Blik 1937, 3. tbl./Jón Sigurðsson
(Endurbeint frá Blik 1937, 3.tbl./Jón Sigurðsson)
- JÓN SIGURÐSSON.
- JÓN SIGURÐSSON.
- Af öllum lýðum, sem landið byggja
- þú leystir kúgarans bönd.
- Birtir í ljóma íslenskum augum
- ónumin framtíðarlönd.
- Þú sóttir eldinn, sem Ísland skorti,
- hið andlega helga bál.
- Þú áttir kraftinn, og kyngiglæður
- þú kveiktir í þjóðarsál.
- Af öllum lýðum, sem landið byggja
- Þú áttir vaxtarþrá vökumannsins
- að vinna hið mikla starf:
- að færa börnum framtíðarinnar
- frelsi og hróður í arf.
- Lýðum Íslands var hugsjón þín helguð,
- hjarta þitt vermdist af þrá.
- Þú háðir baráttu brautryðjandans
- og braut þín til sigurs lá.
- Þú áttir vaxtarþrá vökumannsins
- Þú sóttir djarfur að miklu marki
- — þín minning er stjarna vor,
- því aldrei fyrnist þitt fagra lífsstarf
- né fenna þín manndómsspor.
- Og nafn þitt lifir í landsins sögu
- — lifir sem feðranna mál.
- Þú kveiktir eldinn, sem aldrei dvínar
- í íslenskri þjóðarsál.
- Þú sóttir djarfur að miklu marki
- Helgi Sœmundsson (17 ára)
- 2. b.
- Helgi Sœmundsson (17 ára)