Guðni Grímsson (formaður)
(Endurbeint frá Guðni Grímsson (Helgafellsbraut))
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðni Grímsson“
Guðni Grímsson fæddist 15. janúar 1904 og lést 9. maí 1996. Foreldrar hans voru Grímur Bjarnason, sjómaður á Stokkseyri, og Helga Þorsteinsdóttir. Þau bjuggu allan sinn búskap á Stokkseyri.
Guðni var kvæntur Lovísu Sigurðardóttur. Börn þeirra voru Kristín Inga f. 1928 d.1967 og Sigurður f.1931.
Þau bjuggu á Herjólfsgötu 14.
Hann var skipstjóri og útgerðarmaður með bátinn Maggý. Hann var skipstjóri frá 1928 til 1960 og hætti hann sjómennsku árið 1964. Frá því vann í landi við uppsetningu á veiðarfærum.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Guðna:
- Guðna telja Gríms ég má
- græðir stundar téður,
- marinn þegar mylur sá,
- Maggý tíðum hleður.
Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:
- Grímsson ég Guðna ríma
- greindan formanninn reyndan.
- Maggý er verjans vagga,
- víðir þá eikju hýðir.
- Fisk dregur mest án miska,
- marinn þó dekkið kari
- hríðar í hreggi stríðu,
- hræðist sízt skatinn græði
Myndir
Heimildir
- Guðmundur Jakobsson. Skipstjóra og stýrimannatal. Reykjavík: Ægisútgáfan, 1979.
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
- Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.