Blik 1937, 3. tbl./Frásøgn ømmu minnar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1937



FRÁSØGN ØMMU MINNAR


Amma mín, sem áður átti heima í Rángárvallasýslu, sagði pabba þessa sögu.
Árið 1893 þaun 26. apríl fórst skip við Landeyjasand, er fimmtán manns voru á og drukknuðu þeir allir.
Eina nótt á vertíðinni 1893 áður en skipstapinn varð, lá amma mín vakandi í rúmi sínu fyrir framan afa minn og sá hún þá allt í einu mann standa fyrir framan rúmið og virtist henni hann mæna upp fyrir sig á afa minn. Stóð hann þarna stundarkorn, en leið svo burtu eða hvarf, og kvaðst hún þá hafa orðið hrædd, en þó eigi þorað að gefa neitt hljóð frá sér.
Amma mín hafði veitt því eftirtekt, hvernig maðurinn var klæddur og sagði afa mínum frá sýninni og klæðnaði mannsins daginn eftir. Um vorið eftir skipstapann, er fyr er um getið, fann afi minn einn af þeim, er drukknað höfðu, rekinn af sjó og var hann alveg eins klæddur og í eins litum fötum eins og um nóttina, er hann birtist ömmu minni.
Þegar amma mín sá sýnina, var maður sá, sem afi minn fann sjórekinn og birst hafði ömmu minni, til sjóróðra í Vestmannaeyjum.

Sigurlaug Johnson 1. b.