„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1993/Margt kemur úr sæ“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''<big><center>JÓHANN FRIÐFINNSSON:</center></big><br> <big><big><center>MARGT KEMUR ÚR SÆ</center></big></big><br> ÞAÐ var sunnudaginn 6. des. 19...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 3: Lína 3:
<big><big><center>MARGT KEMUR ÚR SÆ</center></big></big><br>
<big><big><center>MARGT KEMUR ÚR SÆ</center></big></big><br>
   
   
ÞAÐ var sunnudaginn 6. des. 1992 er Björgvin Ármannsson stýrimaður á mb. Ófeigi VE 324 hringdi í mig utan af sjó og tilkynnti um sérstakan fund er komið hefði upp í botnvörpu bátsins þar sem þeir voru að veiðum um 30 sjómílur suðvestur af Surti á 407 faðma dýpi, nánar tiltekið 63° 07'5 N. og 21° 24'4 V. Sagði Björgvin að um væri að ræða leðurstígvélapar af stærstu gerð, mjög þung og efnismikil, upphá. Einnig hefðu komið trédrumbar. m.a. með koparteinum og boltum.<br>
ÞAÐ var sunnudaginn 6. des. 1992 er [[Björgvin Ármannsson]] stýrimaður á mb. [[Ófeigur VE-324|Ófeigi VE 324]] hringdi í mig utan af sjó og tilkynnti um sérstakan fund er komið hefði upp í botnvörpu bátsins þar sem þeir voru að veiðum um 30 sjómílur suðvestur af Surti á 407 faðma dýpi, nánar tiltekið 63° 07'5 N. og 21° 24'4 V. Sagði Björgvin að um væri að ræða leðurstígvélapar af stærstu gerð, mjög þung og efnismikil, upphá. Einnig hefðu komið trédrumbar. m.a. með koparteinum og boltum.<br>
Að sjálfsögðu var ég Björgvin þakklátur og bað hann að halda þessu til haga þar til komið væri af veiðum. Þegar Ófeigur kom úr veiðiferðinni tók ég á móti fyrrgreindum hlutum og fór með heim í Byggðasafn. Hafði síðan samband við kunnáttumann í Þjóðminjasafninu, Halldóru Ásgeirsdóttur, er mælti svo fyrir að ég ætti að útvatna stígvélaparið í nokkrar vikur, þar til vatnið væri orðið seltulaust á bragðið. Þá ættu þau að koma á Þjóðminjasafnið og yrðu þar látin í vaxbað og síðan frostþurrkuð. Þetta myndi taka nokkrar vikur.<br>
Að sjálfsögðu var ég Björgvin þakklátur og bað hann að halda þessu til haga þar til komið væri af veiðum. Þegar Ófeigur kom úr veiðiferðinni tók ég á móti fyrrgreindum hlutum og fór með heim í [[Byggðasafn Vestmannaeyja|Byggðasafn]]. Hafði síðan samband við kunnáttumann í Þjóðminjasafninu, Halldóru Ásgeirsdóttur, er mælti svo fyrir að ég ætti að útvatna stígvélaparið í nokkrar vikur, þar til vatnið væri orðið seltulaust á bragðið. Þá ættu þau að koma á Þjóðminjasafnið og yrðu þar látin í vaxbað og síðan frostþurrkuð. Þetta myndi taka nokkrar vikur.<br>
Við, sem erum uppalin við sjávarsíðuna, kunnum vel að meta afreksverkin á sjónum, ekki síst er menn lögðu sig alla fram til að bjarga nauðstöddum úr háska. Margar eru sorgarsögurnar, því miður og sem betur fer einnig gleðitíðindi er vel hefur til tekist og geymst hafa í minningunni. Þegar ég virti fyrir mér þessa sérstöku leðurklossa, svo gríðarlega vandaða og verklega, fór hugurinn að reika. Minntist ég þá að sá frægi maður, Jörundur Jörundsson hundadagakonungur, (1780-1845) er svo var nefndur, hafði afrekað að bjarga heilli skipshöfn af brennandi og sökkvandi skipi fyrir sunnan land síðsumars 1809. Sagan segir að tvö skip hafi látið úr höfn í Reykjavík. Jörundur hafði forsjá um borð í Orion, en hitt skipið hét Margret and Ann. Er komið var suður af landinu, eins og fyrr segir, kviknaði í síðarnefnda skipinu. Vonskuveður var og ekki til björgunarbátur fyrir alla um borð. Svo útlitið hefur verið skelfilegt. Þá tókst Jörundi að koma á Orion til hjálpar, fór hann sjálfur um borð í sökkvandi skipið áhöfninni til bjargar. Tókst honum að koma öllum heilum á húfi yfir í sitt skip. Eftir að hafa skoðað stígvélaparið títtnefnda þykir engum mikið þótt Jörundur hafi losað sig við þau og hlaupið án þeirra síðasta spölinn til baka á neyðarstundu!<br>
Við, sem erum uppalin við sjávarsíðuna, kunnum vel að meta afreksverkin á sjónum, ekki síst er menn lögðu sig alla fram til að bjarga nauðstöddum úr háska. Margar eru sorgarsögurnar, því miður og sem betur fer einnig gleðitíðindi er vel hefur til tekist og geymst hafa í minningunni. Þegar ég virti fyrir mér þessa sérstöku leðurklossa, svo gríðarlega vandaða og verklega, fór hugurinn að reika. Minntist ég þá að sá frægi maður, Jörundur Jörundsson hundadagakonungur, (1780-1845) er svo var nefndur, hafði afrekað að bjarga heilli skipshöfn af brennandi og sökkvandi skipi fyrir sunnan land síðsumars 1809. Sagan segir að tvö skip hafi látið úr höfn í Reykjavík. Jörundur hafði forsjá um borð í Orion, en hitt skipið hét Margret and Ann. Er komið var suður af landinu, eins og fyrr segir, kviknaði í síðarnefnda skipinu. Vonskuveður var og ekki til björgunarbátur fyrir alla um borð. Svo útlitið hefur verið skelfilegt. Þá tókst Jörundi að koma á Orion til hjálpar, fór hann sjálfur um borð í sökkvandi skipið áhöfninni til bjargar. Tókst honum að koma öllum heilum á húfi yfir í sitt skip. Eftir að hafa skoðað stígvélaparið títtnefnda þykir engum mikið þótt Jörundur hafi losað sig við þau og hlaupið án þeirra síðasta spölinn til baka á neyðarstundu!<br>
Þegar Orion kom aftur til Reykjavíkur með skipbrotsmennina hlaut Jörundur aðdáun allra fyrir dirfsku og hugrekki.<br>
Þegar Orion kom aftur til Reykjavíkur með skipbrotsmennina hlaut Jörundur aðdáun allra fyrir dirfsku og hugrekki.<br>
Lína 12: Lína 12:


