png|500px|thumb|center|Vestmannaeyjahöfn á hátíðisdegi.    Ljósm.: Sigurgeir.]]</center>
''Gamall og góður Vestmannaeyingur, sem ávallt hefur verið traustur velunnari Sjómannadagsblaðsins, sendi blaðinu þessa grein til gamans, en ekki vill hann láta nafns síns getið sem þýðanda. Sendum við honum beztu þakkir fyrir þetta framlag til blaðsins og óskum honum velfarnaðar.''<br>
''Gamall og góður Vestmannaeyingur, sem ávallt hefur verið traustur velunnari Sjómannadagsblaðsins, sendi blaðinu þessa grein til gamans, en ekki vill hann láta nafns síns getið sem þýðanda. Sendum við honum beztu þakkir fyrir þetta framlag til blaðsins og óskum honum velfarnaðar.''<br>
''Þetta er lausleg þýðing á hluta af kafla úr bókinni „FERIE PÅ EN VULKANÖ“ eftir Lis Andersen, danskan kvenrithöfund. Bókin er fjörlega skrifuð og skemmtileg, þrátt fyrir allan aragrúann af vitleysum, sem þar eru saman komnar. Auk þess eru í kaflanum nokkur „skeyti“, sem sanna, að glöggt er gests augað.''<br>
''Þetta er lausleg þýðing á hluta af kafla úr bókinni „FERIE PÅ EN VULKANÖ“ eftir Lis Andersen, danskan kvenrithöfund. Bókin er fjörlega skrifuð og skemmtileg, þrátt fyrir allan aragrúann af vitleysum, sem þar eru saman komnar. Auk þess eru í kaflanum nokkur „skeyti“, sem sanna, að glöggt er gests augað.''<br>
Lína 6: Lína 7:
Klukkan var níu um kvöldið daginn, sem við lögðum út á Atlantshafið á litla og af sér gengna strandferðaskipinu [[Herjólfur|Herjólfi]]. Veðrið var bjart og hressilegt. Sólin skein þvert í gegnum grænbláar öldurnar, þegar þær lyftu sér. Það er sjón, sem aldrei þreytir. Þarna er Reykjavík með háa tinda Esjunnar í bakgrunni, eins og fegurðaropinberun, sem ekki er hægt að segja um allar höfuðborgir. Hér eru Bessastaðir, forsetasetrið. Þá kemur Hafnarfjörður og Keflavík. Það er liðið á dag, þegar við beygjum fyrir skagann, en það er ekki hægt að hverfa af þiljum á þessu fagra kvöldi, á svo kyrrlátri siglingu undan vindi.<br>
Klukkan var níu um kvöldið daginn, sem við lögðum út á Atlantshafið á litla og af sér gengna strandferðaskipinu [[Herjólfur|Herjólfi]]. Veðrið var bjart og hressilegt. Sólin skein þvert í gegnum grænbláar öldurnar, þegar þær lyftu sér. Það er sjón, sem aldrei þreytir. Þarna er Reykjavík með háa tinda Esjunnar í bakgrunni, eins og fegurðaropinberun, sem ekki er hægt að segja um allar höfuðborgir. Hér eru Bessastaðir, forsetasetrið. Þá kemur Hafnarfjörður og Keflavík. Það er liðið á dag, þegar við beygjum fyrir skagann, en það er ekki hægt að hverfa af þiljum á þessu fagra kvöldi, á svo kyrrlátri siglingu undan vindi.<br>
Við fórum líka nógu snemma inn. Gulla fékk efri kojuna. Ég gat með naumindum náð í neðri koju í sex manna sal, áþekkum því, sem í járnbrautarlestum er nefnt leguvagn, aðeins miklu verri. Í fyrsta lagi var salurinn opinn, gegnumgangur fyrir alla í eldhús og önnur herbergi. Þrír hátalarar vældu sinn úr hverju horni. Og ofbirta úr eldhúsinu skein beint í augu manns. Læsingarskriflið á hurðinni þangað fram hafði bilað. í hvert skipti, sem skipið valt lítilsháttar, skall hún aftur með braki og brestum og sveiflaðist upp á gátt aftur. Þetta endurtók sig um það bil tólf sinnum á mínútu, en enginn virtist veita því athygli, fremur en hátölurunum. Glerið glamraði. Það var asi og þys alla nóttina.<br>
Við fórum líka nógu snemma inn. Gulla fékk efri kojuna. Ég gat með naumindum náð í neðri koju í sex manna sal, áþekkum því, sem í járnbrautarlestum er nefnt leguvagn, aðeins miklu verri. Í fyrsta lagi var salurinn opinn, gegnumgangur fyrir alla í eldhús og önnur herbergi. Þrír hátalarar vældu sinn úr hverju horni. Og ofbirta úr eldhúsinu skein beint í augu manns. Læsingarskriflið á hurðinni þangað fram hafði bilað. í hvert skipti, sem skipið valt lítilsháttar, skall hún aftur með braki og brestum og sveiflaðist upp á gátt aftur. Þetta endurtók sig um það bil tólf sinnum á mínútu, en enginn virtist veita því athygli, fremur en hátölurunum. Glerið glamraði. Það var asi og þys alla nóttina.<br>
[[Mynd:Vestmannaeyjahöfn 1968.png|300px|thumb|Vestmannaeyjahöfn 1968. Séð yfir Vesturhöfnina. Í fjarlægð Brandur og Álfsey og surtsey við hafsbrún.  Ljósm.: Sigurgeir.]]
