435
breytingar
| Lína 192: | Lína 192: | ||
Svo að segja allt byggingarefnið var keypt í sömu verzluninni, hjá [[H. Benediktsson og Co.]] í Vestmannaeyjum, en sú verzlun var útibú fráaðalverzluninni í Reykjavík. Umboðsmaður eða trúnaðarmaður þessa fyrirtækis í Eyjum var þá [[Óskar Sigurðsson]] | Svo að segja allt byggingarefnið var keypt í sömu verzluninni, hjá [[H. Benediktsson og Co.]] í Vestmannaeyjum, en sú verzlun var útibú fráaðalverzluninni í Reykjavík. Umboðsmaður eða trúnaðarmaður þessa fyrirtækis í Eyjum var þá [[Óskar Sigurðsson]] frá [[Bólstaður|Bólstað]] (nr. 18) við [[Heimagata|Heimagötu]]. Hann var síðar kunnur endurskoðandi og fulltrúi útgerðarmanna í Vestmannaeyjakaupstað. — Því miður er ekki tekið fram í reikningi þessum, hversu vörumagnið er mikið, sem keypt var, en við byggðum þarna hús, sem var ein hæð, ??? ferm. að stærð með kjallara undir hálfri hæðinni. (Sjá hér [[mynd]] af húsbyggingu þessari.) | ||
Þarna hefur nú Flugfélag Íslands bækistöð sína í kaupstaðnum, og svo er rekin verzlun í norðurenda byggingarinnar. | |||
Veðdeildin veitti okkur lán, kr. 12000,00, út á bygginguna. Eg sam-þykkti víxla fyrir andvirði efnisins fyrst í stað. Síðan greiddum við þess-ar efnisskuldir með veðdeildarlán-inu. Allt lék þetta í lyndi fyrir okkur. Margir hrifust með og voru okkur hjálplegir. Þess minnist ég. | |||
Einhvernveginn tókst okkur að greiða fagvinnuna með arðinum af verzlunarrekstrinum, en félagsmenn gáfu mestan hluta vinnu sinnar og hún var mikil. Þannig sigruðumst við á þessum erfiðleikum. Við fengum að skila aftur því steypujárni og sem-enti, sem við ekki þurftum að nota og höfðum flutt til okkar umfram þarf-ir. Samtals skiluðum við aftur sem-enti og steypujárni fyrir kr. 415,46. Þetta atriði þætti líklega dálítið sér-stætt í viðskiptalífinu nú á tímum. | |||
Ljósmyndin, sem fylgir þessu greinarkorni mínu, gefur okkur nokkra hugmynd um, hversu mikið tókst þá að gera eða framkvæma fyrir litið fé í bæjarfélaginu okkar | |||
Þrátt fyrir nokkurn meting og mikla samkeppni milli Kaupfélags verkamanna og Kaupfélags alþýðu, þá sýndum við Isleifur Högnason kaupfélagsstjóri þann þroska og manndóm að panta kol sameiginlega handa félagsmönnum beggja kaup-félaganna, af því að þeir fengu kolin þannig við mjög hagstæðu verði. Þarna létum við sem sé skynsemina ráða gjörðum okkar og óskina þá, að verzlunarsamtök þessi mættu í hví-vetna reynast „sverð og skjöldur" fé-lagsmanna í harðri lífsbaráttu, hvað svo sem stjórnmálaskoðunum okkar liði. | |||
Þetta gerðist haustið 1932. | |||
Það mun hafa verið fyrir jólin 1933, sem við fluttum verzlun Kaupfélags alþýðu i nýja verzlunar-húsið okkar að Skólavegi 2, gegnt Vöruhúsi Vestmannaeyja, þar sem Einar Sigurðsson rak verzlun sína af miklum krafti. — Þó að undir niðri værum við Einar þá í mikilli sam-keppni innbyrðis á verzlunarsviðinu var samkomulagið ávallt gott á milli okkar. Það var ekki smávægilegui mælikvarði á innri mann Einars Sigurðssonar, að hann leiðbeind mér um færslur verzlunarbókanna, kenndi mér bókfærslu, þegar sam-keppnin á milli okkar var hvað hörðust á verzlunarsviðinu. Siðai gerðist ég verkstjóri hjá honum að sumrinu. Þá frysti hann kola til út-flutnings. Þar ruddi hann brautir í kaupstaðnum. | |||
