943
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Ástand heilbrigðismála á Íslandi á 18. og 19. öld var dönskum stjórnvöldum stöðugt áhyggjuefni og ítrekað voru sendar tillögur til úrbóta á ýmsum málum og síðan fyrirspurnir um hvers vegna ekkert væri gert í málunum. Dönsk heilsupólitík átti að tryggja heilbrigði sem flestra til þess að efla vinnumarkaðinn og minnka útgjöld til fátækramála. Íslenskir embættismenn létu hjá líða að skipta sér af málum ef mögulegt var enda virðast þeir ekki hafa verið sammála þeirri stefnu sem rekin var af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Þannig nutu fátæklingar ekki ókeypis læknishjálpar né lyfjagjafar eins og kveðið var á um í lögum vegna þess að sveitarstjórnarmenn vildu ekki borga læknum fyrir þá þjónustu. Læknar voru einungis fyrir fáa útvalda og svo lengi sem sjúkdómar og sóttir náðu ekki til efri laga samfélagsins var ástæðulaust að grípa til aðgerða að mati Íslendinga. Í heilbrigðismálum eins og ýmsum öðrum málum fóru hugmyndir danskra yfirvalda alls ekki saman við íslenskan raunveruleika. Sagan úr Vestmannaeyjum þar sem ginklofi deyddi flest börn sem fæddust þar um langt árabili er lýsandi dæmi þess. | Ástand heilbrigðismála á Íslandi á 18. og 19. öld var dönskum stjórnvöldum stöðugt áhyggjuefni og ítrekað voru sendar tillögur til úrbóta á ýmsum málum og síðan fyrirspurnir um hvers vegna ekkert væri gert í málunum. Dönsk heilsupólitík átti að tryggja heilbrigði sem flestra til þess að efla vinnumarkaðinn og minnka útgjöld til fátækramála. Íslenskir embættismenn létu hjá líða að skipta sér af málum ef mögulegt var enda virðast þeir ekki hafa verið sammála þeirri stefnu sem rekin var af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Þannig nutu fátæklingar ekki ókeypis læknishjálpar né lyfjagjafar eins og kveðið var á um í lögum vegna þess að sveitarstjórnarmenn vildu ekki borga læknum fyrir þá þjónustu. Læknar voru einungis fyrir fáa útvalda og svo lengi sem sjúkdómar og sóttir náðu ekki til efri laga samfélagsins var ástæðulaust að grípa til aðgerða að mati Íslendinga. Í heilbrigðismálum eins og ýmsum öðrum málum fóru hugmyndir danskra yfirvalda alls ekki saman við íslenskan raunveruleika. Sagan úr Vestmannaeyjum þar sem ginklofi deyddi flest börn sem fæddust þar um langt árabili er lýsandi dæmi þess. | ||
== Landlæknir kemur til Vestmannaeyja == | |||
Íslendingar fengu sinn fyrsta landlækni árið 1760 en á næstu árum voru stofnuð embætti fjórðungslækna þannig að um 1800 voru starfandi fimm læknar auk landlæknis. Heilbrigðisyfirvöldum í Kaupmannahöfn bárust fregnir um að ungbarnadauði væri óvanalega mikill í Eyjum skömmu fyrir aldamótin 1800 en þetta hafði verið lengi vitað hérlendis án þess að nokkuð væri aðhafst. Árið 1804 var Tómas Klog skipaður landlæknir en hann var fyrsti Daninn til að gegna læknisembætti á Íslandi og líklega var skipun hans tilkomin til að ná betri tökum á stjórn heilbrigðismála. Íslenskir embættismenn gerðu ekkert í málinu þrátt fyrir eftirrekstur og að lokum fór landlæknir til Vestmannaeyja árið 1810 og skrifaði skýrslu um málið, Indberettninger om Börnesygdommen Ginklofi. Þar lýsir hann ginklofatilfelli en talið var að sjúkdómurinn hefði verið valdur að flestum dauðsföllum. | Íslendingar fengu sinn fyrsta landlækni árið 1760 en á næstu árum voru stofnuð embætti fjórðungslækna þannig að um 1800 voru starfandi fimm læknar auk landlæknis. Heilbrigðisyfirvöldum í Kaupmannahöfn