Sólveig Anspach

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Solveig Anspach)
Fara í flakk Fara í leit
Sólveig

Sólveig Anspach fæddist í Vestmannaeyjum þann 8. desember 1960 og lést 7. ágúst 2015. Móðir hennar var Högna Sigurðardóttir arkitekt og faðir hennar bandarískur, fæddur í Berlín og foreldrar hans rúmenskir og þýskir. Sólveig ólst upp í útlöndum og stundaði háskólanám í heimspeki og klínískri sálfræði í París. Sólveig hefur ekki búið á Íslandi en vinnur hér öðru hvoru. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt í júní 2006.

Sólveig starfaði sem leikstjóri. Hún hafði sérhæft sig í heimildamyndagerð, en hafði einnig gert leiknar myndir. Frægasta verk hennar er „Haut les cæurs“ („Há hjörtu“ á íslensku, útfærist „Haltu höfði“). Sú mynd fjallar um baráttu konu við brjóstakrabbamein. Sólveig kom til Vestmannaeyja árið 2003 til þess að gera kvikmyndina Stormy Weather („Stormviðri“ á íslensku). Fékk hún til liðs við sig fjölda Eyjamanna og hefur myndin verið góð landkynning fyrir Vestmannaeyjar.

Tenglar