„Sundkennsla“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
1.545 bætum bætt við ,  29. júní 2005
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 12: Lína 12:




== Miðhúsalaug ==
== Sundreglugerð fyrir Vestmannaeyjar ==
Árangur af kennslu í köldum sjó var ekki sem skyldi og fyrir frumkvæði [[Arinbjörg Ólafsdóttir|Arinbjargar Ólafsdóttur]] bar [[Kristinn Ólafsson]], þáverandi bæjarstjóri, fram tillögu á bæjarstjórnarfundi þann 27. janúar árið 1925 þess efnis ''„[...] að bæjarstjórn skori á Alþingi að setja lög um sundskyldu barna og unglinga á aldrinum 12-16 ára.“'' Tillagan var samþykkt einróma í bæjarstjórn. [[Jóhann Þ. Jósefsson]] bar svo
 
Árangur af kennslu í köldum sjó var ekki sem skyldi og fyrir frumkvæði [[Arinbjörg Ólafsdóttir|Arinbjargar Ólafsdóttur]] bar [[Kristinn Ólafsson]], þáverandi bæjarstjóri, fram tillögu á bæjarstjórnarfundi þann 27. janúar árið 1925 þess efnis ''„[...] að bæjarstjórn skori á Alþingi að setja lög um sundskyldu barna og unglinga á aldrinum 12-16 ára.“'' Tillagan var samþykkt einróma í bæjarstjórn. [[Jóhann Þ. Jósefsson]] bar svo málið fram á Alþingi árið 1925. Jóhann talaði fyrir því að bæjarstjórn Vestmannaeyja fengi heimild til að koma á sundskyldu barna og unglinga tvo mánuði á ári. Jóhann vildi færa aldurinn upp í 18 ár, en Menntamálanefnd efri deildar þingsins kom með breytingartillögu um að skyldualdurinn yrði sem fyrr 12-16 ára. Jóhann talaði fyrir því að sund væri nytsöm íþrótt og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum. Hann nefndi til sögunnar [[Árni J. Johnsen|Árna J. Johnsen]] sem væri áægætlega sundfær maður, en þá hafði hann nýlega bjargað fjórum börnum frá drukknun í Eyjum. Fór svo að frumvarpið var samþykkt í efri deild með 11 atkvæðum gegn 3. Í neðri deild Alþingis mælti [[Ásgeir Ásgeirsson]] fyrir áliti menntamálanefndar. Nefndin var meðmælt frumvarpinu, en vildi stytta kennslutímann. Þá bæri Alþingi að veita styrki til sundlaugarbyggingar.
 
Niðurstaðan varð síðan sú að kaupstöðum eða sveitarfélögum skuli bæjar- og sveitarstjórnum heimild með reglugerð að gera öllum heimilisföstum unglingum frá 12-16 ára innan síns umdæmis skylt að stunda sundnám í allt að fjóra mánuði samtals. Sundreglugerð fyrir Vestmannaeyjar var staðfest 9. ágúst árið 1926. Samkvæmt henni bar bænum að halda uppi almennti sunkennslu á hverju sumri, a.m.k. tvo mánuði á tímabilinu júní til ágúst. Í lok kennslunnar skyldi síðan haldið próf og bæjarstjórn send skýrsla um kostnað og árangur af kennslunni.




943

breytingar

Leiðsagnarval