„Taflfélag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
smávegis viðbót.
(Innsláttarvillur leiðréttar.)
(smávegis viðbót.)
Lína 168: Lína 168:
Nokkuð var liðið á haustið ´68 þegar ég fór á mína fyrstu æfingu í Taflfélagi Vestmanneyja. Þá var teflt á annari hæð í Drífanda-húsinu. Nokkrir piltar aðeins eldri en ég voru þar: Einar Ottó Högnason sem síðar lánaði mér bókina: Svona á ekki að tefla, Óli Þór vinur hans og Guðni  Gunnarsson. Þá var þarna líka Friðrik Guðlaugsson bróðir Einars Guðlaugssonar. Ég man að Andri Hrólfsson tók á móti mér. Hann fylgdist aðeins með taflmennskunni en í fyrstu skákunum fórnaði ég mönnum á báðar hendur, enda undir miklum áhrifum af Fléttunni sem ég hafði lesið spjaldanna á milli og var stundum að sýna mönnum “Ódauðlegu skákina” sem ég kunni utan að. Andri benti mér á að sennilega væri affarasælast að fara rólegar í sakirnar. Fyrsta mótið sem ég tók þátt í var unglingaflokkur haustmótsins sem ég vann með 9 ½ vinning af 10 mögulegum. Mér fannst nauðsynlegt að gera eitt jafntefli svo mótstaflan liti betur út. Á einni æfngunni tók ég eftir hóp manna sem var að horfa á kvikmynd inn í litlu herbergi. Ég leit þar aðeins inn en myndin hófst á því að kvikmyndagerðarmaðurinn hermdi eftir Hollywood-ljóninu. Þetta var Páll Steingrímsson. Mikið var hlegið að þessu atriði. Skákþing Vestmannaeyja 1968 - ´69 hófst svo einn sunnudag í desember en meðal áhorfenda var Freymóður bæjarfógeti og er mér minnistætt hversu djúpa rödd hann hafði. Hann var þá að ég held nýkvæntur. Freymóður tók mig tali. Ýmsir ágætir skákmenn voru með á mótinu en áberandi virðulegastir fundust mér Sigurberg Bogason og Gústaf Finnbogason. Ég var í 2. flokki og varð í 2. – 3. sæti ásamt Friðrik Guðlaugssyni. Baráttan i 1. flokki stóð hinsvegar á milli Arnars Sigurmundssonar og Sigurjóns apótekara. Mig minnir að Arnar hafi haft betur en ýmsar skákir sem þeir tefldu þarna skrifaði ég niður og athugaði betur þegar heim var komið.  Ég tók t.d. eftir því að Arnar hafði mikið dálæti á franskri vörn en sumum, t.d. Andra fannst stíll hans nokkuð þungur. Þegar skákvertíðinni lauk tók knattspyrnan við, en um sumarið var ég varamarkvörður hjá ÍBV-liðinu en aðalmarkvörður var Ársæll Sveinsson. Miklir snillingar voru í þessu liði auk Ársæls, þ.á.m. Ásgeir Sigurvinsson og Sigurlás Þorleifsson. Ég fylgdist dálítið með skákinni þetta sumar og þó einkum einvígi Spasskí og Petrosjan um heimsmeistaratitilinn en skákir þeirra birtust í einu dagblaðanna. Að áliðnu sumri tefldi fyrrverandi Norðurlandameistari Freysteinn Þorbergsson fjöltefli við nokkra félagsmenn TV. Ég bauð jafntefli eftir 44 leiki sem Freysteinn þáði. Hann spurði mig hve gamall ég væri. Mig grunaði stundum að hann hefði “gefið” þetta jafntefli en morguninn eftir var hann mættur í viðtal hjá föður mínum sem var útibússtjóri Útvegsbankans en Freysteinn var í útgerð. Þegar ég fór yfir skákina mörgum árum síðar kom í ljós að staðan var að öllum líkindum jafntefli, ég var manni yfir fyrir þrjú peð. Haustið 1969 flutti Taflfélagið starfsemi sína í kjallara félagsmiðstöðvarinnar við enda Vestmannabrautar. Ég er ekki frá því að fækkað hafi í hópi þeirra sem tefldu þennan vetur. Arnar vann skákþingið aftur