[[Mynd:Trillurnar fiskuðu vel vertíðina 1968.png|300px|thumb|Trillurnar fiskuðu vel vertíðina 1968.]]
Hefði maður aðeins getað sofnað. En um leið og efri kojunni var lyft upp, fylltist neðri kojan af einkennilegum stoðum með hvössum, köntuðum skrúfum, sem stungust í mann, ef maður hreyfði sig. Ef maður teygði úr sér, eins og oft er vani minn, náðu fæturnir hálfa alin út í ganginn, þar sem fólk tróðst fram hjá í sífellu og reyndi að berja þá af.<br>
Hefði maður aðeins getað sofnað. En um leið og efri kojunni var lyft upp, fylltist neðri kojan af einkennilegum stoðum með hvössum, köntuðum skrúfum, sem stungust í mann, ef maður hreyfði sig. Ef maður teygði úr sér, eins og oft er vani minn, náðu fæturnir hálfa alin út í ganginn, þar sem fólk tróðst fram hjá í sífellu og reyndi að berja þá af.<br>
Einnig var loftið fullt af tóbaksreyk, svo að langt var liðið á nótt, áður en dúr kom á auga. Það varð til þess, að við sváfum, meðan siglt var inn hina frægu innsiglingu, sem við höfðum hlakkað til að sjá. Á hinn bóginn fór ég um nóttina oft út á þilfar til þess að njóta svalans, ljósrar sumarnæturinnar og útlína fjarlægrar strandarinnar. Við vöknuðum ekki fyrr en skipið flautaði. Þá var klukkan sjö og við komin í höfn. Það væru ósannindi, ef við segðum, að við hefðum rekið upp stór augu, þó full ástæða hefði verið til þess. Við gátum varla opnað augun, en hvílíkt útsýni, eftir að við tókum að losa svefninn.
Einnig var loftið fullt af tóbaksreyk, svo að langt var liðið á nótt, áður en dúr kom á auga. Það varð til þess, að við sváfum, meðan siglt var inn hina frægu innsiglingu, sem við höfðum hlakkað til að sjá. Á hinn bóginn fór ég um nóttina oft út á þilfar til þess að njóta svalans, ljósrar sumarnæturinnar og útlína fjarlægrar strandarinnar. Við vöknuðum ekki fyrr en skipið flautaði. Þá var klukkan sjö og við komin í höfn. Það væru ósannindi, ef við segðum, að við hefðum rekið upp stór augu, þó full ástæða hefði verið til þess. Við gátum varla opnað augun, en hvílíkt útsýni, eftir að við tókum að losa svefninn.
