„Heimaklettur“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
5.388 bætum bætt við ,  5. janúar 2006
texti Gísla Lárussonar settur inn
Ekkert breytingarágrip
(texti Gísla Lárussonar settur inn)
Lína 10: Lína 10:


== Örnefni ==
== Örnefni ==
'''Dufþekja''' [[Mynd:Duftek2.JPG|thumb|right|300px|Dufþekja í Heimakletti, séð af sjó]]norðan í Heimakletti er mikið [[fýll|fýlapláss]] og þar var áður mikil hvanna- og rótatekja. Hún er ákaflega flá og brött og var mönnum þar hrapgjarnt. Það var trú manna að 20 manns ættu að farast úr henni áður en yfir lyki eða jafnmargir og í Jökulsá á Sólheimasandi en þær áttu að „kallast á“ um manntapa. Fyrsta dauðsfallið í Dufþekju er sagt vera þegar  þræll Hjörleifs, að nafni Dufþakur, hrapaði þar niður á flótta undan Ingólfi Arnarsyni.
'''Dufþekja''' [[Mynd:Duftek2.JPG|thumb|right|300px|Dufþekja í Heimakletti, séð af sjó úr norðri]]norðan í Heimakletti er mikið [[fýll|fýlapláss]] og þar var áður mikil hvanna- og rótatekja. Hún er ákaflega flá og brött og var mönnum þar hrapgjarnt. Það var trú manna að 20 manns ættu að farast úr henni áður en yfir lyki eða jafnmargir og í Jökulsá á Sólheimasandi en þær áttu að „kallast á“ um manntapa. Fyrsta dauðsfallið í Dufþekju er sagt vera þegar  þræll Hjörleifs, að nafni Dufþakur, hrapaði þar niður á flótta undan Ingólfi Arnarsyni.
Í Kleifunum í Heimakletti er svokallaður [[Papakrossinn|Papakross]]. Hann er talinn sanna veru Papa í Vestmannaeyjum fyrir landnám.
Í Kleifunum í Heimakletti er svokallaður [[Papakrossinn|Papakross]]. Hann er talinn sanna veru Papa í Vestmannaeyjum fyrir landnám.


Lína 50: Lína 50:
[[Mynd:Heimaklettur sed fra klifi.jpg|thumb|left|300px|Heimaklettur séður ofan af Klifinu.]]
[[Mynd:Heimaklettur sed fra klifi.jpg|thumb|left|300px|Heimaklettur séður ofan af Klifinu.]]


==Úr örnefnaskrá [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]]==


III. '''Heimaklettur'''. Austast í honum að sunnan, fyrir neðan brún er '''Þuríðarhellir''', þar neðar og vestar  '''Stórató'''. Þá '''Vatnsrás''' við sjó niðri (rennur þar alltaf vatn úr berginu) en upp af Stórutó fyrir ofan brún '''Víti'''. Þar sunnar '''Steinketill''' – hvammur hömrum luktur. Þá er '''Rauf''', hryggur því nær ofan frá '''Háukollar''' (sem er hæsti tindur Heimakletts) og niður á brún.


Í berginu hér niður af er áframhaldandi hryggur í sjó niður, '''Berggangur'''. Efst í honum eru grastætlur '''Neftó''', hér vestar ofan við brún er stór kvosmynduð grasbrekka nefnd '''Slægjur''' (lítið slægjuland). Niður af henni í berginu er '''Bræðrabekkur'''. Í slægjunum er einstakur steinn ekki stór, '''Einbúi''', en upp af honum '''Mónef''' en vestar '''Bólnef'''. Niður af Háukollum  miðja vega að brún er allstór stallur, '''Lágukollar''' og er þar slægjuland lítið, en upp af þeim '''Pálsnef'''. 
Hér neðan við brún er stór grasbekkur (fýlabyggð góð), '''Danskató''', en austar og neðar í berginu '''Kórar''' (fýlapláss lítið). Niður af Dönskutó eru 2 kórar við sjó niðri, '''Leiðarkórar'''. Á sjór er þá fyllir að falla yfir innsiglinguna (taka af leið). Fyrir vestan Dönskutó er '''Vatnsgil''' (107); gilmyndun frá brún og rennur þar alltaf dálítið vatn, hér austan við '''Vatnsgilshellrar'''. Þar vestur af eru 3 smá tær er blaðka vex í, '''Blöðkutær''', en ofan við brún '''Neðra-''' og '''Efra-Þuríðarnef'''. Hér niður af er '''Langa''' ('''Stóra-Langa '''), grasbrekka grjótorpin, en sandur við sjó fram. Er í brekku þessari, sem og þeirri brekku er vestan við Heimaklett er, og liggur dálítið austur með honum að norðan, skeljasandur (gamall sjávarbotn?). Mætti af því ráða að brekka hafi verið fram undan svonefndu Kleifnabergi og þannig verið ein saman hangandi brekka. Nafnið dregið þar af „Langa“ eða „'''Langabrekka'''“.