og er mér minnistætt að ein umferð þess fór fram á Hótel Hamri, sem síðar fór undir hraun en Arnar og Andri tengdust eitthvað rekstrinum. Framfarir voru greinilegar og snemma árs 1970 birtist í Fylki sigurskák mín gegn Hrafni Oddssyni úr Skákþingi Vestmannaeyja. Arnar sem stóð á bak við birtinguna hafði orð á því að þetta myndi kannski falla í grýttan jarðveg hjá þeim Oddsson-bræðrum. Um páskaleytið 1970 reyndi ég að komast suður á Skákþing Íslands, sem gekk ekki vel í fyrstu því vart gaf á sjó en svo stytti upp og flaug ég suður á mótið. Ég vann unglingaflokk Íslandsmótsins með 12 vinninga af 12 mögulegum og á forsíðu Vísis mátti lesa fyrirsögnina: 13 ára Vestmanneyingur sigraði alla. Einnig var mynd af undirrituðum í Morgunblaðinu þannig að allt í einu var maður kominn með smá status í samfélaginu. Afreksmenn voru þó nánast á hverju strái í Eyjum á þessum tíma; Erna Jóhannesdóttir var kjörin fegurðardrottning Íslands og yngri flokkar ÍBV röðuðu inn Íslandsmeistaratitlunum. Ekki man ég betur en að Ársæll Sveinsson hafi þá verið kominn í fremstu röð kylfinga landsins, rétt nýfermdur, Halli “gullskalli” var löngu orðinn landsþekktur, svo ekki sé minnst á Ásgeir Sigurvinsson. Um sumarið var ég í sveit á bænum Öxl í Húsavatnssýslu og hjólaði stundum yfir á Leysingjastaði en þar hét bóndinn Jónas Halldórsson, mikill öðlingur og góður skákmaður, margfaldur Skákmeistari Norðurlands. Ég hygg að ég hafi lært mikið af Jónasi. Eitt sinn spurði ég hann af hverju hann tefldi aldrei sikileyjarvörn á móti mér og þá svaraði hann: “Það geri ég bara á móti mönnum eins og Pálma á Akri.”  Jónas drukknaði þrem árum síðar í Hópinu og var öllum mikill harmdauði.  
Nokkuð var liðið á haustið ´68 þegar ég fór á mína fyrstu æfingu í Taflfélagi Vestmanneyja. Þá var teflt á annari hæð í Drífanda-húsinu. Nokkrir piltar aðeins eldri en ég voru þar: Einar Ottó Högnason sem síðar lánaði mér bókina: Svona á ekki að tefla, Óli Þór vinur hans og Guðni  Gunnarsson. Þá var þarna líka Friðrik Guðlaugsson bróðir Einars Guðlaugssonar. Ég man að Andri Hrólfsson tók á móti mér. Hann fylgdist aðeins með taflmennskunni en í fyrstu skákunum fórnaði ég mönnum á báðar hendur, enda undir miklum áhrifum af Fléttunni sem ég hafði lesið spjaldanna á milli og var stundum að sýna mönnum “Ódauðlegu skákina” sem ég kunni utan að. Andri benti mér á að sennilega væri affarasælast að fara rólegar í sakirnar. Fyrsta mótið sem ég tók þátt í var unglingaflokkur haustmótsins sem ég vann með 9 ½ vinning af 10 mögulegum. Mér fannst nauðsynlegt að gera eitt jafntefli svo mótstaflan liti betur út. Á einni æfngunni tók ég eftir hóp manna sem var að horfa á kvikmynd inn í litlu herbergi. Ég leit þar aðeins inn en myndin hófst á því að kvikmyndagerðarmaðurinn hermdi eftir Hollywood-ljóninu. Þetta var Páll Steingrímsson. Mikið var hlegið að þessu atriði. Skákþing Vestmannaeyja 1968 - ´69 hófst svo einn sunnudag í desember en meðal áhorfenda var Freymóður bæjarfógeti og er mér minnistætt hversu djúpa rödd hann hafði. Hann var þá að ég held nýkvæntur. Freymóður tók mig tali. Ýmsir ágætir skákmenn voru með á mótinu en áberandi virðulegastir fundust mér Sigurberg Bogason og Gústaf Finnbogason. Ég var í 2. flokki og varð í 2. – 3. sæti ásamt Friðrik Guðlaugssyni. Baráttan i 1. flokki stóð hinsvegar á milli Arnars Sigurmundssonar og Sigurjóns apótekara. Mig minnir að Arnar hafi haft betur en ýmsar skákir sem þeir tefldu þarna skrifaði ég niður og athugaði betur þegar heim var komið.  