Lína 12: Lína 15:
Við gengum í land á stærstu eynni, einu byggðu, sem ber hið hlýlega nafn [[Heimaey]]. Þar er tiltölulega stór bær og mesta fiskveiðihöfn Íslands. Það er ekki erfitt að gizka á, hvaða atvinnugrein menn stunda þar. Á mörgum flötu þökunum voru skreiðarhjallar, og víða í mannlausum herbergjum í íbúðarhúsunum var fullt af fiski. Þarna voru að sjálfsögðu verksmiðjur og sægur fiskiskipa og togarar. Kranar með glampandi síld í skóflunum. Brún og svört net, ljósrauð flot, grænir nælonkaðlar. Fiskimenn í gulum skinnklæðum.<br>
Við gengum í land á stærstu eynni, einu byggðu, sem ber hið hlýlega nafn [[Heimaey]]. Þar er tiltölulega stór bær og mesta fiskveiðihöfn Íslands. Það er ekki erfitt að gizka á, hvaða atvinnugrein menn stunda þar. Á mörgum flötu þökunum voru skreiðarhjallar, og víða í mannlausum herbergjum í íbúðarhúsunum var fullt af fiski. Þarna voru að sjálfsögðu verksmiðjur og sægur fiskiskipa og togarar. Kranar með glampandi síld í skóflunum. Brún og svört net, ljósrauð flot, grænir nælonkaðlar. Fiskimenn í gulum skinnklæðum.<br>
Annars er náttúran þannig gerð á Íslandi í stórum dráttum, að hægt er af útliti strandarinnar að sjá, af hverju fólkið lifir aðallega. Þar sem strandlengjan er breið og dalurinn gróinn, eru líkur til að sauðfjárrækt sé aðalatvinnugreinin.<br>
Annars er náttúran þannig gerð á Íslandi í stórum dráttum, að hægt er af útliti strandarinnar að sjá, af hverju fólkið lifir aðallega. Þar sem strandlengjan er breið og dalurinn gróinn, eru líkur til að sauðfjárrækt sé aðalatvinnugreinin.<br>
 
[[Mynd:Í vitaljósinu.png|300px|thumb|Í vitaljósinu.]]
Ef ströndin er mjó, eru að jafnaði stundaðar þaðan fiskveiðar, og ef ekkert láglendi er undir fjöllunum, það er að segja, að þau rísa brött úr hafi, eins og víða er í Vestmannaeyjum, lifa margir af fuglaveiðum.<br>  
Ef ströndin er mjó, eru að jafnaði stundaðar þaðan fiskveiðar, og ef ekkert láglendi er undir fjöllunum, það er að segja, að þau rísa brött úr hafi, eins og víða er í Vestmannaeyjum, lifa margir af fuglaveiðum.<br>  
Móða var í lofti fyrst um morguninn, en nú kom sólin upp og hjálpaði til að opna augun. Nokkuð seinlátar og þreyttar stauluðumst við af stað til þess að leita skjóls undir klettunum til að matast. Eftir að hafa borðað góða skyrslettu rann það upp fyrir okkur, að við sátum í skjóli undir óvenjulega fögru eldfjalli, skreyttu með mergð undarlegra fugla. Það hlutu að vera lundar. Öll þreytan var eins og rokin út í veður og vind, þegar mér varð þetta ljóst.<br>
Móða var í lofti fyrst um morguninn, en nú kom sólin upp og hjálpaði til að opna augun. Nokkuð seinlátar og þreyttar stauluðumst við af stað til þess að leita skjóls undir klettunum til að matast. Eftir að hafa borðað góða skyrslettu rann það upp fyrir okkur, að við sátum í skjóli undir óvenjulega fögru eldfjalli, skreyttu með mergð undarlegra fugla. Það hlutu að vera lundar. Öll þreytan var eins og rokin út í veður og vind, þegar mér varð þetta ljóst.<br>
Lína 19: Lína 22:
Þar sem þeir eru fremur ósmeykir, lærist manni fljótlega að læðast alveg að þeim, að nokkru í skjóli af klettadröngum, og þannig er hægt að komast nær alveg að þeim. Þetta er skemmtilegasti dýragarður, sem ég hef nokkurn tíma komið í. Þessir fögru og fjörugu fuglar, með kolsvart bak og snjóhvíta bringu, hafa hárautt nef og fætur. Nefið er stórt og bjúgt, yfirþyrmandi eins og páfagauksnef. Höfuðið er skemmtilegt með sínum einkennilegu tilbrigðum. Það er eins og þeir hafi gleraugu, og við bætist hátterni þeirra. Líkjast þeir bæði háskólakennurum og gömlum frænkum af höfðingjastétt, ef hægt er að hugsa sér slíka blöndu.<br>
