„Blik 1978/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 117: Lína 117:
Þannig var oft þráttað um það, hver eða hverjir ættu upptökin að þessari ógæfu verkalýðssamtakanna, klofningnum skaðsamlega í Vestmannaeyjum, hinum pólitíska klofningi, sem gagnsýrði líka afstöðu manna til kaupgjaldsmálanna í bænum.
Þannig var oft þráttað um það, hver eða hverjir ættu upptökin að þessari ógæfu verkalýðssamtakanna, klofningnum skaðsamlega í Vestmannaeyjum, hinum pólitíska klofningi, sem gagnsýrði líka afstöðu manna til kaupgjaldsmálanna í bænum.


Kommúnistadeildin í Vest-mannaeyjum naut stuðnings Kaup-
Kommúnistadeildin í Vestmannaeyjum naut stuðnings Kaupfélags verkamanna í kaupstaðnum. Við Alþýðuflokksmenn sáum ofsjónum yfir þeirri velgengni og vildum líka eiga verzlunarsamtök flokki okkar til stuðnings og samheldni.
 
Við afréðum að stofna sérstakt kaupfélag, sem safna skyldu fyrst og fremst fjölskyldum Alþýðuflokksmanna undir væng sinn. Ef þetta fyrirtæki okkar heppnaðist vel, gat það dregið að sér fylgi og pólitískan mátt og eflt þannig um leið verkalýðssamtökin í bænum og haldið í skefjum „ofstækinu hinummegin", eins og sumir orðuðu það.
 
Við ræddum þessi verzlunarmál vel og ýtarlega. Peninga höfðum við enga til þess að hefja þetta starf. Og ekki voru líkindi til þess, að þeir lægju svo auðveldlega á lausu, þar sem fátækasti hluti fólksins átti hlut að máli.
 
En við vorum samhuga og einbeittir. Og við afréðum að láta til skarar skríða og til stáls sverfa, eins og þar stendur, og hefjast handa. Flokksmenn mínir fólu mér framkvæmdir um stofnun kaupfélagsins og rekstur þess. Þeir hétu mér hinsvegar öllum stuðningi sínum, eftir því sem þeir gætu bezt gert.
 
Þarna hafði ég við hlið mér [[Högni Sigurðsson|Högna Sigurðsson]] í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], drengskaparmann, hygginn, og að mínum dómi stórgáfaðan. Hann hafði nokkra reynslu af rekstri kaupfélags, því að hann var einn af stofnendum k/f Fram árið 1917 og hafði verið í stjórn þess um árabil. Hann var sem kunnugt er, hálfbróðir [[Einar Sigurðsson|Einars ríka Sigurðssonar]], samritara „meistarans mikla“.
 
Við sömdum kaupfélaginu okkar lög og reglur. Það skyldi heita Kaupfélag alþýðu. Ég var kjörinn formaður stjórnarinnar. Með mér í stjórn var m.a. Högni Sigurðsson, einlægur flokksmaður og að reynslunni ríkari um rekstur kaupfélags.
Við fengum leigt húsnæði í [[Kaupangur|Kaupangri]], húsinu nr. 39 við [[Vestmannabraut]], alla neðri hæðina að vestanverðu. Það var þá eign [[Helgi Benediktsson|Helga Benediktssonar]], kaupmanns og útgerðarmanns m.m. — Þetta gerðist á vertíð 1932.
 
Og svo var það vandinn fyrsti, sem leysa þurfti. Hann var sá, að fá vörur í búðina án þess að hafa eyri milli handa. Við vorum veltufjárlausir með öllu. Hinar fáu krónur, sem félagsmenn höfðu greitt í félagssjóðinn, urðum við að nota til þess að greiða þeim, sem lagfærðu búðarholuna fyrir okkur og sköpuðu okkur aðstöðu þar til afgreiðslu á vörunum, og svo auðvitað til kaupa á nauðsynlegum áhöldum.
 
Um lán í bankanum í bænum var ekki að ræða. Vitaskuld var ekkert vit í því að lána rekstrarfé fyrirtæki, sem stofnað var til höfuðs öðru fyrirtæki, sem skuldaði þá bankanum drjúgan skilding. Og svo var enginn okkar í þessum verzlunarsamtökum í flokki „hinna heldri manna“ í bænum, en stéttaskipting í kaupstaðnum lét þá býsna mikið á sér bera. Og svo var enginn okkar þekktur á viðskiptasviðinu, aldrei borið það við að pranga eða braska. Ofan á allt þetta var svo fjárhagskreppa herjandi um allan heim.
 
Í von og óvon fór ég til Reykjavíkur til þess að „slá út“ vörurnar. Fá þær lánaðar út á „andlitið á mér“, eins og stundum er komizt að orði um þá, sem fá lán án allra trygginga og lítillar fjárhagslegrar getu. Og vörurnar fékk ég í svo ríkum mæli, að við fylltum búðina okkar. Mest voru það matvörur og svo aðrar nauðsynjar til daglegrar notkunar í heimilisrekstri. Aðrar vörur rúmuðust ekki í litlu búðarholunni okkar þarna í Kaupangri.
 
Ég réð sjálfan mig afgreiðslumann í búðina án allra launa til þess að geta safnað sem fyrst eilitlu veltufé. Ég hafði búðina opna síðari hluta dagsins eða eftir klukkan þrjú á daginn, þegar ég hafði lokið starfi mínu í Gagnfræðaskólanum. Þannig var þetta einnig á laugardögum. Hugsjónin var mér allt. Og voru það nokkur undur, þó að ég á þessum tímum væri nefndur „hugsjónaangurgapi“ á opinberum stjórnmálafundi. Ég hafði þá aldrei heyrt þetta orð fyrr og mér þótti það býsna hnyttið. Víst var það angurgapalegt að ætla sér að móta og reka verzlun
435

breytingar

Leiðsagnarval