„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2009/Minning um besta vin minn“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<big><center>GEORG EIÐUR ARNARSSON SKRIFAR</center></big><br>
[[Mynd:Georg Eiður Arnarsson Sdbl. 2009.jpg|miðja|thumb|267x267dp]]
<big><big><center>'''Minning um besta vin minn'''</center></big></big><br>
<big><center>GEORG EIÐUR ARNARSSON SKRIFAR</center></big><big><big><center>'''Minning um besta vin minn'''</center><br>
Oft þegar ég heyri af fólki sem hefur látist, koma upp minningar um besta vin minn, sem lést fyrir nokkrum árum. Ég hef lengi velt því fyrir mér að skrifa þessa grein, en hef ákveðið að gera það núna.<br>Besti vinur minn, síðustu 20 árin sem hann lifði, hét Adolf Magnússon, fæddur 1921 og var liðlega 40 árum eldri en ég. Hann var alltaf kallaður Dolli, eða eins og við trillukarlarnir þekktum hann, Dolli á Freyjunni, eða Dolli í Sjónarhól. Fyrstu kynni okkar Dolla voru þegar ég kom á minni fyrstu trillu 1987 og rakst svolítið harkalega utan í Freyjuna hans, svo úr varð smáskemmd. Dolli hins vegar sagði ekki neitt, heldur lagaði þessa smáskeinu sem kom á bátinn hans, en rukkaði mig aldrei um neitt. Eftir að hafa róið hérna í nokkra mánuði á færum skipti ég yfir á línu og fór þá að beita uppi í kró. Þetta varð til þess að Dolli fór að kíkja í heimsókn og eitt skiptið þegar hann kom þarna, var ég að vandræðast með að splæsa línu. Dolli bauðst til að kenna mér að splæsa. Þannig minnist ég Dolla, alltaf tilbúinn að hjálpa og alltaf tilbúinn að veita góð ráð eða aðstoð. Eg minnist þess, að eftir að ég flutti niður á Vestmannabraut, þannig að aðeins voru þrjú hús á milli okkar, þá kom það oft fyrir, sérstaklega fyrir jólin, að börnin mín komu inn og sögðu mér frá því, að gamall maður hefði komið og gefið þeim pening. Þannig var Dolli einfaldlega, góðmennskan uppmáluð. Það er kannski lýsandi dæmi um ævi Dolla, að heima hjá sér átti hann myndarlegan verðlaunagrip og skjal frá því þegar hann var ungur sjómaður. Þá kastaði hann sér í hafið til að bjarga félaga sínum, sem hafði rotast og fallið í sjóinn.<br>
Oft þegar ég heyri af fólki sem hefur látist, koma upp minningar um besta vin minn, sem lést fyrir nokkrum árum. Ég hef lengi velt því fyrir mér að skrifa þessa grein, en hef ákveðið að gera það núna.<br>Besti vinur minn, síðustu 20 árin sem hann lifði, hét Adolf Magnússon, fæddur 1921 og var liðlega 40 árum eldri en ég. Hann var alltaf kallaður Dolli, eða eins og við trillukarlarnir þekktum hann, Dolli á Freyjunni, eða Dolli í Sjónarhól. Fyrstu kynni okkar Dolla voru þegar ég kom á minni fyrstu trillu 1987 og rakst svolítið harkalega utan í Freyjuna hans, svo úr varð smáskemmd. Dolli hins vegar sagði ekki neitt, heldur lagaði þessa smáskeinu sem kom á bátinn hans, en rukkaði mig aldrei um neitt. Eftir að hafa róið hérna í nokkra mánuði á færum skipti ég yfir á línu og fór þá að beita uppi í kró. Þetta varð til þess að Dolli fór að kíkja í heimsókn og eitt skiptið þegar hann kom þarna, var ég að vandræðast með að splæsa línu. Dolli bauðst til að kenna mér að splæsa. Þannig minnist ég Dolla, alltaf tilbúinn að hjálpa og alltaf tilbúinn að veita góð ráð eða aðstoð. Eg minnist þess, að eftir að ég flutti niður á Vestmannabraut, þannig að aðeins voru þrjú hús á milli okkar, þá kom það oft fyrir, sérstaklega fyrir jólin, að börnin mín komu inn og sögðu mér frá því, að gamall maður hefði komið og gefið þeim pening. Þannig var Dolli einfaldlega, góðmennskan uppmáluð. Það er kannski lýsandi dæmi um ævi Dolla, að heima hjá sér átti hann myndarlegan verðlaunagrip og skjal frá því þegar hann var ungur sjómaður. Þá kastaði hann sér í hafið til að bjarga félaga sínum, sem hafði rotast og fallið í sjóinn.<br>