Þar sem þeir eru fremur ósmeykir, lærist manni fljótlega að læðast alveg að þeim, að nokkru í skjóli af klettadröngum, og þannig er hægt að komast nær alveg að þeim. Þetta er skemmtilegasti dýragarður, sem ég hef nokkurn tíma komið í. Þessir fögru og fjörugu fuglar, með kolsvart bak og snjóhvíta bringu, hafa hárautt nef og fætur. Nefið er stórt og bjúgt, yfirþyrmandi eins og páfagauksnef. Höfuðið er skemmtilegt með sínum einkennilegu tilbrigðum. Það er eins og þeir hafi gleraugu, og við bætist hátterni þeirra. Líkjast þeir bæði háskólakennurum og gömlum frænkum af höfðingjastétt, ef hægt er að hugsa sér slíka blöndu.<br>
Þeir eru athugulir, tortryggnir. Skjótar hreyfingar eða hljóð setja allan hópinn á flug. En ef maður er varkár, eru þeir ekki sérstaklega smeykir. Þeir hreyfa höfuðið í sífellu með hnykkjum til beggja hliða. Eftir þrjá til fjóra hnykki er það komið til vinstri, og helmingi fleiri þarf til að snúa því til hægri afrur, og svo framvegis óendanlega. Oft skima þeir upp eða niður eða skáhalla höfðinu með skemmtilegri áleitni.<br>
Þeir eru athugulir, tortryggnir. Skjótar hreyfingar eða hljóð setja allan hópinn á flug. En ef maður er varkár, eru þeir ekki sérstaklega smeykir. Þeir hreyfa höfuðið í sífellu með hnykkjum til beggja hliða. Eftir þrjá til fjóra hnykki er það komið til vinstri, og helmingi fleiri þarf til að snúa því til hægri afrur, og svo framvegis óendanlega. Oft skima þeir upp eða niður eða skáhalla höfðinu með skemmtilegri áleitni.<br>
[[Mynd:Það er ástæðulaust að róa lengur í dag.png|300px|thumb|Það er ástæðulaust að róa lengur í dag.]]
Ég teiknaði stanzlaust, klifraði aftur og teiknaði aftur. Hvasst var uppi við gígbrúnina, svo að ég átti fullt í fangi með að halda mér. Ber og hallandi blágrýtislögin lágu á ská gegn himni, með sagareggjuðum og skrautlegum útlínum. Hamraveggurinn var lóðréttur nokkur hundruð metra í átt að gígbotninum. Það var stórkostlegt að liggja á maganum og horfa yfir smádalinn, alla eyna, yfir flestar hinna eyjanna og hundruð skerja. Síðan gægðist ég niður fjallshlíðina: Hinir skrautlegu fuglar sitja í röðum í stórum hópum, snúa og sveigja höfuðin, fleygja sér út í dalinn í indælum sveiflum og koma fljótlega aftur.<br>
Ég teiknaði stanzlaust, klifraði aftur og teiknaði aftur. Hvasst var uppi við gígbrúnina, svo að ég átti fullt í fangi með að halda mér. Ber og hallandi blágrýtislögin lágu á ská gegn himni, með sagareggjuðum og skrautlegum útlínum. Hamraveggurinn var lóðréttur nokkur hundruð metra í átt að gígbotninum. Það var stórkostlegt að liggja á maganum og horfa yfir smádalinn, alla eyna, yfir flestar hinna eyjanna og hundruð skerja. Síðan gægðist ég niður fjallshlíðina: Hinir skrautlegu fuglar sitja í röðum í stórum hópum, snúa og sveigja höfuðin, fleygja sér út í dalinn í indælum sveiflum og koma fljótlega aftur.<br>
Svo kemur það til, að þeir eru svo ólánsamir að vera bragðgóðir. Við sáum víða þann dag sigakaðla, sem héngu fram af brúnunum. Fuglarnir eru veiddir í net. Okkur langaði til að sjá það, að vísu var okkur um og ó. En það fengum við bætt, þegar við komum síðdegis þangað, sem við höfðum neytt morgunverðarins.<br>
Svo kemur það til, að þeir eru svo ólánsamir að vera bragðgóðir. Við sáum víða þann dag sigakaðla, sem héngu fram af brúnunum. Fuglarnir eru veiddir í net. Okkur langaði til að sjá það, að vísu var okkur um og ó. En það fengum við bætt, þegar við komum síðdegis þangað, sem við höfðum neytt morgunverðarins.<br>

Núverandi breyting frá og með 30. júní 2016 kl. 14:13

Með skipsferð til Vestmannaeyja


Vestmannaeyjahöfn á hátíðisdegi. Ljósm.: Sigurgeir.

