Vigfús Ingvarsson (Birtingarholti)

From Heimaslóð
Revision as of 11:44, 6 May 2024 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Vigfús Ingvarsson (Birtingarholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Jump to navigation Jump to search

Vigfús Ingvarsson frá Birtingarholti við Vestmannabraut 61, gullsmiður fæddist 1. nóvember 1928 og lést 10. október 2023.
Foreldrar hans voru Ingvar Þórólfsson útgerðarmaður, húsasmiður, f. 27. mars 1896, d. 13. apríl 1975, og kona hans Þórunn Friðriksdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1901, d. 13. júlí 1972.

Börn Þórunnar og Ingvars:
1. Þórhildur Ingvarsdóttir húsfreyja í Mýrdal, f. 25. nóvember 1922, d. 8. ágúst 2000.
2. Þórunn Ingvarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. desember 1923 í Birtingarholti, d. 6. október 2013.
3. Friðrik Ingvarsson í Bandaríkjunum, f. 2. apríl 1926, d. 17. janúar 2004.
4. Hulda Ingvarsdóttir Berndsen húsfreyja í Reykjavík, f. 10. maí 1927, d. 28. apríl 2000.
5. Vigfús Ingvarsson, gullsmiður, f. 1. nóvember 1928, d. 10. október 2023.
6. Hafsteinn Ingvarsson tannlæknir, f. 12. október 1932 í Birtingarholti, d. 29. janúar 2014.
7. Hafdís Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1935 í Birtingarholti, d. 26. janúar 1997.
8. Ingi Ingvarsson, f. 22. apríl 1937 í Birtingarholti, d. 14. ágúst 2018.
9. Jóna Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1939 í Birtingarholti.
10. Þórólfur Ingvarsson sjómaður á Akureyri, f. 16. apríl 1944 í Birtingarholti, d. 20. júlí 2015.

Vigfús lærði gullsmíði og vann við iðngrein sína.
Þau Guðrún giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn.

I. Kona Vigfúsar, (17. júní 1950), Guðrún Sigríður Ingimarsdóttir frá Rvk, húsfreyja, f. 22. apríl 1928. Foreldrar hennar voru Ingimar Finnbogi Jónsson, bakarameistari, f. 7. júní 1896, d. 20. apríl 1968, og kona hans Þórfinna Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 20. júní 1893, d. 26. október 1984.
Börn þeirra:
1. Ingi Þór Vigfússon, f. 2. júlí 1949 í Rvk.
2. Ingvar Vigfússon, f. 12. október 1950 í Rvk.
3. Hrönn Vigfúsdóttir, f. 22. júní 1957 í Rvk.
4. Edda Vigfúsdóttir, f. 15. júlí 1960 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.