Ég tók t.d. eftir því að Arnar hafði mikið dálæti á franskri vörn en sumum, t.d. Andra fannst stíll hans nokkuð þungur. Þegar skákvertíðinni lauk tók knattspyrnan við, en um sumarið var ég varamarkvörður hjá ÍBV-liðinu en aðalmarkvörður var Ársæll Sveinsson. Miklir snillingar voru í þessu liði auk Ársæls, þ.á.m. Ásgeir Sigurvinsson og Sigurlás Þorleifsson. Ég fylgdist dálítið með skákinni þetta sumar og þó einkum einvígi Spasskí og Petrosjan um heimsmeistaratitilinn en skákir þeirra birtust í einu dagblaðanna. Að áliðnu sumri tefldi fyrrverandi Norðurlandameistari Freysteinn Þorbergsson fjöltefli við nokkra félagsmenn TV. Ég bauð jafntefli eftir 44 leiki sem Freysteinn þáði. Hann spurði mig hve gamall ég væri. Mig grunaði stundum að hann hefði “gefið” þetta jafntefli en morguninn eftir var hann mættur í viðtal hjá föður mínum sem var útibússtjóri Útvegsbankans en Freysteinn var í útgerð. Þegar ég fór yfir skákina mörgum árum síðar kom í ljós að staðan var að öllum líkindum jafntefli, ég var manni yfir fyrir þrjú peð. Haustið 1969 flutti Taflfélagið starfsemi sína í kjallara félagsmiðstöðvarinnar við enda Vestmannabrautar. Ég er ekki frá því að fækkað hafi í hópi þeirra sem tefldu þennan vetur. Arnar vann skákþingið aftur og er mér minnistætt að ein umferð þess fór fram á Hótel Hamri, sem síðar fór undir hraun en Arnar og Andri tengdust eitthvað rekstrinum. Framfarir voru greinilegar og snemma árs 1970 birtist í Fylki sigurskák mín gegn Hrafni Oddssyni úr Skákþingi Vestmannaeyja. Arnar sem stóð á bak við birtinguna hafði orð á því að þetta myndi kannski falla í grýttan jarðveg hjá þeim Oddsson-bræðrum. Um páskaleytið 1970 reyndi ég að komast suður á Skákþing Íslands, sem gekk ekki vel í fyrstu því vart gaf á sjó en svo stytti upp og flaug ég suður á mótið. Ég vann unglingaflokk Íslandsmótsins með 12 vinninga af 12 mögulegum og á forsíðu Vísis mátti lesa fyrirsögnina: 13 ára Vestmanneyingur sigraði alla. Einnig var mynd af undirrituðum í Morgunblaðinu þannig að allt í einu var maður kominn með smá status í samfélaginu. Afreksmenn voru þó nánast á hverju strái í Eyjum á þessum tíma; Erna Jóhannesdóttir var kjörin fegurðardrottning Íslands og yngri flokkar ÍBV röðuðu inn Íslandsmeistaratitlunum. Ekki man ég betur en að Ársæll Sveinsson hafi þá verið kominn í fremstu röð kylfinga landsins, rétt nýfermdur, Halli “gullskalli” var löngu orðinn landsþekktur, svo ekki sé minnst á Ásgeir Sigurvinsson. Um sumarið var ég í sveit á bænum Öxl í Húsavatnssýslu og hjólaði stundum yfir á Leysingjastaði en þar hét bóndinn Jónas Halldórsson, mikill öðlingur og góður skákmaður, margfaldur Skákmeistari Norðurlands. Ég hygg að ég hafi lært mikið af Jónasi. Eitt sinn spurði ég hann af hverju hann tefldi aldrei sikileyjarvörn á móti mér og þá svaraði hann: “Það geri ég bara á móti mönnum eins og Pálma á Akri.”  Jónas drukknaði þrem árum síðar í Hópinu og var öllum mikill harmdauði.  