Gamall og góður Vestmannaeyingur, sem ávallt hefur verið traustur velunnari Sjómannadagsblaðsins, sendi blaðinu þessa grein til gamans, en ekki vill hann láta nafns síns getið sem þýðanda. Sendum við honum beztu þakkir fyrir þetta framlag til blaðsins og óskum honum velfarnaðar.
Þetta er lausleg þýðing á hluta af kafla úr bókinni „FERIE PÅ EN VULKANÖ“ eftir Lis Andersen, danskan kvenrithöfund. Bókin er fjörlega skrifuð og skemmtileg, þrátt fyrir allan aragrúann af vitleysum, sem þar eru saman komnar. Auk þess eru í kaflanum nokkur „skeyti“, sem sanna, að glöggt er gests augað.

Klukkan var níu um kvöldið daginn, sem við lögðum út á Atlantshafið á litla og af sér gengna strandferðaskipinu Herjólfi. Veðrið var bjart og hressilegt. Sólin skein þvert í gegnum grænbláar öldurnar, þegar þær lyftu sér. Það er sjón, sem aldrei þreytir. Þarna er Reykjavík með háa tinda Esjunnar í bakgrunni, eins og fegurðaropinberun, sem ekki er hægt að segja um allar höfuðborgir. Hér eru Bessastaðir, forsetasetrið. Þá kemur Hafnarfjörður og Keflavík. Það er liðið á dag, þegar við beygjum fyrir skagann, en það er ekki hægt að hverfa af þiljum á þessu fagra kvöldi, á svo kyrrlátri siglingu undan vindi.
Við fórum líka nógu snemma inn. Gulla fékk efri kojuna. Ég gat með naumindum náð í neðri koju í sex manna sal, áþekkum því, sem í járnbrautarlestum er nefnt leguvagn, aðeins miklu verri. Í fyrsta lagi var salurinn opinn, gegnumgangur fyrir alla í eldhús og önnur herbergi. Þrír hátalarar vældu sinn úr hverju horni. Og ofbirta úr eldhúsinu skein beint í augu manns. Læsingarskriflið á hurðinni þangað fram hafði bilað. í hvert skipti, sem skipið valt lítilsháttar, skall hún aftur með braki og brestum og sveiflaðist upp á gátt aftur. Þetta endurtók sig um það bil tólf sinnum á mínútu, en enginn virtist veita því athygli, fremur en hátölurunum. Glerið glamraði. Það var asi og þys alla nóttina.

Vestmannaeyjahöfn 1968. Séð yfir Vesturhöfnina. Í fjarlægð Brandur og Álfsey og surtsey við hafsbrún. Ljósm.: Sigurgeir.
Trillurnar fiskuðu vel vertíðina 1968.

Hefði maður aðeins getað sofnað. En um leið og efri kojunni var lyft upp, fylltist neðri kojan af einkennilegum stoðum með hvössum, köntuðum skrúfum, sem stungust í mann, ef maður hreyfði sig. Ef maður teygði úr sér, eins og oft er vani minn, náðu fæturnir hálfa alin út í ganginn, þar sem fólk tróðst fram hjá í sífellu og reyndi að berja þá af.
Einnig var loftið fullt af tóbaksreyk, svo að langt var liðið á nótt, áður en dúr kom á auga. Það varð til þess, að við sváfum, meðan siglt var inn hina frægu innsiglingu, sem við höfðum hlakkað til að sjá. Á hinn bóginn fór ég um nóttina oft út á þilfar til þess að njóta svalans, ljósrar sumarnæturinnar og útlína fjarlægrar strandarinnar. Við vöknuðum ekki fyrr en skipið flautaði. Þá var klukkan sjö og við komin í höfn. Það væru ósannindi, ef við segðum, að við hefðum rekið upp stór augu, þó full ástæða hefði verið til þess. Við gátum varla opnað augun, en hvílíkt útsýni, eftir að við tókum að losa svefninn. Vestmannaeyjar þýða eiginlega ey Vestmannanna. Þeir voru írskir þrælar, sem fyrrum flúðu hingað eftir að hafa fellt höfðingja sinn.