bárust fregnir um að ungbarnadauði væri óvanalega mikill í Eyjum skömmu fyrir aldamótin 1800 en þetta hafði verið lengi vitað hérlendis án þess að nokkuð væri aðhafst. Árið 1804 var Tómas Klog skipaður landlæknir en hann var fyrsti Daninn til að gegna læknisembætti á Íslandi og líklega var skipun hans tilkomin til að ná betri tökum á stjórn heilbrigðismála. Íslenskir embættismenn gerðu ekkert í málinu þrátt fyrir eftirrekstur og að lokum fór landlæknir til Vestmannaeyja árið 1810 og skrifaði skýrslu um málið, Indberettninger om Börnesygdommen Ginklofi. Þar lýsir hann ginklofatilfelli en talið var að sjúkdómurinn hefði verið valdur að flestum dauðsföllum. | ||
Lína 7: | Lína 10: | ||
Klog lagði til, til að lækka dánartíðnina, að konur hefðu börn sín á brjósti, meðferð matvæla yrði bætt sem og húsakynni og að eyjarskeggjar notuðu sama vatnsból og dönsku kaupmennirnir en hjá þeim þekktist varla ginklofi. Auk þess taldi hann brýnt að ganga betur frá naflastrengnum en læknar töldu að óhirða í því sambandi væri orsakavaldur í of mörgum dánartilfellum. Ekki var farið að ráðum hans þrátt fyrir ítrekuð tilmæli og ástandið lagaðist ekkert. | Klog lagði til, til að lækka dánartíðnina, að konur hefðu börn sín á brjósti, meðferð matvæla yrði bætt sem og húsakynni og að eyjarskeggjar notuðu sama vatnsból og dönsku kaupmennirnir en hjá þeim þekktist varla ginklofi. Auk þess taldi hann brýnt að ganga betur frá naflastrengnum en læknar töldu að óhirða í því sambandi væri orsakavaldur í of mörgum dánartilfellum. Ekki var farið að ráðum hans þrátt fyrir ítrekuð tilmæli og ástandið lagaðist ekkert. | ||
Íbúar Vestmannaeyja sendu beiðni til yfirvalda árið 1820 um að þeim væri sendur læknir og var íslenskur læknir, Ólafur Thorarensen, sendur. Hann vildi hins vegar ekki setjast að í Vestmannaeyjum en skrifaði skýrslu til yfirvalda um hvað bæri að gera til að bæta ástandið. Tillögur hans voru á sömu nótum og tillögur Klogs en sem fyrr var ekki farið eftir þeim. Landlæknir Jón Thorstensen og stiftamtmaður Hoppe gerðu þá tillögu til yfirvalda um að stofnað yrði sérstakt læknisembætti í Vestmannaeyjum og var það samþykkt af konungi 6. júní 1827. Þar sem erfiðlega gekk að fá lækni var ákveðið að ef danskur læknir fengist til starfans og sæti í sex ár fengi hann embætti í Danmörku að því loknu. | == Læknisembætti stofnað í Vestmannaeyjum == | ||
Íbúar Vestmannaeyja sendu beiðni til yfirvalda árið 1820 um að þeim væri sendur læknir og var íslenskur læknir, Ólafur Thorarensen, sendur. Hann vildi hins vegar ekki setjast að í Vestmannaeyjum en skrifaði skýrslu til yfirvalda um hvað bæri að gera til að bæta ástandið. Tillögur hans voru á sömu nótum og tillögur Klogs en sem fyrr var ekki farið eftir þeim. Landlæknir Jón Thorstensen og stiftamtmaður Hoppe gerðu þá tillögu til yfirvalda um að stofnað yrði sérstakt læknisembætti í Vestmannaeyjum og var það samþykkt af konungi 6. júní 1827. Þar sem erfiðlega gekk að fá lækni var ákveðið að ef danskur læknir fengist til starfans og sæti í sex ár fengi hann embætti í Danmörku að því loknu. Fyrsti héraðslæknirinn, Carl Ferdinand Lund, kom til starfa árið 1828 en síðan komu þeir hver af öðrum, Bolbroe, Haalland, Schneider og Davidsen, sem lést í embætti árið 1860 eins og Lund hafði gert tæpum 30 árum fyrr. Ekkert hafði breyst í Vestmannaeyjum þrátt fyrir komu læknanna en þeir gerðu sér betur grein fyrir vandamálinu og voru með tillögur til úrbóta. | |||
breytingar