Á fyrstu æfingu TV haustið 1970 sem fram fór á 2. hæð samkomuhússins  við enda Vestmannabrautar vann ég með 11 vinninga af 12 mögulegum. Nú var leikfélagið búið að hertaka kjallarann fyrir búningsaðstöðu, því það átti að setja á svið Kardimommubæinn með Einar rakara í aðalhlutverki. Tveir skólabræður mínir tróðu sér inn í heilmikinn búning og léku ljónið. Nokkrum dögum eftir þessa æfingu hringdi síminn heima hjá mér og þar kynnti sig Björn Ívar Karlsson læknir. Stuttu síðar sótti hann mig og við háðum u.þ.b. 30 skáka hraðskákeinvígi í “Blokkinni” í Eyjum þar sem hann bjó ásamt Helgu konu sinni. Einvígin við Björn fóru fram á stóru tréborði og hann átti hreint frábærlega fallega taflmenn. Hann keypti gos og súkkulaði handa mér en reykti sjálfur Hofnar vindla. Á haustmóti TV 1970 urðu þau úrslit að Einar Guðlaugsson sigraði og hlaut 5 vinninga, en ég varð í 2. sæti ásamt Birni með 4½ vinning. Í innbyrðis skák okkar tókst mér að ná jafntefli upp úr gjörtapaðri stöðu. Á Skákþinginu sjálfu var Björn langfremstur og vann örugglega. Ég hygg að Einar hafi verið í 2. sæti og ég þriðji. Um vorið 1971 hafði ég betur gegn Birni í löngu og ströngu hraðskákeinvígi, 17:15. Björn fór til náms í Bandaríkjunum um sumarið, en að mig minnir hann hafi komið til Eyja gossumarið 1973. Hann átti þá þegar mikið safn skákbóka og hefði örugglega getað náð langt í skákinni sem læknisstörf vitanlega hindruðu, tefldi hinsvegar mikið af bréfskákum og var fremsti skákmaðurinn þegar hann bjó í Eyjum. Haustið 1971 fór að bera á nýjum félagsmönnum, Óskar á Háeyri, Össur Kristinsson,  Daníel Willard Fiske Traustason og Laugi í Lyngfelli. Um haustið kom hin fræga skáksveit Útvegsbankans í heimsókn og fór fram keppni á tíu borðum milli bankans og Taflfélags Vestmannaeyja. Ég tapaði fyrir Gunnari Gunnarssyni á 2. borði, en í hraðskákkeppni degi síðar tókst mér að vinna Björn Þorsteinsson og fleiri góða menn. Þarna var ég orðinn bestur í Eyjum enda vann ég Skákþingið 1972 örugglega með 9 vinningum af 11 mögulegum, tapaði þó einni skák fyrir Hrafni Oddssyni sem hefur alltaf neitað því að hafa boðið jafntefli þegar langt var liðið á skákina sem fór í bið eftir mikla rimmu. Staða mín var erfið og sennilega töpuð en hvorki gekk né rak að klára þessa viðureign því Hrafn var á sjónum ásamt Bergvin bróður sínum. Hef ég heyrt að menn hafi verið að rabba um stöðuna í talstöð milli báta og þriðji bróðurinn Guðmundur Oddsson stórkrati úr Kópavogi tengdist eitthvað þessum rannsóknum. Loks dróst Hrafn á að ljúka skákinni og þegar hann settist að tafli tefldi hann hratt og af miklum þunga. Eftir fimm leiki eða svo mátti ég játa mig sigraðan. Mikil eftirvænting ríkti um fyrirhugað einvígi Fischers og Spasskí. Það átti hug minn allan sumarið 1972 en ég hygg að ég hafi séð fimm skákir þess. Arnar Sigurmundsson fór í Laugardalshöllina ásamt fleirum, þ.á.m. Lauga í Lyngfelli sem sagði hárri og hvellri röddu þegar Fischer lék snjöllum leik, 19. ... Dd2, þannig að undir tók í salnum: “Tja, þar fór drottningin.” Um haustið var mikil skákvakning um land allt og einnig í Eyjum. Við Arnar stóðum fyrir fjölmennu skáknámskeiði fyrir börn og unglinga á laugardögum. Á haustmótinu var þátttakan afar góð. Gömul keppni milli Vesturbæinga og Austurbæinga var endurvakin. Ég vann haustmótið með fullu húsi vinninga. Allt fór á sömu leið á Skákþinginu. Skák mín við Andra Hrólfsson í 10. umferð fór í bið. Stormurinn  sem hafði geisað fyrr um daginn þann 22. janúar 1973 var nú genginn niður og það var aftur orðið hlýtt í bænum þegar ég gekk heim frá Félagsmiðstöðinni um kvöldið. Ekki grunaði mig þá að nokkrum klukkutímum síðar myndi ég vakna í Tónabíó í miðri kvikmyndinni Midnight cowboy, né heldur að biðskákin við Andra yrði til lykta leidd 20 árum síðar.
