Sjómamannadagurinn 1947/ Ávarp ritstjórnar

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Í dag, 1. júní, er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Eyjum að venju.
Félög sjómanna, Jötunn, Vélstjórafélagið og Verðandi standa að deginum og mynda Sjómannadagsráð, sem hefir á hendi alla framkvæmd í sambandi við hátíðahöld dagsins.
Undanfarin ár hefir tekjum Sjómannadagsins verið safnað í sjóð og a£ þeim sjóði var greiddur kostnaður við hina myndarlegu kappróðrarbáta, sem vígðir voru í fyrra. Þá hefir verið komið upp húsi yfir bátana. Á öðrum stað í blaðinu eru reikningar Sjómannadagsins og geta allir kynnt sér hvernig þau mál standa og til hvers fé hefir verið varið. Sjómannadagsráðið mun í framtíðinni kappkosta að verja tekjum Sjómannadagsins á þann hátt, að til gagns og sóma verði sjómannastéttinni og byggðarlaginu.
Það er einlæg ósk þeirra, sem standa fyrir hátíðahöldum dagsins, að hann megi verða sjómönnum og aðstandendum þeirra sem ánægjulegastur, að hann megi verða sannkallaður sólskinsdagur.