'''Klemenseyri'''  ('''Hörgeyri''' ) er utan við Löngu austast; stendur hún aðeins upp úr sjó með hálfflæði, er í henni smátt mógrjót, og fannst áður í henni talsvert af alabasturssteinum. Líklega ævagömul skips-„ballest“. Hér eiga þeir Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason að hafa lent með kirkjuvið Ólafs konungs árið 1000. Vestan við Löngu er '''Kleifnaberg''', í því að austan er '''Skrúðabyrgi'''. Á þar að hafa verið geymdur kirkjuskrúði. Má vera að brekka hafi náð það hátt upp, að úr henni hafi mátt ganga í byrgið. Vestan undir Kleifnabergi er nefnt '''Langa''' ('''Litla-Langa '''). Hér hafa oft uppblásið og nú síðast 1912 er grafið var fyrir sundskýli. Mannabein þessi hafa öll fundist í nokkurri fjarlægð frá berginu og mætti af því ráða að grasivaxin brekka hafi legið fyrir öllu Kleifnabergi í fornöld og legstaðurinn hafi verið á sléttlendinu við brekkuna. Þegar sjór eyddi brekkunni við Kleifnaberg er skiljanlegt að myndast hafi nöfnin Stóra- og Litla-Langa.
Fram af Kleifnabergi austan til er hylur, '''Álfheiðarpollur'''. Eru munnmæli um að þar hafi kona drukknað í skrúða sínum á leið til kirkju. Kemur það í bága við að kirkjan hafi staðið vestan við Kleifnaberg, en heim við Skrúðabyrgi og almenna sögusögn. Upp af Kleifnabergi er grasbrekka nefnd '''Kleifar'''. Er uppgangan að henni  nefnd '''Neðri-Kleifar''' og í henni '''Blótarstígur''', en ofan við brekkuna '''Efri-Kleifar''' og þar dálítið upp og austur af '''Snið''', þar neðar fýlabekkur, '''Brynjólfsbekkur'''. Hér upp af er hamar. Er hann láréttur og grasivaxinn að ofan og lítið slægjuland, nefndur '''Hetta'''. Fyrir neðan hana að norðan er '''Hettugrjót''' og þar austur af '''Hettusandur''' – hvorutveggja við sjó niðri. En norðan við að ofanverðu eru nefnd '''Vesturhöfuð''', þá '''Dufþekja''' ('''Dufþaksskor''' ) sjá Landnámu.


 
Í Dufþekju er sagt að nú hafi hrapað til bana 20 menn, sá síðasti varð fyrir steini í landsskjálftanum 1896. Sögn er að Dufþekja og Jökulá á Sólheimasandi hafi átt að teljast á um manndráp. Í Dufþekju eru nefndar '''Efri- ''' og '''Neðri-Flatir'''. En upp af henni að austan eru '''Austurhöfuð''' 
 
og efst í þeim '''Eysteinsbás'''. Austan við Dufþekju er bergflái, en austan við '''Rauðupallar'''. Þar ofar eru  '''Háukollahamrar''', þrír hamrar efst við '''Háukolla''' (140). Þar austar og neðar '''Háukollagil''' ; er efst í því '''Háukollahellir ''', en neðar '''Kindabás''' ('''Ókindabás''' álíta sumir eldra nafn). Neðan við Háukollagil  er '''Kelató''', en austar '''Sveinstó''' (nafnið frá ca 1860. Sveinn Þórðarson beykir fór þar fyrst upp) er hún nú hröpuð af. Hér austar '''Hvannstóð'''  (stór bekkur. Hvannstæði. Fýlapláss gott ca 40 faðm. neðan við brún). Hér neðan við '''Halldórssandur''' liggur við sjó niðri allt frá Kambi að Dufþekju. (Með því að örnefni þetta er ævagamalt mætti eins ætla að það væri dregið af Halldóri þræl Hjörleifs, sem Halldórsskora á Dalfjalli).
 
 
 
 
 
 




Lína 73: Lína 73:
* ''Fréttir'', 30/04/2004, „Fleiri ljósum beint að Heimakletti í kvöld“. [http://eyjafrettir.is/default.asp?View=Article&ID=4419]
* ''Fréttir'', 30/04/2004, „Fleiri ljósum beint að Heimakletti í kvöld“. [http://eyjafrettir.is/default.asp?View=Article&ID=4419]
* ''Landakirkja í Vestmannaeyjum'', Helgi Bernódusson og Ágúst Karlsson. [http://www.kirkjugardar.is/kgsi/bautast3/landakirkja.html]
* ''Landakirkja í Vestmannaeyjum'', Helgi Bernódusson og Ágúst Karlsson. [http://www.kirkjugardar.is/kgsi/bautast3/landakirkja.html]
* [[Gísli Lárusson]]. 1914 '''Örnefni á Vestmannaeyjum'''. [http://www.ornefni.is Örnefnastofnun Íslands]


[[Flokkur:Örnefni]]
[[Flokkur:Örnefni]]

Leiðsagnarval