Þær eru víst fleiri en 20 klettaeyjar og flestar litlar, en gnæfa svo brattar úr hafi, að mann dreymir ekki um að klifra upp á þær. Annars á ég létt með að láta mig dreyma um slíkt.
Við gengum í land á stærstu eynni, einu byggðu, sem ber hið hlýlega nafn Heimaey. Þar er tiltölulega stór bær og mesta fiskveiðihöfn Íslands. Það er ekki erfitt að gizka á, hvaða atvinnugrein menn stunda þar. Á mörgum flötu þökunum voru skreiðarhjallar, og víða í mannlausum herbergjum í íbúðarhúsunum var fullt af fiski. Þarna voru að sjálfsögðu verksmiðjur og sægur fiskiskipa og togarar. Kranar með glampandi síld í skóflunum. Brún og svört net, ljósrauð flot, grænir nælonkaðlar. Fiskimenn í gulum skinnklæðum.
Annars er náttúran þannig gerð á Íslandi í stórum dráttum, að hægt er af útliti strandarinnar að sjá, af hverju fólkið lifir aðallega. Þar sem strandlengjan er breið og dalurinn gróinn, eru líkur til að sauðfjárrækt sé aðalatvinnugreinin.

Í vitaljósinu.

Ef ströndin er mjó, eru að jafnaði stundaðar þaðan fiskveiðar, og ef ekkert láglendi er undir fjöllunum, það er að segja, að þau rísa brött úr hafi, eins og víða er í Vestmannaeyjum, lifa margir af fuglaveiðum.
Móða var í lofti fyrst um morguninn, en nú kom sólin upp og hjálpaði til að opna augun. Nokkuð seinlátar og þreyttar stauluðumst við af stað til þess að leita skjóls undir klettunum til að matast. Eftir að hafa borðað góða skyrslettu rann það upp fyrir okkur, að við sátum í skjóli undir óvenjulega fögru eldfjalli, skreyttu með mergð undarlegra fugla. Það hlutu að vera lundar. Öll þreytan var eins og rokin út í veður og vind, þegar mér varð þetta ljóst.
Þennan dag varð ég þess lítilsháttar vör, hvað Íslandsferð getur reynt á líkamsþrekið. Frá því klukkan sjö um morguninn til tólf á miðnætti var ég á ferli yfir villugjörn hraun, upp og niður fuglabjörg og eldfjöll eða svartar hraunklappir við ströndina, aðeins með einstökum hálfrar stundar hléum við teiknipappírinn. Allan daginn fannst mér ég vera á flugi.
Ég klifraði og nær því hljóp á fjórum fótum upp bratta hlíðina á fagurlaga gíg. Á víð og dreif sátu hópar af lundum á bröttum blágrýtisklettum, snyrtilega dreifðir á hvern stallinn af öðrum. Sumir kurruðu, en voru þó grafkyrrir.
Þar sem þeir eru fremur ósmeykir, lærist manni fljótlega að læðast alveg að þeim, að nokkru í skjóli af klettadröngum, og þannig er hægt að komast nær alveg að þeim. Þetta er skemmtilegasti dýragarður, sem ég hef nokkurn tíma komið í. Þessir fögru og fjörugu fuglar, með kolsvart bak og snjóhvíta bringu, hafa hárautt nef og fætur. Nefið er stórt og bjúgt, yfirþyrmandi eins og páfagauksnef. Höfuðið er skemmtilegt með sínum einkennilegu tilbrigðum. Það er eins og þeir hafi gleraugu, og við bætist hátterni þeirra. Líkjast þeir bæði háskólakennurum og gömlum frænkum af höfðingjastétt, ef hægt er að hugsa sér slíka blöndu.
Þeir eru athugulir, tortryggnir. Skjótar hreyfingar eða hljóð setja allan hópinn á flug. En ef maður er varkár, eru þeir ekki sérstaklega smeykir. Þeir hreyfa höfuðið í sífellu með hnykkjum til beggja hliða. Eftir þrjá til fjóra hnykki er það komið til vinstri, og helmingi fleiri þarf til að snúa því til hægri afrur, og svo framvegis óendanlega. Oft skima þeir upp eða niður eða skáhalla höfðinu með skemmtilegri áleitni.

Það er ástæðulaust að róa lengur í dag.

