Óskar Þorsteinsson (bóksali)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Þorsteinsson Johnson.

Óskar Emanuel Þorsteinsson Johnson formaður, síðar bóksali í Árdal, fæddist 15. júlí 1915 og lést 28. júní 1999.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Johnson bóksali, f. 19. júlí 1883, d. 16. júní 1959 og fyrsta kona hans Anna Margrethe Johnson, fædd Madsen, danskrar ættar, f. 20. nóvember 1892.

Óskar tók hið meira fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1942, en hafði tekið námskeiðspróf Fiskifélagsins í vélfræði 1934.
Hann stundaði sjómennsku frá árinu 1932-1944, þar af skipstjórn frá 1939. Var hann aflakóngur á mb. Gullveigu VE-331 og mb. Tý VE-315.
Óskar hætti formennsku og hóf störf í bókaverslun föður síns og rak hana síðar 1959-1973.
Eftir gos fluttist hann til Reykjavíkur og stofnaði Bókahúsið við Laugaveg 178 og rak það ásamt Sigríði konu sinni. Þau skildu 1974 og hann vann síðan hjá O. Johnson & Kaaber.
Óskar lést 1999.

I. Kona Óskars, (28. desember 1935, skildu), var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, frá Steig í Mýrdal, f. 16. desember 1912, d. 24. janúar 2003.
Börn Óskars og Sigríðar:
1. Hrönn Karólína Óskarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 21. janúar 1936 í Viðey, d. 29. júní 2012.
2. Þorsteinn Óskarsson, f. 23. júní 1939, d. 1. júlí 1939.
3. Margrét Óskarsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 7. janúar 1941 í Árdal.
4. Þorsteinn Óskarsson sjómaður í Reykjavík, f. 14. nóvember 1944 í Árdal.
5. Kristinn Óskarsson starfsmaður í Álverinu í Straumsvík, f. 9. september 1946 í Árdal.

II. Sambýliskona Óskars var Jóhanna Þorbjörg Matthíasdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1924 að Fossi á Síðu. Foreldrar hennar voru Matthías Stefánsson bóndi, f. 17. mars 1892 á Núpum, d. 28. ágúst 1935 á Fossi og Kona hans Helga Málfríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1892 á Fossi á Síðu, d. 27. júlí 1972.

Óskars er getið í Bjargveiðmannatali Árna símritara, en engin sjálfstæð umsögn er þar um hann.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslensk skip. Jón Björnsson. Iðunn 1990.
  • Morgunblaðið 11. júlí 1999. Minning.
  • Skipstjóra-og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit