„Elliðaey“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
3.063 bætum bætt við ,  12. desember 2005
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 69: Lína 69:


Svo er haldið áfram, og þá tekur við suður-brúnin, mjög mikill hamraveggur, sem nær alla leið vestur að '''Háubælum'''.  Rétt vestan við nefið er sennilega besti lundaveiðistaður í eynni.  Er setan þar um fjórir metrar neðan við brúnina.  Þessi staður heitir '''Skora'''.  Þarna veiðist mjög vel, ef áttin er hagstæð, en þá þarf að vera sunnan-suðaustankaldi.  Mesta veiði á þessum stað eru 900 fuglar á 8 klukkustundum.  Niður af setunni er nokkuð mikið af svartfugli.  Það er kallaðar '''Landsuðurshillur'''.  Þarna var oft sigið til eggja, en var erfitt, því að loft er mikið.  Eru þar um 300 egg.
Svo er haldið áfram, og þá tekur við suður-brúnin, mjög mikill hamraveggur, sem nær alla leið vestur að '''Háubælum'''.  Rétt vestan við nefið er sennilega besti lundaveiðistaður í eynni.  Er setan þar um fjórir metrar neðan við brúnina.  Þessi staður heitir '''Skora'''.  Þarna veiðist mjög vel, ef áttin er hagstæð, en þá þarf að vera sunnan-suðaustankaldi.  Mesta veiði á þessum stað eru 900 fuglar á 8 klukkustundum.  Niður af setunni er nokkuð mikið af svartfugli.  Það er kallaðar '''Landsuðurshillur'''.  Þarna var oft sigið til eggja, en var erfitt, því að loft er mikið.  Eru þar um 300 egg.
Rétt vestan við '''Skoruna''' er veiðistaður, sem heitir '''Gil'''.  Þar er setan alveg frammi í brúninni, og hefur þar alla tíð aflast mjög vel.  Áttin er vestankaldi.
Rétt vestan við '''Gilið''', niðri í miðju bergi, er svartfuglabæli, sem heitir '''Kerlingabæli.  Eru þar um 150 egg.
Upp er haldið.  Þegar komið er upp á hábrún, er þar einkennilegt fyrirbæri, sem heitir '''Kerling'''.  Virðist þetta vera hlaðið af mannavöldum.  Fyrst er mjög mikil undirstaða, og koma svo á hana tveir stórir steinar með nokkru millibili, svo að þarna myndast gat.  Undir þessum steinum eru steinklípi eins og til að gera þá stöðugri.  Ofan á þessa steina kemur svo stór steinn, sem bindur þá saman, og síðan einn minni sem myndar höfuð frúarinnar.  En eitt er víst.  Ef þessi stytta er hlaðin af mannavöldum, hafa það verið mikil karlmenni, sem það gerðu.
Rétt austan við '''Kerlingu''' er mjög stór, gróinn steinn, sem heitir '''Stóri-Kerlingarhaus'''.  Þegar fugl er uppi, er hann þéttsetinn og eins hamrar og brekkur í kring.  Öruggt er, að þessi haus hefur aldrei verið höfuð frúarinnar, sem hér var verið að segja frá.
Vestan í '''Stóra-Kerlingarhaus''' er staður sem oft var setinn, en þar veiddist lítið.  Þessi staður var kallaður '''Kerlingarklof'''.
Nú fer að halla til vesturs.  Þar myndast nokkuð mikil brekka.  Heitir þetta '''Flái''', og hafa þeir lundastaðir, sem þarna eru, sama nafn.  Uppi á brúninni er nokkuð stór steinn, og undir honum er seta.  Þetta hefur alla tíð verið mjög góður staður og áttin vestankaldi.  Rétt neðan við þessa setu er flatur steinn, og við hann er seta, þar sem oft veiddist vel.  Þar er áttin suðaustankaldi.  Rétt austan og ofan við þennan stað, í sjálfu nefinu, er seta.  Þar heitir '''Lávarðadeild'''.  Veiddist þarna oft sæmilega.  Áttin suðaustankaldi.
Þegar farið er frá '''Fláanum''' og heim, er mikið um lautir og hóla alla leið að ''' Stór-Bunka'''.  Það heita '''Kirkjulágar'''.  Vestan við þær og alla leið eru mjög stórir hraundrangar eða hausar, sem nefnast '''Kirkjuhausar'''.  Í einum þeirra er nokkuð stór skúti, sem heitir '''Kirkja'''.  Sunnan við hausana er dálítil flöt og þar út frá sker, sem kallast '''Smali'''.  Uppi í eynni á móti er urð, sem heitir '''Smalaurð'''.  Í hana er ekki hægt að komast nema á bandi.  Uppi í berginu og austan við urðina er nef, sem heitir '''Smalaurðarnef'''.  Var oft setið þar í háaustanátt.  Veiddist þar oft mikið af svartfugli, því að þar austar og innar af er stærsta svartfuglabæli í eynni.  heitir þar '''Stór-Kerlingarbæli'''.  Maður hefur heyrt þess getið, að aðeins einu sinni hafi verið komið á þetta bæli, og var það Jón heitinn Ingimundarson í Mandal.  Hefur það sennilega verið um síðustu aldamót.  Hafði hann snarað 600 svartfugla.  Að vísu var gerð tilraun til að komast á bælið fyrir nokkrum árum, en hún mistókst.


==Úr örnefnaskrá [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]]==
==Úr örnefnaskrá [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]]==
308

breytingar

Leiðsagnarval