Ég teiknaði stanzlaust, klifraði aftur og teiknaði aftur. Hvasst var uppi við gígbrúnina, svo að ég átti fullt í fangi með að halda mér. Ber og hallandi blágrýtislögin lágu á ská gegn himni, með sagareggjuðum og skrautlegum útlínum. Hamraveggurinn var lóðréttur nokkur hundruð metra í átt að gígbotninum. Það var stórkostlegt að liggja á maganum og horfa yfir smádalinn, alla eyna, yfir flestar hinna eyjanna og hundruð skerja. Síðan gægðist ég niður fjallshlíðina: Hinir skrautlegu fuglar sitja í röðum í stórum hópum, snúa og sveigja höfuðin, fleygja sér út í dalinn í indælum sveiflum og koma fljótlega aftur.
Svo kemur það til, að þeir eru svo ólánsamir að vera bragðgóðir. Við sáum víða þann dag sigakaðla, sem héngu fram af brúnunum. Fuglarnir eru veiddir í net. Okkur langaði til að sjá það, að vísu var okkur um og ó. En það fengum við bætt, þegar við komum síðdegis þangað, sem við höfðum neytt morgunverðarins.
Við klettana beint á móti voru nokkur börn, sem höfðu fest kaðal uppi í brúninni. Klettarnir voru svo brattir annars vegar, að við lá að þeir væru slútandi, svo að kaðalinn sveiflaðist í lausu lofti. Börnin gátu náð í hann með því að klifra upp á klettanef, og hvert af öðru fengu þau sér æsilega svifferð, með því að spyrna sér hraustlega frá, svo að kaðallinn sveiflaðist í boga yfir í hitt klettabeltið. Stúlkan eða pilturinn spyrntu sér nú frá klettinum og sveiflaðist að klettabeltinu hinum megin, og tók þetta nokkrar sekúndur. Það var aðdáunarvert. Það var enginn vafi á því eftir hverju þau voru að líkja, í hvaða tilgangi þau voru að æfa sig, og svona héldu þau lengi áfram.
Þetta var smálykkja á leiðinni frá legurúmi mínu á gígbrúninni. Ég skreið svolítið niður á við og stóð síðan varlega upp í storminum, sem þrýsti mér upp að fjallshlíðinni. Nú sá ég í hina áttina, niður yfir höfnina og eyjarnar. Tígulegt gnæfði hið fagra Helgafell gegnt sæbröttum hömrum eyjarinnar okkar. Það er sjaldgæft að sjá þvílíka sjón: Margar ókleifar eyjar rísa beint úr hafinu. Mörg fjöllin voru í fögrum litum, brún, ljósgul, gul og svört. Hinir lóðréttu stuðlar blágrýtisins létu eina eyna, sem auk þess var með réttu lagi, líkjast risaorgeli með furðulegum orgelpípum. Fægðir stuðlar og klettabrúnir voru í regnbogans litum, en brimið brotnaði og löðrið þeyttist til himins eins og reykur.
Síðan gengum við inn yfir landið og hringinn með ströndinni. Vesturströndin var svart, úfið hraun, brimið braut í sífellu á boðum og þeyttist á ströndina, sem víða var lóðrétt. Þar voru merkilegir hellar langt inn í fjallið, en hærra uppi fann sauðféð fótfestu á undarlegustu stöðum, væru þar aðeins nokkrir grastottar.
Lundinn var alls staðar. Einu sinni heppnaðist mér með brögðum og lævísi að komast svo nærri nokkrum þeirra, að ég hefði getað gripið þá.
Svo lá ég og hélt niðri í mér andanum og athugaði þá með þeirri tilfinningu, að ég væri hamingjusamasta vera heimsins.
Það eina, sem spillti ströndinni, voru nokkrir ljótir sorphaugar, sem dreifðir voru yfir stórt svæði. Frá logandi haugunum lagði kæfandi reykský út yfir hafið. Nei, hreinlæti er ekki hin sterka hlið Íslendinga. Í miðri eyðimörk hraunkletta og grasgeira fundum við óvænt smákartöflugarð, svo hægt var að hrærast yfir, girtan hraunhleðslu. Þetta var allt, sem við sáum af garðyrkju þann daginn fyrir utan gras og hey.
