Karítas Jónsdóttir (Vík)

From Heimaslóð
(Redirected from Karítas Jónsdóttir)
Jump to navigation Jump to search

Karítas Jónsdóttir frá Vík í Mýrdal, húsfreyja fæddist 17. ágúst 1923 og lést 11. apríl 1969.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson frá Lækjarbakka, kennari í Vík, f. 31. maí 1881, d. 7. apríl 1927 og síðari kona hans Þórunn Karítas Ingimundardóttir frá Skarðshjáleigu í Mýrdal, húsfreyja, f. 13. janúar 1897, d. 14. júní 1975.

Karítas var með foreldrum sínum í Vík til 1930, hjá móður sinni í Hafnarfirði 1930-1932, fór þá með henni til Reykjavíkur, var þar 1956.
Hún flutti til Eyja, bjó á Hásteinsvegi 51 við giftingu.
Þau Jón giftu sig 1962, eignuðust ekki börn saman. Þau bjuggu síðast við Vesturveg 32.
Karítas lést 1969 og Jón 2006.

I. Maður Karítasar, (6. janúar 1962), var Jón Maríus Guðmundsson frá Sjólyst, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, f. 9. febrúar 1920, d. 27. apríl 2006.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 6. maí 2006. Minning Jóns.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.