Á fyrstu æfingu TV haustið 1970 sem fram fór á 2. hæð samkomuhússins  við enda Vestmannabrautar vann ég með 11 vinninga af 12 mögulegum. Nú var leikfélagið búið að hertaka kjallarann fyrir búningsaðstöðu, því það átti að setja á svið Kardimommubæinn með Einar rakara í aðalhlutverki. Tveir skólabræður mínir tróðu sér inn í heilmikinn búning og léku ljónið. Nokkrum dögum eftir þessa æfingu hringdi síminn heima hjá mér og þar kynnti sig Björn Ívar Karlsson læknir. Stuttu síðar sótti hann mig og við háðum u.þ.b. 30 skáka hraðskákeinvígi í “Blokkinni” í Eyjum þar sem hann bjó ásamt Helgu konu sinni. Einvígin við Björn fóru fram á stóru tréborði og hann átti hreint frábærlega fallega taflmenn. Hann keypti gos og súkkulaði handa mér en reykti sjálfur Hofnar vindla. Á haustmóti TV 1970 urðu þau úrslit að Einar Guðlaugsson sigraði og hlaut 5 vinninga, en ég varð í 2. sæti ásamt Birni með 4½ vinning. Í innbyrðis skák okkar tókst mér að ná jafntefli upp úr gjörtapaðri stöðu. Á Skákþinginu sjálfu var Björn langfremstur og vann örugglega. Ég hygg að Einar hafi verið í 2. sæti og ég þriðji. Um vorið 1971 hafði ég betur gegn Birni í löngu og ströngu hraðskákeinvígi, 17:15. Björn fór til náms í Bandaríkjunum um sumarið, en að mig minnir hann hafi komið til Eyja gossumarið 1973. Hann átti þá þegar mikið safn skákbóka og hefði örugglega getað náð langt í skákinni sem læknisstörf vitanlega hindruðu, tefldi hinsvegar mikið af bréfskákum og var fremsti skákmaðurinn þegar hann bjó í Eyjum. Haustið 1971 fór að bera á nýjum félagsmönnum, Óskar á Háeyri, Össur Kristinsson,  Daníel Willard Fiske Traustason og Laugi í Lyngfelli. Um haustið kom hin fræga skáksveit Útvegsbankans í heimsókn og fór fram keppni á tíu borðum milli bankans og Taflfélags Vestmannaeyja. Ég tapaði fyrir Gunnari Gunnarssyni á 2. borði, en í hraðskákkeppni degi síðar tókst mér að vinna Björn Þorsteinsson og fleiri góða menn. Þarna var ég orðinn bestur í Eyjum enda vann ég Skákþingið 1972 örugglega með 9 vinningum af 11 mögulegum, tapaði þó einni skák fyrir Hrafni Oddssyni sem hefur alltaf neitað því að hafa boðið jafntefli þegar langt var liðið á skákina sem fór í bið eftir mikla rimmu. Staða mín var erfið og sennilega töpuð en hvorki gekk né rak að klára þessa viðureign því Hrafn var á sjónum ásamt Bergvin bróður sínum. Hef ég heyrt að menn hafi verið að rabba um stöðuna í talstöð milli báta og þriðji bróðurinn Guðmundur Oddsson stórkrati úr Kópavogi tengdist eitthvað þessum rannsóknum. Loks dróst Hrafn á að ljúka skákinni og þegar hann settist að tafli tefldi hann hratt og af miklum þunga. Eftir fimm leiki eða svo mátti ég játa mig sigraðan. Mikil eftirvænting ríkti um fyrirhugað einvígi Fischers og Spasskí. Það átti hug minn allan sumarið 1972 en ég hygg að ég hafi séð fimm skákir þess. Arnar Sigurmundsson fór í Laugardalshöllina ásamt fleirum, þ.á.m. Lauga í Lyngfelli sem sagði hárri og hvellri röddu þegar Fischer lék snjöllum leik, 19. ... Dd2, þannig að undir tók í salnum: “Tja, þar fór drottningin.” Um haustið var mikil skákvakning um land allt og einnig í Eyjum. Við Arnar stóðum fyrir fjölmennu skáknámskeiði fyrir börn og unglinga á laugardögum. Á haustmótinu var þátttakan afar góð. Gömul keppni milli Vesturbæinga og Austurbæinga var endurvakin. Ég vann haustmótið með fullu húsi vinninga. Allt fór á sömu leið á Skákþinginu. Skák mín við Andra Hrólfsson í 10. umferð fór í bið. Stormurinn  sem hafði geisað fyrr um daginn þann 22. janúar 1973 var nú genginn niður og það var aftur orðið hlýtt í bænum þegar ég gekk heim frá Félagsmiðstöðinni um kvöldið. Ekki grunaði mig þá að nokkrum klukkutímum síðar myndi ég vakna í Tónabíó í miðri kvikmyndinni Midnight cowboy, né heldur að biðskákin við Andra yrði til lykta leidd 20 árum síðar.