Og Einar Sigurðsson undraðist stórum viðgang og vöxt Kaupfélags alþýöu. | |||
Með þessi minni í vitund sinni segir þessi merki atvinnurekandi, hraðfrystihúsaeigandi og stór-út-gerðarmaður i bók sinni Fagur fiskur í sjó: „Ég held, að Kaupfélag alþýðu hefði orðið stórfyrirtæki, ef Þorsteins hefði notið þar við framvegis. En hann var ofurliði borinn af mönnum, sem ekki voru vandanum vaxnir." | |||
Þegar ég las þessi orð Einars ríka Sigurðssonar, gladdist ég, því að ég þekkti það af reynslu, að hann vissi jafnan hvað hann sagði á þessu starfssviði. Þar var hann næsta ó-venjulega glöggskyggn maður. Með-fæddar gáfur og mikinn manndóm sannaði hann ávallt í öllum at-vinnurekstri sínum. | |||
En brátt þyrmdi yfir mig. Þá minnist ég þeirrar vanlíðunar, sem ég varð að þola sökum þessa fram-taks míns. | |||
Kaupfélag alþýðu í Vestmanna-eyjum hafði vaxið svo ört og örugg-lega, að ég sá engin tök á að annast hinn daglega rekstur þess með öllu því starfi öðru, sem ég hafði þá á minni könnu. Næsta skrefið var þess vegna það, að útvega kaupfélaginu duglegan og hygginn kaupfélags-stjóra. — Þá urðu menn ekki alveg á eitt sáttir. Meiri hluti ráðandi manna kaupfélagsins vildi leita til flokksforustu Alþýðuflokksins í Reykjavík og biðja hana að útvega valinn mann í kaupfélagsstjórastöð-una, þar sem kaupfélagið væri öðr-Ufn þræði rekið til eflingar stefnu | |||
Alþýðuflokksins í kjaramálum verkalýðsins. | |||
Vissir forustumenn flokksins tóku vel þessari málaleitan. Þeir sendu okkur fljótlega manninn með mikl-um og góðum meðmælum. Við von-uðum innilega, að hann væri ekki einn af þessum „gáfuðu prinsum", sem Alþýðuflokkurinn virtist þá svo býsna ríkur af. Þar leituðu þeir sér helzt skjóls og frama. | |||
Og „prinsinn" kom von bráðar og gerðist kaupfélagsstjórinn okkar. | |||
Við höfðum komið lánum þeim, sem við höfðum fengið út á nýbygg-inguna okkar, vel fyrir. Meginlánið var veðdeildarlán til margra ára. Og byggingin varð okkur ódýr, því að mikið var unnið þar ókeypis. Tíminn leið og verzlunin okkar hélt áfram að blómstra. En ekki leið á ýkjalöngu þar við urðum þess varir í stjórninni, að ekki var allt orðið með felldu um rekstur kaupfélagsins. Við reyndum með leynd að bæta úr misfellunum eftir föngum, en nýi kaupfélagsstjór-inn hlustaði lítið á okkur. Honum fannst víst, að hann væri yfir þær aðfinnslur hafinn. Óánægja okkar magnaðist, þegar við urðum þess á-skynja, að skuldir fyrirtækisins hlóð-ust upp og vörulagerinn óx jafnframt af óseljanlegum vörubirgðum. Þetta hlaut að enda á einn veg. Óregla og óreiða voru okkur stjórnarmönnun-um hvimleið fyrirbrigði. Og svo höfðu vissir menn fengið lánaðar vörur, höfðu þarna vörureikning og söfnuðu skuldum, sem ekki fengust greiddar. | |||