Kjartan Auðunsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bergþór Kjartan Auðunsson.

Bergþór Kjartan Auðunsson frá Sólheimum, verkamaður fæddist 8. maí 1923 í Reykjavík og lést 13. október 2009.
Foreldrar hans voru Auðunn Oddsson og Steinunn Sigríður Gestsdóttir.

Börn Steinunnar Sigríðar og Auðuns:
1. Gestur Auðunsson, f. 23. júní 1915, d. 18. desember 1999.
2. Sigurjón Auðunsson, f. 4. apríl 1917, d. 20. febrúar 2004.
3. Haraldur Ottó, f. 9. janúar 1922, d. 17. janúar 1997.
4. Bárður Auðunsson, f. 2. nóvember 1925, d. 10. desember 1999.
5. Bergþór Kjartan Auðunsson, f. 8. maí 1923, d. 13. október 2009.
6. Magnea Erna Auðunsdóttir, f. 22. desember 1929, d. 23. júní 2019.

Kjartan var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1924. Hann var með þeim á Sólheimum við Njarðarstíg 15 og í Höfða við Hásteinsvegi 21 og flutti með þeim til Reykjavíkur.
Þau Sigurlaug giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast á Kleppsvegi 50.
Sigurlaug lést 1978.
Kjartan bjó síðast á Þórðarsveig 1 í Reykjavík. Hann lést 2009.

I. Kona Bergþórs Kjartans var Sigurlaug Jóhannesdóttir frá Gröf í Skaftártungu í V.-Skaft., f. 23. júní 1923, d. 12. desember 1978. Foreldrar hennar voru Jóhannes Árnason skósmiður, bóndi, f. 24. ágúst 1881, d. 22. ágúst 1958, og kona hans Ólöf Gísladóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1894, d. 24. janúar 1992.
Börn þeirra:
1. Gísli Kjartan Kjartansson bóndi, ferðaþjónustubóndi á Geirlandi á Síðu, f. 10. febrúar 1947. Kona hans Erla Ívarsdóttir.
2. Jóhannes Óli Kjartansson bifreiðastjóri, f. 28. apríl 1948. Kona hans Lilja Hjelm.
3. Auðun Kjartansson bóndi, bifreiðastjóri, f. 6. ágúst 1949.
4. Grétar Kjartansson verslunarmaður, f. 10. apríl 1953. Kona hans Steinunn Þorsteinsdóttir.
7-9. Þríburar andvana fæddir 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.