„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 618: Lína 618:
== 3. Kaupfélagið Bjarmi ==
== 3. Kaupfélagið Bjarmi ==
   
   
Þegar útséð var um það, að Kaupfélagið Herjólfur yrði að leggja upp laupana, stofnuðu nokkrir útgerðarmenn, sem þar höfðu notið hagkvæmra viðskipta, nýtt hlutafélag. Þetta félag kölluðu þeir Bjarma. Það var stofnað með hlutafé 25 stofnenda og þess vegna kallað hlutafélag fyrst um sinn. Stofndagur þess hinn fyrsti var 25. jan. 1914. Þá komu stofnendurnir á fund í Goodtemplarahúsinu á Mylluhól og afréðu að stofna félagið. Kristmann Þorkelsson, yfirfiskimatsmaður, stjórnaði fyrsta fundi. Þegar var rætt um það að verja meginhluta stofnfjárins til þess að byggja hús, þar sem starfsemi félagsins færi fram. Megin markmiðið skyldi vera pöntun á öllum neyzluvörum og svo útgerðarvörum handa félagsmönnum. enda allt útgerðarmenn, sem stóðu að stofnun hlutafélags þessa. Þá skyldi félagið annast sölu á afurðum félagsmanna.
Lögð höfðu verið drög að því að fá hentuga lóð undir húsbyggingu félagsins o. fl. Kaupa skyldi kálgarð norðan við húseignina Frydendal og byggja húsið þar. Ekkjan á Eystri-Vesturhúsum, frú Valgerður Eiríksdóttir átti afnotaréttinn að kálgarðinum þeim.
Kosin var þriggja manna nefnd til þess að hefja framkvæmdir: panta timbrið í húsið og sement, semja uppkast að lögum og festa félaginu byggingarlóð. Þessir menn hlutu sæti í nefndinni: Geir útgerðarmaður Guðmundsson á Geirlandi, Högni Sigurðsson í Baldurshaga og Gísli Lárusson, gullsmiður og útgerðarmaður í Stakkagerði. Til framtaks og ráða kusu stjórnarmenn með sér Magnús Guðmundsson, útvegsbónda á Vesturhúsum. Hann hafði verið stoðin sterka í K.f. Herjólfi, enda þótt hann fengi þar ekki reist rönd við gæfusnauðum rekstri, sem aðrir, og þó sérstaklega einn maður, átti sök á.
Loks 15. apríl (1914) var aðalstofnfundar Hf. Bjarma haldinn á sama stað og áður. Þá lá fyrir frumvarp að lögum félagsins. Fleira hafði verið gert til þess að félagið gæti þá þegar tekið til starfa og unnið að hag félagsmanna.
Hér skrái ég lög félagsins, sem fundarmenn samþykktu í einu hljóði. enda borin áður undir félagsmenn til athugunar og þeir gert sínar athugasemdir við þau. Höfðu þær verið teknar til greina.
Lög Hf. Bjarma:
1. Félagið heitir Bjarmi. Heimili þess og varnarþing er í Vestmannaeyjum.
2. Tilgangur félagsins er að útvega félagsmönnum sem beztar vörur við svo góðu verði sem unnt er og að koma innlendum afurðum í sem hæst verð.
3. Skyldur er hver félagsmaður. er pantar vörur hjá félaginu, að veita þeim móttöku, þegar hann hefur fengið tilkynningu frá félagsstjórninni um að varan sé komin til félagsins.
4. Félagsmaður er hver sá, sem skrifar undir lög félagsins og kaupir eitt hlutabréf, er hljóðar upp á 200 krónur. Skal fé því varið til húsbyggingar og kaupa á nauðsynlegum verzlunaráhöldum. Félagatala má ekki fara fram úr 25.
5. Stofnbréf skal hljóða upp á nafn eiganda, en vilji hann selja það eða flytja úr sýslunni, skal hann skyldur að selja það stjórninni, sem þá kaupir það fyrir félagsins hönd með ákvæðisverði, en vilji stjórnin ekki kaupa bréfið fullu verði, má handhafi selja það öðrum.
Glatist hlutabréf, skal eigandi til¬kynna stjórn félagsins það, og hún á hans kostnað annast um, að bréfið verði innkallað með auglýsingu birtri á venjulegan hátt í Vestmannaeyjum. Gefi enginn sig fram með bréfið innan þriggja mánaða frá auglýsingardegi, skal eigandi hins glataða stofnbréfs fá annað í þess stað.
6. Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok janúarmánaðar ár
hvert, en aukafund má halda, ef 2 menn úr stjórninni eða þriðjungur
félagsmanna óska þess.
Fundir félagsmanna eru lögmætir, ef meiri hluti stjórnar og annarra félagsmanna eru mættir. Félagsmenn einir hafa atkvæðisrétt þannig, að hver félagi hefur eitt atkvæði.
7. A fundum má ræða og taka ákvörðun um hvað eina, sem félagið
varðar. Á aðalfundi skal leggja fram til úrskurðar reikninga félagsins:
a) Rekstrarreikning.
b) Efnahagsreikning frá næstliðnu ári með fylgiskjölum ásamt athugasemdum endurskoðenda. Skal þá skipt ágóða eða halla félagsins frá næstliðnu ári jafnt milli allra félagsmanna, nema aðalfundur samþykki með löglegri atkvæðagreiðslu aðra ráðstöfun. Þá skal og kjósa stjórnarnefnd og endurskoðunarmenn til eins árs.
8. Stjórnin skal skipuð 5 mönnum, sem eru formaður, varaformaður, ritari og meðstjórnendur. Auk þess skal kjósa 2 menn til vara, er sæti taka í stjórninni, ef einhver úr henni er forfallaður.
9. Stjórnin  hefur  framkvæmdir
allra félagsmála, reikningsíærslu félagsins og viðskipti þess utanlands og innan; hún boðar til allra funda í félaginu og stjórnar þeim, annars um að allar ályktanir fundarins séu bókaðar í fundarbók félagsins, heldur stjórnarfundi, þegar þurfa þykir. og er sá fundur lögmætur. þegar meiri hluti hennar mætir.
10. Allir samningar og skuldbindingar, er stjórnin gjörir eða undirskrifar fyrir félagsins hönd, eru bindandi fyrir félagið; þó skal stjórnin um öll stærri mál leita álits félagsmanna.
11. Með því að enginn félagsmaður má skulda í bókum félagsins fyrir pöntun eða vörukaup lengur en stjórnin ákveður í hvert skipti, getur stjórnin heimtað fyrirfram tryggingu af einstökum félagsmönnum, nema lögmætur fundur samþykki með atkvæðagreiðslu pöntun hans.
12. Á skuldum félagsins bera allir félagsmenn ábyrgð, einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Félagið getur hætt að starfa og ráðstafað eignum sínum, ef það á almennum fundi félagsmanna, þar sem mættir eru % allra félagsmanna. samþykkir að svo skuli gjört með % atkvæða þeirra, sem fund sækja.
Þegar þannig hefur verið samþykkt á fundi, sem formaður hefur boðað til með viku fyrirvara, að félagið skuli leysast upp, skal stjórnin koma í peninga öllum munum félagsins svo fljótt og haganlega, sem við verður komið.
Þegar allar skuldir eru greiddar,




83

breytingar

Leiðsagnarval