'''Grein Arnars Sigurmundssonar''' um biðskákina frá 22. janúar 1973, sem tefld var til loka 23. janúar 1993, greinin birtist í 90 ára afmælisriti Taflfélagsina 2016:
Þegar eldgosið hófst á Heimaey aðfaranótt 23. janúar 1973 var skákþingi Vestmannaeyja 1973 rétt að ljúka. Teflt var mánudagskvöldið 22. janúar í Félagsheimilinu við Heiðarveg þar sem nú er Vinaminni ný og glæsileg félagsaðstaða eldri borgara í Eyjum. Teflt var í 1. og 2. flokki og var keppni í öðrum flokki þá nýlokið. Keppendur í 1. flokki voru tólf og þegar gosið hófst voru fjórar skákir ótefldar úr síðustu umferð og einnig átti eftir að klára eina biðskák. Var það skák þeirra Helga Ólafssonar og Andra Hrólfssonar. Engan óraði fyrir kvöldið fyrir gos því að sú skák myndi loks verða kláruð 20 árum síðar! Helgi var kvöldið fyrir gos kominn með 9 vinninga úr níu skákum og þurfti aðeins hálfan vinning úr þeim tveimur skákum sem hann hafði ekki lokið. Össur Kristinsson, var kominn með 9 vinninga en hafði lokið öllum sínum skákum. Af eðlilegum ástæðum var ekki staður né stund til að ljúka Skákþingi 1973 meðan á eldgosinu stóð. Vesturinn 1974 fór starfsemi TV af stað á nýjan leik og lítið minnst á að klára Skákþingið 1973, enda voru keppendur sem áttu eftir að ljúka sínum skákum ekki allir til staðar í Eyjum. Það átti einnig við um þá félaga Andra og Helga. Ég minnist þess að hafa gossumarið 1973 minnst á það við Helga og Andra sem báðir voru þá við störf í Eyjum að klára biðskákina. En sem betur fer varð ekkert úr því. Haustið 1992 kom upp sú hugmynd þegar styttast fór að 20 ár voru liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey að klára Skákþing Vestmannaeyja 1973, laugardaginn 23. janúar 1993. Einnig var ákveðið að halda öflugt hraðskákmót sama dag, gekk hvorutveggja eftir og var teflt í fundarsal Sparisjóðs Vestmannaeyja við Bárustíg. Biðskák Helga Ólafssonar og Andra Hrólfssonar vakti mikla athygli í fjölmiðlum og birtist biðstaðan meðal annars í Morgunblaðinu 23. janúar 1993. Á þessum tuttugu árum sem liðin voru hafði Helgi tekið stórstígum framförum og löngu kominn í hóp sterkustu skákmanna Íslands. Við hinir minni spámennirnir sem áttu eftir að tefla við hann voru í besta falli á svipuðum slóðum og kvöldið fyrir eldgos. Helgi vann biðskákina við Andra og einnig skákina við undirritaðann og fékk í mótslok titilinn Skákmeistari Vestmannaeyja 1973 - þótt liðin væru 20 ár frá fyrirhuguðum mótslokum.


== Starfið eftir gos ==
== Starfið eftir gos ==
494

breytingar

Leiðsagnarval