Björn Bjarnason (Langa-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Björn Bjarnason.

Björn Bjarnason frá Eystri-Tungu í Landbroti, V.-Skaft., verkamaður, verkstjóri, fæddist þar 20. júní 1884 og lést 8. apríl 1957 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Bjarni Björnsson vinnumaður, húsmaður, f. 17. febrúar 1841 í Efri-Vík í Mýrdal, d. 13. september 1905 í Syðri-Vík þar, og sambúðarkona hans Matthildur Guðmundsdóttir húskona, bústýra, f. 24. janúar 1851 á Fossi á Síðu, V.-Skaft., d. 10. september 1943 á Fossi.

Björn var með foreldrum sínum í Eystri-Tungu til 1894, var á Svínafelli 1894-1896, hjá foreldrum sínum í Eystri-Tungu 1896-1898, vikadrengur á Feðgum í Meðallandi 1898-1900, vinnumaður á Hnausum 1900-1903, fór þá til Reykjavíkur, var verkamaður þar 1910, verkamaður í Eyjum 1913-1917, verkstjóri hjá Kárafélaginu, fyrst í Reykjavík, síðar í Viðey, var verkstjóri á Sundabakka 1930-1944, síðan verkamaður í Reykjavík.
Þau Þorbjörg giftu sig 1912, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Reykjavík, í Langa-Hvammi í Eyjum 1913-1917, fluttu úr Eyjum til Reykjavíkur 1917.
Björn lést 1957 og Þorbjörg 1964.

I. Kona Björns, (19. október 1912), var Þorbjörg Ásgrímsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 20. september 1895, d. 14. desember 1964.
Börn Þorbjargar og Björns:
1. Laufey Kjartanía Björnsdóttir, f. 20. september 1911 í Reykjavík, d. 2. janúar 1999.
2. Hilbert Jón Björnsson verkamaður, sjómaður, bátsmaður, hafnarstarfsmaður, umsjónarmaður, f. 10. mars 1914 í Hvammi, d. 19. nóvember 1974.
3. Bjarni Kristinn Björnsson verkstjóri í Reykjavík, f. 14. febrúar 1917 í Hvammi, d. 26. mars 1992.
4. Ásgrímur Stefán Björnsson skipstjóri, erindreki Slysavarnafélagsins í Reykjavík, f. 14. desember 1922, d. 13. febrúar 1995.
5. Björn Kári Björnsson sjómaður, smiður, f. 27. júlí 1927, d. 2. apríl 1997.
6. Sigurður Guðni Björnsson vélvirki, bankastarfsmaður, f. 3. maí 1936, d. 22. júlí 2007.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 15. nóvember 1996. Minning Ástu Þorkelsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.