En á hinn bóginn sáum við haförn og að sjálfsögðu mergð anda og annarra sjófugla, meðal annars teistur, álkur, súlu og fýl. Það er einstætt fyrir Vestmannaeyjar, að þar verpa þrjár tegundir af hinni litlu og djörfu sæsvöluætt.
Landslag eyjanna var, eftir því sem okkur virtist, svo fjölbreytt að ég fann til eins konar bruna í sál minni af öllu því, sem fyrir auga bar.
Við höfðum fengið frídag úti í náttúrunni og urðum að notfæra okkur hann af lífs og sálar megni. Á heimleiðinni fórum við niður í áðurnefndann gíg, sem var opinn gegnt hafi. Hér var augljóslega hátíðasvæði eyjarinnar. Þar hafði nýlega verið hátíð. Stóðu þar pallar, flaggstengur og smábúðir.
Meðan við vorum þar hvessti enn. Sviptivindur þeyttist inn yfir og sópaði með sér ótrúlega miklum skýjum af ryki og sandi og bar með sér nokkra af veggjum búðanna fáeina kílómetra, en þungar bárujárnsplötur, sem verið höfðu á þakinu, blöktu eins og blöð.
Ég klifraði upp á gígbrúnina að innanverðu, þar sem hægast var, þó var allbratt þarna. Stormbylurinn kom yfir, þegar ég var hálfnuð á leiðinni upp. Hann þrýsti mér upp að grasi vaxinni hlíðinni, svo að ég varð nær því flöt. Strax á eftir byrjaði að rigna, og var ég að því komin að snúa við. En þegar ég sá hinn ógnandi óveðurshiminn umvefja bæði haf og land og ég sá, hvernig botn gígsins hreinsaðist, tók ég heldur fyrir að klifra alla leið upp og horfa út yfir norðurströndina.
Ég sá ekki eftir því. Ég fann skjól við klettasnös og stóð þar og hélt mér dauðahaldi, meðan himinn og jörð runnu í eitt. Á einu heiðskíru augnabliki opinberaðist útsýn með rauðbrúnum blágrýtishömrum, eldfjöllum, þöktum svörtu og brunarauðu gjalli, sagarlaga tindum og veðruðum sandsteinsfjöllum í einkennilegustu myndum. Eins og í eina mínútu gat ég séð alla leið til suðurstrandar Íslands með Eyjafjalla- og Mýrdalsjöklum. Það var bæði stórkostlegt og spennandi.
En nú var orðið ískalt, og ég varð að berja mér, áður en ég hóf niðurgönguna. Ég var svo hátt uppi, að ég grillti ekki Gullu í hinni hlið gígsins. Kannske var hún farin „heim“. Það var líka orðið áliðið. Ég var banhungruð og stökk niður, eins og ég væri íslenzk sauðkind. Það gekk bæði fljótt og vel.
Við höfðum haft margs konar veður þann daginn. Við minntumst smásögu, sem Ásmundur Sveinsson sagði um Ítala í heimsókn á Íslandi. Að kvöldi fyrsta dagsins kom íslenzki leiðsögumaðurinn til þess að fara með hann í gönguferð, en Ítalinn afsakaði sig með því að hann hefði þann daginn reynt sex tegundir veðráttu og það væri nóg að sinni. Hann hefði ekki þrek til meira.
Klukkan nálgaðist níu, og Herjólfur var ekki enn þá kominn. Var um misskilning að ræða?
Okkur hafði verið sagt, að hann mundi koma aftur frá einum smábænum á ströndinni norðan við eyjarnar klukkan níu. En stormurinn hefði getað seinkað honum?
Við leituðum upplýsinga, og voru gefnir upp alls konar tímar, frá níu til tólf. Við gengum því enn einu sinni niður að ströndinni, þar sem byljir og sveipir þeyttu sandi og ryki í loft upp, þangað til það var stöðvað af hellirigningu, áþekkri hitabeltisregni. Við fórum þá upp í gistihús bæjarins til þess að fá okkur kaffibolla. Við mættum einum manni á götunni, ungum manni ekki langt yfir fermingaraldur. Sjaldan hef ég séð dreng svo hörmulega drukkinn.
Í gistihúsinu voru fögur málverk. Við stönzuðum þar rúma hálfa klukkustund, bæði vegna myndanna og hlýjunnar. Herjólfur kom klukkan tólf, og við fórum í koju og sváfum eins og steinar.