'''Jóhann Friðfinnsson'''<br>
'''Jóhann Friðfinnsson'''<br>
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 9. október 2015 kl. 13:53

JÓHANN FRIÐFINNSSON:


MARGT KEMUR ÚR SÆ


ÞAÐ var sunnudaginn 6. des. 1992 er Björgvin Ármannsson stýrimaður á mb. Ófeigi VE 324 hringdi í mig utan af sjó og tilkynnti um sérstakan fund er komið hefði upp í botnvörpu bátsins þar sem þeir voru að veiðum um 30 sjómílur suðvestur af Surti á 407 faðma dýpi, nánar tiltekið 63° 07'5 N. og 21° 24'4 V. Sagði Björgvin að um væri að ræða leðurstígvélapar af stærstu gerð, mjög þung og efnismikil, upphá. Einnig hefðu komið trédrumbar. m.a. með koparteinum og boltum.
Að sjálfsögðu var ég Björgvin þakklátur og bað hann að halda þessu til haga þar til komið væri af veiðum. Þegar Ófeigur kom úr veiðiferðinni tók ég á móti fyrrgreindum hlutum og fór með heim í Byggðasafn. Hafði síðan samband við kunnáttumann í Þjóðminjasafninu, Halldóru Ásgeirsdóttur, er mælti svo fyrir að ég ætti að útvatna stígvélaparið í nokkrar vikur, þar til vatnið væri orðið seltulaust á bragðið. Þá ættu þau að koma á Þjóðminjasafnið og yrðu þar látin í vaxbað og síðan frostþurrkuð. Þetta myndi taka nokkrar vikur.
Við, sem erum uppalin við sjávarsíðuna, kunnum vel að meta afreksverkin á sjónum, ekki síst er menn lögðu sig alla fram til að bjarga nauðstöddum úr háska. Margar eru sorgarsögurnar, því miður og sem betur fer einnig gleðitíðindi er vel hefur til tekist og geymst hafa í minningunni. Þegar ég virti fyrir mér þessa sérstöku leðurklossa, svo gríðarlega vandaða og verklega, fór hugurinn að reika. Minntist ég þá að sá frægi maður, Jörundur Jörundsson hundadagakonungur, (1780-1845) er svo var nefndur, hafði afrekað að bjarga heilli skipshöfn af brennandi og sökkvandi skipi fyrir sunnan land síðsumars 1809. Sagan segir að tvö skip hafi látið úr höfn í Reykjavík. Jörundur hafði forsjá um borð í Orion, en hitt skipið hét Margret and Ann. Er komið var suður af landinu, eins og fyrr segir, kviknaði í síðarnefnda skipinu. Vonskuveður var og ekki til björgunarbátur fyrir alla um borð. Svo útlitið hefur verið skelfilegt. Þá tókst Jörundi að koma á Orion til hjálpar, fór hann sjálfur um borð í sökkvandi skipið áhöfninni til bjargar. Tókst honum að koma öllum heilum á húfi yfir í sitt skip. Eftir að hafa skoðað stígvélaparið títtnefnda þykir engum mikið þótt Jörundur hafi losað sig við þau og hlaupið án þeirra síðasta spölinn til baka á neyðarstundu!
Þegar Orion kom aftur til Reykjavíkur með skipbrotsmennina hlaut Jörundur aðdáun allra fyrir dirfsku og hugrekki.
Hvað viðkemur trédrumbum er það álit skipasmiða að annar gæti verið stunna en hinn úr kili og kjalbak eða krikkju.
Nú er stígvélaparið komið í Þjóðminjasafnið til faglegrar meðhöndlunar. Samkvæmt upplýsingum sérfræðinga þar er oft erfitt um aldursgreiningu á hlutum sem eru svo nálægt okkur í tímanum eins og hér er um að ræða.
Verður fróðlegt og gagnlegt að fylgjast með framhaldinu og hefur það verið mér mikið ánægjuefni hve margir hafa sýnt þessum sérstæða fundi áhuga. Þá ber sérstaklega að þakka árvekni skipshafnarinnar á Ófeigi.

Jóhann Friðfinnsson