Stefán M. Þ. Jónsson (Bergstöðum)

From Heimaslóð
(Redirected from Stefán M. Þ. Jónsson)
Jump to navigation Jump to search

Stefán Matthías Þorsteinn Jónsson frá Bergstöðum, sjómaður, farmaður, iðnverkamaður, verslunarmaður fæddist þar 22. mars 1911 og lést 11. apríl 1974.
Foreldrar hans voru Jón Hafliðason sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 2. febrúar 1887, d. 13. júlí 1972, og kona hans Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 3. september 1883, d. 16. júlí 1970.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Stefán Matthías Þorsteinn Jónsson sjómaður, verslunarmaður, síðast á Seltjarnarnesi, f. 22. febrúar 1911 á Bergstöðum, d. 11. apríl 1974.
2. Margrét Guðbjörg Jónsdóttir, f. 9. febrúar 1913 á Bergstöðum, d. 1. febrúar 1981.
3. Borgþór Hafsteinn Jónsson veðurfræðingur, f. 9. apríl 1924 á Bergstöðum, d. 12. nóvember 2002.

Stefán var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fór ungur til sjós, fyrst á farskip, síðan á skip Landhelgisgæslunnar.
Stefán hætti sjómennsku 1939 og hóf störf hjá Málningarverksmiðjunni Hörpu og síðan hjá Verslun Haraldar Árnasonar. Hann vann síðan hjá Jóhann Rönning til æviloka.
Þau Gyða giftu sig 1936, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi frá 1940.
Stefán lést 1974 og Gyða 1992.

I. Kona Stefáns, (3. október 1936), var Gyða Stefanía Grímsdóttir húsfreyja, starfsmaður hjá Flugfélagi Íslands, síðar Flugleiðum til starfsloka, f. 21. október 1908, d. 20. september 1992. Foreldrar hennar voru Grímur Ólafsson bakari á Akranesi, Ísafirði og í Félagsbakaríinu í Reykjavík, f. 31. október 1862 í Reykjavík, d. 23. ágúst 1946, og Þorgerður Stefanía Ólafía Stefánsdóttir Bachmann húsfreyja, f. 14. ágúst 1870 í Miklaholti í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, d. 11. desember 1945.
Börn þeirra:
Jón Hilmar Stefánsson rafeindavirki, lengst af starfandi sem tæknimaður og tæknistjóri Ríkisútvarpssins, búsettur á Seltjarnarnesi, f. 12. júní 1939. Kona hans Elísabet Bjarnadóttir.
2. Stefanía Sigríður Stefánsdóttir bankastarfsmaður, síðar læknaritari, búsetti í Hróarskeldu, Danmörku, f. 31. desember 1945 . Maður hennar Steen Petersen.
3. Erla Stefánsdóttir skrifstofumaður, síðar bankastarfsmaður, búsett á Seltjarnarnesi, f. 24. nóvember 1948. Fyrri maður hennar Jóhann Þórhallsson. Síðari maður hennar Bjarni Runólfsson.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.