Síðustu árin sem Dolli lifði var hann oft veikur og eftir að hann hafði selt þann litla kvóta, sem hann átti á Freyjunni, var Freyjunni komið fyrir uppi á landi. Nokkrir höfðu falast eftir því að kaupa hana, en hann sagði að honum væri ekki sama um hver fengi bátinn, enda var líka orðin þörf á því að taka ýmislegt í gegn þarna um borð. Þar sem ég var á milli báta um þetta leytið, þá kom hann til mín og bað mig um að kaupa af sér Freyjuna. Eftir stutta umhugsun ákvað ég að slá til, borgaði umsamið verð og hófst þegar handa við að gera bátinn tilbúinn fyrir skoðun. Ekki var ég fyrr búinn að skrifa undir kaupin, en Dolli var farinn að draga að mér allt mögulegt, bæði málningu og annað til að skvera bátinn. Báturinn fékk skoðun og síðan keypti ég á hann nýlegt Iínuspil. Þar sem ég hafði þá tekið að mér að róa með lítinn netabát, þá gat ég ekki byrjað að róa með Freyjuna fyrr en seint um haustið þetta ár. Í stuttu máli sagt, þá gekk allt upp hjá mér á Freyjunni. Mokfiskaði ég svo að ég lenti t.d. í því þrisvar bara þennan vetur að þurfa að fara inn að landa og út aftur til að klára að draga línuna og var stundum á mörkunum, að maður hefði það í land, enda Freyjan ekki gerð fyrir mjög mikinn afla. En heldur betur hýrnaði yfir Dolla yfir þessu fiskiríi. Um vorið hins vegar, hafði ég tekið ákvörðun um það, að ef ég ætlaði að halda áfram í útgerð, þá yrði ég að fá mér stærri bát og setti því Freyjuna á sölu. Ekki var nú Dolli hrifinn af því, en þá um sumarið keypti ég þann bát sem ég á í dag. Gekk Freyjan upp í kaupin og er núna komin vestur á firði, þar sem búið er að lengja hana og ég veit ekki betur en að það fiskist ennþá vel á Freyjuna.<br>
Síðustu árin sem Dolli lifði var hann oft veikur og eftir að hann hafði selt þann litla kvóta, sem hann átti á Freyjunni, var Freyjunni komið fyrir uppi á landi. Nokkrir höfðu falast eftir því að kaupa hana, en hann sagði að honum væri ekki sama um hver fengi bátinn, enda var líka orðin þörf á því að taka ýmislegt í gegn þarna um borð. Þar sem ég var á milli báta um þetta leytið, þá kom hann til mín og bað mig um að kaupa af sér Freyjuna. Eftir stutta umhugsun ákvað ég að slá til, borgaði umsamið verð og hófst þegar handa við að gera bátinn tilbúinn fyrir skoðun. Ekki var ég fyrr búinn að skrifa undir kaupin, en Dolli var farinn að draga að mér allt mögulegt, bæði málningu og annað til að skvera bátinn. Báturinn fékk skoðun og síðan keypti ég á hann nýlegt Iínuspil. Þar sem ég hafði þá tekið að mér að róa með lítinn netabát, þá gat ég ekki byrjað að róa með Freyjuna fyrr en seint um haustið þetta ár. Í stuttu máli sagt, þá gekk allt upp hjá mér á Freyjunni. Mokfiskaði ég svo að ég lenti t.d. í því þrisvar bara þennan vetur að þurfa að fara inn að landa og út aftur til að klára að draga línuna og var stundum á mörkunum, að maður hefði það í land, enda Freyjan ekki gerð fyrir mjög mikinn afla. En heldur betur hýrnaði yfir Dolla yfir þessu fiskiríi. Um vorið hins vegar, hafði ég tekið ákvörðun um það, að ef ég ætlaði að halda áfram í útgerð, þá yrði ég að fá mér stærri bát og setti því Freyjuna á sölu. Ekki var nú Dolli hrifinn af því, en þá um sumarið keypti ég þann bát sem ég á í dag. Gekk Freyjan upp í kaupin og er núna komin vestur á firði, þar sem búið er að lengja hana og ég veit ekki betur en að það fiskist ennþá vel á Freyjuna.<br>
3.704

breytingar

Leiðsagnarval