Blik 1937, 2. tbl./Söngur æskulýðsins

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1937


Söngur æskulýðsins

Erindið er helgað nemendum Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum.

Lag: Hvað er svo glatt.
Rís upp af dvala Íslands æskulýður,
Þú átt að vinna nýja hetjudáð.
Þótt ekki sé þinn verkahringur víður
skal verða síðar fögru marki náð.
Þá einu stefnu enginn skyldi svíkja,
sem eflir mannkyns heill og bræðralag,
og þá mun dimma þokan burtu víkja,
og þjóð vor líta nýjan frægðardag.
Helgi Sæmundsson.